Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.03.2001, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 15.03.2001, Blaðsíða 21
Nýtl félag um nýtingu orku Félagið Enex hf. var stofnað 14. febrúar sl. með samruna Virkis tækniþjónustu hf og Jarðhita ehf. Hluthafar í Virki voru einir 18, aðallega verkfræðistofur, en stærstir voru þó Orkuveita Reykjavíkur og Orkustofnun (rikissjóður). Hluthafar í Jarðhita ehf. voru tveir, Hitaveita Suðumesja og Jarðboranir hf., en félagið var í raun stofnað utan um þá þróun sem átt hefur sér stað í Svarts- engi svo sem hreinsiborun í blæstri, holuloka, „Total Wellhead Concept” o.s.frv. Nú var ákveðið að sameina þessi félög um leið og nýir öfl- ugir aðilar kæmu til liðs við það. Markmið félagsins er skilgreint sem „hlutafélag um þróun, vinnslu, nýtingu hvers konar orkuauðlinda ásamt dreifingu og sölu orku og þekkingar ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rann- sóknir og búnað félagsins.” Helstu hluthafar í Enex hf. eru þessir (sjá töflu) en búast má við að hópurinn breikki fljót- lega ef væntingar ganga eftir. Fyrirtæki: Nalnvsrí m.kr. Raunverðmk Egnartiluta Orkuveita Rvk 7,2 18 15,65% Aðrir hluthafar Virkis 10,4 26 22,61% Hitaveita Suðumesja 7,2 18 15,65% Jarðboranir hf 7,2 18 15,65% Landsvirkjun 7,2 18 15,65% Nýsköpunarsjóður 4,8 12 10,43% Norðurorka 2,0 5 4,35% Samanlagt: 46,0 115 100,00% son, Orkuveitu Reykjav. og Ólafur G. FIó- venz, Orkustofnun. A fimmta tug umsókna bárust vegna framkvæmdastjórastöðunnar en að sögn Júlíusar Jónssonar verður vænt- anlega gengið frá ráðningunni á næstu tveim- ur vikum. Félagið verður í upphafi a.m.k. til húsa á Grensásvegi þar sem Hitaveita Reykjavíkur hafði aðsetur. Stjóm félagsins skipa 5 menn og þrír til vara og er hún nú þannig skipuð: Júlíus Jónsson, Hitaveitu Suðumesja, formað- ur Guðmundur Þóroddsson, Orkuveitu Rvk, varaform. Friðrik Sóphusson, Landsvirkjun, Bent Einarsson, Jarðborunum hf. Runólfur Maack, VGK. Varamenn eru Albert Alberts- son, Hitaveitu Suðumesja, Asgeir Margeirs- Stofna eignarhaldsfélag um Bláa loniö hf. Margir vilja allan daginn Hreppsnefnd Gerðahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. mars sJ. að skoða sérstaklega að hver- ju beri að stefna varðandi vistun bama á leikskólan- um, þ.e. að hve miklu leyti á að leggja áherslu á heils- dagspláss eða hvort leggja eigi höfuðáherslu á hálfs- dagsvistun. I samtali við VF sagði Sig- urður Jónsson, sveitarstjóri að þegar nýi leikskólinn hefði verið tekinn í notkun hefði verið gert ráð fyrir að 84 börn væru þar í hálfs- dagsvistun. Þróunin hefði orðið sú að nokkur börn væm í heilsdagsvistun og í 5 eða 6 tíma vistun, þannig að nú væru 72 böm á leik- skólanum. Á biðlista em nú 29 börn og mikil ásókn í heilsdagsvistun og að böm- in eigi þess kost að fá heitan mat í hádeginu. Mál þessi verða tekin til frekari umræðu á næsta fundi hreppsnefndar í byrj- un apríl. Tillaga um hækkun leikskólagjalda hefur verið samþykkt en þau munu hækka úr kr. 1700 á klst. í kr. 1870 áklst. Kynntar voru breyt- ingar á núverandi rekstrarfyrirkomu- lagi Bláa lónsins hf. á stjóm- arfundi Hitaveitu Suðumesja fyrir skömmu. Uppi em hug- myndir um stofnun eignar- haldsfélags, BL-Holding, sem ætti alla hluti í núverandi Bláa lóns fyrirtækjum. Tilgangur breytinga hefur verið skilgreindur í þremur liðum, þ.e. að gera rekstur hverrar rekstrareiningar markvissari og skýrari þannig að hægt sé að gera upp afkomu hennar sér- staklega. I öðru lagi að auð- velda vöxt hverrar rekstrarein- ingar í samræmi við „þroska” hennar hverju sinni, en rekstr- arlegt „þroskastig” rekstrarein- inganna er mjög mismunandi, að sögn Júlíusar Jónssonar for- stjóra Hitaveitu Suðumesja. I þriðja lagi að auka sveigjan- leika og gera það auðveldara að fjármagna hverja rekstrar- einingu sérstaklega með lánum eða aðkomu nýrra fjárfesta, ef áhugi væri á því, án þess að raska þeim meirihluta, sem nú er, og hefur leitt félögin undan- farin misseri. Ef af þessari breytingu verður þá verða núverandi hluthafar, hluthafar í BL-Holding sem ætti síðan hin íyrirtækin að öllu leyti, a.m.k. í upphafi. MAÐUR VIKUNNAR Spur Cola í uppáhaldi en finnst ofsoðin ýsa vera vond! aður vikunnar er framkvæmdastjóri SBK. Einar Steinþórsson en SBK hefur nýlega keypt nýjan hvalskoðunarbát, Hafsúluna. ásamt lleiri aðilum en Hvalstöðin mun sjá um reksturinn. SBK er fyrirtæki á gömlu grunni en leitar stiiðugt nýrra leiða til að hæta |)jónustuna við sína siðskiptavini. Fyrirtækið býður t.d. upp á spennandi pakkaferðir fýrir hópa. sem heita Dekur og djamm. Nafn: EinarSteinþórsson Fæddur hvar og hvenær: 3. ágúst 1961, í Re\ kjavík Stjörnumerki: Ljón Atsinna: Framks æmdastjóri SBK hf Druumastarfið þegar þú \arst lítill: Rútubílstjóri Maki: Helga Sleindórsdóttir Börn: Steinþórog Steindór Bifreið: Toyota Yaris Draumabfllinn: Rauður Ferrari Uppáhaldsmatur: Huppamir hennar mömmu \ ersti matur: Ofsoðin Ysa. Besti dr\ kkur: Spur Cola Hvað fmnst |)ér skemmtilegast að gera jiegar þú átt frí: Slappa af með tjölskyldunni Stundar þú líkamsrækt: Já, stundum Gæludýr: Hemmi og Gulla páfagaukar Skemmtilegast í vinnunni: Taka á móti pöntunum l'rá skemmtilegu fólki. Leiðinlegast í \ innunni: Tala \ ið fólk sem ósanngjamt Att |)ér f\ rirmynd: Já. margar Draumastaðurinn: Halendi íslands á mótorhjólinu rnínu Spólan í tækinu: Kennsluspóla íköfun fráTomma Knúts Bókin á náttborðinu: Kennslubók fköfun fráTomma Knúts Uppáhalds blað/tímarit: Tímarit Yikurfnétta. Besti stjórnmálamaöur síðustu aldar: L'lfe Elleman Jensen (allavega >á skemmtilegasti) l ppáhaldssjóm arpsþáttur: Frasier L ppáhalds íþróttamaður/ -félag: L'MFN Hver er þinn draumur: Að ég og tjölsky lda mín haldi fullri heilsu sem lengst. Er ferming 'fírmmmmámi? Vegna forfalla er veitingasalurinn laus 1. apríl nk. Upplýsingar í síma 426 8283. JENNÝ Veitingahúsið við Grindavíkurveg Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 21

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.