Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.03.2001, Qupperneq 25

Víkurfréttir - 22.03.2001, Qupperneq 25
Rúna Reynisdóttir kaupkona: Engir ljósa- bekkir, bara burstað í sér tennurnar! Rúna Reynisdóttir, betur þekkt sem Rúna í Mangó, fermdist árið 1980 í Keflavíkurkirkju. Rúna er eigandi fyrr- greindrar verslunar sem er ein sú vinsælasta á Suður- nesjum og hefur hún mikið um það segja hvaða stefnur fermingartískan tekur ár hvert. Rúna segir fermingarathöfnina og veisluhöldin hafa verið með svipuðu sniði þegar hún fermdist og í dag en að til- standið hafi verið heldur minna. „Veislan mín var haldin heima hjá mömmu og pabba. Boðið var upp á kalt hlaðborð og svo var kaffi og með á eftir. Mig minnir að um sjötíu til áttatíu manns hafi mætt í veisl- una mína. Fermingarfötin mín em mér mjög eftirminnileg en ég var í fjólubláum kjól úr Topphúsinu við Bankastræti og svo fékk ég ullarkápu úr versl- un sem hét Traffic. Eg var sko algjör gella!“, segir Rúna og hlær og bætir því við að Sigrún Hauksdóttir hafi séð um hár- greiðsluna. Hún segist jafn- ffamt ekki muna til þess að þá hafi prufugreiðslur tíðkast. Rúna segir ekkert hafa verið um það að stelpur hafr farið í alls kyns snyrtingar eða sótt ljósabekkina. „Það var ekki einu sinni sett á sig smá púður eða maskara. Það eina sem var gert var einfaldlega að bursta í sér tennumar!" Það sem Rúna óskaði sér í fermingargjöf var stórt og mikið kasettutæki. „A þessum tíma voru kasettutækin aðal málið og svo voru húsgögn í herbergið mjög vinsælar gjafir. Eftirminnilegasta gjöfin mín er þó úrið frá henni ömmu. Eg fékk svolítið af peningum sem ég lagði inn á lokaðan vaxtareikning. Það þótti mjög skynsamlegt en ég var svo óheppin að árið eftir átti mynt- breytingin sér stað svo þegar ég ætlaði að leysa peningin út var upphæðin orðin heldur minni. Eg hugsaði auðvitað mikið um gjafirnar og pen- ingana en ég gerði mér nú samt vel grein fyrir því út á hvað fermingin gengi og ég sótti fer- mingarfræðsluna af miklum áhuga“, segir Rúna Reynis- dóttir. y i/ujfi Það vteri sko að bera i bakhafullan lækinn að telja allt upp, sem við eigum til fermíngagjafa! Þetta er bara örlítið brot af þvi! Verið velkomin! € STAPAFELL HAFNARGÖTU 29 • SÍMI 421 2300 RAÐGREIÐSLUR Wi (f3 Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is 25

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.