Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.03.2001, Page 28

Víkurfréttir - 22.03.2001, Page 28
»J1GS Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf., IGS, er nýstofnað hlutafélag í eigu Flugleiða. Hlutverk Flugþjónustunnar er að veita flugrekendum alhliða þjónustu. Hjá félaginu starfa 500-700 manns eftir árstímum og skiptist starfssemin í fjögur rekstrarsvið; farþegaþjónustu, flugeldhús, fraktmiðstöð og veitingaþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Starfsmenn Flugþjónustunnar eru lykillinn að velgengni fyrirtækisins. Við leitum eftir duglegum og ábyrgum starfsmönnum sem eru reiðubúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni. Flugeldhúsið • Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli ehf., óskar eftir að ráða starfsfólk í sumar- afleysingar í eftirfarandi störf í flugeldhúsið: • Fjölbreytt störf við framleiðslu og frágang matar. • Hleðslu matar um borð í flugvélar, aðstoð á lagerum. • Rösku fólki til ýmissa snúninga • Um er að ræða heilsdags- og hlutastörf. • Aldurstakmark er 18 ára. • Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða kunnáttu í íslensku. • Sum störf krefjast ökuréttinda og vinnuvélaréttinda. • Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins í Flugsöð Leifs Eikssonar. Nánari upplýsingar veita verkstjórar í flugeldhúsi í síma 4250286 eða á skrifstofum flugeldhúss í símum 425 0285 / 425 0290 Netdagblað www.vf.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Jóhannes B. Bjarnason, skipstjóri, Framnesvegi 15, Keflavík verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 23. mars kl. 14. Hjaltlína S. Agnarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. VÍKURFRÉTTAMYND: SILJA DÖGG GUNNARSDÓTTIR Styttist í Fegurð 2001 Nú styttist í að Fegurðarsamkeppni Suðumesja 2001 verði haldin. Keppnin verður í veitingahúsinu Festi í Grinda- vík og verður haldin 7. apríl nk. Undir- búningur fyrir keppnina hefur staðið síðustu vikur. Þannig hafa stúlkurnar verið við æfing- ar hjá Stúdíó Huldu og á gönguæfingum hjá Lovísu A. Guðmundsdóttur. Veitingahúsið Glóðin í Keflavík mun sjá um matinn á úrslitakvöldinu, 18 JA, hársnyrting Harðar sér um hárgreiðslu, Gallery förðun um förðun og Mangó leggur til fatnað í kynningar. Stúlkumar voru kynntar í Tímariti Víkurfrétta sem kom út fyrir 10 dögum. Nánar verður greint frá undirbúningi fyrir keppnina og styrktaraðilar kynntir í næstu tölublöðum Víkurfrétta. Frá vinnufundi nýs meirihluta með bæjarstjóra í Grindavík sl. mánudag. Málefnasamningur í Grindavík Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í Grindavík hafa skrifað undir málcfna- samning vegna nýs meirihluta sem tekur formlega við í bæjarstjóm á miðvikudag. Omar Jónsson verður forseti bæjarstjómar en Hallgrímur Bogason verður formaður bæjarráðs. Mikill samstarfshugur var í mönnum á vinnufun- di á þriðjudag. Meirihluti bæjarstjómar Grindavíkur, sem J-listi Bæjarmálafélags jafnaðar og félagshyggju og Framsóknarflokkur mynduðu í febrúarmánuði 1999, brast á meirihlutafundi í síðustu viku, sem var undanfari bæjarstjómarfunda. Oddvitar Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks ætla að funda seinnipartinn í dag og gert er ráð fyrir að nýr meirihluti verði myndaður á miðvikudaginn. Trúnaðarbrestur flokkanna var ástæða þess að meirihlutasamstarfi þeirra var slitið í síðustu viku og Hallgrímur Bogason, varaforseti bæjarstjóm- ar sagði að samstarf flokkanna hafi aldrei verið alvöru hjónaband, heldur haft mikil togstreita verið í sambandinu frá upphafi þar sem minni- hlutinn haft ætlað að bylta miklu á skömmum tíma. Hjá Grindavíkurbæ standa nú yfir miklar fram- kvæmdir er snerta hafnargerð, gmnnskólabygg- ingu, sambýli fatlaðra, uppbyggingu á nýju íbúð- arhverfi ásamt þátttöku bæjarins í byggingu glæsilegra íþróttamannvirkja. Þá er nýlokið byggingu fjögun'a deilda leikskóla í einkafram- kvæmd. A sfðasta ári fjölgaði íbúum Grindavík- ur um 4% og má segja að mannlíf og atvinnulíf þar sé nú í blóma. VlKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BAHÐARSON 2B

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.