Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.03.2001, Qupperneq 30

Víkurfréttir - 22.03.2001, Qupperneq 30
■ Samkaupsmótið: ÞROSKAHJÁLP Á SUÐURNESJUM Aðalfundur Aðalfundur Þroskahjálpar á Suðurnesjum verður haldinn í Heiðarskóla, Reykjanesbæ fimmtudaginn 29. mars n.k. ld. 20:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Onnur mál Kaffiveitingar Félagar og velunnarar eru hvattir til þess að mæta. Stjóm Þ.S. Ástkær eiginmadur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Árni Sigurðsson, Vallarbraut 6, Ytri - Njarðvík lést á lungnadeild Vífilstaðarspítala mánudaginn 19. mars sl. Jarðsett verður frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 28. mars kl. 14. Vilborg Strange, Sigríður V. Árnadóttir, Guðmundur Svavarsson, Garðar Árnason, Kristrún Stefánsdóttir, Þorvaldur Árnason, Helga Birna Ingimundardóttir og barnabörn. Jesús Kristur er svarið Samkoma öll fimmtudagskvöld kl. 20.00. Allir velkomnir. Barna- og fjölskyldusamkoma sunnudaga kl. 11.00. Hvítasunnukirkjan Vegurinn Hafnargötu 84, Keflavík. VEFSÍÐA: www.gospel.is Fjör í minniboltanum Samkaupsmótið, hið ár- lega minniboltamót scin unglingaráð Keflavíkur og Njarðvíkur halda samcigin- lega, fór fram um síðustu helgi. Mótið er fyrir drengi og stúlk- ur, 11 ára og yngri og að þessu sinni léku 11 ára drcngimir í íþróttamiðstöðinni í Njarðvík en 11 ára stúlkur og yngri og 10 ára og yngri drengir léku í íþróttahúsinu í Keflavík. Aldrei hafa fleiri tekið þátt í mót- inu og voru 360 böm mætt að þessu sinni frá 9 félögum. Auk gestgjafanna vom Grindvíkingar, Sandgerðingar, Hmnamenn, Fjölnismenn, Valsmenn, Breiða- blik og Stjaman mætt til leiks. Alls vom 49 lið frá þessum fé- lögum og öll lið léku 5-6 leiki, samtals 130 leikir á tveimur dög- um. Auk leikjanna gátu krakkamir farið í sundlaugamar í Reykja- nesbæ, bíó í Nýja bíó, kvöldvaka var haldin á laugardagskvöldið undir stjóm Guðmundar Bróa Sigurðssonar, og þar var auk ým- issa leikja, spilaður stjömuleikur tveggja liða þar sem einn þátttak- andi frá hverju félagi var valinn og auk þess léku í liðunum leik- menn úr meistaraflokksliðum Keflavíkur og Njarðvíkur. Logi Gunnarsson, Falur Harðarsson, Gunnar Stefánsson, Brenton Birmingham og Jes Hansen léku og dómaramir vom lukkudýr Keflvíkinga og Njarðvíkinga, þeir Keli Keflvíkingur og Ljónið. A sunnudag var svo pizzuveisla og lokaathöfn þar sem þátttak- endur fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna í Samkaupsmótinu 2001. Forráðamenn félaganna vom ánægðir með mótið í ár og gam- an að sjá allan þennan fjölda bama saman kominn þar sem öll athyglin beinist að því að hafa gaman, og sigur skiptir engu. Þó hefðu fleiri félög mátt vera mætt til leiks því það em ekki mörg tækifærin sem gefast til að fara á mót sem þessi. Þáttur foreldra er einnig stór í þessu móti. Það er ljóst að reynsla margra foreldra. sem hafa verið að koma ár eftir ár, hjálpar til í stóm móti eins og þessu. Að lokum vilja Unglingaráð Keflavíkur og Njarðvíkur þakka öllum þeim er komu að mótinu fyrir stuðninginn. Þaðþarf margar hendur til að svo um- fangsmikið mót gangi upp og þá ber að þakka aðalstyrktaraðilan- um Samkaup fyrir frábært sam- starf. Fleiri aðilar komu að mót- inu, eins og Mamma Mía, Að- stoð, Nýja Bíó, Víkurfréttir, Leppin, Iþróttafultrúi Reykjanes- bæjar, SBK, Holtaskóli og þeir íjölmörgu er sáu um dómgæslu og er þeim öllum hér með þakk- að fyrir þeirra framlag. Fyrir hönd Unglingaráða í Kefla- vík og Njarðvík Einar Ami Jó- hannsson, mótsstjóri. Að þessu sinni var sett upp heimasíða til að auglýsa mótið og má sjá myndir frá mótinu á þeirri síðu. Veffangið er www.geocities.com/krakkabolti/ Himnastigatnoið og Hanastel Himnastigatríóið sem er Tríó Sigurðar Flosason- ar og hljómsveitin Hanastél, halda tónleika í Frumleikhúsinu við Vestur- braut sunnudaginn 25. mars kl.20. Himnastigatríóið er skipað þeim Sigurði Flosasyni sem leikur á saxófón, Eyþóri Gunn- arssyni sem leikur á píanó og Lennart Ginman sem leikur á kontrabassa. f upphafi tónleikanna kemur fram hljómsveitin Hanastél sem er jasshljómsveit skipuð ungum mönnum úr Reykjanes- bæ og fyrrverandi nemendum Tónlistarskólans. Hljómsveitin Hanastél er skipuð þeim Helga Má Hannessyni sem leikur pí- anó, Inga Garðari Erlendssyni á básúnu, Sturlaugi Jóni Björnssyni á kontrabassa og Vilhelm G. Olafssyni á tromm- ur. Tónleikarnir eru samstarfs- verkefni Tónlistarskólans og menningarfulltrúa Reykjanes- bæjar og verður efnisskráin mjög fjölbreytt og skemmtileg. Nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fá frítt á tón- leikana og gilda þeir til ein- kunnar í tónleikasókn. Að- gangseyrir fyrir aðra er kr. Sýslumaöurinn í Keflavik Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 420 2400 UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftir- farandi eignum verður háð á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Keflavík, sem hér segir: Far GK-147, skipaskrámr. 1294, þingl. eig. Gulltindur ehf, gerðarbeiðendur Sýslu- maðurinn í Keflavík og Þróun- arsjóður sjávarútvegsins, miðvikudaginn 29. mars 2000 kl. 10:00. Sýslumaöurinn í Keflavík, 21. mars 2000. Jón Eysteinsson FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN ÍSÍMA 898 2222 1000,- Undirbúningur að Ljósanótt hafinn Undirbúningur að Ljósanótt 2001 er þegar halriin en Menningar- og safnaráð Reykanesbæjar hefur lýst yfir áhuga sínum að vera til ráðgjafar um menningartengda atburði á þessum degi. Ljósanóttin verður haldin fyrsta laug- ardag í september. Hulda Ólafsdóttir og íris Jónsdóttir verða fulltrúar nefndarinnar í samstarfi við Valgerði Guðmunds- dóttur menningarfulltrúa. 30 VlKURFRÉTTAMYND: ólafur gudbergsson

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.