Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.2001, Síða 4

Víkurfréttir - 18.10.2001, Síða 4
YTRI - NJARÐ VÍKURKIRKJA Organisti og kórstjóri Me&hjálpari og kirkjuvörður 1 Staða organista og kórstjóra í 60 % starf og staða meðhjálpara og kirkjuvarðar í 70 % starf, við Ytri - Njarðvíkurkirkju eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember 2001. Nánari upplýsingar veita séra Baldur Rafn Sigurðsson sóknarprestur í síma 852 5013 og Leifur A. ísaksson formaður sóknarnefndar í síma 897 3895. • Vissir þú aó mikill fjöldi barna upplifir afskíptaleysi sem ástleysi? • Vissir þú aó þessir ALLIR, sem börn tala oft um og vitna í (ALLIR fá og ALLIR mega nema ég), hafa fyrir löngu ákveóió aófara eftir lögum um útivist barna og unglinga? • Vissir þú að Útideild (sími: 891 9101) er starfandi í Reykjanesbæ? • Vissir þú aó markmió Útideildar er m.a. forvarnarstarf og að aðstoóa lögreglu vió aó framfylgja útivistarreglum? • Vissir þú aó unglingarnir vita, aó trúnaóur starfsfólks Útideildar við þá endar vió lögbrot? • Vissir þú að gróf og ítrekuð brot á útivistar- reglum þýóir aó Útideildin mun hringja í foreldra á hvaða tíma sólarhrings sem er, en tilkynna jafnframt lögbrotin til fjölskyldu- og félags- þjónustu Reykjanesbæjar. Átt þú von á símtali??? Lögreglan í Keflavík Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar Forvarnar- og æskulýðsfulltrúi Reykjanesbæjar Útideild Reykjanesbæjar Reykjanesbær d réttu róli Víkurfréttir: Silja Dögg Gunnarsdóttir Liðsmenn Reynis í Sandgerði stóðu heiðursvörð þegar Eskhild, heiðursfélagi Reynis, var borinn til grafar sl. föstudag. Eskhild jarðsunginn + Henrik „Eskhild“ Jóhannesson var jarðsunginn frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði fóstudaginn 12. október s.l. Eskhild var Færeyingur, en flutti ungur til Is- lands og settist að í Sandgerði þar sem hann bjó ásamt fjölskyldu sinni allt til dauðadags. Eskhild var gerður að heiðursfélaga í Knattspymufélag- inu Reyni á 60 ára aftnæli þess árið 1995, enda var hann mikill Reynismaður og á meðal leikja- hæstu knattspymumanna félagsins frá upphafi. Leikmenn úr meistaraflokki og unglingaflokkum Reynis stóðu heiðursvörð við útför Eskhilds og vottuðu honum þannig virðingu sína. Barnadjass í Heiðar- skóla um helgina Spennandi tónleikar verða haidnir í Heiðar- skóla nk. laugardag, 20. október og hefjast þeir kl. 15:00. Miðaverð er 500 kr en ntiðasala fer fram við inn- ganginn. Athugið að ekki er hægt að greiða með korti. Á nýliðinni jazzhátíð í Reykja- vík var dagskráratriði undir nafninu Bamadjass. Þama var fremst í flokki Anna Pálína Árnadóttir söngkona og fékk hópurinn glimrandi dóma. Haft er fyrir satt að fáum öðmm tak- ist betur að sameina frábæra texta, topptónlist og geislandi flutning fyrir böm. Suma text- ana ættu mörg börnin að þekkja m.a. ffá Krúsilíusi og af plötunni „Berrössuð á tánum”. Þeir sem skipa hópinn auk söngkonunnar Önnu Pálínu, em Gunnar Gunnarsson píanó, Gunnar Hrafnsson bassi og Pétur Grétarsson trommur. Foreldrafélög grunnskólanna hafa nú í samvinnu við menn- ingarfúlltrúa fengið þessa frá- bæru listamenn til að koma hingað suður með sjó. Tónleik- arnir eru næsta laugardag og hefjast kl. 15:00 í Heiðarskóla. Allir em velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir og er miða- verði stillt í hóf og kostar að- eins 500 kr fyrir manninn, hvort sem um er að ræða bam eða fúllorðinn. Undirbúnings- aðilar vilja með þessu hvetja alla fjölslQ'lduna til að mæta og njóta góðrar tónlistar. Myndarlegur nuirbnútiir! Aflabrögð voru meö ágætum hjá þessum drengjum sem renndu fyrir fisk við Keflavíkurhöfn um helgina. Þeir voru að landa þessum pattaralega marhnúti þegar okkar maður smellti af myndinni. Vikurfréttír: Hilmar Bragi Bárðarson 4

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.