Víkurfréttir - 18.10.2001, Blaðsíða 2
r---------------------------------"i
Jagúar
djammar
f Lóninu
Hljómsveitin Jagúar treð- |
ur upp á eyju í Bláa lón- I
inu nk. laugardag frá kl.
14-17.Tónleikamir verða j
haldnir í tengslum við
Airwaves tónleikahátíöina ■
sem er orðin að árlegum
stórviðburði.Aö sögn |
Magneu Guðmundsdótt- I
ur, markaðsstjóra Bláa I
lónsins, er von á fjölda er- [
lendra blaðamanna sem
og fulltrúum hljómplötu- ,
fyrirtækja, sem ætla að
taka púlsinn á íslensku |
tónlistarlífi um helgina. I
I______________I
Þrjú umferðarslys
um helgina:
ÓK OFAN
í SKURÐ
Helgin var fremur róleg
að sögn Karls Her-
mannsonar, aðstoðaryf-
irlögreglumanns í Keflavík
en hún var því miður ekki al-
veg laus við óhöpp.
Bílvelta var á Grindavíkurvegi
við Seltjörn um miðnætti sl.
föstudagskvöld. Farþegi kvart-
aði undan eymslum í hálsi og
var fluttur í læknisskoðun.
Stuttu síðar var tilkynnt um
umferðarslys á Njarðarbraut í
Njarðvík. Þar haföi biíreið ver-
ið ekið suður Njarðarbraut og
ofani skurð sem hafði verið
grafinn þvert yfir veginn. Öku-
maður var einn í bílnum og tók
ekki eftir lokuninni á veginum,
sem varð að teljast allgóð.
Ökumaðurinn sem var í belti,
slasaðist lítillega.
Klukkustund síðar var tilkynnt
um umferðarslys á Reykjanes-
braut. Þar hafði verið ekið á
ljósastaur en engin slys urðu á
fólki og litlar skemmdir á bif-
reiðinni. Ljósastaurinn var tals-
vert skemmdur. Þrír voru tekn-
ir fyrir meinta ölvun við akstur
um helgina og einn fyrir að aka
sviptur ökuleyfi.
Þröngt á þingi í Keflavíkurhöfn
Það var þröngt á þingi í höfnum Reykjanesbæjar um helgina enda margir aðkomubátar bundnir við bryggju í Keflavík og Njarðvík þar
sem bátar höfðu m.a. flúið sunnanáttir úr Grindavík. Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi, smelli af þessari mynd þegar Happasæll KE
94 var að leggjast að bryggju. Háseti skoðar hversu perustefnið er nálægt Gunnari Hámundarsyni GK. Á bakvið má sjá gamla Happasæl
sem hefur verið seldur vestur á firði.
Bifreiðin ofan í skurðinum á Njaðarbraut undir miðnætti
á föstudagskvöldið. Ökumaður slapp án teljandi meiðsla.
Vikurfréttir: Hilmar Bragi Bárðarson
Niðurskuröur hjá
knattspyrnudeild Keflavíkur:
-bitnar ekki á yngri flokkum
Fjárhagsstaða knatt-
spyrnudeildar Kelfavík-
ur er mjög slæm að sögn
Rúnars Arnarsonar, for-
manns knattspyrnudeildar-
innar. „Við erum að vinna í
því að finna lausnir á þessu
máli og höfum ákveðnar
hugmyndir sem ættu að geta
gengið eftir“, segir Rúnar.
Fjárhagsvandi félagsins er ekki
nýr af nálinni heldur er um að
ræða skuldasöfnun síðustu 12-
13 ára. „Við þurftim að skera
niður allastaðar sem hægt er að
skera niður“, segir Rúnar en
tekur fram að reynt verður að
halda starfssemi yngri flokka
óbreyttri. „Við stefnum að því
að láta þetta ekki bitna á starfi
yngri flokka. Yngri flokka
starfið verður látið standa undir
sér en við höfum verið að
borga með því síðustu ár.“ Nið-
urskurðurinn mun bitna mest á
meistaraflokk og 2. flokk en
gert er ráð fyrir að leikmanna-
greiðslur verði felldar niður.
„Önnur lið hafa verið að ganga
i gegnum svona vandræði og
ég hef fulla trú á því að við eig-
um eftir að komast í gegn um
þetta. Við þurfum að lifa við
þröngan kost næstu árin en
þetta hefst.“ Rúnar er sáttur við
gengi liðsins síðusta sumar og
er bjartsýnn á næsta sumar
þrátt fyrir fjárhagserfiðleikana.
VIKUR
PRÉTTIR
Utgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 2G0 Njaróvik, siini 421 4717, fax 421 2777
Flitstjóri: Páll Ketilsson, sími 893 3717 pket@vf.is • Framleiðslustjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, simi 898 2222 hbb@vf.is •
Fréttastjóri: Silja Dögg Gunnarsdóttir, sími 680 2222 silja@vf.is • Blaðamaður: Svandis Helga Halldórsdóttir, svandis@vf.is •
Auglýsingar: Jónas Franz Sigurjónssun, franz@vf.is, Kristin Njálsdóttir kristin@vf.is, Jófríður Leifsdóttir, jofridur@vf.is •
Hönnunardeild: Skarphéðinn Jónsson skarpi@vf.is • Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir
ehf. • Prentvinnsla: Oddi hf • Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is eða vikurfrettir.is
2