Víkurfréttir - 18.10.2001, Qupperneq 12
Bílstjórar hjá Njarötaki ehf. hafa, eins og margir aörir bílstjórar, verið
stöövaöir af lögreglu fyrir aö aka framhjá bílalestum á Hafnavegi.
Myndin var tekin á mánudagsmorgun og sýnir tvo bíla fyrirtækisins
sem fóru framhjá hægfara bílalestinni. Þeir sluppu í þetta sinn.
Víkurfréttir: Hilmar Bragi Bárðarson
■ Bílstjórar sem eiga ekki leiö á Völlinn:
Þreyttir á löngum
bílalestum við VL
Langar bílaraðir hafa
myndast á annatímum
við aðalhliðið á Kefla-
víkurflugvelli undanfarna
daga þar sem öryggisgæsla
þar hefur verið hert til muna.
Yfirmenn löggæslu á svæð-
inu segjast gera sér grein fyr-
ir ástandinu og ætla að leysa
málið á næstu dögum.
Starfsmenn í Sorpeyðingarstöð
Suðumesja og íbúar í Höfhurn
eru frekar óhressir með ástand-
ið þar sem þeir eru tilneyddir
að bíða í þessum röðum, þó
svo að þeir séu ekki á leið inn á
vamarsvæðið. Sumir hafa gef-
ist upp á biðinni og reynt að
komast fram úr röðunum en þá
hafa íslenskir lögreglumenn
stöðvað þá og gert þeim ljóst
að þeir verði að bíða eins og
aðrir. „Mér finnst að bílarað-
imar eigi að bíða í vegkantin-
um og umferð sem er að fara
annað en upp á Völl, eigi að
vera hleypt framhjá“, sagði
starfsmaður Sorpeyðingar-
stöðvarinnar í samtali við VF.
Kristján Ingi Helgason aðal-
varðstjóri lögreglunnar á Kefla-
víkurflugvelli sagði að ástandið
væri vissulega óbærilegt þar
sem raðirnar næðu stundum
niður á Reykjanesbraut. „Fólk
þarf að fara í gegnum strangt
eftirlit áður en því er hleypt inn
á Völlinn og það tekur sinn
tíma. Þrátt fyrir þetta fer fólk
ekki fyrr af stað í vinnuna og
því myndast þessar raðir. Þetta
er vissulega vandamál og ég
geri ráð fyrir að við reynum að
leysa þetta sem fyrst. Það getur
verið hættulegt að leyfa fram-
úrakstur í röðunum því þar
kemur umferð á móti. Kantur-
inn við veginn er líka ansi
mjór, sem gæti verið vanda-
mál“, segir Kristján.
Sævar Lýðsson, staðgengill
sýslumanns á Keflavíkurflug-
velli staðfesti í samtali við
blaðið að lögreglan á Keflavík-
urflugvelli yrði í samstarfi við
lögregluna í Keflavík, um þessi
umferðarmál og reynt yrði að
leysa þau eftir bestu getu.
Undanfarið hefur bor frá Jarðborunum veriö við borun ofan við
Nikkelsvæðið í Keflavík. Þar er verið að bora tilraunaholur eftir
heitu vatni fyrir Hitaveitu Suðurnesja. Verið er að kortleggja heitt
vatn á Suðurnesjum. Mynd: Hilmar Bragi.
Sigríður sýnir
í Hringlist
Sandgerði:
Höfnin
dýpkuð
í vetur
Lægra tilboðið í dýpkun
Sandgerðishafnar
reyndist 34 milljónir
undir kostnaðaráætlun Sigl-
ingastofnunar. Dýpka á
Sandgerðishöfn í vetur og
sprengja fyrir stálþili vegna
Iagfæringa og lengingar á
Norðurgarði um 25 metra.
Er það gert til að bæta að-
stöðu fyrir loðnu- og síldar-
skipin.
Tvö tilboð bárust í útboði Sigl-
ingastofnunar og Hafnarráðs
Sansgerðisbæjar. ístak bauð
tæpar 59,7 milljónir og Hagtak
hf. bauð tæpar 24,4 milljónir.
Kostnaðaráætlun Siglinga-
stofnunar hljóðaði upp á 58
milljónir. Er tilboð Hagtaks því
42% af áætlun og tæpum 34
milljónum undir kostnaðará-
ætlun Siglingastofnunar. Þetta
kemur ffam á vef Sandgerðis-
bæjar, www.sandgerdi.is.
Sigríður Rósinkarsdóttir
hefur opnað sýningu á
vatnslitamyndum í
Gallerý Hringlist, Hafnar-
götu 29 í Keflavík. Sýningin
stendur til 27. október.
Sigríður er fædd að Snæfjöll-
um við ísafjarðardjúp. Hún
stundaði nám við myndlistar-
deild Baðstofunnar í Keflavík
hjá Eiríki Smith. Sigríður hefur
haldið margar einkasýningar,
m.a. á Suðumesjum, Hvera-
gerði og Ffrafnseyri við Amar-
fjörð.
Síðasta einkasýning Sigríðar
var í Stöðlakoti í Reykjavík um
síðastliðna páska. Sú sýning
fékk mjög góða dóma og sagði
Halldór Bjöm Runólfsson í
Morgunblaðinu m.a. „Bestu
myndir Sigriðar em án efa þær
myndir sem hún leyfir sér að
vinna á smáan flöt því þar fær
flæðið mest frelsi til að móta
fyrirmyndina”, og enn ffemur
„nálægðin og innileikinn skipt-
ir því miklu máli í myndgerð
Sigríðar... það er einmitt lát-
leysið í óði Sigriðar til landsins
sem gefur sýningu hennar
gildi”.
Sigríður hefur einnig tekið þátt
í nokkrum samsýningum bæði
hér heima og erlendis. Hún
sýndi t.d. í boði Intemational
Art Exchanging í Gallery
Newform í Sparreholm 1997
og í Frolunda Kulturhus í
Gautaborg 1998. Sigríður er fé-
lagi í norræna vatnslitafélag-
inu.
Dauður minkur undir
svefnherbergisglugganum
Ibúa við Heiðarholt brá
heldur betur í brún þegar
honum var litið úr um
svefnherbergisgluggann á
íbúð sinni. Þar lá steindauður
minkur í blóði sínu.
Ekki er vitað hvemig minkur-
inn komst á þessar slóðir og
hvort hann hafi verið drepinn
þama af öðm dýri eða hræinu
komið fyrir eftir að það hafði
verið drepið.
íbúinn hafði samband við Heil-
brigðiseftirlit Suðumesja sem
vildi ekkert gera í málinu en
það kom síðan í hlut starfs-
manna Reykjanesbæjar að fjar-
lægja dýrið.
12