Víkurfréttir - 18.10.2001, Blaðsíða 10
Víkurfréttir: Silja Dögg Gunnarsdóttir
r
45 bílastæði við
Hótel Keflavík
Steinþór Jónsson hótel-
stjóri á Hótel Keflavík
hefur farið þess á leit
við bæjarráð að honum
verði seld lóð þar sem áður
stóð Heiðarvegur 2. Lóðin
er í eigu bæjarins og hefur
Steinþór lýst yfir vilja til að
kaupa ióðina og gera úr
henni bílastæði en skortur
er á bílastæðum við hótelið.
„Hótelið hefúr stækkað mik-
ið á undanförnum árum og
þjónusta innan þess hefur
aukist“, segir Steinþór. Á
lóðinni við hliðina á Gisti-
heimilinu er pláss fyrir um
45 stæði en það er samt sem
áður ekki nóg. „Við óskuð-
um jafnframt eftir því að
Vatnsnesvegurinn yrði mal-
bikaður til enda og að þar
yrðu gerð bílastæði. Einnig
er þörf á bílastæðum við
byggðasafnið". Kaupin yrðu
háð þeim skilyrðum að Hótel
Keflavík gengi þannig frá
lóðinni að bílastæði væru til
prýði og segir Steinþór það
aðlagast vel stefnu hótelsins.
Forstöðumaður umhverfis-
og tæknisviðs Reykjanesbæj-
ar, Viðar Már Aðalsteinsson
tók vel í tillögu Steinþórs en
erindið var lagt fyrir á bæjar-
ráðsfundi fyrir stuttu. Bæjar-
ráð óskaði eftir umsögn ijár-
málastjóra um málið auk
þess sem óskað var eftir upp-
lýsingum um skiptingu bíla-
stæða á fyrirtæki innan
veggja hótelsins.
ií
Okkar ástkæra módir, tengda-
módir, amma, frænka og systir
Margrét Jóhanna Guömundsdóttir
(Magga á Melstað)
Klapparstíg 16, Ytri-Njarðvík
lést sunnudaginn 14. október.
Rúnar Sigtryggur Magnússon, Kristín Soffaníasdóttir,
Þórunn Magnúsdóttir,
Heba Fridriksdóttir, Bjarni Þór Karlsson,
Jóhann Bergmann Fridriksson,
Jóhann Bergmann Gudmundsson,
Þórhanna, Magna og Hrefna Gudmundsdætur
og barnabörn.
Frá vettvangi umferðarslyss framan við Aðalstööina í Keflavík á þriðjudag. Þar varð talsvert eignatjón en
engin meiðsl á fólki. Myndin var tekin þegar bílarnir voru fjarlægðir af vettvangi.
Vikurfréttir: Hilmar Bragi Bárðarson
Fyrsta húsið í Grœnáshverfi
Grænáshverfi í Reykjanesbæ er að verða að veruleika. Jón Guðlaugsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Bruna-
vörnum Suðurnesja, er þegar farinn að láta grafa fyrir tvílyftu einbýlishúsi sem hann ætlar að reisa við
Steinás 20. Gröfumaðurinn og Jón gáfu sér tíma til að stilla sér upp fyrir Ijósmyndara Víkurfrétta þegar
hann var á ferðinni fyrir helgina. Jón var glaður í bragði og sagðist hlakka til að geta flutt inn í nýja húsið,
enda er staðsetningin alveg frábær.
Hálkuskot og umferð-
aróhöpp um helgina
Strákarnir í slökkviliði
Brunavarna Suðurnesja
höfðu það frekar náð-
ugt í síðustu viku, að sögn
Sigmundar Eyþórssonar
slökkviliðsstjóra BS. Liðið
fór í 18 útköll, þar af voru 15
sjúkraflutningar sem voru
flestir vegna minniháttar
slysa og veikinda.
„Sjúkrabíil var boðaður í tvö
umferðaróhöpp og tækjabíll
slökkviliðsins í annað þeirra.
Ekki voru slys alvarleg en tölu-
vert tjón var á bílum. Það má
því segja að hálkuskot helgar-
innar hafi ekki hitt okkur illa“,
segir Sigmundur.
Skömmu eftir hádegi á þriðju-
dag var tilkynnt um tveggja
bíla árekstur við Aðalstöðina í
Keflavík. Beðið var um tækja-
bíl og sjúkrabíl en útkallið
reyndist vera minniháttar. Einn
aðili var fluttur á HSS til skoð-
unar en ekki var talin þörf á
tækjabíl. Útkallið kom á sama
tíma og brunaæfing fór fram í
leikskólanum Garðarseli.
Þijú brunaútköll voru í vikunni
og þar af einn staðfestur eldur.
Kveikt var í rusli í fjöru í
Hvassahrauni, en ekki var um
staðfesta elda í hinum tveim til-
fellunum. Þá voru gerðar þijár
brunaææfingar í vikunni, þar
sem framkvæmdar voru rým-
ingar og reykköfiin á leikskól-
um.
10