Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.2001, Side 6

Víkurfréttir - 18.10.2001, Side 6
www.asberg.is Ásberq Fasteignasala ' ' Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali Hafnargata 27 • 230 Keflavík • Símar 421 1420 og 421 4288 Fax421 5393 • Netfang: fasteign-asberg@simnet.is Óðinsvellir 17, Keflavík. 180m2 glæsilegt einbýli með 46m2 bílskúr. 5 svefnh. Parket á gólfum og skápar í herb. 17.500.000,- Lyngbraut 8, Garði. 175m2 einbýli með 4 til 5 herb. og 48m2 bílskúr. Eign í mjög góðu ástandi. IJppl. um verð á skrifstofu. Krossliolt 8, Keflavík. 136m2 einbýli með 4 herb. og 32m2 bílskúr. Eign á góðum stað og laust fljótlega. 14.800.000,- Nónvarða 2, Kcflavík. 110m2 efri hæð með 3 svefnh. Sér inngangur og hagstæð lán áhvílandi. 10.100.000,- Grænás 2a, Njarðvík. 4 herb. 108m2 íbúð á n.h. í fjölbýli. Eign í góðu ástandi, mikið endurnýjuð. Laus fljótlega. 9.100.000,- Brekkugata 6,Vogum. 102m2 neðri hæð í tvíbýli með sérinngangi. Góð ibúð á rólegum stað. 2. svefn- herbergi. 8.500.000,- Mávabraut 3d, Keflavík. 89,2m2 raðhús á 2 hæðum með bílskýli. Eign í mjög góðu ástandi. 8.700.000.- Ásgarður 25, Sandgerði. 116m2 raðhús með 3 svefnh. og bílskúr. Eign í góðu ástandi og hagstæð lán. Getur verið laus fljótlega. 9.200.000,- „Þetta er dæmigert haustástand á netaveiðunum. Við höfum verið með netin, 12 trossur, hér í Faxa- flóanum og aflinn, sem við höfum fengið, er þorskur og karfi. Skipið hefur reynst vel fram að þessu og ég kvíði því ekkert að vera að veiðum á þessu skipi þótt það bræli eitthvað", segir Hallgrímur. Víkurfréttir: Hilmar Bragi Bárðarson Happasæll KE byrjaöur á netaveiöum: Gengur Ijómandi en aflinn er enginn! „Þetta gengur ljóntandi vel. Gallinn er bara sá að aflinn er enginn“, sagði Hallgrímur Guðmundsson, skipstjóri á netabátnum Happasæli KE, í samtali við InterSeafood.com en hann var þá með bátinn í fyrsta róðrinum. Happasæll KE kom nýlega til landsins eftir langsiglingu frá Kína þar sem báturinn var smíðaður. Hann er sérútbúinn til netaveiða og segist Hall- grímur ekki kvíða því þótt afl- inn hafi verið lélegur í fyrsta róðrinum. „Þetta er dæmigert haustástand á netaveiðunum. Við höfum verið með netin, 12 trossur, hér í Faxaflóanum og aflinn, sem við höfum fengið, er þorskur og karfi. Skipið hefur reynst vel fram að þessu og ég kvíði því ekkert að vera að veiðum á þessu skipi þótt það bræli eitt- hvað“, segir Hallgrímur en alls eru tíu manns í áhöfn Happa- sæls KE. Það er sami fjöldi og var á gamla skipinu en það hef- ur nú verið selt Theódóri K. Er- lingssyni skipstjóra en hann hyggst gera það út ftá Tálkna- firði. Eftir á að taka gamla bát- inn í slipp og skvera hann áður en hann verður afhentur nýjum eiganda. Aflabrögö á Suðurnesjum: 419tonní Sandgerði r Isíðustu viku bárust 419 tonn á land í Sandgerðis- höfn. Berglín landaði 75 tonnum og Sóley Sigurjóns 80 tonnum auk þess sem handfæra og línubátar komu með 33 tonn. Kristinn Lárusson landaði 28 tonnum eftir eina línuveiðiferð en dragnótabátar lönduðu 30 tonnum og netabátar 90 tonn- um. Siggi Bjarna fór 5 veiði- ferðir og kom með 28 tonn í land og Stafnes 55 tonn eftir 4 veiðiferðir. Brœla og Aflabrögð hjá netabátum hafa verið mjög léleg að undanförnu og margir eru þcgar búnir að taka upp. Snurvoðabátarnir hafa verið að fá 2-4,5 tonn, að sögn Guðrúnar Gunnarsdóttur vigtarmanns hjá Hafnarsam- lagi Suðurnesja. „Það hafa komið smá toppar hjá snurvoðarbátunum í síðustu viku en fiskiríið hjá þeim er að dragast saman. Þetta er samt aflaþurrð allt í lagi ennþá en það hefur oft dregist saman fyrr“, segir Guðrún. Veðrið hefur verið leiðinlegt undanfarnar vikur, suðvestan átt og bræla. Bátar frá Sand- gerði og Grindavík hafa því lagt bátunum í Keflavíkur- og Njarðvíkurhöfn og gert út það- an þegar veður lægir. Þeir hafa þó ekki haft erindi sem erfiði því aflaþurrðin virðist vera sú sama alls staðar. 6

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.