Víkurfréttir - 18.10.2001, Blaðsíða 18
Opinn dagur
og dósasöfnun
laugardaginn 20. októberkl. 11.30-14.30
Laugardaginn 20. október nk.
ætlar Fimleikadeild Keflavíkur
að standa fyrir opnum degi í B-
sal í íþróttahúsi Keflavíkur frá
kl.11:30- 14:30. Þarmun
deildin kynna starfsemi sína, iðk-
endur sýna æfingar auk þess sem
almenningi gefst kostur á að
prófa öll áhöld deildarinnar.
Einnig verður til sölu kaffi og
kleinur.
Þar sem væntanleg er stækkun á
B-salnum sem mun hýsa fyrsta
flokks fimleikagryfju með öllum
búnaði ætlar deildin nú að leggja
í öfluga fjáröflunarherferð. Einn
hluti hennar verður þennan dag
en þá ætlum við að vera með
dósa/flöskusöfhun. Við viljum
biðja alla iðkendur að reyna að
taka þátt í söfnuninni eftir
fremsta megni.
Dósunum/flöskunum skal skila í
þreksal íþróttahússins á meðan
að opni dagurinn stendur yfir.
Einnig verðum við aflur með
dósa/flöskusöfnun í janúar þann-
ig að það er um að gera að halda
áfram að safna!
Við viljum hvetja alla til að láta
sjá sig á opna deginum okkar,
foreldra, afa, ömmur, ættingja og
Dagskrá á opnum degi.
Kl. 11:30-12:20 Æfinghjá
krakkahóp.
4-6 ára strákar og stelpur
Öllum krökkum sem eru 4-6 ára
er frjálst að vera með á æfing-
unni.
Kl. 12:20-12:30
TromphóparHl ogBl dansa
keppnisdansa sína.
Kl. 12:30-12:50
Yngri iðkendur æfa sig á ýmsum
áhöldum. Hópar C2 - C3 - D1 -
D2-D3-D4
Kl. 12:50- 13:10danshópar
deildarinnar
æfa stutt prógram.
Kl. 13:10-13:40
Eldri iðkendur æfa sig á ýmsum
áhöldum. HóparÁl -H1 - B1 -
B2-B3-C1
Kl. 13:40-14:15
Opið á öll áhöld fyrir almenning.
Allir sem vilja geta prófað eða
skoðað það sem þeir vilja.
Þjálfarar eru til aðstoðar.
Kl. 14:15- 14:30 Áhöldtekin
saman.
I þau sextán ár sem deildin hefur
verið rekin hafa iðkendur dag-
lega þurfl að taka út og inn öll
þau áhöld sem notuð eru.
Endilega komið og fylgist með
hvílíkur dugnaður og kraflur er í
iðkendum okkar eða bara hjálpið
til.
Fleiri frettir a www.vf.is
alia virka daga
Undanfarna daga og vikur hefur staðið yfir hreinsun á svonefndu Nikkelsvæði í Reykjanesbæ.
Byrjað er að grafa upp lagnir en nýverið var boðin út hreinsun á svæðinu þar sem fjarlægja á
tanka, hús, byrgi, rafmagnsstaura og PCB mengaðan jarðveg. Utanrískisráðuneytið hefur lýst
áhuga á að Reykjanesbær taki svæðið á leigu. Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Mávahlátur í Keflavík
Laugardaginn 20. október verður kvik-
myndin Mávahlátur sýnd í Nýjabíói kl.
22. Myndin er framleidd af Isfilm en
leikstjóri hennar er Ágúst Guðmundsson sem
einnig er höfundur handrits.
Mávahlátur er byggð á samnefndri skáldsögu
Kristínar Marju Baldursdóttur og gerist í sjávar-
plássi á íslandi á 5 áratugnum. Hin 11 ára Agga
býr hjá ömmu og afa í húsi sem er fullt af kven-
fólki. Öggu til mikillar skapraunar bætist enn ein
í hópinn, Freyja frænka, hin glæsilega en
stórhættulega stríðsbrúður sem snýr heim eftir
búsetu í Ameríku. Það er ekki einungis
heimishaldið sem breytist við komu Freyju því
bæjarlífið verður aldrei samt upp frá því.
Myndin verður eingöngu sýnnd í viku í Nýja-
bíói.
Mjöll og Keflavíkurverktakar
gera samstarfssamning
Stjórnendur Mjallar hf.
og Keflavíkurverktaka
hf. hafa gert með sér
samstarfssamning sem kveð-
ur á um kaup Keflavíkur-
verktaka á öllum hreinsiefn-
um og stoðvörum sem notað-
ar eru í þrifum hjá fyrirtæk-
inu. Andvirði samningsins er
á annað hundrað milijóna
l-Braut
Grill-Vídeó-Sælgæti-Bensín-Gos
Helgartilboð
Kjúklingaborgari og Súperkók
kr. 555,-
Alltaf góð
tilboð í gangi
Pöntunarsími
426 7222
Verið velkomin
Á,
Framköllunarþjónusta fyrir t>bó
króna.
Samningurinn tekur einnig til
kaupa Keflavíkurverktaka á
ráðgjafar- og sérfræðiþjónustu
af Mjöll. Gert er ráð fyrir að
Mjöll þrói ný hreinsiefrii í sam-
vinnu við Keflavíkurverktaka
ef þess gerist þörf.
Þess má geta að Keflavíkur-
verktakar gerðu nýverið fimm
ára samning við Vamarliðið um
þrif á bróðurparti húseigna
varnarliðsins. Samningurinn
tók gildi 1. október sl. I fram-
haldi af þessum samningi leit-
uðu Keflavíkurverktakar samn-
inga við Mjöll um kaup á
hreinlætisefnum.
ut t l éfrt'
' Keflavíkurverktakar gerðu
i nýverið fimm ára samning p;
við Varnarliðið um þrif á ■
bróðurparti húseigna
varnarliðsins.
Á 'ly
Sandgerði - Atvinnuhúsnæði
100 m2 á 2. hæð tilbúið til innréttinga
sem skrifstofa eða þessháttar.
Sérinngangur.
Geymsluhúsnæði á 2. hæð, ýmsar
stærðir og möguleikar.
180 m2 á 1. hæð ásamt 100 m2
skrifstofu/starfsmannaaðstöðu /geymslu
á 2.hæð. Tilbúið til innréttinga.
Upplýsingar í síma
588 7050 og 898 7820.
1B