Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.2001, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 18.10.2001, Blaðsíða 24
■ Ecstasy-Alsæla - eftir Elías Kristjánsson: Ótímabær dauði nokkurra ungmenna sem tóku inn eina töflu Langt var liðið að kveldi. Lisa sem var aðeins 15 ára, var úti á lífinu með félögum sínum þegar hún prófaði í fyrsta og eina sinn eiturefnið ecstasy, eða alsælu. Skömmu síðar var hún þar með orðin enn eitt fjölmargra fómar- lamba sem lætur lífið af völdum alsælu. Lísa er talin vera yngsta stúlkan á Bretlandseyjum sem látist hefur af þessum sökum. Hún hélt upp á sinn 15 ára af- mælisdag fyrir aðeins þremur mánuðum. Harmleikurinn hófst þegar Lísa féll í yfirlið á nætur- klúbbi í heimabæ sínum Midd- lesbrough. Þaðan var hún flutt í skyndingu á sjúkrahús. Hún komst aldrei aftur til meðvitund- ar. Niðurbrotin móðir Lísu gekk vel í skóla. Hún hafði fengið orð á sig fyrir að vera greindur og vel gerður nemandi. Móðir hennar Jackie Porter kvaðst hafa borið miklar framtíð- arvonir til sinnar hæfileikariku dóttur. „Lísa var indælt bam, góðhjörtuð og gamansöm stúlka sem hafði gert sér framtíðarvonir um að geta orðið kennari fyrir þá hópa sem gætu verið í þörf fyrir sér- staka ummönnun/sérkennslu. Við erum harmi sleginn að missa hana ffá okkur á þennan hátt.“ „Að því er við best vitum þá var þetta í fyrsta og eina skiptið sem Lisa gerði svona nokkuð. Hún hafði alltaf tekið ábyrgar ákvarð- anir í lífinu. Hún var ósköp venjuleg stúlka með hefðbundin áhugamál. Lífið virtist brosa við henni. Vonandi verður dauði hennar öðrum víti til vamaðar. Mín skilaboð til ykkar foreldra eru einfóld: Það er greinilega lífsnauðsynlegt að gefa sér meiri tíma til að tala við og hlusta á bömin sín og vara þau við þeim hættum sem fylgja heimi fikni- efnanna. Þið ættuð að gera þeim grein fyrir í fullri alvöm, þeim skaða sem þau gætu verið að gera sjálfum sér og sínum með fikti við ftkniefhin. Látið þennan harmleik ekki ger- ast aftur. Harmleik sem getur lagt fjölda fjölskyldna í rúst á augabragði." Nágranni Lísu sagði: „Við höf- um öll þurft að þjást, við höfum reynt að sætta okkur við andlát hennar, hún var góð stúlka. Fjöl- skylda hennar er mjög vinalegt og gott fólk. Það er ótrúlegt að hlutir sem þessir gerist. Það er sárt og fær mann til þess að hugsa úr þvi að stúlka eins og Lísa gat dáið á þennan hátt, þá geta það allir.“ Pillan- Hinir grunuðu I máli Lísu em þijár manneskjur grunaðar um aðild að því að úvega henni eiturtöfluna:, kona á þritugsaldri, stúlka á fimmtánda ári og tuttugu og fjögurra ára gamall karlmaður. Þau em í haldi lögreglunnar meðan á rannsókn málsins stendur. Nokkur dæmi um önnur ung- menni sem látist hafa af alsælu Stacey Leight frá Hartepool sem var þremur mánuðum eldri en Lísa, lést í maí s.l. eftir að hafa dmkkið torkennilegan drykk og neytt alsælu. Sá harmleikur átti sér stað einungis tveimur vikum eftir að 19 ára gamall stúdent ffá Cambridge, Loma Spinks lést í miklu helstriði eftir að hafa tekið inn eina töflu.Yngsta fómarlamb alsælu á Bretlandseyjum var hinn 13 ára gamli Andrew Woodlock frá Lanarkshire. Hann dó eftir að hafa fallið í yfirlið í júní 1977 skömmu fyrir sinn 14 ára afmæl- isdag. Kæm foreldar og forráðamenn bama. Eins og dæmin að ofan sanna þá er engin ein uppskrift til um það hvemig koma eigi í veg fyrir að bömin okkar komist í ná- vígi við fikniefni. Framboðið á fikniefnum hefur aldrei verið meira en í dag og því samfara aldrei verið eins mikil eftirspum eins og síðustu fféttir herma ffá þeim meðferðarstofn- unum. Aðgengi bama okkar að efnunum er því mun auðveldara nú en nokkm sinni fyrr. Verið því vel á verði: „Ykkar stuðningur getur hjálpað baminu að bregðast rétt við ef það kemst í tæri við efnin. Gefið ykkur tíma fyrir þau, verið til staðar, ræðið málin við þau, hlustið á þeirra sjónar- mið, gerið hlutina saman, verið vinir vina þeirra. Reynið eftir ffemsta megni að setja ykkur í þeirra spor. Ekki stinga höfðinu í sandinn! Ef það vaknar hjá ykkur minnsti grunur, þá bregðist strax við. Ef þið teljið ykkur ekki geta ráð- ið við aðstæðumar, þá leitið strax aðstoðar hjá fagaðilum. Minnist þess að bamið ykkar er einstakt. Elías Kristjánsson, foreldri í Reykjanesbæ. Ofanritað er að hluta þýtt og staðfært úrThe Daily Mail 6. sept 2001 Segjúnri' NEI tfið fíkniefnadjöfulinn N; ámskeið í forvöm- un n gegn sjálfsvígum skulýðsráð ríkisins hefur gefið út náms- efnið „Sjálfsvígsat- ferli ungs fólks“ seni verður kennt á námskeiðum víðs vegar um landið. Námsefnið verður kynnt á námskeiði í Reykjanesbæ 19. október nk. en námskeiðin eru ætluð for- stöðumönnum félagsmið- stöðva og annars félagsstarfs, kennurum og öðrum sem vinna með börnum og ung- lingum. Gert er ráð fyrir að einn kennari úr hverjum grunnskóla og FS muni sitja námskeiðið og síðan deila með samkennurum sínum námsefninu. Tómstunda- og íþróttaráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að styrkja námskeiðið um 70.000 kr. en Æskulýðsráð ríkisins styrkir hvert námskeið um 30.000 kr. Sálfræðingar munu kynna sjálfsvígsatferli ungs fólks og svara spurningum gesta en námskeiðið tekur 7 klst. í allt. Þar bera hæst framkvæmdir við höfnina og innsigl- ingu, Grunnskólabygging og einsetning Grunnskólans, nýrJeikskóli ásamt sambýli fyrir fatlaða. Meirihlutasamstarf í hœjarstjórn Grindavíkur! Ágætu Grindvíkingar! Það er kunnara en írá þurfi að segja að á ýmsu hefur gengið á þessu kjörtímabiii sem lýkur með sveitar- stjórnarkosningum næsta vor, tvenn meirihlutaslit hafa átt sér stað og þrír meirihlutar verið myndaðir á þeimþremur árum sem liðin eru af kjörtíma- bilinu. Það er auðvitað með ólíkindum þegar haft er í huga að sami meirihluti hafði setið samfleytt í sextán ár á undan, og ekki að furða þó að sum- I um finnist nóg um. I Það verður þó að segjast að sá gauragangur og [ það brambolt sem því fylgdi endurspeglar á engan hátt ólík sjónarmið flokkana í Bæjar- I stjóm, því þegar málefnasamningar meirihlut- I anna eru skoðaðir þá er lítið og nánast ekki I neitt sem stendur útaf og erfitt að sjá þar mun I á. 1 Það meirihlutasamstarf sem nú er á milli B og D lista er með ágætum og ekki annað að sjá í . dag en að það haldi út kjörtímabilið og hefur I þá staðið í nítján ár. | Fyrir utan þær væringar sem átt hafa sér stað á I milli flokkana þá hefur þetta kjörtímabil ein- I kennst af miklum og stómm framkvæmdum og er mér til efs að nokkum tíma áður hafi jafh mikið verið ffamkvæmt á svo stuttum tíma af I hálfu Grindavíkurbæjar. ■ Þar bera hæst framkvæmdir við höfnina og innsigl- I ingu, Grunnskólabygging og einsetning Grunnskól- I ans, nýr leikskóli ásamt sambýli fyrir fatlaða. | Þá verður að nefha sérstaklega þátt bæjarins í I byggingu nýrrar stúku ásamt nýjum knatt- I spyrnuvelli og tengdum framkvæmdum. Á J sama tíma hafa staðið yfir ffamkvæmdir við ! gatnagerð í nýrri íbúðabyggð. I____________________________________________ Nú þegar nær dregur kosningum vilja sumir bæjarstjórnarmenn þakka sér öðrum fremur fyrirþað sem vel er gert en kenna öðrum um það sem miður hefur farið. Þegar guli bæklingur Samfylkingarinnar sem borin er í hús í bænum er lesin, má skilja á honum að allt sem gert er yfir höfuð í Grinda- vík, sé fulltrúum „Samfylkingarfélags Grinda- víkurlistans" að þakka. Málfluttningur af því tagi sem þar er stundaður er ekki „trúverðugur“og segir meira um þá sem að bæklingnum standa en nokkuð annað. Það er nokkuð ijóst að algjör samstaða hefur ríkt í Bæjarstjóm Grindavíkur um allar ffam- kvæmdir sem ráðist hefur verið í og ekki síst þessvegna sem vel hefur tekist til. Mér dettur ekki til hugar að gera litið úr þát- töku „Samfylkingarf. Grindav .Listans „ í mál- efnum Bæjarfélagsins enda haft við þá gott samstarf. Fjárhagsstaða bæjarsjóðs var sterk í upphafi kjörtímabils, það gerði mönnum kleyft að halda áfram og ljúka þeim ffamkvæmdum sem voru í gangi og helja nýjar af stórhug, en aug- ljóst er að slíkar framkvæmdir hafa óhjá- kvæmilega áhrif á fjárhags stöðu bæjarsjóðs til einhverrar ffamtíðar. Það er bjart yfrr mannlífí í Grindavík og margt að gerast í málefnum sem snerta bæði ein- staklinga og fyrirtæki. Hlutverk allra Bæjarstjórnarfulltrúa er að stuðla að áffamhaldandi uppgangi og velmeg- un í Bæjarfélaginu og mun ég ekki láta mitt eftir liggja í samstarfi við aðra bæjarstjómar- menn, Grindavíkingum til heilla. Forseti bæjarstjórnar. Ómar Jónsson. D-lista. 24

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.