Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.2001, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 18.10.2001, Blaðsíða 22
■ Ferðaþjónusta Suðurnesja:_ Skemmtun á sjó ■ 24 ára útgerðarmenn: Með sjómennskuna í blóðinu Ferðaþjónusta Suður- nesja býður nú upp á skemmtisiglingar með farþegaskipinu Moby Dick frá Keflavík. Sjóstangaveiði, hvalaskoðun, afmæli, fundir, starfsmanna-, gæsa- og steggjapartý og hinar ýmsu uppákomur eru meðai þess sem boðið er upp auk þess sem boðið er upp á gómsætt veisluhlaðborð meðan á ferð stendur og iifandi tónlist. „Við erum með stærri og betri bát sem hefur meiri möguleika en ég hef haft hingað til“, segir Helga Ingimundardóttir einn af eigendum Moby Dick en hún rak áður bátinn Andreu. „Salur- inn um borð er stór og hlýr og við þurfúm ekki að fara langt út á sjó á bátnum. Við getum t.d. siglt með landinum, farið undir Stapann eða við Helgu- víkina og verið þar í algjöru skjóli“, segir Helga og bætir við að þegar hafi borist nokkrar fyrirspurnir vegna þessara skemmtiferða enda um spenn- andi möguleika að ræða. „Við ætlum að bjóða upp á slíkar ferðir út nóvember og halda jafnvel áfram í febrúar og mars. Verðið er líka mjög gott en fólk getur t.d. pantað bátinn fyrir afmælisveislur fyrir lág- marksverð og síðan er sam- komulagsatriði hvort fólk vilji sjálft sjá um veitingar og skemmtiatriði eða hvort það vilji að við útvegum það“, segir Helga. Ferðaþjónusta Suðumesja hef- ur boðið upp á hvalaskoðunar- ferðir frá Keflavík frá árinu 1994 og á nú og rekur Moby Dick sem er rúmgott farþega- skip sem tekur 90 farþega. Skipið sem er gamla Fagranes- ið úr Isafjarðardjúpi, hefur ver- ið notað sem hvalaskoðunar- og skemmtiferðaskip undanfar- in ár við góðan orðstýr. Frekari upplýsingar fást í síma 421- 7777. Hinn venjulegi trillukarl er í hugum margra veð- urbarinn eftir margra ára sjómennsku, stæltur eftir átakavinnu á sjó síðustu 30 árin. Þessi lýsing á við flesta trillusjómenn á Islandi cn þó eru margir sem skera sig úr. Félagarnir Ævar Smári Jó- hannsson og Andrés á Unnu KE 34 skera sig úr. Þrátt fyrir 10 ára reynslu á sjó eru þeir einungis 24 ára og reka í sam- einingu Útgerðarfélag Kefla- víkur. Síðasta sumar stóðu þeir í ströngu við að stækka bátinn Unnu en þeir keyptu hann í janúar á þessu ári. „Veiðin í vor gekk mjög vel en í sumar bytj- uðum við á því að stækka bát- inn“, segir Ævar. Báturinn var 9,9 metrar að lengd fyrir breyt- ingar en er nú 11,17 metrar og hefur mun betri sjóhæfni nú. Fyrsti róður Unnu eftir breyt- ingar var sl. laugardag og átti hjátrúin sinn þátt í því, laugar- dagur til lukku. Fyrstu veiði- ferðir Unnu voru ekki eins og þeir félagar hefðu kosið en samt sem áður eru þeir bjart- sýnir á framhaldið. „Þetta er bara byrjunin hjá okkur. Út- gerðarfélag Keflavíkur er stórt nafn og við stefnum á það að verða stærst útgerðarfélag í Keflavíkur í framtíðinni", segir Ævar og Andrés tekur undir, hlæjandi. „Gömlu“ trillukarl- arnir hafa tekið vel í þetta framtak og hafa aðstoðað þá mikið og hafa þeir fengið við- umefhið „strákamir mínir“ hjá gamalreyndum sjóhundum. „Fólk gerir sér ekki grein íyrir því hvað þetta er í rauninni fín vinna“, segja þeir félagar og eru þess fullvissir að tölvu- vinna á ekki við þá. Breyting- arnar tóku mikinn tíma en strákamir era sáttir við bátinn eins og hann er í dag og eru vongóðir um að komast á sjó sem fýrst aftur. Enda eru þeir með sjómennskuna í blóðinu. Útgeröarfélag Keflavíkur er stórt nafn og við stefnum á það að verða stærst útgerðarfélag í Keflavíkur í framtíðinni", segir Ævar og Andrés tekur undir, hlæjandi. Magnúsína Guðmundsdóttir afhentir Konráði Lúðvíkssyni yfirlækni HSS tækið. Konráð Lúðvíksson yfirlæknir HSS og Jóhann Einvarðsson, framkvæmdastjóri HSS ásamt verkefnanefnd og nokkrum félagskonum Lionessuklúbbsins. Lionessur gáfu HSS brennara fyrir kviðarhol Lionessuklúbbur Kefla- I víkur afhenti Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja í síðustu viku, brennara til | notkunar við aðgerðir á kvið- arholi ásamt fylgihlutum. Verðmæti gjafarinnar var tæpar 900 þús. krónur. Starf Lionessuklúbbsins er öfl- ugt en þær styrktu fjölmarga aðila á síðasta starfsári, m.a. Skátafélagið Heiðarbúa um I 600 þús.kr., Landssöfnun Krabbameinsfélags íslands um 50 þús. kr., Suðurnesjadeild I Rauða krossins sem fékk 138 I þús.kr., Götusmiðjuna Virkið um 25 þús.kr. auk smærri gjafa til grænlenskra bama sem voru [ á ferðlagi hér á Iandi. 22

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.