Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 07.03.2002, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 07.03.2002, Blaðsíða 2
40 ára Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, er fertugur í dag, 7. mars. í tilcfni afmælisins munu liann og kona hans, Asdís B. Pálmadóttir, taka á móti ættingjum og vinum í golfskálanum í Leiru, á morgun föstudagskvöld kl. 20-23. Hlaut sprungur í mjaðmargrind og áverka á lungu og nýra Drengur scm varð fyrir bifreið á Aðalgötu á móts við Hátún í síöustu viku var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Hann fékk sprung- ur í mjaömargrind, auk þess sem hann maröist á lunga og nýra. Hann var lagður inn til frekari rannsókna. Að sögn lögreglu eru áverkarnir ekki taldir alvarlegir. IBUAR I GARÐAHVERFII KEFLAVIK MOTMÆLA Hönnuður úti á þekju? - flytur aðkomu að stórum leikskóla inn í þrönga íbúðagötu. Ihúar í Garðahvcrfi í Kcfla- vík hafa safnað saman und- irskriftum 97% íbúa í Heiö- argarði og Miögaröi til að mótmæla nýrri aðkeyrslu að leikskólanum Garðaseli í Keflavík. Finnst íbúunum að hæjaryfirvöld séu að troða á |ieim og benda á að Hciðar- garður sé fáfarin lokuö gata |iar sem umferð sé mjög lítil. „Því miöur hefur víða í sveitar- félaginu tekist illa með skipu- lagsmál en það tekur stcininn úr ef klúöra á því sem vel hefur tekist,“ segir m.a. í mótmælum íbúanna. Undirskriftalisti með mótmælum var sendur til bygginganefndar og bæjarráðs Reykjanesbæjar. Formáli bréfsins var svohljóð- andi: „Okkur hefur borist grenndar- kynning v/ stækkunar á leikskól- anum Garðaseli. Rétt er að taka ftam að við höfum ekkert á móti því að Garðasel verði stækkað ef bæjaryfirvöld sjá hagkvæmni í því. En við viljum mótmæla því kröftuglega að aðalaðkoma verði færð vestan við Garðasel, þ.e.a.s. að Heiðargarði sem er fáfarin lokuð gata þar sem umferð er mjög lítil. Það er með ólíkindum að hönnuður slíkra breytinga sem þama eru kynntar velji að beina umferð að þessu íbúðasvæði sem er eina íbúðasvæðið sem liggur nærri leikskólanum. Ef þessi breyting nær fram að ganga mun umferð á þessu svæði aukast til muna og rýra gæði viðkomandi gatna og auka slysahættu. Auk þess á að láta bíla taka U-beygju í Heiðargarðinum sem hlýtur að teljast fásinna. Oft er á það minnst að Garða- hverfi beri af í skipulagslegu til- liti sl. 30 ár hér í bæ og vonum við að svo verði sem lengst. Því miður hefur víða í sveitarfélaginu tekist illa með skipulagsmál en það tekur steininn úr ef klúðra á því sem vel liefúr tekist. Við viljum því skora á bæjaryfir- völd að skoða þetta mál af fúllri alvöru og finna aðra leið í þessu máli. Ljóst er að við munum fylgja þessu máli eftir ef á þarf að halda og ekki linna látum fyrr en á lokastigi réttar okkar, sem heyrir undir umhverfisráðuneyt- ið“. i------------------1 í Lögregla stöðv- i | aði kappakstur i á Garðvegi Lögreglumenn ríkislög- i reglustjóra stöðvuðu | kappakstur tveggja j i bifreiða á Garðvegi á föstu- i j dag. Bílarnir voru stöðvaðir j j á 161 kni. hraða þar sem er j i 90 km. hámarkshraöi. Lög- i i rcglan notaöi ómerkta bif- j j reið til verksins. i Tveir aðrir ökumenn voru i [ teknir á Garðvegi á of mikl- J [ um hraða og einn á Grinda- j i víkurvegi og annar á Reykja- i j nesbraut sl. föstudag. i__________________i Engin ósk um sjó- próf komin fram Enn hcfur cnginn sett fram beiöni til Héraðsdóms Suðurlands um sjópróf vegna Bjarmaslyssins. Tveir Suður- nesjamenn fórust þegar bátur- inn sökk vestur af Vestmanna- eyjum laugardaginn 23. mars. „Það er til skoðunar hjá emb- ættinu að óska eftir sjóprófi í Ijósi þess að cnginnn annar hefur sett frani slíka bciöni ennþá, segir Karl Gauti Hjaltason sýslumaður í Eyj- um.Annar skipverjanna sem fórst er enn ófundinn. Leit að honuni heldur áfram, fyrst og fremst á landi. M.a. átti að fljúga yfir Surtsey í von um að fínna manninn. Mikill munur á flóði og fjöru hefur verið siðustu daga. Þannig hafa bryggjur annaðhvort verið á kafi í sjó eða svo lítill sjór verið í höfnum að flotinn hefur staðið á þurru, eða allt að þvi. Grindavíkurhöfn „tæmdist" allt að því á föstudaginn og mörg skip stóðu í botni við bryggjur. Með- fylgjandi myndir voru teknar um kl. 15 á föstudag og segja meira en mörg orð um ástandið í höfninni. Víkurfráttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson Tæplega 15.000 tonna minni j botnfiskafli í Sandgeröishöfn | , Botnfískafli sem landað var í Sandgerði á síöasta ári var 14.928 tonnum minni en árið 1996 þegar mestum botnfísk- afla var landaö í Sandgerði. í fyrra var 21.947 tonnum landaö á móti 36.875 tonnum árið 1996. í fyrra voru 7.169 landanir í Sandgerðishöfn miöað við 6.500 árið áður. Árið 1999 voru landanir hins vegar 7.500, samkvæmt tölum sem bæjarráð Sandgerðis hefur undir liöndum. L j Lyf á lægra verði íbúar á Suöurnesjum njóta góös af hagstæöu veröi í Lyfju. I útibúi verslunarinnar í Grindavík bjóöum viö allar vörur og þjónustu á sama verði og á höfuðborgarsvæöinu. Útibú Grindavík Sími 426 8770 El LYFJA - fyrir hcilsunn 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.