Víkurfréttir - 07.03.2002, Blaðsíða 18
KJARTAN MÁR KJARTANSSON FERMDIST í KEFLAVÍKURKIRKJU 1975
Uni Hrafn Karlssnn,
Holtaskóli".
Hversvegna œtlarþú að láta
fenna þig?
„Út af gjöfunum".
Hvernig veisla verður haldin
og livar verður Inin?
„Það verður matur heima"
Hvernig gjafir viltu helst fá,
efeinhverjar?
„Tölvu“.
Lýstur dmumafermingardeg-
inum.
„Að ég fá tölvu og adsl í
fermingargjöf1.
„Verið nú þokkaleg
til fara á fermingar-
daginn. Þessar myndir
eru alltaf notaðar í
framtíðinni!"
Páll Ketilsson
40 ára í dag!
Skreytti þykkan skósólann með
einhvers konar teiknibólum
Kjartan Már
Kjartansson leiðtogi
framsóknarmanna í
Reykjanesbæ fermd-
ist í Keflavíkurkirkju
þ. 6. apríl árið 1975.
Mannstu eftir tísk-
unni í hárgreiðslu
og fötum frá þess-
uni tínia?
Hvort ég man. Strák-
ar voru með rnikinn
lubba og klæddust sléttflauels jakkafötum.
Eg man sérstaklega vel eftir skónum því
þeir voru svartir, með þykkum botni og
háum hæl. Eftir ferminguna skreytti ég
þykkan sólann með einhvers konar teikni-
bólum og það þótti mjög flott á þeim tíma.
Hvað er eftirminnilegast fyrir þig frá
þessum degi?
Mér er sérstaklega minnistætt að nokkrum
dögum fyrir ferminguna hrökk hluti úr
penna ofan í mig í skólanum og festist í
vélindanu. Ég var lagður inn á Borgarspít-
alann þar sem gerð var misheppnuð tilraun
til þess að ná stykkinu upp. 1 staðinn var
því ýtt niður og síðan kom það eðlilega
leið, nokkrum dögum síðar. Mér var mikið
í mun að komast út af sjúkrahúsinu því ég
átti að lesa í kirkjunni. Það gekk allt eftir,
ég kom heim á laugardeginum og athöfnin
gekk eins og í sögu. Minn árgangur var sá
síðasti sem séra Bjöm Jónsson fermdi í
Keflavíkurkirkju en hann flutti svo upp á
Akranes.
Hvar hélstu veisluna og hvernig fornt
var á henni?
Veislan var heföbundið eflinniðdagskaffi
og haldin heima að Kirkjuteigi 13 í Kefla-
vík. I veisluna mættu nánustu ættingjar og
vinir og ég man hvað mér fannst vænt um
að hafa allt þetta góða fólk í kringum mig á
þessum tímamótum.
Hvað fékkstu í fermingargjöf?
Ég fékk margt góðra rnuna s.s. fallegt arm-
bandsúr frá mömmu og pabba og góða
ljósmyndavél frá systkinum mínum. A
þessum tíma var ljósmyndadellan að ná
tökum á mér og hún entist mér sem áhuga-
mál ffarn yfir tvítugt. Um tíma var ég
meira að segja ákveðinn í að læra ljós-
myndun en komst ekki á samning og fiðlan
varð fyrir valinu.
Hvað táknar fermingin fyrir þér, núna
og daginn sem þú fermdir þig?
Fyrir mér var fermingin fyrst og fremst
staðfesting á því að ég vildi tilheyra samfé-
lagi Krists og vera hluti af íslensku þjóð-
kirkjunni. Ég er jafn trúaður í dag og ég var
þá. Ég bý enn í dag að þeirri fræðslu sem
við fengum í ferminganmdirbúningnum og
er þakklátur fyrir það. Ég er svo heppinn
að fá að starfa af og til sem fiðluleikari í
kirkjunum á Reykjanesi og í þeim finn ég
frið, ró og styrk. Þetta er þekking og
reynsla sem ég heföi ekki viljað vera án.
FERMINGARBÖRN í NJARÐVÍK SPURÐ ÚT í FERMINGUNA
Dagný Þóra Gylfadóttir,
Njarðvíkurskóla
Hvers vegna œtlarþú að láta
fenna þig?
Bara
Hvernig veisla verður haldin og
hvar verður luin?
Veit ekki en í safhaðar-
heimilinu í Grindavík
Hvernig gjafir viltu helst fá, ef
einhverjar?
Rúm, græjur, síma
Lýstu draumafermingar-
deginum.
Veit ekki
Elfar þór Guðbjartsson,
Njarðvíkurskóla
Hvers vegna œtlarþú að láta
fenna þig?
„Til að fá peninginn".
Hvernig veisla verður haldin og
hvar verður luin?
„Kaffi í Oddfellowhúsinu".
Hvernig gjaftr viltu helst fá, ef
einhverjar?
„Spútnik föt“.
Lýstu dmumaferm-
ingardeginum.
„Gott veður til að fara að
skata eftir á“.
Halla Karen Guðjónsdóttir,
Njarðvíkurskóli
Hvers vegna œtlarþú að láta
fenna þig?
„Til að staðfesta skirnina"
Hvernig veisla verður haldin og
hvar verður hún?
„Matarveisla i Njarðvíkurskóla".
Hvemig gjaftr viltu helst fá, ef
einhverjar?
„Alveg sama“.
Lýstu dmumafermingctrdeginum.
„Allt gangi vel upp“.
Lillý Guölaug Sigurðardóttir,
Njarðvíkurskóla
Hvers vegna œtlarþú að láta
ferma þig?
„Til að láta staðfesta skimina".
Hvernig veisla verður haldin og
hvar verður Inin?
„Kökuveisla, hún verður haldin í
Reykjavík á Grand Hótel“.
Hvemig gjajir viltu helst fá, ef
einhverjar?
„Tölvu, græjur, skartgripi
og pening".
Lýstu dmumafermingar-
deginum.
„Fullt af fólki, fullt af gjöfum og
bara gott veðuf‘.
Pétur Hrafn Jónasson,
Njarðvíkurskóla
Hvers vegna œtlarþú að láta
ferma þig?
„Út af gjöfiinum“.
Hvernig veisla verðitr haldin og
hvar verður hún?
„Matur heima“.
Hvernig gjafir vilnt helst fá,
ef einhverjar?
„Dýrar“.
Lýstu dmumafermingar-
deginum.
„Að hann verði fljótur að líða“.
18