Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 07.03.2002, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 07.03.2002, Blaðsíða 4
Páll Rósinkrans í Sandgerði í kvöld um land og flutt tónlist sína við frábærar undirtektir. Enginn tónlistarunnandi ætti að láta þetta tækifæri framhjá sér fara. Tvær síðustu plömr Páls voru metsöluplötur á íslandi og seldust í yfir 15 þúsund eintök- um. Fólk hvatt til að mæta tím- anlega. Björn Sveinn Björnsson sóknarprestur. Fimmtudaginn 7. mars kl. 20:30 (í kvöld) verða tónleikar í safnaöar- heimilinu í Sandgerði. Páll Rósinkrans og Óskar Ein- arsson flytja tónlist úr ýmsum áttum meðal annars af geisla- diskum Páls „No tuming back“ og „Your song“ ásamt þekktum ;ospel smellum. skar og Páll hafa farið víða Sc O: m ARSOL Heiðartúni 2c 1 Garði Sími 422 7935 sunoodað Ferðamenn taldir eftir þjóðerni Talning ferðamanna eftir þjóðerni er hafin á ný í Leifsstöð en hún lagðist af í ársbyrjun í fyrra vegna Schengen-samkomulagsins. Magnús Oddsson ferðamálastjóri sagði í Ríkisútvarpinu að jtað hafi valdið verulegum vandræð- um að geta ekki mælt árangur markaðsstarfs í ferðamálum er- lendis með talningu ferðamanna eftir þjóðemi. Sorpeyðingarstöðin: Vill kaupa 4900 ruslatunnur með loki og hjólum! Sorpeyðingarstöð Suður- nesja hefur óskað cftir til- boðum í 4900 ruslatunn- ur. Tunnurnar skulu vera úr plasti og hafa bæði lok og hjól. Þá skulu tunnurnar rúma 240 lítra. Sorpeyðingarstöðin segir að tunnurnar skuli afhendast í Reykjanesbæ í síðasta lagi 24. júni í sumar og að tilboð í tunn- urnar skuli berast í síðasta lagi hinn 18. mars nk. I sumar verður sem sagt hætt að nota sorppoka á Suðumesjum og þess í stað keyra öskukarlarnir tunnur til og fVá húsum svæðis- ins. Nú þegar em tunnur notaðar í Grindavík. ALLT ÞETTA FYRIR ÞIG FRÁ ESTEE LAUDER Gjöfin inniheldur: INITUITI0N Euede Parfum Spray,4ml. i,„i,ibouiir LIGHTSOURCETransformingMoisture \ / Créme SPF15-24 stunda krem ILLUSIONIST Maximum Curling Mascara- nýjan maskara. IDEALIST Skin Refinisher - undrakremið, 7ml. PURE COLOR Long Last Lipstick - varalit, hot copper. Fallega snyrtitösku. Verðgildi gjafarinnar er um 6.900,- Ef keypt er fyrir 3.500,- eða meira frá Estée Lauder í Apóteki Keflavíkur. Tilboðið stendur frá 7. -14. mars eða á meðan birgðir endast. Ráðgjafi frá estee lauder frá kl. 13-18, fimmtudag 7. mars og föstudaginn 8. mars. Apótek Keflavíkur Snyrtivörudeild Suðurgötu 2 - Keflavík Slökkviliðsmenn stóðu heiðursvörð Slökkviliðsmenn fjölmenntu og stóðu heiðursvörð við jarðsetningu Jóns B. Pálssonar sl. föstudag. Jón haföi starfað í slökkviliði Keflavíkur í 40 ár og var gerður að heið- ursfélaga Félags Slökkviliðsmanna Keflavíkur árið 1977. Það þótti við hæfi að fyrsti og elsti dælubíll Slökkviliðsins (Ford 1947) yrði notaður við athöfnina. Slökkviliðsmenn B.S votta aðstandendum sína innileg- ustu samúð og þakka fyrir að fá að taka þátt í athöfninni. STUTTAR FRÉTTIR • WWW.VF.IS Hagkvæmnisathugun á netþjónabúi Markaös-, atvinnu- og menningarsvið Reykjanesbæjar hefur fyrir hönd Hitaveitu Suðurnesja undirritað samstarfssamning við Orkuveitu Reykjavíkur, Landssímann, Fjárfestingaskrifstofu ís- lands og Eurocolo um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu og rekstri nctþjónabús á íslandi með staðsctningu á Reykjanesi í huga. Stefnt er að því að ráða breska ráðgjafastofú til forkönnunar en munu ráðgjafar þaðan koma hingað til lands á næstu vikum til að taka saman upplýsingar um raforkuverð, kostnað við uppbyggingu sérhannaðs húss, samfélagslegan kostnað, skattamál og annað sem við kemur upp- byggingu netþjónabús. Niðurstöður þeirrar forkönnunar gefa hagsmunaaðilum tækifæri til að meta hagkvæmni þess og möguleika á að reisa slíkt bú á íslandi en eins og áður hefúr komið fram kemur staðsetning á Reykjanesi sterk- lega til greina. Lokaskýrsla um málið mun verða tilbúin til kynningar innan 6-8 vikna, segir á vef Reykjanesbæjar. Failist á tillögur um breikkun Reykjanesbrautar Skipulagsstjóri hefur fallist á tillögurVegagerðarinnar um breikk- un Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. I úrskurði Skipulagsstofhunar kemur fram að veglagning muni bæta samgöngur og umferðaröryggi. Hún sé ekki líklegt til að hafa neikvæð áhrif á hljóðvist, loftgæði eða útivistarsvæði. Skipulagsstofhun telur að hætta á grunnvatnsmengun sé óveruleg. Þá er ekki talið að verulegt rask verði á menningarminjum. Vegagerðin lagði fjórar tillögur að breikkun Reykjanesbrautar fyrir Skipulagsstofnun. Þijár þeirra gera ráð íýrir tvöfoldun Reykjanes- brautar þó með ólíkum hætti sé. Kostnaður við þær tillögur er áætlaður á bilinu 3 til 3,7 milljarðar króna. Fjórði kosturinn gerir ráð fyrir að einni akbraut sé bætt við Reykjanesbraut sem heimili ýmist umferð til norðurs eða suðurs. Kostnaður við þann kost er áætlaður 2,1 til 2,3 milljarðar króna. Sex aðilar vilja byggja íbúðir aldraðra í Garði Sex fyrirtæki hafa sýnt því áhuga að byggja íbúöir aldraðra í Garði en Gerðahreppur stendur að bvggingunum og áformað er að heija framkvæmdir í sumar. Fyrirtækin sem sýnt hafa málinu áhuga eru Keflavíkurverktakar, IAy Bragi Guðmundsson, Húsagerðin, Hjalti Guðmundsson og Finnhús. Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur kosið þriggja manna nefnd til að stjóma byggingu íbúðanna. Þar fer Sigurður Ingvarsson fyrir þeim Ólafi Kjartanssyni og Maríuönnu Eiriksdóttur. Mikil ásókn í félagslegar leiguíbúðir aldraðra Yfir 30 umsóknir bárust um ieigu á 25 félagslegum leiguíbúðum fyrir aidraða sem verið er að byggja að Kirkjuvegi 5 í Keflavík. Ljóst er að allar íbúöirnar komast strax í leigu þegar valiö hefur verið úr umsækjendum. Húsið er ennþá í byggingu en get er ráð fyrir að það verði afhent 15. maí næstkomandi. Húsnæðisnefhd Reykjnesbæjar auglýsti íbúðimar til leigu og gengið verður frá úthlutuninni á næstu vikum. 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.