Víkurfréttir - 07.03.2002, Blaðsíða 27
Þorsteinn Erlingsson og Ólafur
Thordersen slógu á létta
strengi í opnunarhófinu.
Skúli Skúlason, forseti
bæjarstjórnar í ræöustól
við opnun veitunnar.
FEGURÐARSAMKEPPNI SUÐURNESJA 2002
Fjórtán
fegurðardrottningar
keppa um titilinn
Fegurðarsamkeppni
Suðurnesja verður
haldin í baöhúsinu við
Bláa lónið 23. mars nk.
Fjórtán stúlkur frá
Suðurnesjum taka þátt í
keppninni sem er í umsjá
Lovísu Guðmundsdóttur,
fyrrverandi
Fegurðardrottningar
Suðurnesja.
„Við höidum uppteknum
hætti með glæsilegu kvöldi
þar sem ekkert verður til
sparað í mat eða öðru sem
viðkemur svona kvöldi.
Stúlkurnar hafa verið
samviskusamar að undan-
fórnu, stundað gönguæfm-
gar, líkamsrækt og annað
sem tengist svona þátttöku.
Glæsilegir vinningar verða
að vanda en þema kvöldsins
verður „íslenskt“ og verður
spennandi að sjá hvernig það
kemur út“, sagði Lovísa.
Myndirnar á síðunni voru
teknar á gönguæfmgu um sl.
helgi.
I næstu viku verða allar
stúlkurnar kynntar í máli og
myndum íVíkurfréttum og
enn frekar ÍTVF tímaritinu
sem verður með sérstakan
fegurðarblaðauka.
Daglegar fréttir frá Suðurnesjum á www.vf.is
27