Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 07.03.2002, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 07.03.2002, Blaðsíða 14
JÓHANN GEIRDAL FERMDIST í KÁLFATJARNARKIRKJU Á HVÍTASUNNU 1965 Leið yfir tvo í kirkjunni „í viðtali við K- blaðið fyrir síðustu jól sagði ég fiá því að þegar ég var að alast upp flutti ég nánast á hveiju ári. Þegar kom aó fermingu hafði ég því verið eitt ár í Brunnastaðaskóla. Eg átti þá heima í Vogum á Vatns- leysuströnd," segir Jóhann Geirdal um fermingarendur- minningar sínar. „Um veturinn gengum við til prests sem var sr. Garðar Þorsteinsson, prófastur og minnir mig að þetta hafi verið síðasta árið sem hann var prófastur en sr. Bragi Frið- riksson tók við af honum. Garðar var mikill öðlingur, fullorðinn, traustur og góður maður. Kirkjan á Vatnsleysuströnd er virðuleg, falleg og óvenju stór kirkja miðað við aldur hennar. Hún heitir Kálfatjarnarkirkja og var ég fermdur þar annan i Hvitasunnu 1965. Það var því vel farið að vora og eins og oft vill verða þegar hugsað er til svona at- burða fyrr á ævinni þá finnst manni að það hafi verið mjög fallegt verður þann dag. Þetta var mikill hátíðisdagur, enda var nú verið að taka okkur í fúllorðinna manna tölu. Það sem mér er þó alltaf minnistæðast er að það var mjög heitt í kirkjunni. Við, strákamir vorum að sjálfsögðu vel klæddir í okkar jakkafotum og i kirtlunum utanyf- ir. Eg man að við fermingarbömin sátum á lausum stólum fyrir framan fremsta kirkjubekkinn. Við vorum í röð og ég næst lengst til hægri, þar sem ég var næst minnstur í hópnum, enda stundum kallað- ur Jói litli á þeim tíma. Þegar leið á athöfhina og við stóðum fýrir ffaman stólana okkar þá varð ég var við að sá sem stóð við hliðina á mér, lengst til hægri fór að riða til. Skömmu síðar greip hann aðeins í mig, náði ekki mjög góðu taki um leið og hann hné niður og stóllinn hans datt um koll. Sem betur fer var fólk- ið á fremsta bekk fljótt til og greip hann í fallinu því það var að líða yfir hann í hit- anum og e.t.v. loftleysinu. Eftir þetta hugsaði ég að þetta skyldi sko ekki koma fyrir mig. En auðvitað höfðum við hin óneitanlegar mestar áhyggjur af því að eins færi fyrir okkur.. Skömmu síð- ar fór sá sem var vinstra ntegin við mig að riða til líka, þá voru menn fljótari að grípa inní og láta hann setjast og halla sér fram. Sem betur fór féllu ekki fleiri við athöfn- ina sem fór að öðru leyti vel fram. Síðan tók við veisla en þá voru veislumar yfirleitt haldnar á heimilum fermingar- bama. Nánustu ættingjar komu og var það ágæt fermingarveisla. Þó hún væri ekki eins fjölmenn og margar veislur em orðnar i dag voru þarna i bland ættingjar sem maður þekkti ekki mikið. I sannleika sagt em svona veislur ekki voða spennandi fyr- ir ungt fólk á fermingaraldri. Eldra fólkið virðist hins vegar njóta þeirra betur og auðvitað er ákveðinn hátíðarblær yfir öll- um. Hefðbundin fennignargjöf var armbandsúr og fékk ég þá mitt fyrsta úr. Auk þess eitt- hvað af peningum og öðmm hlutum. Um kvöldió hittumst við nokkur ferming- arsystkinin og fómm í góðan göngutúr, þar sem við gátum verið í ró og næði, rætt saman og borið saman bækur okkar. Þetta var skemmtilegur tími og þessi athöfh var töluvert merkileg í hugurn okkar“. gæðamerki á góðu verði ijAnvttrp - “ • -1. .■' Hljómtæki verð frá kr. 9.900. Myndavélar frá kr. 4.900. Stafrænar myndavélar frá kr. 39.900. Ferðatækl með geisla spllara, segulbandi og útvarpi verð frá kr. 6.900.- 14” sambyggt sjónvarp og myndbandstæki með NTSC afspilun Verð frá kr. 39.990.- tctL umboðið j *'*tíltur ,n"»lgnar RAFEINDATÆKNI Útborgun kr. 1.- Mánaöargjald kr. 2.590. m ...l.rS » . w .. Rafeindatækm sf. • Tjarnargötu 7 • 230 Reykjanesbæ pramniioar I mlKIU urvali Slmi 421 2866 • Fax 421 5860 • Netfang: rafeindataekni@islandia.is Vorurnar frá Siónvarpsmiðstöðinni eru hjá okkur Digital útangui Við útfærum, setjum upp og þjónustum Simkerfi, loftnetskerfi og hljóðkerfi FERMINGARGJAFIR FERMINGARTILBOÐ STAKAR NÁTTBUXUR VERÐÁÐUR KR. 5.400,- VERÐ NÚ KR. 3.900, SATIN NÁTTFÖT VERÐÁÐURKR. 5.900,- VERÐ NÚ KR. 3.900, FYRIR STRAKA OG STELPUR -NÁTTSLOPPAR -NÁITFÖT -STAKAR NÁTTBUXUR -HÁLSMEN -HRINGAR -ILMVÖTN EUP KASSAR Ungfrú Suðumes 2002 í Tímariti Víkurfrétta ffl ^^—l^—^V 1XJMJ—i—B 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.