Víkurfréttir - 07.03.2002, Blaðsíða 22
SKÓLAMÁL:
Hefur barnið þitt nóg að gera í skólanum?
cssari spurningu myndi
ég svara sjálfur játandi
við fyrsta kall og reikna
með að mjög margir uppalend-
ur gerðu
slíkt hið
sama. í dag
fá sumir
nemcndur
sérstaka að-
stoð til að ná
tökum á því
námsefni
sem þeim er ætlað að læra og
kunna, segir Björn Vikingur
Skúlason, aðstoðarskólastjóri
Heiðarskóla í grein til Víkur-
frétta.
Oftast er sú aðstoð tengd því sem
jaftialdramir em að glíma við en
í sumum tilfellum er það tengt
gmnnatriðum fyrri námsára.
Mest allur stuðningur og sér-
kennsla, sem reyndar er aldrei
nóg af, em byggð upp i kringum
þá nemendur sem eiga ekki eins
auðvelt með að ná tökum á
námsefni gmnnskólans og aðrir.
Foreldrar og skólamenn hafa velt
upp þeirri hugmynd hvort að
nemendur sem eiga auðvelt með
grunnskólanámið þurfi ekki á að
halda fjölbreyttari, meira ögrandi
og krefjandi verkefnum í grunn-
skólanáminu, en aðrir.
Miðað við niðurstöður úr alþjóð-
legri rannsókn á vegum OECD
sem kallast PISA (Programme
for Intemational Student Assess-
ment) þá þykir sýnt að svo sé.
Niðurstöðumar em byggðar á ár-
angri 15 ára nemenda (10. bekk-
inga) í lestri, stærðfræði og nátt-
úrufræði árið 2000. Árangurinn
er metinn eftir því við hveija við
miðum okkur. Ef við miðum við
þær þjóðir sem við gerum venju-
lega þá er hann góður en ekki
eins góður þegar við bemm okk-
ur saman við þær þjóðir sem ná
hvað hæstum árangri. Upphafleg
spuming þessarar greinar tengist
einmitt því sem menn lesa við
fyrstu sýn úr niðurstöðum rann-
sóknarinnar. Það er að nokkur
hópur nemenda í grunnskólunum
er ekki að nýta námshæfileika
sína til fúlls eða fær ekki verðug
verkefni. Jafhframt benda niður-
stöður til þess að þeim nemend-
um sem gengur hvað verst í skól-
unum sé vel sinnt.
Nánari umfjöllun um þessa rann-
sókn má finna á vef mennta-
málaráðuneytisins undir liónum
„Nýtt á vefnum.“
í framhaldi af niðurstöðum PISA
sendi menntamálaráðuneytið í
grunnskólana spumingalista:
„Könnun á úrræðum grunnskóla
fyrir afburða nemendur." Hún á
að gefa vísbendingu um hvort og
þá hvers konar úrræði skólamir
hafa fyrir þá nemendur sem
skara ftam úr jafhöldrum sinum.
í könnuninni er afburðanemandi
(bráðger nemandi) skilgreindur;
„nemandi sem skarar frarn úr
jafnöldmm sínum í námi.“
Þar sem ég þekki til geta þessir
nemendur valið í 10. bekk byij-
unaráfanga í F.S. í ensku og
stærðfræði. I mörgum gmnnskól-
um fá nemendur fleiri kennslu-
stundir en viðmiðunarstundaskrá
segir til um í svokölluðu sam-
ræmdum greinum. Þá má benda
á keppnir eins og stærófræði-
keppnimar; KappAbel (sem er
bekkjarverkefhi fýrir 9. bekk-
inga), stærðffæðikeppni gmnn-
skólanna (sem er einstaklings-
verkefhi fyrir 8., 9. og 10. bekk-
inga) og fatahönnunarkeppni
gmnnskólanna (sem einnig er
einstaklingskeppni fyrir nemend-
ur 8., 9. og 10. bekkjar).
En vilja bráðgem nemendumir
sjálfir einhver sérstök úrræði
sem byggja á meiri ögmn og
krefjandi verkefnum? Ég vildi að
ég væri viss um svarið. Því mið-
ur hef ég og fleiri uppalendur
orðið áþreifanlega varir við að
mörgum unglingum þyki ekki
nægilega ,,töff”(svalt) að standa
sig vel í skólanum og skara ffam
úr. Sumir biðja um að ekki sé
haft hátt um dugnað þeirra af
hættu við að þeir fái háðsglósur
ffá skólafélögum sínum. Sumir
hreinlega banna kennumnum
sínum að láta bekkjarfélagana
vita hvað þeir em að standa sig
vel, hvað þá ef þeir gera nú eitt-
hvað aukalega þ.e„ annað en allir
aðrir í bekknum eiga að gera.
Þessi viðhorf birtust mér ljóslif-
andi þegar ég var að skrá nem-
endur í stærðffæðikeppni gmnn-
skólanna í síðustu viku. Þá voru
margir nemendur sem falla undir
skilgreininguna, afburðanem-
andi, sem ekki vildu taka þátt.
Þegar gengið var eftir hvers
vegna ekki, komu svör eins og;
„mig langar ekki,“ „ég er ekki
nægilega undirbúin(n),“ „ég þarf
að taka þátt í öllu og gera allt,
hvað með hina krakkana?"
Þessari öfugþróun verður að snúa
við og það er ekki nóg að við
fullorðna fólkið höfum áhuga og
vilja til þess, nemendumir þurfa
að gera það líka. Það er okkar
uppalendanna að hvetja til að svo
verði. Það er og á að vera „töff”(
svalt) að standa sig vel í skólan-
um og taka m.a. þátt í keppnum
þar sem boðið er upp á óvænt og
ögrandi verkefni. Það er ekki
alltaf hægt að hafa alla þræði í
hendi sér og hluti af því að
þroskast er að þora að taka þátt í
einhverju án þess að vera viss um
hver niðurstaðan verður. Það er
jafn „töff ‘ (svalt) að fá birta af
sér mynd í fjölmiðlum fyrir
stærðffæðikeppni eða fatahönn-
un eins og íþróttakeppni.
Ég vil í lokin þakka stærðffæði-
kennurum í Fjölbrautaskóla Suð-
umesja fyrir stærðffæðikeppni
gmnnskólanna í 8., 9. og 10.
bekk eitt árið enn. Það er virðing-
arvert, því að öll vinnan við
keppnina er unnin í sjálfboða-
vinnu. Einkum þakka ég þeim
fyrir að færa keppnina af laugar-
degi yfir á virkan dag og það á
skólatíma til þess að fleiri nem-
endur gætu tekið þátt. Það vom
„töff” (svalir) nemendur sem létu
sig hafa það að mæta í keppnina
og em allir sigurvegarar fyrir það
eitt að hafa mætt og tekið þátt.
Virðingarfyllst,
Björn Víkingur Skúlason,
aðst.skólastjóri, Heiðarskóla.
Sandgeröi
Nökkvi Þór Matthíasson
íþróttamaður Sandgerðis
Nökkvi Þór Matthíasson
var kjörinn íþrótta-
maður Sandgerðis og var
greint frá því á liátiöiegri sam-
komu sem fór fram í
fyrrakvöld í Reynisheimilinu í
Sandgerði.
Nökkvi Þór vakti athygli á árinu
sem einn af efnilegri taekwondo-
mönnum landsins. I apríl varð
hann íslandsmeistari í -58 kg.
flokki byijenda 17 ára og eldri. í
október fékk Nökkvi Þór silfur í -
51 kg. flokki unglinga á Opna
írska meistarmótinu. Þá var hann
kjörinn taekwondomaður
Reykjanesbæjar árið 2001.
Taekwondo er ung íþróttagrein á
Islandi og ánægjulegt að ungur
Sandgerðingur skuli þar raða sér
í ffemstu röð. Árangur Nökkva
Þórs Matthíassonar skýrist af
ástundun, áhuga og elju sem aðr-
ir íþróttamenn geta tekið sér til
fvrirmvnrlar
22
Aðrir íþróttamenn sem voru til-
nefndir til kjörs á íþróttamanni
Sandgerðis árið 2001 voru
Gunnar Davíð Gunnarsson frá
knattspyrnudeild Ksf. Reynis,
Magnús G. Sigurðsson frá
körfuknattleiksdeild Ksf. Reynis
og Sigurður Jónsson frá Golf-
klúbbi Sandgerðis. Vom þeir all-
ir heiðraðir af Sandgerðisbæ.
Þá veitti Iþrótta- og tómstunda-
ráð Sandgerðisbæjar Freyju Sig-
urðardóttur og Heiðari Sigutjóns-
syni sérstakar viðurkenningar
fyrir framúrskarandi árangur á
árinu 2001. Þau eiga það sam-
eiginlegt að stunda íþróttagreinar
sem standa utan Iþrótta- og
Ólympíusambands íslands.
Freyja Sigurðardóttir er óum-
deild drottning fitnessíþróttarinn-
ar á íslandi. Á árinu 2001 varð
hún bæði Islands- og bikarmeist-
ari í IFBB-fitness og jafnframt
bikarmeistari í Galaxy-fitness.
Freyja sýndi það að hún er kom-
in í ffemstu röð á heimsvísu þeg-
ar hún lenti í 15. sæti á heims-
meistaramótinu i Brasilíu á síð-
asta ári. Freyja hefúr margsýnt
að hún er ffábær fulltrúi íþrótta-
fólks úr Sandgerði.
Heiðar Sigurjónsson er án efa
efnilegasti bridgespilarinn í
Sandgerði og þó viðar væri leit-
að. Hann hefur frá unga aldri
stundað íþrótta sína með Bridge-
félaginu Munanum í Sandgerði.
Á árinu 2001 varð Heiðar ís-
landsmeistari yngri spilara í
sveitakeppni og átti sæti í lands-
lið Islands sem varð Norður-
landameistari með yfirburðum.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur
Heiðar spilað bridge í fjölda ára
og hann sannar að þegar áhugi,
ástundun og hæfileikar fara sam-
an er hægt að ná í ffemstu röð.