Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.09.2002, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 12.09.2002, Blaðsíða 8
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is LOGREGLAN • MENNINGARMAL FRÉTTiR ADSL tengingar í Garði, Sandgerði og Innri Njarðvík ADSL kerfi Landssím- ans er stöðugt að stækka á Suðurnesj- um og nýlega het'ur Síminn lokið við að setja upp þrjár ADSL stöðvar. Þær eru í Garði, Sandgerði og í Innri Njarðvík. Þar með geta í- búar á þeim svæðum tengst netinu á mun meiri hraða en áður. Nú er hægt að fá ADSL hjá Símanum á eftirtöldum stöð- um: Keflavík, Innri-Njarð- vík, Ytri-Njarðvík, Garði, Sandgerði og Grindavík. Verslun Símans í Keflavík er um þessar mundir með tilboð á ADSL búnaði og stendur það til 20. september, segir í tilkynningu. Á gjörgæslu eftir slys á Helguvíkurvegi Umferðarslys varð rétt eftir miðnætti á fös- tudagskvöld við Stakksbraut í Helguvík en ökumaður bifhjóls missti stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að hann kastaðist marga metra, að því er fram kemur á frétta- síma lögreglunnar i Kefla- vík. Að sögn lögreglu var maðurinn með meðvitund þegar lögregla kom á stað- inn. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík og lagður inn á gjörgæslu.Að sögn læknis var líðan hans ágæt eftir atvikum við komuna. íraninn og sjálfsvígið ráðgáta VlKURFRÉTTIR \\ HILMAR BRAGI BÁRÐARSON Lögreglan veit enn engin deili á írönskum karl- manni sem á sunnudag var úrskurðaður í einnar viku farbann fannst látinn síðdegis á mánudag. Maður- inn hafði fengið gistingu í Njarðvík á mánudagsmorg- un. Samkvæmt farbanninu bar manninum að tilkynna sig reglulega til lögreglu. Þeg- ar það gerðist ekki fór lög- regla að grennslast fyrir um manninn. Þá fannst hann lát- inn á gistiheimilinu. Maðurinn er talinn hafa komið hingað til lands með Norrænu fyrir nokkrum dögum og hugð- ist fara með flugvél Flugleiða til Minneapolis í Bandarikjun- um sl. laugardag. Þá framvísaði hann folsuðu dönsku vegabréfi og fékk því ekki að fara um borð í vélina. Útvarpið greindi frá því á þriðjudag að þegar maðurinn var stöðvaður við að fara um borð í vélina til Bandarikjanna hafi hann orðið mjög æstur, en sýndi þó aldrei neina tilburði til ofbeldis. Hann gisti í fanga- geymslu lögreglunnar í Kefla- vík aðfaranótt sunnudags. A sunnudagskvöld var hann úr- skurðaður í farbann í Héraðs- dómi Reykjaness og gisti hjá lögreglu á Keflavíkurflugvelli þar til á mánudag. Hann var síðan fluttur til Reykjanesbæjar þar sem honum bauðst að gista og átti að tilkynna sig reglulega til lögreglu. Þegar hann gerði það ekki, var farið að athuga um hann og kom í ljós að hann var látinn. Talið er að hann hafi svipt sig lífi. Lögreglan veit enn engin deili á manninum. Hann var sam- kvæmt heimildum Fréttastofú Útvarps ósamvinnuþýður við yfirheyrslur og veitti engar upplýsingar. Hann staðhæfði að upplýsingar á skilríkjum sínum væru réttar og fór aldrei fram á að fá hér hæli sem flóttamaður. I vegabréfi mannsins stóð að hann væri fæddur 1964, en það hefúr ekki fengist staðfest. Þá var hann með ökuskírteini en óvíst er hvort það var ekta. í gær var strax hafist handa við að leita upplýsinga um mann- inn austan hafs og vestan og voru fingrafor hans send utan. Sú rannsókn er því enn í gangi og verður haldið áfram. Vís- bendingar eru um að hann hafi á einhvetjum tíma verið flótta- maður í Danmörku og komið þaðan með Norrænu. Hann var með talsvert af peningum í fór- um sínum og samdi um gist- ingu í Njarðvík í þann tíma sem farbannið gilti. Lögreglan í Keflavík og á Keflavíkurflug- velli munu rannsaka lát manns- ins. VlKURFRÉTTIR \\ HILMAR BRAGI BÁRÐARSON Hámenningarloft í Reykjanesbæ á Ljósanótt: Laxnessfjöðrin afhjúpuð axnessfjöðrin var af- hjúpuð að viðstöddu ijölmenni á laugardag við gamla Barnaskólann að Skólavegi í Keflavík. Viðstödd aflijúpunina var frú Auður Laxness, Sigríður Halldórs- dóttir, dóttir Nóbelsskáldsins, listamaðurinn sem smíðaði fjöðrina, Erlingur Jónsson, og fjöldi annarra gesta. Flutt voru ávörp þar sem kom fram að þetta listaverk væri virðingarvottur Suðurnesja- manna við Nóbelsskáldið Halldór Laxness. Erlingur sem nýverið var hér á landi segir að sagan á bakvið Laxnessfjöðrina sé sérstök: „Fyrir mig er fjöðrin tákn and- ans sem svífúr óheftur. Eg var einu sinni staddur vestur í Berufirði í Reykhólasveit, en þangað fer ég stundum á sumr- in ef ég mögulega get. Eitt kvöldið var ég á labbi, en þetta var mjög yndislegt kvöld og kyrrð var yfir öllu og ég fann einhvem áhrifamátt frá um- hverfmu. Þegar ég stóð þama úti í þessu fallega umhverfi sá ég stóran öm svífa þama yfir og eins og emir em, hafði hann allt á valdi sínu,“ segir Erlingur og bætir við að öminn hafi flogið burt stuttu seinna. Er- lingi fannst þessi sýn stórkost- leg: „Mér datt í hug þegar ég horfði á Öminn svífa þama yfír að svona væri Halldór Laxness fyrir okkur íslendinga. Hann kom og hafði allt á valdi sínu með sinni óumræðilegu snilld," segir Erlingur. Sama dag var Erlingur á gangi í íjörunni við Kinnastaði í Þorskafirði og gekk hann þá fram á amarfjöður: „Þegar ég tók fjöðrina upp hugsaði ég með mér að þetta væri Lax- nessfjöðrin og þetta er sagan á bakvið listaverkið,“ segir Er- lingur. Eins og áður segir var listaverk- ið vígt fyrir framan gamla Bamaskólann, en Erlingur sem var kennari í yfir 20 ár kenndi til margra ára við Bamaskól- ann. Erlingur hefúr búið í Osló í um 20 ár og starfar hann þar sem myndhöggvari. Hann seg- ist koma mjög reglulega til Is- lands: Halldór Laxness sagði eitt sinn; „Það er hámenningar- loft á íslandi" og ég er hjartan- lega sammála honum,“ segir Erlingur að lokum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.