Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.09.2002, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 12.09.2002, Blaðsíða 22
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is SPORT „Tímabilið hefur verið frábært“ - segir Sævar Gunnarsson í viðtali við Víkurfréttir Sævar Gunnarsson er 21 árs sóknarmaður Njarðvíkurliðsins í knattspyrnu sem eins og fram hefur komið áður vann sér sæti í 1. deild að ári eftir glæsilegan árangur í 2. deild í sumar. Sævar sem hafði allan sinn feril spilað með Keflavík (fyrir utan eitt tímabil með KR), bæði í fótbolta og körfubolta, hefur spilað mjög vel fyrir Njarðvík eftir að hann gekk til liðs við félagið á síðasta tímabili. Í sumar hefur hann þó leikið við hvern sinn fingur, þá sér- staklega á seinni hluta tímabils- ins, og verið einn af máttar- stólpum liðsins, skorað 15 mörk og lagt upp nokkur til viðbótar. Við hjá Víkurfréttum fengum þessa markamaskínu í smá spjall eftir glæsilegan ár- angur í sumar. Bjóst J)ít vió þvífyrir tímabiliö aö þiö myiiduð komast upp í 1. deild? „Já, já alveg eins en markmið okkar til að byija með var þó að festa okkur í sessi í deild- inni. Það gekk heldur betur upp og gott betur en það“. Hvemig Itefur timabilið verið, ertu sáttur viö þíiia spila- mennsku? „Tímabilið hefiir verið hreint út sagt frábært. Ég er rnjög sáttur við mína spilamennsku og tel mig hafa staðið mig ágætlega eins og allir í liðinu“. Nú spilaöir þú iiteó Keflavtk mest allan þinn yngriflokka- feril, afhverju fórst þti yfir í Njaróvík? „Ég fór frá Keflavík yfir í Njarðvík í fyrra á svokölluðum venslasamningi og leið mjög vel hér. í kjölfarið ákvað ég að vera áfram enda leist mér vel á framhaldið. Njarðvík er frábær klúbbur og þar er gott að vera“. Hverjtt villtu þakka góóan ár- angur ísumar? „Helga Boga þjálfara, Leifi Gunnarssyni, stuðningsmönn- unum, Fúsa „le boss“ og öllum velunnurum liðsins ásamt auð- vitað liðinu sjálfú“. Hvert er stefnan sett iframtiö- inni? „Ég stefni á nám í Bandaríkj- unum í janúar og svo kemur bara í ljós hvað gerist“. Kláruðu tímabilið með stæl Njarðvíkingar sigruöu Víðir, 2-0, á Víðisvelli í Garði í síðasta leik sumarsins í 2. dcild karla í knattspyrnu á föstudag og kláruðu þannig frábært tímabil á viðeigandi hátt en eins og flestir vita höfðu þeir þegar tryggt sér sæti í 1. deild á næsta tímabili. Bæði mörk Njarðvíkinga komu í síðari hálfleik, það fyrra skor- aði Sverrir Þór Sverrisson með skoti beint úr aukaspyrnu en það síðara skoraði Sævar Gunnarsson. Njarðvíkingar enduðu í 2. sæti í deildinni með 42 stig en HK varð í efsta sæti með 47 stig. Víðismenn áttu frekar erfitt sumar en þeir lentu i 6. sæti deildarinnar með 24 stig. Markamaskínurnar Eyþór Guðnason og Sævar Gunnars- son voru í 2. og 3. sæti yfir markahæstu leikmenn 2. deild- ar, Eyþór með 16 mörk en Sævarmeð 15. KVENNAKOR SUÐURNESJA Hefur þú gaman af söng og góðum félagsskap hressra kvenna? Við getum bætt við okkur konum í allar raddir. Ef þú hefúr áhuga láttu þá sjá þig í safnaðarheimili Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 18. september kl. 20. Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 20, og stjórnandi er Krisztina Szklenár. Upplýsingar gefúr Aðalheiður Gunnarsdóttir í síma 899 2086. Sjáumst! Tilboð helgarinnar I TILBOÐ1 Sjávarréttasúpa. Grillaðar lambalundir, borið fram með bakaðri kartöflu, grænmeti og sveppasósu. Kr. 2.600,- I TILBOÐ 2 Sveppasúpa. Pönnusteikt lúða borin fram með salati, bakaðri kartöflu, rækjum og hvítvínssósu. Kr. 2.100,- HAFNARGATA 62 • KEFLAVÍK • SÍMI 421 8787 Nýr fimleikaaðstaða vígð Fimleikaaöstaða í Reykja- nesbæ var stórbætt þeg- ar nýr fimleikasalur var vígður sl. fóstudag í íþrótta- húsinu við Sunnubraut. Hugmyndir að byggingu slíkrar aðstöðu komu upp fyrir 8 árum síðan, en í tíð síðustu bæjar- stjómar var tekin ákvörðun um byggingu salarins, en bygging hans tók um eitt ár. Um 100 þátttakendur - í Suðurnesjamaraþoni Um eitthundrað þátttakendur tóku þátt í Suðumesjamaraþoni sem fór fram í Reykjanesbæ um Ljósanæturhelgina. Hlaup- ið var þijár vegalengdir. Boðið er upp á 3,5 km. skemmtiskokk, 7 km. hlaup og 10 km. hlaup, en einnig var keppt á línuskautum og reið- hjólum. Hlaupið var ræst frá líkamsræktarstöðinni Lífsstíl. Úrslit í Suðumesjamaraþoni: 10 km hlaup Konur 1. Kristjana Gunnarsdóttir 2. Una Steinsdóttir 3. Guðrún S. Jóhannesdóttir Karlar 1. Amgrímur Guðmundsson 2. Klemens Sæmundsson 3. Vikar K. Siguijónsson 3,5 km skemmtiskokk Konur 1. ísabella Ósk Eyþórsdóttir 3. Katrín Karen Þorbjömsdóttir 2. Freydís Ámadóttir Karlar 1. Amþór Elíasson 2. Bjarki Rúnarsson 3. Viktor Orri Eyþórsson 7 km línuskautar 1. Máni Ingólfsson 2. Helgi Viðarsson 3. Hafsteinn Barkarson 25 km hjólreiðar Konur Guðrún Rósa Guðmundsdóttir Karlar 1. Jón Oddur Guðmundsson 2. Bergþór Magnússon 3. Tómas Guðmundsson Sævar Gunnarsson í nærmynd Besti meöspilari? Allt Njarðvíkurliðið. Erfiöusti iiiiilstieöingiir? Gísli Fovvler er óstöðvandi á öllum æfingum Afhverju ertu nitmer II? Það er þara ágætis tala. Hvaöa niuiier villtu helst bera? Mér er svo sem sama en 1 1 hefur reynst mér vel hingað til. Uppáliulds liö og leiknmöur i ensku? Chelsea og þar eru Eiður Smári og Jimmy Floyd mínir uppá- haldsleikmenn. Uppálialds liö og leikinaöiir í NBA? Philadelphia 76ers og Allen Iverson. Mest iiðliiöaitdi „stjarna"? Bono og U2. Hvernig tónlist hhistar/ni á? Ég hlusta á allt milli himins og jarðar. Hvaöa fatamerki „fílar“ þú mest? Ég er algjörlega óháður fata- nterkjum og klæðist bara því sem er þægilegast. Hvert er átninaöargoöiö? Hafsteinn Guðnason fyrrum útheiji hjá Reyni. Hvaö er það fyrsta sem þér dettur í liug þegar þú heyrir þessi orö nefnd? Tré: pass! Koddi: Snúa sér aðeins. Nammi: Litla systir. Sulta: Amma Dísa. Amsterdam: Ajax. Skemiiitistaóiiriiin? Þar sem fjörið er. Spakmieli eöa mottó? Ekki gera neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn. 22

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.