Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.09.2002, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 12.09.2002, Blaðsíða 18
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTIR ^ ______________NÝJUSTU FRÉTTIR Á WWW.VF.IS Æsur selja heimilispoka Lionsklúbburinn ÆSA í Njarðvík eru að hefja sitt 15. starfsár. Fjáröfl- un til líknarmála er stór þátt- ur í starfi Lionsklúbbsins ÆSU. Fjáröflunarátakið hefst með árlegri pokasölu. ÆSU konur ganga í hús og bjóða heimilsipoka og plast- filmur - nauðsynjahlutir á hverju heimili. Suðurnesjamenn hafa ávallt tekið vel á móti ÆSU og er það vona þeirra að svo verði einnig nú. Eins og áður segir rennur ágóði af sölunni til líknarmála, segir í frétt frá Æsu. Harmonili'ausfming Kl. 15 sunnudaginn 15. september í sal Tónlistarskólans, Austurgötu 13, Keflavík. Delicia, Beltuna, Dallapé og Zero-sette harmonikur. Úrval harmonikudiska og harmonikuóla. ATVINNA Starfskraftur óskast, vaktavinna. Upplýsingar á staðnum fyrir hádegi. Pulsuvagninn Ert þú slæm/ur í hársverði? Ertu slæm/ur á hársverði og viltu vita um ástand hársins? Greiningartæki fyrir hársvörðinn verður á Hársnyrtistofunni Okkar föstudaginn 13. september kl. 11-18. Allir velkomnir. Vegna námskeiðs verðurlokað mánud. 16. september nk. Skólavegi 16, Keflavfk S I m i 4 2 1 5 3 4 2 SEVIWSLUHUSiÆÚI FELLlil-IÝSI- rJALDVAGNAR Tökum að okkur að geyma fellihýsi og tjaldvagna yfir veturinn. Leitið upplýsinga. SÓL/V//UG FITJABRAUT 12 • 260 NJARÐVÍK • SlMI 421 139S Rósasýning á Ljósanótt Tæplega 1000 manns tóku þátt í kosningu sem BÍómasmiðjan stóð fyrir á Ljósanótt, en kosið var um fallegustu rósina. Rósin Dolce Vita varð hlut- skörpust, en 219 gestir kusu hana. í 2. sæti kom rósin Le- onidas, en hún hlaut 121 stig og í 3. sæti varð rósin Arífa, en 75 gestur kusu hana sem fallegustu rósina. Þrír heppn- ir þátttakendur sem tóku þátt í samkcppninni fengu allir sendar 20 rósir heim til sín á sunnudeginum og óskum við þeim til lukku. Leiðin til Ijóssins Héðinn Waage sem er íbúum Reykjanes- bæjar að góðu kunn- ur hefur gefið út Ijóðabókina „Leiðin til Ijóssins" en Ijóöa- bókin fjallar um sjúkdóms- sögu Héðins og almennt um barninginn í lífinu. Nokkur Ijóð í bókinni eru til- einkuð vini Héðins, Júlíusi Samúelssyni myndlistar- manni en sýning á verkum hans var á efri hæð Svarta pakkhúsins á Ljósanótt. Héðinn gefur Ijóðabókina út sjálfur og verður hún til sölu í Svarta pakkhúsinu. Verð Ijóðabókarinnar er 1.500 krónur. Nýr salur á Ljósanótt Innrömmun Suðurnesja opnaði á Ljósanótt nýjan sal í húsnæði sínu að Iða- völlum og af því tilefni var haldin sýning á útsaumuðum myndum. Um 200 manns lögðu leið sína á sýninguna í nýja salnum á Ljósanótt og segir Eygló Alexandersdóttir eigandi, að það sé meiri aðsókn en þau hafi nokkurn tíma þor- að að vona. A myndinni sést Eygló í nýja salnum umvafin listaverkunum. Um 80% vilja að Dráttar- brautin verði máluð rauð! Mikill meirihluti þeirra sem kosið hafa í net- kosningu Víkurfrétta um lit á gömlu Dráttarbraut Keflavíkur vilja að byggingin verði rauð en ekki grá eins og fyrirhugað er. Spurt er: Hvort finnst þér gamla Dráttarbrautarhúsið í Kefla- vík eigi að vera rautt eða grátt? Þegar 300 atkvæði höfðu verið greidd var niður- staðan þessi: Rauða byggingu: 79% Gráa byggingu: 15% Hlutlausir: 6% Foreldrafélag Myllu- bakkaskóla 25 ára Foreldrafélag Myllubakkaskóla heldur árlegan aðalfund sinn 17. september nk. kl. 20 á sal skólans. Félagið fagnar nú 25 ára starfsafmæli og af því tilefni verða veitingar með veg- legra móti, boðið verður upp á afmælistertu o.fl. Von er á góðum gesti úr fyrstu stjórn félagsins sem ætlar að kynna stuttlega fyrir fundargestum hvað þau voru að fást við á fyrstu starfs- árunum. Mikil vakning hefur verið meðal foreldra í skólastarfi og eru foreldrafélögin kjörinn vettvangur fyrir virka foreldra að láta til sín taka. Starfið er allt unnið í þágu barnanna okkar og ágóðinn af vel unnu staifi er allur þeirra, það skiptir því máli að taka þátt og mæta á þá fundi sem boðaðir eru. Einnig verður kynnt- námskeiðið „Öflugt sjálfs- traust” sem verður í boði fyrir foreldra í vetur og er sam- starfsverkefni FFGÍR, FFR, TID og Foreldrahúss, vímulaus æska. Hvetjum alla foreldra til að mæta og í tilefni afmælisins eru félagar í eldri stjórnum félagsins sérstaklega boðnir velkomnir. Stjórn foreldrafélags Myllu- bakkaskóla. Meðfylgjandi mynd var tekin af húsinu fyrir síðustu helgi. Rauði liturinn er grunnur undir gráan lit sem fyrirhugað er að setja á húsið, en þök verða rauð að sögn Einars Steinþórssonar framkævmdastjóra SBK, sem er með starfsemi í húsinu. Ein- ar sagði í samtali við Víkur- fréttir að þar á bæ þyrftu menn greinilega að endurskoða af- stöðu sína í kjölfar kosningar- innar á vf.is ! 18

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.