Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.09.2002, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 12.09.2002, Blaðsíða 10
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTIR I j__________MENNTUN Á SUÐURNESJUM Mikil fjölgun nem- enda í Tónlistar- skóla Grindavíkur Kennsla íTónlistarskólan- um í Crindavík hófst þann 27. ágúst síðastliðinn. Nem- endur í einkanámi í söng og hljóðfæralcik eru 70 talsins og hefur fjölgað um rúm- lega Ijórðung frá fyrra ári. Tveir nýir kennarar hafa bæst í hópinn. Þau eru Vera Steinsen sem kennir á fíðlu og Siguijón Al- exandersson sem kennir á raf- magnsgítar og bassa og sér um ryþmískt samspil. Auk hefðbundinnar einkakennslu er öllum nemendum í 1. og 2. bekk grunnskólans boðið upp á hópkennslu í forskóla. Einnig er starfandi skólakór sem er aldurskiptur og fá eldri meðlimir kennslu í raddþjálf- un í litlum hópum. Heildar- fjöldi nemenda þegar allt er talið slagar hátt í tvö hundmð. Heiðar Ástvaldsson með dans- kennslu í Keflavík í 39 ár Síðastliðin 39 ár hafa dansnámskeið á veg- um Dansskóla Heið- ars Ástvaldssonar verið haldin í Reykjanesbæ og í ár hefjast námskeiðin þriðjudaginn 24. september. Harpa Pálsdóttir sem sér um námskeiðin segir að það verði fjölmargt í boði: „Það verður boðið upp á 10 vikna námskeið í t.d. freestyle, salsa, samkvæmis- dönsum og að sjálfsögðu gömlu dönsunum. Ég vil endilega hvetja konur til að koma á salsanámskeiðin og drífa sig bara einar, því þeir eiginmennirnir eru tregir til að fara á þannig námskeið, en gestakennari á salsanám- skeiðinu verður Carlos Mendes." Skráning á nám- skeiðir. fer fram ffá 13. til 20. september hjá Hörpu Páls- dóttur í síma 421 -1149. Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ: Myndlistarnámskeið fyrir börn á öllum aldri Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ hefur á- kvcðið að koma til móts við þann hóp barna sem hef- ur áhuga á myndlist og sköp- un með því að bjóða þeim upp á 12 vikna námskcið fyr- ir áramót frá 16. september til 6. desember í húsnæði fé- lagsins í Svarta pakkhúsinu, Hafnargötu 2 í Keflavík. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Rúnar Jóhannesson, ungur myndlistarmaður sem í vetur hyggst taka sér ffí frá list- námi, en hann var eitt ár við Myndlistarskóla Akureyrar og stundaði auk þess nám í lista- skóla á Italíu sl. 2 ár. Markmiðið er að tryggja á- hugasömum bömum í Reykja- nesbæ á öllum aldri möguleika á að kynnast myndlist og sköp- un og styrkja þannig um leið menningarlegt uppeldi í bæjar- félaginu. Ef næg þátttaka næst verður boðið upp á §ögur nám- skeið fyrir mismunandi aldurs- hópa. Hvert námskeið verður tvisvar í viku klukkustund í senn. Ef vel tekst til og áhugi verður nægur er líklegt að félagið muni bjóða upp á ffekari nám- skeið eftir áramót. Skráning á námskeiðið fer ffam hjá Rúnari Jóhannessyni í síma 698 3389 og Hjördísi Árnadóttur í síma 421 3389 og 862 5299. 17. mest sótti vefur landsins - www.vf.is Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, heimsótti Suðurnes á mánudag og fór víða. Meðal annars heimsótti hann menntastofnanir, söfn, botn- dýrarannsóknarstöðina í Sandgerði og fór á ráðstefnu Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum í Eldborg. Tómas Ingi heimsótti Fjöl- brautaskóla Suðurnesja I yf- irreið sinni. Þar kom fram að hann viðurkenndi húsnæðis- vanda skólans en ráðherra og skólayfirvöld eiga fund um þau mál síðar í þessum mánuði. Ráðherra fannst vel staðið að grunnskólamálum á Suðurnesjum. Þá tók ráð- herra þátt I ráðstefnu MSS I Svartsengi. Frá henni er greint í annarri frétt hér á síðunni. Menntamálaráðherra og forseti ASÍ á öflugri ráðstefnu MSS um símenntun í atvinnulífinu ika símenntunar hófst með fróöleiksmolum hjá Miðstöð símenntun- ar á sunnudag og þá var veg- leg námskrá MSS einnig bor- in í hús. Um 80 námskeið eru í boði hjá Miðstöðinni á haustmisseri. Þenta Viku sí- menntunar er símenntun í atvinnulífinu og er því beint til allra þeirra sem taka þátt í atvinnulífinu hvort sem um er að ræða stjórnendur eða almenna starfsmenn, að bæta við þekkingu sína og verða þannig hæfari starfskraftur sér og öðruni til framdráttar. í tilefni vikunnar hélt MSS ráð- stefnu fýrir stjómendur í at- vinnulífinu á Suðumesjum um símenntun og markvissa upp- byggingu starfsmanna. Það var Tómas Ingi Olrich, mennta- málaráðherra sem setti ráð- stefnuna í Eldborg en þeir Ámi Sigfusson, bæjarstjóri og Grét- ar Þorsteinsson, forseti ASÍ fjölluðu hvor með sínunr hætti um nrikilvægi símenntunar fyr- ir annars vegar atvinnulífið og hins vegar fyrir einstaklingana sjálfa. Símenntun væri í sjálfu sér aðferð til aukinnar verð- mætasköpunar og hagsældar auk þess sem einstaklingurinn öðlaðist meiri fæmi og víðsýni var kjamin í ræðum Áma og Grétars. Auður Ámadóttir, eig- andi Fiskvals og Kjartan Már Kjartansson, gæða- og starfs- mannastjóri IGS sögðu ífájá- kvæðu samstarfí sínu við MSS og auknum möguleikum til sí- menntunar í fyrirtækjum á Suðumesjum í samstarfi við Miðstöðina. Guðjónína Sæ- mundsdóttir, ráðgjafi MSS, kynnti þarfagreiningaraðferð- ina Markviss uppbygging starfsmanna og Petra Lind Ein- arsdóttir, gæða-og starfsmanna- stjóri Hitaveitu Suðumesja sagði frá góðri reynslu Hita- veitunnar afþessari aðferð. Ráðstefhunni lauk svo með því að Markvissvefurinn www.markviss.com var opnað- ur formlega af ráðherra þannig að atvinnulífið getur kynnt sér þá möguleika sem em til að efla símenntun í fyrirtækjum með því að skoða vefinn. í til- efni viku símenntunar býður MSS fyrirtækjum að gera við- horfskönnun meðal starfsmann um stöðu ffæðslu- og símennt- unarmála í viðkomandi fyrir- tækjum. Erindi sem flutt vom á ráðstefhunni em birt á vef Mið- stöðvarinnar www.mss.is S.T. 10

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.