Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.09.2002, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 12.09.2002, Blaðsíða 16
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.Vf.is FRI ÉTTI R ■ LÍFIÐ ER SALTFISKUR í GRINDAVÍK Forseti íslands opnaði Saltfisksetur í Grindavík w Olafur Ragnar Gríms- son, forseti íslands, opnaði sl. föstudag sögusýningu um saltfisk í nýju Saltfisksetri að Hafnar- götu 12a í Grindavík. Er hug- myndin með stofnun Saltfisk- setursins að höfða tii er- lendra ferðamanna sem koma til landsins, ekki síst þess stóra hluta þeirra sem íeggur leið sína í Bláa ión- ið, og bjóða þeim að upp- Iifa andrúmslol't sjávar- plássins. Húsnæðið, sem opnað var á föstu- daginn, er fyrsti áfangi Saltfisksetursins. Að uppbyggingunni stend- ur sjáifseignarstofnunjn Saltfisksetur ís- lands sem fjöldi fyrirtækja og ein- staklinga í Grinda- vík á aðild að en Grindavíkurbær ber þó hitann og þung- ann af uppbygging- unni. Ólafur Öm Ólafsson bæjarstjóri segir að íyrirtæki í Grindavík styðji uppbygging- una myndarlega og einnig sé verið að leita til stóríyrir- tækja annars staðar á landinu. Fyrirhug- að er að byggja við húsið veitingahús, þar sem lögð verð- ur áhersla á salt- fiskrétti, en þeim áfanga hefúr verið írestað. Þriðji áfangi yrði bygg- ing annars sýn- ingarsalar vestan við húsið en ekk- ert hefur verið ákveðið í því efni. Fjölmöig ávörp voru flutt við opnun setursins. Sturla Böðv- arsson, samgöngu- og ferða- málaráðherra sagði meðal ann- ars: “Saltfisksetur Islands er stórmerkilegt innlegg í þá um- ræðu að menning lands okkar og saga verði ekki síður, en náttúra landsins, aðdráttarafl íyrir íslenska og erlenda ferða- menn. Og það fer vel á því þegar atvinnulífð og náttúran tengjast jafn ótvírætt og í þessu tilviki. Sjósókn og saltfiskverk- un var lykilll að auðlegð margra sjávarbyggða. Sú auð- legð, sem fiskurinn hefur skap- að, er víða undirstaða nútíma velferðasamfélags með stöðugt öflugri innviði og þess að aðrar atvinnugreinar hafa síðan náð fótfestu líkt og ferðaþjónustan. andi rætist einnig sá draumur að setrið verði nýtt til uppffæðslu skóla- fólks um fíksverkun í fortíð og nútíð”. Við opnun setursins barst því rausnarleg gjöf frá SÍF, Sölu- samtökum íslenskra fiskfram- leiðenda. Friðrik Pálsson, for- stjóri, afhenti Ólafi Emi Ólafs- syni bæjarstjóra Grindavíkur fimm milljónir króna til seturs- ins. Sýningin ætti að geta orðið for- vitnileg fyrir erlenda ferða- menn, fróðleg fyrir skólafólk, sem getur kynnt sér mikilvæg- asta atvinnuveginn, og ánægju- leg fyrir hinn almenna íslend- ing sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna. Hún ætti einnig að geta orðið liður í að draga upp og efla sjálfsmynd bæjar- ins og fólksins sem þar býr. Aðstæður hafa hagað því þan- nig að ekkert byggðasafn er staðsett í Grindavík. Saltfisk- setrið kemur því stað safns og mun án efa verða miðpunktur margvíslegrar menningarstarf- semi heimamanna og að auki aðdráttarafl og upp- lýsinganniðstöð fyrir ferðamenn sem sækja staðinn heim. Gerður var verksamn- ingur milli ístaks h/f og Saltfisksetursins um byggingu sýningar- skála. Sýningarskálinn er 650 m2 að grunnfleti og sýningarsvæði á tveim- urgólfum alls 510 m2. Grindavíkurbær mun verða leiðandi aðili við ffamkvæmd verkefnisins í samstarfi við stofhendur Saltfisksetursins og aðra styrktaraðila. Hönnuðir sýningarskálans eru Yrki s/f arkitektar Ásdís H. Ágústdóttir og Sólveig Beig Bjömsdóttir. Frágangur á lóð er í höndum Litlafells. í framhaldi að þessu var gerður samningur við Bjöm G. Bjömsson sýningarhönnuð um hönnun og uppsetningu sýning- arinnar. Saga saltfisksins verð- ur sögð með stómm myndum, hnitmiðuðum texta og fáum en lýsandi munum. Gínur koma í staðinn fyrir fólk í leikmynd- inni og tæknin kemur við sögu þar sem notast er við sjónvörp til að miðla fjölbreyttu myn- defni um saltfiskinn og sögu hans. 16

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.