Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.09.2002, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 12.09.2002, Blaðsíða 2
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTIR Umhverfisfulltrúi til Sorpeyðingar- stöðvarinnar Sorpeyðingarstöð Suð- urnesja sf. hefur ráðið Aron Jóhannsson í starf umhverfisfuiltrúa. Aron hefur lokið námi í líf- fræði frá Háskóla íslands og meistaraprófi frá Danska Tækniháskólanum í umhverfisverkfræði. Hann hefur að undanfórnu starf- að hjá Iðntæknistofnun sem verkefnisstjóri í umhverfis- ráðgjöf og þróunarverk- efnum.sem nú standa yfir. Aron mun vinna að stefnu- mótun og þróun í úrgangs- málum fyrir Suðumesin og mun jaififramt veita aðildar- sveitarfélögum, fyrirtækjum og íbúum ráðgjöf í þessum málaflokki. Aron hóf störf 26. ágúst s.l. og er hans fyrsta verkefni að hafa umsjón með þeim breytingum á sorpílát- um. Fyrirhugað að stækka svínabúið á Vatnsleysuströnd Nú er unnið að tiilögu að deiliskipulagi á Vatnsleysuströnd sem meðal annars tekur á stækkun svínabúsins að Minni Vatnsleysu. Það er verkfræðistofan Línuhönn- un sem unnið hefur upp- drætti og greinargerð sem lögð voru fyrir byggingar- nefnd í Vogum á dögunum. í dag rúmar svínabúið að Minni Vatnsleysu um 10.000 svín en gert er ráð fyrir stækkun búsins. Kynning á tillögunni átti að fara fram í byggingamefnd á dögunum en með tölvupósti til nefndarinnar er óskað eftir því að erindið verði ekki tekið til umfjöllunar að sinni. Orðið er við því, segir í fúndargerð byggingarnef'ndar. TVF TIMARIT VIKURFRETTA Bryndís bæjíirstjórajm ogfulltblað aföðru góðufólki FYRST OG FREMST r • l VlKURFRÉTTIR \\ JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON 90% kvóta Sandgerðinga farin á síðustu 5 árum „Fiskveiðistjórnunarkerfinu að kenna og við höfum mótmælt þessu kerfi eins og hægt er,“ segir Óskar Gunnarsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis 90% af kvóta Sandgerðinga hefúr farið úr sveitarfélaginu á síðustu 5 ámm, eða tæp 11.500 tonn í þorskígildum talið. Á fiskveiðiárinu 1997-1998 vom aflaheimildir í Sandgerði tæp- lega 13 þúsund tonn sam- kvæmt tölum frá Fiskistofú, en í úthlutun fyrir nýhafið fisk- veiðiár koma 1.374 tonn í hlut Sandgerðis og er samdrátturinn á þessu 5 ára tímabili því tæp- lega 90%. Óskar Gunnarsson, forseti bæjarstjómar Sandgerð- is sagði í samtali við Víkur- fréttir þessa þróun vera mjög alvarlegt mál og sagði Óskar að sveitarfélagið hafi reynt að leita allra leiða og ráða til að spoma við þessari þróun: „Það er ekki nokkur vafí á því að þessi gríðarlegi samdráttur er fiskveiðistjórnunarkerfinu að kenna og við höfum mót- mælt þessu kerfi eins og hægt er. Við höfum reynt að halda kvótanum hérna heima með öllum tiltækum ráðum, m.a. með því að bæta allan aðbúnað á höftiinni en sveitarfélögin fá bara engu ráðið um þetta, því þau eiga ekki kvótann," sagði Óskar. Á síðustu árum hafa þijú stór sjávarútvegsfyrirtæki verið seld úr Sandgerði og allur kvóti með þeim: „Þegar að Haraldur Böðvarsson á Akra- nesi og Miðnes hér í Sandgerði sameinuðust þá gmnaði mann hvert stefndi. Síðan þá hafa bæði Amey og Jón Erlingsson horfið úr sveitarfélaginu, en sveitarfélögin hafa sem slík ekkert bolmagn til að kaupa upp þennan kvóta, enda er þarna um hundruða milljóna króna viðskipti að ræða,“ sagði Óskar. Fjögur Suðurnesjafyrirtæki á topp 50 kvótalistanum: 12,42% af fiskveiði- kvótanum á Reykjanes Samkvæmt tölum frá Fiskistofu íslands er hlutur sveitarfélaga á Reykjanesi 12,42% af heiid- arúthlutuöum aflaheimild- um á nýhöfnu fiskveiðiári eða tæplega 46 þúsund tonn í þorskígildum talið. Hlutur Grindavíkur er langstærstur en þangað fara um 30 þús- und tonn. Keflavík fær í sinn hlut tæplega 6 þúsund tonn og tæplega 5.500 tonn fara í Garðinn. Vogar eru með tæplega 2.700 tonn, en í Sandgerði fara tæplega 1.400 tonn. Njarðvík rekur lestina með rúmlega 200 tonn. Fjögur fyrirtæki á Reykjanesi ná inn á lista 50 stærstu kvóta- fyrirtækja á landinu og em þessi fyrirtæki samtals með tæplega 36 þúsund tonn í þorskígildum talið. Þorbjöm Fiskanes í Grindavík er með tæplega 19 þúsund tonn og er í þriðja sæti listans yfir 50 stærstu kvótafyrirtækin. Vísir hf. í Grindavík er í 8. sæti með rúmlega 11.500 tonn. Nesfiskur hf. í Garði er í 18. sæti með 4 þúsund tonn og Saltver hf. í Reykjanesbæ er með rúm- lega 1100 tonn og í 49. sæti listans. Þessi fjögur fyrirtæki em með rúmlega 13% af úthlutuð- um aflaheimildum til fyrirtækja á listan- um, en ef tekið er mið af úthlutuðum aflaheimildum á Reykjanes er hlutur þessa fyr- irtækja 77,75%. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofú em sérstakar úthlutanir afla- marks ekki innifaldar í þess- um tölum. "^*ÍSW;'W LEIT HAFIN AÐ HERRA SUÐUR- NES 2002 Leit er hafin að þátttak- endum í keppnina Herra Suðurnes 2002. Keppnin verður haldin í október, en staður og stund verður kynnt síðar. Fólk er hvatt til að koma ábending- um um frambærilega herra til Jóns Freys í síma 897 0425. Ragnar Ingason var kjörinn Herra Suðurnes 2001 og jaín- framt Herra ísland 2001. Það er því kappsmál fyrir Suður- nesjamenn að halda titlinum á- ffarn á Suðumesjum. 2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.