Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.09.2002, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 12.09.2002, Blaðsíða 17
VANGAVELTUR I VIKULOKIN 37. tölublað • fimmtudagurinn 12. september 2002 Skemm upp herör!! Gerum okkur sýnileg og merkium stofnanir í bænum Igegnum árin hefur verið rætt um það víöa í bæjar- félaginu að merkja þurfi ýmsar byggingar betur t.d. kirkjur, hraöbanka og ýmsar stofnanir sem að- komufólk á erindi í. Við getum verið nokkuð viss um að flestir sem búa hér rata um bæinn en hvað með hina? Nú virðist sem bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ séu að skera upp herör til að fá fólk í bæinn m.a. með Ljósanótt og Is- lendingi. Þakkarvert er hreinsunarátak sem sett var af stað nýlega. Bæjarbúar virðast binda miklar vonir við nýjan meirihluta bæjarstjómar og nýjan bæjarstjóra en svo hann og aðrir sem hingað flytja, rati hér um og villist ekki á húsum, eins og gerðist hjá nýjum sýslumanni á Selfossi, Ólafí Helga, er hann bauð upp vitlaust hús, ættum við að gera átak í merkingum hér í bænum. Hver hefur ekki lent í því að vísa til vegar hér í Reykjanesbæ? Eg ffétti af konu sem var á leið í jarðarför i Njarðvíkur- kirkju. Hún stóð fyrir utan Keflavíkurkirkju og hélt hún væri við Njarðvíkurkirkju. Hún hafði leitað að merking- um en ekki fiindið. Hún vissi að hún beygði inn í Njarðvík við Fitjar en vissi ekki hvar Keflavík tók við. í ljós kom að hún hafði ekið fram hjá Njarðvíkurkirkju því hún áttaði sig ekki á þvi að þetta væri kirkja. Sá engan kross og tók ekki eftir innbyggðum kirkjuklukkunum Hún benti líka á að það þyrfti helst að hafa upplýsingakassa á eða við kirkjur sem segði ffá því sem þar er á dagskrá (hvem væri verið að gifta eða jarða) því ef þú ert á síðustu stundu er nú ekki gott að ruglast á jarðarfor eins og Bryndís okkar Schram forðum. Greinarhöfimdur ákvað að fara í könnunarleiðangur að upplýsingaskiltum sem standa við innkeyrslur í bæinn. Þau em að vísu ekki auðfundin. Þar sem ég stóð við skilt- ið sem falið er á bak við Fitjagrill komu ferðamenn að leita að Keflavík. Þeim var bent á að þeir væm staddir í Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæjar. Þeir könnuð- ust ekki við nafhið og bentu á að allar merkingar fiá Reykjavík vísa á Keflavík. Báðu þeir vinsamlega um að þeim tilmælum yrði komið á ffam- færi við yfirvöld að þetta þyrfti að laga. Svo virðist sem Vegagerð ríkisins eigi einhvem þátt í þessum mglingi. Það fer t.d. ekki á milli mála þegar maður kemur í bæinn á Fitjum hvar Innri Njarðvík og Ytri Njarðvík em en merk- ingar um hvar Keflavík er vantar. Garðahverfi í Keflavík er hins vegar merkt við ómerktan gamla kirkjugarðinn. Barir og skyndibitastaðir em vel merktir og götumerking- ar em nú yfirleitt ágætar þó íbúar mættu vera tillitssamari við blað- og póstburðarfólk og númeramerkja húsin sín betur. Það er ekki bara erfitt að rata í Kópavogi. Samskonar skilti og er við Fitjar stendur efst við Aðalgötu, sem auðvelt er að keyra ffam hjá þegar maður kemur af Reykjanesbrautinni. Þetta ervið nýju innkomuna í bæinn, eins og brottfluttir kalla það. A upplýsingaskiltum em merktar nokkrar kirkjubyggingar en ekki hvaða kirkja er hvar. Aðeins em staðsettar tvær ómerktar myndir af kirkjubyggingum í Reykjanesbæ en svo eru taldar upp nokkrar kirkjur t.d. ísl. Baptista kirkjan, Kaþólska kirkjan, Keflavíkurkirkja og Hvítasunnukirkjan Vegurinn. Njarð- víkurkirkja er ekki nefnd. Þannig að ókunnungir gætu haldið að Njarðvíkurkirkja væri Kaþólska kirkjan eða ísl. Baptista kirkjan. Gæti ekki einhver sem leið á í Ljónagryfjuna eða Iþrótta- húsið í Njarðvík alveg eins keyrt að Stapanum? Hvomgt þessara húsa er merkt. Njarðvíkurskóli er hins vegar litrik- ur og vel merktur, en merkingar vantar á Myllubakkaskóla og gæti ekki leikskólinnTjamarsel verið dagdvöl aldraðra eða elliheimiii og Miðstöð Símenntunar bóka - eða byggðasafn? Hvort tveggja ómerkt. Reykjaneshöllin er merkt bílategund með risastöfúm og gæti verið um að ræða bílaumboð eða bílasölu en þegar nær dregur sjálst litlir hvítir stafir sem segja til um starfsemina þar. Sund- miðstöðin og tjaldstæðið Stekkur hafa staflausar þekktar tilvísanir (myndir) á nokkmm stöðum í bænum en ekki gætu erlendir ferðamenn áttað sig á lögreglustöðinni ef svo óheppilega vildi til að enginn löggubill væri fyrir utan húsið. “Með lögum skal land byggja” líkist nú ekki neinu pólitíi. Engar vísbendingar eru um hvar miðbæinn sé að finna eða ráðhúsið. Þannig að þeir sem ætla að flytja lög- heimili sitt eða eiga erindi við nýja bæjarstjórann eða bæj- arskrifstofumar og koma fiá Hringbraut missa líklega af skilti sem er eins og falið neðan til við Sparisjóðshúsið Tjamargötu 12. Mörgum finnst vandræðaleg og of áberandi merking á ensku við gamla Kaupfélagið við Faxabraut. Þar blasir við Grocery Store og mikið af auglýsingaskiltum sem benda til þess að þar sé rekin nýlenduvömverslun og þegar fólk tekur í húninn er læst og engin búð. Svartir plastpokar fyr- ir gluggum og þetta er á einu mest áberandi homi í bæn- um. Já og “stórablokkin” sem er orðin glæsileg hefur svo sannarlega fengið andlitslyftingu en þá gleymdist þessi hrukka. hm <1 Kennslustaðir: Grindavík Keflavík Sandgerði Garður Við kennum alla samkvæmisdansa fyrir fullorðna, unglinga og börn yngst fjögurra ára. Auk þess bjóðum við ýmis sérnámskeið. Kántrýdansar Innifalið er bók með lýsingu á 21 dansi. Gömlu dansarnir Þið lærið Polka, Skottís, Marsúka og alla hina gömlu góðu dansana. Salsa Gestakennari er Carlos Mendes. Freestyle Ekta Freestyle dansar,enginn Jassballet. Systkinaafsláttur: 1 /2 gjald fyrir 2. barn og frítt fyrir önnur systkin. Innritun og upplýsingar ísíma: 421 1149(551 3129). Klukkan 20 - 22,13. til 20. september. Hugsaðu um framtíðina - lærðu að dansa. 17

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.