Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.09.2002, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 12.09.2002, Blaðsíða 14
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTIR M_______________NÝJUSTU FRÉTTIR Á WWW.VF.IS Vetrarstarf söngseturs Estherar Helgu kynnt Söngsetur Estherar Helgu er að hefja fjórtánda starfsár sitt og það fjórða á Suðumesj- um. Kennt er í Kvennó í Grindavík á fimmtudögum. Brimkórinn, hópur fyrir fólk á öllum aldri og Briml- ingar sem er unglingahóp- ur. Lögð er áhersla á söng- kennslu, raddþjálfun og síð- an æfö dagskrá fyrir tón- leika. Dagskráin er blanda af léttum dægurperlum, gospel og söngleikjatónlist. Námskeiðin hafa verið vel sótt og húsfyllir á öllum tónleikum kóranna. Kynning á dagskrá vetrarins verður fimmtudaginn 12. september nk. kl. 20.00 í Kvennó, Grindavík. Allir eru hjartanlega vel- komnir! Tveir Ljósanætur- diskar til sölu jr Asmundur O. Valgeirs- son, höfundur sigur- lagsins í keppninni um Ljósalagið 2002, hefur gefíð út gcisladisk með tveimur útgáfum af laginu „Velkomin á ljósanótt“. Annars vegar er það útgáfa sem Magnús Þór Sigmunds- son syngur og hinsvegar dansútgáfa í flutningi Ragn- heiðar Gröndal. Diskurinn er tii sölu í Valgeirsbakaríi og cinnig í Ungó við Hafn- argötu. Diskurinn kostar 1000 kr. Þá er einnig í sölu tíu laga diskur, Ljósalagið 2002, sem gefinn var út eftir sönglaga- keppnina í Stapa. Hann inni- heldur „Velkomin á Ljósa- nótt“ sem sungið er af Einari Ágústi og einnig níu önnur lög sem kepptu í úrslitum keppninnar. m TIMARIT VIKURFRETTA Rósa Teits og trúin Ámi Ragnar og krabbameinið 64 síður - massablað Grunsamleg taska sem fannst í rútuskýli á Keflavíkurflugvelli eftir hádegið á mánudag var sprengd í loft upp af sérfræðing- um Landhelgisgæslunnar. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út um tvöleytið á mánudag vegna grun- samlegs bakpoka sem skilinn hafði verið eftir í strætisvagnaskýli á varnarsvæðinu í Keflavík. Þrír sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru á staðinn en herlögreglan sá um að loka svæðinu. Bakpokinn var skot- inn í sundur af vélmenni í eigu Landhelgisgæslunnar og kom þá í Ijós að engin sprengja var í honum. Reykjanesbæ gefin sýning Einars Garibaldi Listasafni Reykjanesbæj- ar var á föstudag færð stórgjöf þegar listamað- urinn Einar Garibaldi Ei- ríksson færði safninu að gjöf sýningu sína, Reykjanes - blað 18, sem sett hefur verið upp í nýjum sýningarsal í DUUS-húsunum í Gróf. Sýn- ing Einars Garibaldi er fyrsta sýningin í nýja salnum. Gjöfinni var fagnað með miklu lófaklappi sýningar- gesta. Góður rómur var gerður að sýningu listamannsins en lista- verkin eru unnin uppúr Upp- drætti íslands, korti Landmæl- inga og byggja verkin á sýning- unni á skýringarmyndum og táknum á korti númer 18 - Reykjanesi. Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanes- bæjar, veitti gjöf listamannsins viðtöku og færði honum mynd- arlegan blómvönd sem þakk- lætisvott. Sýningin ver opin nú um helgina og sjón er sögu rík- ari. Athyglisverð sýning ínýjum sal Listasafns Reykjanesbæjar Iaustursal Duushúsa í í Grófinni í Keflavík hefur verið opnuð sýning á vegum Listasafns Reykjanesbæjar. Þar sýnir myndlistarmaðurinn Einar Garibaldi og kallar hann sýninguna Blað 18 - Reykjanes. Sýningin stendur til 20. október og verður opin daglega frá 13.00-17.00. Einar Garibaldi stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla Islands á árunum 1980-1985 og frá 1985-1991 nam hann við Accademia di Belle Arti de Brera í Mílanó á Ítalíu. Hann gegnir nú stöðu prófessors við Listaháskóla Islands jafnhliða listsköp- un sinni. Einar hefur sýnt víðs vegar um heim en síðustu einkasýningar hans hér á landi voru á Kjarvalsstöðum árið 1999 og á Nýlistasafhinu árið 2000. Listasafn Reykjanesbæjar hefur ekki haft eigið húsnæði til þessa en hefur nú fengið inni í 300 m2 sýningarsal í Duushúsum, menningarhúsum Reykjanesbæjar. Þar verða sýningar á vegum safhsins í vetur. Meimingarfiilltrúi Reykjanesbœjar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.