Morgunblaðið - 25.05.2016, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 25.05.2016, Qupperneq 6
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Rússneskar sprengjuflugvélar komu í 48 tilvikum inn í íslenskt loftrými á árunum 2006-2015, með samtals 107 flugvélum. Þetta kom fram í ræðu Gunnars Braga Sveinssonar, fyrr- verandi utanríkisráðherra, á Alþingi í febrúar síðastliðnum. Að auki hafa fregnir borist af a.m.k. tveimur sprengjuflugvélum til viðbótar í ís- lensku loftrými það sem af er ári. Taka skal fram að athæfið er ekki í andstöðu við alþjóðalög, þar sem þær hafa aldrei farið inn fyrir 12 mílna lofthelgi íslands. Hins vegar kemur fram í ræðu Gunnars Braga að rússnesku her- flugvélarnar láti ekki vita af veru sinni í þegar þær fari inn í loftrýmið. Hægt er að slökkva á nemum sem gera viðkomandi yfirvöldum kleift að vita af nærveru þeirra. Hins vegar má sjá af radarmælingum að flugvél- arnar hafa farið um loftrýmið sem einnig nefnist flugumsjónarsvæði Ís- lands. „Þar sem þær fljúga án þess að auðkenna sig getur það skapað hættu fyrir almenna flugumferð, ekki síst vegna mikillar flug- umferðar milli Norður-Ameríku og Evrópu í námunda við landið,“ segir í ræðu Gunnars Braga. Flugvélarnar sem um ræður eru langdrægar rússneskar sprengju- flugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95, en þessi tegund er oftast nefnd „Björninn“. Frá lokum Kalda stríðsins til árs- ins 2005-2006 voru engin tilvik um flugvélarnar í íslensku flugumsjónarsvæði; hins vegar hefur heldur orðið stígandi í komum þeirra í loftrýmið á síðustu árum. Líka fylgst með kafbátaferðum Eftirlit á Íslandi einskorðast þó ekki við flugumferð, heldur hefur einnig verið lögð aukin áhersla á eftirlit með kafbátaferðum við Ís- landsstrendur. Aukin umsvif Rússa á Eystrasalti eru vel þekkt en einnig hefur floti sem hefur heimahöfn á Kólaskaga aukið umsvif sín í Norð- ur-Atlantshafi. Meðal annars hefur kafbátaferðum Rússa um Atlantshaf fjölgað. Í takti við það hafa Bandaríkjamenn lagt fram 21 millj- ónar dollara framlag, eða sem nem- ur 2,7 milljörðum íslenskra króna, til uppbyggingar flugskýlis á Keflavík- urflugvelli undir kafbátaleitarvél. Árið 2014 var fylgst með kafbáta- ferðum hér á landi í 24 daga samtals og árið 2015 var notast fjórum sinn- um við kafátaleitarvélar sem inn- fluttar voru frá Bandaríkjunum. Engar upplýsingar fengust um það hvort kafbáta hefði orðið vart í ís- lenskri lögsögu við eftirlitið. Í bígerð er samþykkt þjóðar- öryggisstefnu sem m.a. tekur á varnarmálum Íslands. Ein tillagn- anna snýr að því að setja lög um þjóðaröryggisráð sem meti ástand og horfur í öryggis- og varnarmálum með reglulegum hætti. 107 sprengjuvél- ar flugu um ís- lenskt loftrými  48 tilvik um rússneskar sprengju- vélar  Kafbátaeftirlit verið hert Tupolev Tu-95 Rússneskar sprengjuvélar fara oft um íslenskt loftrými. Sprengjuvélar » Rússneskar sprengjuflugvélar hafa reglulega farið um íslenskt loftrými á árunum 2008-2015 » Kafbátaleitarvélarnar sem notaðar eru og hafa undanfarið verið í fréttum kallast P-8. Þær eru að taka við af eldri gerð kaf- bátaleitarvéla sem nefndar voru P-3 og eru að úreldast. Til að hægt sé að koma þessum P-8 vélum inn í flugskýli Atlants- hafsbandalagsins á Keflavíkur- flugvelli þarf að breyta gafli skýlisins og stækka dyr. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2016 Suðurhrauni 4, Garðabæ | Furuvellir 3, Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Kaupmáttur launa landsmanna mælist um þessar mundir hærri en nokkru sinn fyrr. Um næstkomandi helgi er ár liðið frá því að mestur hluti aðildarfélaga ASÍ undirritaði nýja kjarasamninga við Samtök at- vinnulífsins. Á umliðnum tólf mán- uðum, hefur launavísitalan, sem Hagstofan birtir, hækkað um 13,4%. Þrátt fyrir umsamdar launahækk- anir ASÍ og SA, hækkanir annarra kjarasamninga sem gerðir hafa verið á þessum tíma og endurnýjun samn- inga snemma á þessu ári, mælist árs- verðbólgan enn aðeins 1,6% en nýjar verðbólgutölur fyrir maí eru vænt- anlegar næstkomandi föstudag. Samkvæmt Hagstofunni hækkaði launavísitalan í apríl um 0,3% frá fyrri mánuði og vísitala kaupmáttar launa hækkaði um 0,1%. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 11,6%. Verðbólga undir verðbólgu- markmiðinu samfellt í tvö ár Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ, bendir á að inni í 12 mánaða hækkun launavísitölunnar eru nú tvær kjara- samningshækkanir á almenna mark- aðnum, bæði samningarnir í júní 2015 og í janúar á þessu ári auk áhrifa af kjarasamningum ríkis og sveitarfélaga og annarra hópa. „Samhliða þessum hækkunum hefur verðbólga verið lág og raunar hefur verðbólga verið undir verð- bólgumarkmiði Seðlabankans sam- fellt sl. tvö ár sem er lengsta tímabil frá því verðbólgumarkmið var tekið upp. Samspil þessa hefur leitt til þess að kaupmáttur launa mælist nú hærri en nokkru sinn fyrr,“ segir Henný. Hún bendir á að í nýlegri hagspá hagdeildar ASÍ er gert ráð fyrir að verðbólga verði lítil fram eftir ári en þrýstingur til hækkunar verðlags aukist þegar líða tekur á árið og verðbólga fari vaxandi á næstu tveimur árum, og verði þá að jafnaði um 3% ár ári. Kaupmáttur ráðstöfunartekna skiptir heimilin mestu Viðar Ingason, hagfræðingur fjár- mála- og rekstrarsviðs VR, hefur bent á að fyrir fjármál heimilanna segi launavísitalan ekki alla söguna og sé ekki besti mælikvarðinn á þann kaupmátt sem heimilin finna fyrir. Líta þurfi til kaupmáttar ráðstöfun- artekna. Nýjar tölur um þróun ráð- stöfunartekna liggja ekki fyrir en þó ljóst sé að þær hafa aukist umtals- vert á seinustu misserum er óhætt að fullyrða að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna hafi ekki enn náð því að vera jafnmikill og á árunum fyrir hrun. Að sögn Viðars er sá ágalli við kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar að hún lýsir ekki þeim kaupmætti sem heimilin finna fyrir. Kaupmáttarvísi- tala Hagstofunnar sýnir tímakaup dagvinnu fyrir skatt en heimilin finna mun frekar fyrir heildarlaun- um þ.e. fyrir bæði dagvinnu og yf- irvinnu eftir skatt. VR hefur reiknað kaupmáttarvísitölu sem sýnir þetta, þ.e. þróun kaupmáttar heildarlauna eftir skatt. Hún hefur ekki hækkað jafnmikið og launavísitala Hagstof- unnar en hefur engu að síður aldrei mælst hærri en nú. Á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs hækkaði hún um 11,1% samanborið við sama ársfjórð- ung árið áður. Kaupmáttarvísitölurnar ná hins vegar ekki til annarra tekna heim- ilanna, t.d. barna-, vaxta- og húsa- leigubóta sem fjölskyldur fá, auk þess vaxtakostnaðar sem þær bera t.d. af húsnæði. „Þetta eru upplýs- ingar sem kaupmáttur ráðstöfunar- tekna sýnir en það eru tölur sem eru aðeins birtar einu sinni á ári á vef Hagstofunnar,“ segir Viðar. Að sögn hans benda upplýsingar sem tiltækar eru til þess að kaup- máttur ráðstöfunartekna sem heim- ilin finni eflaust hvað mest fyrir eigi nokkuð langt í land, eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti. Kaupmáttur launa hef- ur aldrei mælst meiri Þróun kaupmáttar 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 Heimild: VR 120 110 100 90 80 70 60 Kaupmáttarvísitala VRKaupmáttarvísitala Hagstofu Ráðstöfunartekjur, Hagstofa Laun, kaupmáttur og verðbólga apr. maí júní júlí ágú. sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apr. Heimild: Hagstofa Íslands 16% 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% Vísitala kaupmáttar launa Vísitala neysluverðs Launavísitala  Ráðstöfunartekjur ekki náð sömu hæðum og fyrir hrun Morgunblaðið/Golli Störf Vísitala kaupmáttar launa hækkaði um 11,6% sl. 12 mánuði. Forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki segist sjá ýmis merki um að ástandið á kjötmörk- uðum Evrópu sé að lagast. Verð fyrir útflutt kindakjöt hefur verið lágt síðustu tvö árin vegna mikils framboðs frá Ástralíu og Nýja Sjálandi. Ágúst Andrésson segir að svo virðist sem stóru út- flutningslöndin séu aftur farin að koma kindakjöti á markaði í Kína og Mið-Austurlöndum. Með því ætti þungi þeirra á útflutning til Evrópu að minnka aftur. „Þetta gæti komið okkur vel í haust og skapað mögu- leika til aukinnar sölu kjöts á okkar nærmarkaði,“ segir Ágúst. Kaupfélag Skagfirðinga á hlut í markaðsfyrirtæki í St. Pétursborg sem hefur staðið fyrir innflutningi á íslenskum matvælum, meðal annars lambakjöti, og selt í verslunum og veitingastöðum. Tímabundið inn- flutningsbann á kjöti frá slát- urhúsum KS hefur valdið erf- iðleikum í framþróun þess. Ágúst segir að fyrirtækið hafi þó getað fleytt sér áfram á innflutningi ís- lensks lambakjöts frá sláturhúsum sem hafi leyfi til útflutnings. Tekur hann fram að fleira valdi vandræðum en bannið á sláturhús KS og nefnir lítinn kaupmátt í Rúss- landi. Rússneska fyrirtækið haldi þó áfram. Það hyggi á landvinninga í Kasakstan. Verið er að stofna þar útibú og taka þátt í vörusýningu. Gengur upp í góðu grillsumri Mikil söluaukning var á kindakjöti fyrstu þrjá mánuði ársins og Ágúst segir að það hafi komið skemmtilega á óvart hversu góð sala var í apríl. „Við förum að fá gott grillsumar og þá mun þetta ganga vel upp.“ KS er að styrkja sig verulega á innanlandsmarkaði með kaupum á Kjötvinnslunni Esju og nýju hús- næði á Bitruhálsi fyrir Esju og Kjöt- bankann sem dótturfélag KS á einn- ig. helgi@mbl.is Merki um bata í Evrópu Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjöt Meira lambakjöt fer ofan í ís- lenska neytendur og ferðafólk.  Bann skapar erfiðleika hjá KS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.