Morgunblaðið - 25.05.2016, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.05.2016, Qupperneq 13
Morgunblaðið/Ófeigur Leikhópurinn Lotta F.v. Baldur Ragnarsson, Sigsteinn Sigurbergsson, Andrea Ösp Karlsdóttir, Björn Thor- arensen, Rósa Ásgeirsdóttir og Anna Bergljót Thorarensen vinna saman, borða, sofa og leika saman í allt sumar. hún byggði leikritin á verkum gömlu ævintýrameistaranna. Aukinheldur hafi hún breytt út af vananum og samið ævintýrið kringum boðskap- inn en ekki öfugt. „Ég bar söguþráð- inn upp við Lottu áður en ég hófst handa við skriftirnar. Síðan fylgdist hópurinn með ferlinu, allir komu með sínar hugmyndir og eiga sinn hlut í sögunni.“ Tíu ný lög Anna Bergljót segir að Litaland sé ætlað börnum frá þriggja ára aldri en sé ekki síður fyrir unglinga og fullorðna. „Allir eiga að finna eitt- hvað við sitt hæfi. Við blöndum öllu saman, erum með prumpubrandara og dettum á rassinn fyrir litlu börnin og flóknari orðaleiki og brandara fyrir fullorðna fólkið. Í leikritinu eru tíu ný íslensk lög sem við syngjum og dönsum við alveg eins og vitleys- ingar, þannig að sýningin er sprell- fjörug og skemmtileg.“ Heiðurinn af tónlistinni eiga Lottufélagarnir Baldur Ragnarsson, Björn Thorarensen og Rósa Ás- geirsdóttir. Ljóti hálfvitinn Sævar Sigurgeirsson semur söngtextana utan eins sem er eftir Baldur. Að venju kemur út geisladiskur með leikritinu í tali og tónum á frumsýn- ingardaginn og verður til sölu alls staðar þar sem Lotta drepur niður fæti og víðar. Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir hönnuðu leik- myndinga og Kristína Berman hannaði og saumaði búningana, gulu, rauðu og bláu, og einnig hár- kollur og grímur í stíl. Rjóð verður rauð frá hvirfli til ilja eins og aðrir íbúar Rauðheima. Bláheimar og Gul- heimar draga vitaskuld einnig nafn sitt af litarhafti íbúanna. Eins og við er að búast segir Anna Bergljót að á ýmsu hafi gengið á kringum sýningar Lottu í áranna rás. Í hittifyrra uppgötvaðist klukkutíma fyrir sýningu í Húsafelli að Hrói höttur hafði gleymt bún- ingnum sínum heima. „Það vildi til að leikarinn, Stefán Benedikt, er alltaf svo litríkur til fara að Hrói höttur var fullsæmdur af fötunum hans. Þau voru að vísu rauð, en Hrói útskýrði klæðaburðinn fyrir áhorf- endum þannig að þeir voru alveg sáttir þótt græna hattinn vantaði.“ Anna Bergljót, sem titlar sig skvísu í símaskránni, hlakkar mikið til að leggja ásamt sínum bestu vin- um upp í sinn tíunda leiðangur með Lottu, og setur hvorki fyrir sig lang- keyrslur né að sofa í svefnpokum í skólum og félagsheimilum úti um all- ar trissur. Þannig er lífið í skemmt- anabransanum eins og hún þekkir það best. Hún segist ekki lengur standa undir nafni sem skvísa og ætlar að láta breyta skráningunni við fyrsta tækifæri. „Fyrir þremur árum leigðum við nokkrar vinkonurnar íbúð í 101, kölluðum heimilið Skvísukot, tipl- uðum um á háum hælum og sötr- uðum kokkteila. Sú tíð er löngu liðin. Núna er ég virðuleg, barnshafandi kona í Kópavogi með mann sem á tvö börn fyrir. Nýhætt sem kynning- arstjóri Menningarfélags Akur- eyrar, um það bil að fara í fæðingar- orlof og með plön um að skrifa fleiri leikrit – líka fyrir Lottu,“ segir Anna Bergljót, handritshöfundur. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2016 Eos Skeifunni 8 | Kringlunni | Sími 588 0640 | casa.is Kartell Take lampar Verð 14.900.- stk. Kartell Battery lampar Verð frá 25.900.- stk. VITA gólflampar Verð frá 31.800.- stk. Iittala Kastehelmi Verð frá 4.090,- stk. Ritzenhoff bjórglös og krúsir Verð frá 2.490,- stk. Kay Bojesen Söngfugl Verð 12.650,- stk. Flottar gjafir fyrir útskriftina VITA borðlampar Verð frá 21.900.- stk. Menu skartgripatré Verð 10.350,- Kahler Omaggio vasar Verð frá 4.990,- Níu manns komu að stofnun Leik- hópsins Lottu haustið 2006. Þeir áttu það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á leiklist og fannst ómögulegt að leikhúsin væru lokuð á sumrin. Þeir tóku sig því til og keyptu bíl út á krít og leigðu kerru undir leikmuni – og settu upp leikrit. Fyrsta verkefnið var Dýrin í Hálsaskógi sem sýnt var 20. maí 2007 í Elliðaárdal í þeirri von að sýningin laðaði nógu marga áhorfendur að til að hægt væri að standa í skilum. Tiltækið stóð undir væntingum, dalurinn fylltist af fólki og Leikhópurinn Lotta fékk byr undir báða vængi. Þetta sumar sýndi hópurinn leikritið á meira en 40 stöðum víðsvegar um landið og var alls staðar tekið fagnandi. Um 15 þúsund manns sáu út- færslu Lottu á Dýrunum í Hálsaskógi og síðan hefur áhorfendum fjölgað jafnt og þétt. Dalurinn fylltist af fólki LEIKHÓPURINN LOTTA Lottan Fagurlega skreytt, splunku- nýtt tíu ára gamalt VW-rúgbrauð. Bláverjar Björn og Rósa búa í Bláheimum, sem er að hruni komnir. Gulverjar Baldur og Sigsteinn í Gulheimum neita fyrst að aðstoða Bláverja. Leikhópurinn Lotta frumsýnir Litaland kl. 18 í dag, miðvikudag, við Rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal. Síðan á ýmsum stöðum á landinu. Nánari upplýsingar: www.leikhóp- urinnlotta.is Ferðamönnum í Reykjavík heldur áfram að fjölga en á fyrstu fjórum mánuðum ársins fjölgaði þeim um 35% milli ára. Svipuð þróun var í Berlín, en þar var 30% aukning á síðasta ári og metár í fjölda ferða- manna þegar 30 milljónir sóttu borgina heim. Á málþingi sem haldið verður kl. 17-20 í dag, miðvikudag 25. maí, í Hörpu verður rætt um ferðaþjón- ustu, skapandi greinar og menn- ingu í ferðamannaborgunum Berlín og Reykjavík. Framkvæmdastjórar annars vegar visitBerlin og hins vegar Kulturprojekte Berlin verða í pallborði ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Áshildi Bragadótt- ur, forstöðukonu Visit Reykjavík/ Höfuðborgarstofu. Aðrir þátttak- endur á málþinginu eru forsvars- menn ferðaþjónustufyrirtækja, skapandi greina og menningar- stofnana. Á málþinginu sem markar upphaf samstarfs milli Visit Reykjavík og visitBerlin, verður velt upp ýmsum spurningum, m.a. hvort öflugt menningarlíf sem er eitt helsta að- dráttarafl beggja borga fari saman með auknum fjölda ferðamanna og hvort borg geti í senn verið skap- andi með áherslu á öflugt menning- ar líf og áfangastaður ferðamanna. Málþing í Hörpu um tvær ferðamannaborgir Harpa Flestir eru sammála um að fjölbreytt menningarlíf og aðlaðandi og skemmtileg miðborg séu forsendur þess að Reykjavík eflist sem áfangastaður. Skapandi greinar í skapandi borgum - Reykjavík og Berlín

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.