Morgunblaðið - 25.05.2016, Side 18
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Fjölmargir framhaldsskólarvíða um land glíma viðalvarlegan fjárhagsvandasem fyrst og fremst má
rekja til launakostnaðar kennara.
Taka þarf fé úr rekstri til að greiða
laun. Þetta segir Hjalti Jón Sveinsson,
skólameistari Kvennaskólans og for-
maður Skólameistarafélags Íslands.
Hann segir óviðunandi að skólameist-
arar þurfi reglulega að biðja stjórn-
völd um meira fé til reksturs skól-
anna.
Rekstrarvandi framhaldsskól-
anna hefur verið í sviðsljósinu undan-
farna daga eftir að kennarar við Verk-
menntaskólann á Akureyri, VMA,
sendu frá sér ályktun þar sem sagði
að skólinn væri nánast gjaldþrota.
Hjalti segir að þó að staða VMA sé
grafalvarleg sé hún ekkert einsdæmi.
„Margir skólar hafa safnað vanskilum
frá því um áramót, bæði litlir og stórir
– jafnt á höfuðborgarsvæðinu og á
landsbyggðinni,“ segir Hjalti.
Hann segir að sumir þessara
skóla hafi átt afgang frá rekstri síð-
ustu ára en hann sé nú að klárast.
„Ég fullyrði að þó nokkrir skólar séu
einfaldlega komnir í þrot; sumir
skulda tugi milljóna sem þeir hafa
engan veginn tök á að greiða.“
Stefna á að brúa bilið
Ástæður þessarar skuldasöfn-
unar eru, að sögn Hjalta, annars veg-
ar ýmiss rekstrarkostnaður eins og
t.d. rafmagn, hiti og ræsting. Aðal-
ástæðan er hins vegar launakostnaður
kennara, sem hefur aukist mjög að
undanförnu, og Hjalti segir launastiku
Mennta- og menningarmálaráðuneyt-
isins sem laun kennara eru reiknuð út
frá vera úrelta. „Þetta er föst tala sem
er miðuð við ungan kennara með BA-
eða BS-próf sem hefur innan við
tveggja ára kennslureynslu. Núna eru
mjög margir kennarar með MA-próf
og 20-30 ára reynslu.“ Hann segir að í
kjölfar síðustu kjarasamninga fram-
haldsskólakennara hafi skólunum ver-
ið greiddar bætur til að standa
straum af hækkunum en það hafi ekki
dugað.
Samkvæmt upplýsingum frá
Mennta- og menningarmálaráðuneyt-
inu var launastikan lækkuð í kjölfar
hrunsins. Það hafi eingöngu verið út-
færsla innan þess reiknilíkans sem
notað er til að meta fjárþörf skólanna.
Ráðuneytinu hafi alltaf verið ljós sá
munur sem er á henni og meðal-
launum kennara. Mismunur launa-
stiku og meðallauna í skólum hafi ver-
ið um 22% árið 2014. Í fyrra var hann
15% og gert er ráð fyrir að hann fari
niður í 7,6% í ár og með hækkun fjár-
framlaga og breytingum á skólakerf-
inu takist að brúa þetta bil á næsta
eða þarnæsta ári.
Ekki eins og vegagerð
Kristinn Þorsteinsson, skóla-
meistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ,
FG, segir skólann vera „nálægt núll-
inu“. Boðið er upp á fjarnám við skól-
ann, fyrir það fást sértekjur og þannig
hefur tekist að komast hjá lausa-
fjárvanda. „Það er ekki hægt að tala
um verulegan rekstrarvanda hjá okk-
ur en það vantar fé inn í þennan
rekstur svo hann geti talist eðlilegur,“
segir Kristinn. „Þegar laun eru 80-
90% af útgjöldum er t.d. ekki hægt að
fjárfesta í upplýsingatækni og við höf-
um ekki getað endurnýjað búnað.
Auðvitað er hægt að halda úti skóla-
starfi á þennan hátt en þetta kemur
niður á gæðunum og ég tel að það sé
farið að gerast. Grunnvandamálið er
ekki launastikan heldur einfaldlega að
skólarnir fá of litla peninga. Það er
síðan hægt að nota ýmsar aðferðir við
að deila fénu.“
Hann segir stundum gleymast í
umræðunni að skólastarf lúti öðrum
lögmálum en mörg opinber verkefni.
„Ef skorið er niður í vegafram-
kvæmdum eru einfaldlega lagðir færri
vegir. Öðru máli gildir um skólana –
við eigum alltaf að framkvæma það
sama þó að við fáum minni peninga til
að gera það.“
Skólarnir að sligast
undan launakostnaði
Morgunblaðið/Eggert
Stúdentar Skólameistarar eru sammála um að staða skólanna sé slæm.
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Pólitísk um-ræða umfjölmiðla
tekur oft á sig
skrítnar myndir og
ekki skánar það
þegar pólitíkin tekur að sér að
passa upp á að fjölmiðlarnir fari
ekki út af sporinu. Fjölmiðlar
voru til umræðu á Alþingi í gær,
staða þeirra og lagasetning um
þá. Fjölmiðlanefnd var áberandi
í umræðunni.
Birgitta Jónsdóttir, þingmað-
ur Pírata, talaði um að tryggja
þyrfti að fjölmiðlar væru óháðir í
raun og almenningur vissi hver
væri raunverulega eigandi
þeirra og hvernig þeir væru fjár-
magnaðir.
Engin spurning er um það að
eignarhald fjölmiðla og fjár-
mögnun þeirra eigi að liggja ljós
fyrir. Það er bæði sjálfsagt og
eðlilegt. Spurningar vakna hins
vegar þegar settur er varð-
hundur til höfuðs fjölmiðlum.
Árið 2011 voru sett fjölmiðlalög.
Afrakstur þeirra var meðal ann-
ars fjölmiðlanefnd, sem tók við
af útvarpsréttarnefnd, en hefur
mun víðtækara umboð, nær til
dagblaða og vefmiðla auk ljós-
vakamiðla.
Birgitta rifjaði upp þriggja
ára gamla úttekt eftirlits-
nefndar ÖSE á íslenskum fjöl-
miðlamarkaði og tók í umræðun-
um í gær undir ráðleggingar
hennar um að efla fjölmiðla-
nefnd.
Fjölmiðlanefnd
er undarlegt fyr-
irbæri. Hún er
æðsta valdið í þeim
málum, sem hún
tekur fyrir og er
ekki hægt að skjóta ákvörðunum
hennar annað. Markmið hennar
er háleitt. Hún „skal vinna að því
að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni
og fjölræði í fjölmiðlum, standa
vörð um tjáningarfrelsi og rétt
almennings til upplýsinga,“ seg-
ir í starfsreglum nefndarinnar.
Á heimasíðu hennar segir að hún
taki mál til meðferðar, hvort
heldur er á grundvelli aðsendra
erinda eða að eigin frumkvæði,
sem leitt geti til stjórnvalds-
ákvörðunar. Fjölmiðlanefnd taki
ákvörðun um það hvort erindi
sem berst henni gefi nægar
ástæður til meðferðar.
Nefndinni er gefið mikið vald
og lítt takmarkað umboð og vek-
ur furðu að fjölmiðlar, sem frá
upphafi höfðu verið óháðir slíku
valdi þurfi skyndilega að lúta því
á 21. öldinni.
Illugi Gunnarsson mennta-
málaráðherra sagði í umræðun-
um að ástæða væri til að skoða
lögin að nýju og stöðu fjölmiðla-
nefndar, til dæmis hvort einhver
verkefni, sem nefndin hefði í dag
mætti færa undir Samkeppn-
iseftirlitið. Betur færi á því að
leggja nefndina niður og Sam-
keppniseftirlitið sæi um þau at-
riði, sem lúta að samkeppni fjö-
miðla.
Best færi á því að
leggja fjölmiðla-
nefnd niður}
Fjölmiðlar og pólitík
Skattyfirvöld íFrakklandi
gerðu húsleit í gær-
morgun í höfuð-
stöðvum Google í
París. Húsleitin var
gerð í kjölfar þess
að tæknirisinn var
sakaður um að hafa
komið sem nemur um 225 millj-
örðum króna undan skatti í
Frakklandi.
Húsleitin hjá Google er ein-
ungis einn angi af víðari styr,
sem staðið hefur um skattamál
fjölþjóðafyrirtækja, sérstaklega
innan Evrópusambandsins. Svo
virðist sem mörg þeirra hafi
komið sér upp flóknu neti
dótturfyrirtækja, með það eitt
að markmiði að lágmarka skatt-
greiðslur sínar í þeim löndum
þar sem þau stunda viðskipti.
Þetta er sérstaklega um-
fangsmikið viðfangsefni innan
Evrópusambandsins, þar sem
regluverkið þar hefur nánast ýtt
undir þessa þróun. Svo dæmi sé
nefnt, þá notar Google félag sitt
á Írlandi til þess að lækka skatt-
byrði sína innan Bretlands og
fjárhæðirnar eru töluverðar.
Á yfirborðinu í það minnsta
virðist sem þessi reikningsskil
séu lögleg, en þau vekja spurn-
ingar um þann gríðarlega að-
stöðumun í sam-
keppni sem er á
milli risafyrirtækja
eins og Google og
minni aðila sem
geta ekki vikið sér
svo glatt undan
þungum hrammi
skattsins.
Mikilvægt er að koma þessum
málum sem tengjast fyrir-
tækjum á borð við Google í eðli-
legt horf. Meðal þess sem þarf
að tryggja er að reglur séu
skýrar, en jafnframt þarf að
draga sem mest úr hvatanum til
slíkra bókhaldsæfinga, meðal
annars með hóflegri skatt-
heimtu svo að æfingarnar borgi
sig ekki.
Annað sem snýr að skatta-
málum fyrirtækja á borð við
Google, og huga þarf að jafnt á
meginlandi Evrópu sem hér á
landi, er skattleysi hluta af
starfsemi þeirra. Google,
Facebook og önnur slík fyrir-
tæki starfa á auglýsingamark-
aði víða um heim án þess að taka
þátt í skattkerfi landanna eins
og fyrirtækin í löndunum sjálf-
um þurfa að gera. Þetta er
vandamál sem ekki er síður
brýnt að uppræta en dótturfyr-
irtækjaflækjur alþjóðafyrir-
tækjanna.
Google og sambæri-
leg fyrirtæki njóta
margskonar skatta-
hagræðis umfram
keppinauta}
Leitað hjá leitarvélinni
A
aaaaaaahrr, segir miðaldra maður
við hliðina á mér, býsna fram-
settur og kafloðinn. Ummrrrr!
segir sá næsti, gildur meðlimur í
flokki miðaldra, og ekki síður loð-
inn, um leið og hann grettir sig rosalega,
Hrrrrrmmmmmpf, segir þriðji karlinn og ekur
sér makindalega til á bekknum.
Ofangreint hljómar kannski eins og ég sé
staddur í karlakynsvalli, en ég er bara í útiguf-
unni í Suðurbæjarlaug árla dags. Það er nefni-
lega einhvernveginn svo í gufunni, hvaða gufu
sem er, að menn stynja, rymja, emja og and-
varpa þegar þeir koma þar inn og setjast niður,
hagræða sér í sætinu eða standa upp til að fara.
Af hverju veit ég ekki, kannski er það af sælu
yfir að komast inn úr kuldanum, kannski þyrm-
ir yfir þá grimmd heimsins, nú eða þeir eru
kannski að tala saman, hugsanlega að „taka umræðuna“.
(Minna heyrist í konum, en ekki veit ég hvernig best er að
túlka það.)
Stunur, andvarp, muldur og mubb eru líka samskipta-
form, það fyrsta sem við tileinkum okkur – áður en við
segjum fyrstu orðin tjáum við tilfinningar og þarfir með
öðrum hljóðum, þar á meðal með stunum og andvörpum
og allskyns óskilgreindum hljóðum þar sem við spreytum
okkur á tungumálinu. Kannski eru félagar mínir í gufunni
gengnir í barndóm, sveitast frumstæðum orðum eða orð-
leysum um leið og þreytan líður úr þeim og vöðvar mýkj-
ast: Hmmmmmrrrrgggfx!
Frumstæðum orðleysum, segi ég, en í raun
er ekkert frumstætt við stunurnar þó þær séu
ekki bundnar í orð – þær eru tjáningarform lík-
amans, sammannlegt tjáningarform og dýrs-
legt í senn, minnir okkur á að við erum dýr.
(Fiskarnir stynja líka, emja, rymja og ropa –
átta hundruð tegundir fiska gefa frá sér alls-
kyns aðskiljanleg hljóð.)
Stunurnar verka líka á okkur á annan og
djúpstæðari hátt en orðin. Þetta vita listamenn
til að mynda og nota: þegar Zack de la Rocha
stundi af krafti í upphafi Bombtrack á tón-
leikum Rage Against The Machine í Kapla-
krika sumarið 1993 gengu viðstaddir af göfl-
unum (og voru þó æstir fyrir).
Stunurnar og murrið skeyta líka ekki um
tungumál, mállýsku eða framburð (þó það geti
vissulega verið snúið að átta sig á hvort gufu-
félagar mínir séu að stynja af sælu eða stríðu). Mannfræði-
rannsóknir mínar í Frakklandi og á Spáni hafa líka sýnt
fram á að sama „tungumál“ styðjast menn við þar suður-
frá: þar stynja menn og emja af sama þrótti og uppi á Ís-
landi.
„Það sem ekki er hægt að tjá með orðum, verðum við að
þegja um,“ segir í ritgerð austurríska heimspekingsins
Ludwigs Wittgensteins sem samin var nokkrum árum eft-
ir ferð hans um Ísland í september 1912. Ef hann hefði rat-
að í gufubað á leið sinni um landið hefði hann eflaust skipt
um skoðun og heimspekisagan orðið önnur: Það sem ekki
er hægt að tjá með orðum, túlka stunur. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Hmmmmmrrrrgggfx! Ummrrr!
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Í svari Mennta- og menningar-
málaráðuneytisins við fyrirspurn
Morgunblaðsins segir að sigið
hafi jafnt og þétt á ógæfuhliðina
hjá framhaldsskólunum frá árinu
2011. Undanfarið ár hafi tekist að
draga úr hallanum, hann hafi ver-
ið 246 milljónir í lok síðasta árs
og áætlanir geri ráð fyrir að í ár
minnki hann um 60 milljónir.
Illugi Gunnarsson, mennta- og
menningarmálaráðherra, sagði á
Alþingi í fyrradag að mistök Fjár-
sýslu ríkisins hefðu verið ástæða
þess að skólarnir hefðu ekki
fengið það rekstrarfé sem þeir
þurfa. Þessu hafnar Ingþór Karl
Eiríksson fjársýslustjóri. „Við fór-
um yfir málið í kjölfar þessara
ummæla og getum ekki séð að
nein mistök hafi verið gerð. Við
greiðum rekstrarfé í samræmi við
þær fjárheimildir sem til staðar
eru og höfum ekki heimild til að
greiða fé umfram þær heimildir.“
Ingþór segir að ef greiða ætti
fé til framhaldsskólanna umfram
heimildir, þá væri það ákvörðun
fjármála- og menntamálaráðu-
neytisins. „Við höfum ekki heim-
ildir til að bregðast við vanda
framhaldsskólanna án fyrirmæla
frá ráðuneytunum,“ segir hann.
Ósammála
um mistök
246 MILLJÓNA HALLI