Morgunblaðið - 25.05.2016, Page 22

Morgunblaðið - 25.05.2016, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2016 ✝ OlgeirÞorsteinsson fæddist á Hamri í Borgarhreppi 30. mars 1917. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 7. maí 2016. Foreldrar hans voru Þórdís Ólafs- dóttir, fædd 26. ágúst 1893 á Hamri í Borgarbyggð, dáin 27. janúar 1970, og Þorsteinn Gunnlaugsson, fæddur 11. mars 1885 í Vífilsdal í Dala- byggð, dáinn 14. október 1958. Olgeir ólst upp með foreldrum sínum og systrum fyrst í Víf- ilsdal, síðan á Ölviskrossi. Olgeir var elstur af 12 systkinum, þrjú börn dóu í frumbernsku. Upp komust: 1) Arndís, fædd 30.12. 1918, látin. 2) Inga Jenný, fædd 24.4. 1921, látin. 3) Fríða, fædd 26.8. 1925. 4) Halldóra Ágústa, fædd 3.12. 1928, látin. 5) Ólafía, börn eru Jóna Guðlaug, f. 1971, Sunna Kristín, f. 1980 og Sig- urgeir, f. 1976. Barnabörn Óskar eru átta. Seinni kona Olgeirs er Arndís Kristín Daðadóttir, fædd 6. júlí 1925, þau giftust 30. mars 1947. Þeirra dætur eru: a) Sigrún, fædd 22. september 1946, hennar maður er Friðrik Bergsveinsson, fæddur 27. september 1946. Þeirra börn eru Daði, f. 1967, Margrét, f. 1970, Arndís, f. 1975, og Olgeir Sveinn, f. 1978, og eru barnabörn Sigrúnar níu. b) Anna Þórdís, fædd 19. september 1956, hennar dóttir er Kristín Margrét, f. 1975, og eru barnabörn Önnu þrjú. Olgeir og Arndís byrjuðu bú- skap í Reykjavík og víðar 1946. Þau bjuggu á Hólmlátri á Skóg- arströnd frá 1949-1958, þá fluttu þau að Hamraendum í Snæ- fellsbæ til 1983, þá að Lind- arbrekku til 1988. Þaðan fluttu þau að Akranesi og hafa búið þar síðan. Útför Olgeirs fór fram frá Akraneskirkju 17. maí 2016. fædd 30.4. 1932. 6) Ásta, fædd 15.8. 1933, látin. 7) Sess- elja Þorbjörg, fædd 20.12. 1936, látin. 8) Ragnheiður Lilja, fædd 12.3. 1938. Fyrri kona Ol- geirs var Ragna Ólafsdóttir, þau skildu barnlaus. Dóttir Olgeirs er Hanna Sigríður, fædd 5. mars 1939, maður henn- ar var Friðjón Jónsson, fæddur 26. október 1931, látinn. Þeirra börn eru María Lóa, f. 1960, Jón Unnar, f. 1964, Heiða Björg, f. 1967, Linda Kristín, f. 1975, og Linda Elínborg, f. 1975. Barna- börn Hönnu eru 12 og barnabarnabörnin eru sex. Dótt- ir Olgeirs er Ósk Maren Guð- laugsdóttir, fædd 25. október 1948, hennar maður er Sigurður Kristinsson, fæddur 1948. Þeirra Nú er hann afi minn bless- aður fallinn frá. Margar á ég minningarnar um afa og þær bestu tengjast Hamraendum í Breiðuvík, þar sem ég var iðulega á sumrin hjá afa og ömmu. Sveitin var ævintýrastaður fyrir ungan dreng og ljóslifandi hrynja yfir mig minningabrotin frá góðum tímum þar. Afi var svona galdramaður sem gat alla skapaða hluti og var sveipaður dulúð í huga ungs drengs sem elti afa sinn um allt og hermdi eftir öllu sem hann gerði. Apaði eftir göngulaginu og setti hendur í kross fyrir aftan bak þegar leið lá út í fjós eða í tækjaskemmuna. Síðustu árin takmarkaði heilsan framkvæmdagleðina en hann hélt sér við með göngu- túrum þó sjón og heyrn hefði hrakað mikið. Mér fannst hann alltaf jafn- kraftmikill þegar ég faðmaði hann, því hann var íþrótta- mannslegur, sterklegur og með stórar og þykkar hendur. Nú er hann afi kominn í Sumarlandið og líkamlegu fjötrarnir farnir. Þá kemur í hugann vísa sem Þórður á Dagverðará orti þeg- ar hann varð níræður: Fátt er ungum manni um megn, magnaður lífsins galdur. Ellina klár ég komst í gegn og kominn á besta aldur. Daði Friðriksson. Genginn er til feðra sinna afi minn, Olgeir Þorsteinsson. Í 99 ár átti hann vist hér þangað til hann lést 7. maí síðastliðinn. Afi hafði brallað og braskað margt um dagana en helst er hans minnst fyrir hvað hann var einstaklega hagur og hand- laginn á járn og tré. Ég var oft í smiðjunni hans á Hamraend- um í Breiðvík að fylgjast með þegar hann var að smíða og beygja til járn og sjóða. Ég mátti stundum vera með logsuðugrímuna þegar hann sauð saman eitt af mörgum járnhliðunum eða þegar hann var að setja saman dempara í kerrur. Það voru eldglæringar þegar hann var að slípa saman suður og pússa. Logsuðupinn- arnir voru spennandi. Þeir virkuðu eins og stjörnuljósin um áramótin. En það kviknaði aldrei á þeim ef maður reyndi með eldspýtu. Ég reyndi það margoft. Ég var oft í sveit hjá afa og ömmu Dísu, þangað kom maður á vorin og fékk strax það verk- efni að sækja beljurnar, mjólka með ömmu, sækja mjólk út í mjólkurhús, gefa hænunum og þegar heyskapur stóð sem hæst þá rakaði ég á eftir afa eins og ég væri að bjarga gjaldeyris- forða landsins, afi kallaði mig alltaf litlu rakstrarkonuna sína og ég fékk að sitja í traktorn- um þegar hann var að fara út á engjar. Það var alltaf sól, og það var líka rigning, en það var sjaldnar. Hafðu þökk. Hvíl í friði. Margrét Th. Friðriksdóttir. Olgeir Þorsteinsson ✝ Kristjana Sig-ríður Kristjánsdóttir fæddist á Ísafirði 6. september 1941. Hún lést á líkn- ardeild LSH í Kópavogi 12. maí 2016. Faðir Kristjönu var Kristján S. Kristjánsson sjó- maður, f. 14. ágúst 1911, dáinn 12. mars 1941. Kristján var sonur Guðbjargar Lovísu Magnúsdóttur og Krist- jáns Maríassonar, bónda og sjó- manns, Suðureyri, Súg- Hún lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum í Skógum und- ir Eyjafjöllum árið 1957. Krist- jana útskrifaðist frá Hjúkr- unarskóla Íslands í mars 1964. Eftir útskrift starfaði hún um skeið við Sjúkrahúsið í Neskaup- stað. Hún réðst til starfa á Slysa- varðstofu RVK í september 1964 og vann þar í nokkur ár. Krist- jana starfaði víða við hjúkrun, m.a. á Vífilsstöðum, Húsavík, Kleppsspítala og á Hrafnistu Reykjavík. Kristjana eignaðist tvö börn. Þau eru Birgir Arnar Steingrímsson, f. 29. janúar 1966, og Brimrún Rögn Rögn- valdsdóttir, f. 25. febrúar 1975, látin 11. október 1979. Síðustu árin tók Kristjana þátt í umsjón með starfi eldri borgara í Norð- urbrún og í Hvassaleiti. Útför Kristjönu verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 25. maí 2016, klukkan 13. andafirði. Móðir Kristjönu var Sigríður Þórð- ardóttir, f. 30. sept- ember 1913, d. 28. mars 1979. Móðir hennar var Kristín Sæmundsdóttir og faðir var Þórður Þorsteinsson vél- smiður á Ísafirði. Fósturforeldrar Sigríðar voru Kristján Jóhannesson og María Steinþórsdóttir í Ytri- Hjarðardal í Önundarfirði. Kristjana ólst upp í Önundar- firði, Súgandafirði og á Ísafirði. Kæra Kristjana, nú er komið að kveðjustund og þó á ég fullt af minningum um tímann okkar saman. Við urðum nágrannar á Veghúsastíg, þar sá ég þig og ljóshærðu börnin þín. Í byrjun vorum við málkunnugar en svo nánari. Margs er að minnast, sárasta minningin er þegar Brimrún dó. Litla fjögurra ára stelpan þín, þú slösuð og heimilið rjúkandi rúst. Þú varst lengi á spítalan- um. En heim komstu, húsið var tekið í gegn og þið Birgir voruð saman. Þarna urðum við vinkon- ur, Eggert minn pínulítill trítl- aði til þín og fékk eitthvað gott að borða. Tíminn leið, þú fórst á Snæ- fellsnesið og ég flutti upp í Hraunbæ en alltaf komstu fær- andi hendi ef þú varst á ferðinni, oft var það nýr fiskur. Svo fór ég á Selfoss og þú varst komin í bæinn. Síminn hringir og það er Atli, yngsti sonur minn, sem segir: „Mamma hún Kristjana er komin og hún ætlar að elda eitthvað æðislegt gott.“ Þetta var ekkert einsdæmi. Svo fékkstu bíllinn þinn, við fórum víða um Suðurland, m.a. í Vík og Skaftafell. Ég sá græn tún og græn grös en þú vissir mikið meira um gróðurinn. Ferðin vestur með tvær dverghænur í bílnum, þær áttu að fara á Lambavatn og komust þangað. Það var ekki mér að þakka, mér datt nefnilega það snjallræði í hug að leyfa þeim að viðra sig og þær þutu náttúrlega um víðan völl. Kristjana hljóp og Eggert hljóp en ég kallaði: „Við reynum að fá aðrar að sunnan.“ En hænurnar komu, þá hlóst þú mikið. Við stopp- uðum á Lambavatni, okkur datt í hug að fara norður í Önund- arfjörð og gistum á Hvilt, þá sagðir þú: „Nú er ég komin heim, ferðin var góð.“ Við fórum stundum á tónleika því þú hafðir gaman af því. Þetta er stutt, elsku Krist- jana, nú kemur þú aldrei meir en við gleymum þér ekki. Dug- leg varstu í veikindum þínum. Hvíl í friði. Innilegar samúðarkveðjur, elsku Birgir minn, frá okkur fjölskyldunni. Sigríður Kolbrún. Það var alltaf gott að vera ná- lægt henni Diddu en það var hún Kristjana alltaf kölluð. Hún hafði góða nærveru. Hún var gáfuð, fróðleiksþyrst og vel les- in á mörgum sviðum og það var hægt að leita til hennar eftir upplýsingum um ótal margt. Didda var í nokkur ár sem barn í fóstri hjá afa mínum og ömmu á Hvilft og lét hún vel af þeim tíma og talaði alltaf um að vera komin „heim“ þegar hún kom þangað. Hún var þó í ákveðnum skilningi einstæðing- ur í uppvexti sínum enda þegar orðin föðurlaus þegar hún fædd- ist en faðir hennar var á Péturs- ey Í 100 sem var skotin niður suður af landinu nokkrum mán- uðum fyrir fæðingu hennar árið 1941. Aðstæður móður hennar til að annast barnið voru því ekki góðar þar sem hún mátti reiða sig alfarið á sjálfa sig í allri afkomu eins og samfélagið bauð upp á á þeim tíma. Didda menntaði sig af dugnaði við erf- iðar aðstæður. Hún varð hjúkr- unarfræðingur, starfaði í ára- tugi og sýndi þá mikla ósérhlífni og þrautseigju. Þessir kostir einkenndu hana líka á öðrum vettvangi lífsins. Didda eignaðist tvö börn og var alla tíð sjálfstætt foreldri. Hún keypti sér sjálf íbúð fyrir sig og börnin sín þegar þau voru lítil. Didda missti yngra barn sitt, þá fjögurra ára, af afleið- ingum eldsvoða sem varð á ný- uppgerðu heimili þeirra. Hún slasaðist líka illa sjálf þegar hún reyndi að koma barninu til bjargar. Þetta var stærsta áfall lífs hennar og í kjölfar þess fylgdi áratugur mikillar sorgar og jafnvægisleysis og skyldi engan undra. Áföll lífsins dreif- ast gjarnan með ósanngjörnum hætti á okkur manneskjurnar. Í því ljósi sást svo vel að það átti alls ekki við hana að barma sér og kvarta og heyrði ég hana aldrei gera slíkt. Didda hafði yndi af ferðlög- um, elskaði sólskinið og ferðað- ist m.a. nokkrum sinnum til Miðjarðarhafsins, fyrst með börnum sínum og seinna með vinum. Didda tengdist uppvaxtar- heimili mínu og byggðarlögun- um í kring fyrir mína daga. Ég vissi af henni en kynntist ekki fyrr en hún var komin á miðjan aldur og var hún þá í Önund- arfirði að aðstoða frænku mína við trjárækt og föður minn við búskapinn, hvorutveggja gerði hún af miklum dugnaði. Didda var góður ferðafélagi, hafði til að bera rósemi og glað- værð. Hún ferðaðist reglulega með mér og dóttur minni til Vestfjarða í heilan áratug. Við gerðum ótalmargt saman þar sem áhugamál okkar sameinuð- ust á ýmsum sviðum. Við fórum til berja, tíndum fjallagrös og sveppi, fórum um marga fjall- vegi og slóðir við ýmsar aðstæð- ur, skoðuðum náttúruna og lent- um í ævintýrum. Didda var bæði gjafmild, um- hyggjusöm og góð matmóðir og nutum við mæðgur góðs af. Hún var dóttur minni sem elskuleg amma og erum við þakklátar fyrir það. Síðustu árin starfaði Didda við umsjón spilamennsku fyrir eldri borgara á vegum Reykja- víkur í Norðurbrún og í Hvassa- leiti og var vel liðin. Ég votta Birgi mína dýpstu samúð og óska honum velfarn- aðar. María Gunnlaugsdóttir. Kristjana Sigríður Kristjánsdóttir Elsku amma Mæja, það fyrsta sem kemur upp í huga okkar systkina þegar við minn- umst þín er hversu örlát þú varst. Í hverri heimsókn var hlaðið borð af kræsingum og aldrei fórum við svöng heim. Þú lumaðir svo oft á fallegum gjöf- um handa okkur og börnunum okkar. Það var oftast eitthvað sem þú prjónaðir sjálf og ef ein- hverjum datt í hug að segja hversu fallega muni þú ættir varstu ekki lengi að reyna að ota þeim að okkur. Gott dæmi um örlæti þitt var þegar þú fréttir að Steini færi alltaf gangandi til vinnu. Það fannst þér fráleitt og þú ákvaðst að nú væri kominn tími til að leggja lyklana og ökuskírteinið á hilluna og gefa honum bílinn þinn. Það var svo gaman að þér, elsku amma, og þú sagðir alltaf svo skemmtilega frá. Þú varst mikill gestgjafi og okkur þótti öllum gott að koma til þín á hlýja og fallega heimilið þitt. Elsku amma, við minnumst þess hversu sjálfstæð og dugleg þú varst í gegnum þína ævidaga. Þú óskaðir öllum velgengni í lífinu og þú fylltist stolti þegar einhverjum í fjölskyldunni vegn- aði vel. Amma, þú varst okkur góð fyrirmynd og einstaklega ósér- hlífin. Kjarkur þinn og dugnaður er okkur mjög minnisstæður. Einnig finnst okkur standa upp úr ferðalagið í Brautarholtið til Jette Magneu þar sem fjölskyld- an átti skemmtilega helgi saman með góðum mat og söng. Þar varst þú svo ánægð og ham- ingjusöm í sveitasælunni, enda hafðir þú gaman af útiveru og ferðalögum. Okkur þótti vænt um að fá þig í veislur til okkar og í hvert skipti hrósaðir þú okkur fyrir góðar veitingar. Elsku amma, þú vissir hvað skipti mestu máli í lífinu og kenndir okkur góð gildi. Þú tal- aðir stundum um hvað þú sakn- aðir afa mikið og nú eruð þið sameinuð á ný. Við munum alltaf minnast þín með gleði í hjarta og sendum þér nú okkar hinstu kveðju. Nú húmi slær á hópinn þinn, nú hljóðnar allur dalurinn og það, sem greri á þinni leið um því nær heillar aldar skeið. María Dagbjartsdóttir ✝ María varfædd að Kvestu í Arn- arfirði 18. ágúst 1927. María lést á Landakoti 26. apríl 2016. Hún var dóttir hjónanna Dag- bjarts Elíassonar og Þórunnar Bogadóttur. María var gift Stein- grími Erlendssyni og áttu þau fjögur börn, 11 barnabörn og langömmubörnin eru tíu. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu 4. maí 2016. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Dagbjört Svava, Stein- grímur Elías, Jette Magnea og Ásta María Jónsbörn. Fallin er frá tengdamóðir mín, María. Hún var fædd árið 1927og uppalin að Hvestu í Arn- arfirði. Hún hafði mjög gaman af að segja okkur sögur þegar hún var lítil stúlka í sveitinni sinni og af prakkarastrikum sem þau systkinin gerðu. Hugur hennar reikaði oft vestur og voru bernskuminningar hennar henni mjög hugleiknar. María ferðast mikið inn á há- lendið með eignmanni sínum Steingrími á þeirra yngri árum. Þau áttu tíu manna Dodge Weopn í gamla daga og seinna var það Patrol-jeppi. Þegar við börnin vorum að skipta um bíla spurði hún oft „og er hann með spojler?“ Hún var með svolitla bíladellu sú gamla. Við fórum marga Þingvalla- hringina að skoða litina á haust- in og í kirkjugarðinn til að at- huga hvort leiðin væru ekki snyrtileg og ljós á luktum. Nú er það okkar verk sem eftir erum að passa þessa fínu hluti. María hafði sínar meiningar um ýmsa hluti og lá ekki á skoð- unum sínum. Þegar ég kynntist Maríu bjó hún á Hraunbrautinni í Kópavogi og var garðurinn hennar skemmtilega samsettur af fallegum plöntum og naut hún þess að bjástra í honum. Ég minnist þess þegar við hjónin giftum okkur, þá kom María kvöldið fyrir veisluna með fangið fullt af fallegum blóma- skreytingum sem hún hafði klippt til úr garðinum sínum. María var mikil prjónakona og passaði hún að öll barnabörnin og langömmubörnin skorti ekki hlýja vettlinga og sokka, svo voru það allar lopapeysurnar. María reyndist börnunum sín- um alltaf vel og vildi allt fyrir þau gera. María veiktist í júní á síðasta ári og fór lungnasjúkdómur hennar hratt versnandi eftir það. Við hjónin höfum setið hjá henni margan daginn og spjallað um lífið og tilveruna. Spennandi tímar voru framundan og ferma átti yngsta ömmubarnið og ann- að er að fara að gifta sig. Mikið eigum við eftir að sakna hennar en við vitum að henni líður nú vel í faðmi Steingríms og svífur yfir okkur sem engill og gætir okkar. Elsku María, takk fyrir öll árin okkar. Elín Svava Elíasdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.