Morgunblaðið - 25.05.2016, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2016
✝ Guðrún Vig-fúsdóttir fædd-
ist 4. mars 1924 í
Reykjavík. Hún
lést á Landspít-
alanum 12. maí
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Vigfús L.
Árnason, f. 18.9.
1891 í Reykjavík,
d. 2.4. 1957, og Vil-
borg Elín Magnús-
dóttir, f. 19.6. 1892 að Sveins-
stöðum í Neshreppi,
Snæfellsnesi, d. 30.1. 1951.
Systkini hennar voru Hulda,
Árni, Guðrún, Aðalheiður
Hulda, Bjarni, Bára, Vilborg,
Gestur, Jóhann og Ægir. Gest-
ur og Ægir lifa systkini sín.
Guðrún giftist 13. maí 1944
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Guðmundi Ólafssyni frá Hurð-
arbaki í Vill-
ingaholtshreppi, f.
8.10. 1924. For-
eldrar hans voru
Ólafur Ingi Árna-
son og Ólöf Jóna
Ólafsdóttir.
Börn Guðrúnar
og Guðmundar eru
fjögur, Vigfús L.
Guðmundsson, Ólöf
J. Guðmundsdóttir,
Þóra Alexía
Guðmundsdóttir og Ingvar
Guðmundsson, barnabörnin er
11 og barnabarnabörn eru 9.
Guðrún og Guðmundur
bjuggu allan sinn búskap í
Hlíðunum. Guðrún starfaði við
verslunarstörf samhliða því að
vera heimavinnandi húsmóðir.
Útför hennar fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 25. maí
2016, klukkan 13.
Í dag kveð ég mína elskulegu
tengdamóður. Hennar verður
lengi minnst.
Gunna var hlý og góð kona sem
ekkert aumt mátti sjá. Hún var
með eindæmum fórnfús og var
óvenju gjafmild á alla hluti sem
hún hugsanlega gat gefið af sér.
Henni féllu aldrei verk úr hendi,
hún var mikil hannyrðakona og
einstaklega góður gestgjafi sem
töfraði fram veisluborð á svip-
stundu.
Alltaf tók hún á móti mér með
opnum örmum og gaf sér tíma til
að setjast niður og spjalla um dag-
inn og veginn. Það sem var svo
einstakt við Gunnu var hvað hún
var góður hlustandi og laus við
alla gagnrýni.
Þegar kom að veislugerð var
gott að leita til hennar því þar var
hún á heimavelli. Hún var með
bakarablóð í æðum og kenndi hún
mér mörg góð ráð sem hafa nýst
mér vel um ævina, fyrir það er ég
þakklát.
Alltaf var hún boðin og búin að
aðstoða ef þess þurfti hvort sem
var að passa barnabörnin, aðstoða
við bakstur eða taka fram sauma-
vélina þegar sú var tíðin.
Fjölskyldan var henni allt, hún
fylgdist vel með öllum af miklum
áhuga og náði hún sérstaklega vel
til barnabarna sinna.
Gunna var með gott minni og
þegar kom að afmælisdögum,
hvort sem var hjá fjölskyldu eða
vinum, þá var alltaf kveikt á kerti
og hringt í viðkomandi, það var
henni mikils virði.
Með þessum ljóðlínum kveð ég
þig, elsku Gunna, og bið Guð að
styrkja Guðmund sem syrgir
kæra eiginkonu og lífsförunaut.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíl í friði. Þín,
Svava.
Elsku besta amma okkar.
Að hugsa til þess að þú sért far-
in frá okkur gefur okkur sting í
hjartað. Það að við munum ekki
eiga fleiri stundir með þér í eld-
húsinu í Hlíðunum er erfið tilhugs-
un. Í eldhúsinu var fótboltinn
ræddur í þaula og þar varst þú á
heimavelli.
Þú fylgdist vel með boltaíþrótt-
um og hafðir sterkar skoðanir,
helstu fótboltasérfræðingar hafa
ekki tærnar þar sem þú varst með
hælana. Þú sást til þess að við vor-
um á tánum í boltanum og alltaf
varstu jafn spennt að vita hvernig
leikirnir fóru. Ef það var skorað
mark þá varstu tilbúin með 100 kr.
fyrir hvert mark, eins og þú orð-
aðir það: „margt smátt gerir eitt
stórt“. Þú tókst alltaf á móti okkur
með opnum örmum og alltaf var
nóg af nammi og kræsingum á
boðstólum.
Þú varst gjafmild og góð og það
gladdi þig ekkert meira en að gefa
fallegar gjafir. Þegar við hugsum
til baka koma bara upp góðar
minningar um þig.
Ófá spil voru spiluð og alltaf
varstu að kenna okkur eitthvað
nýtt en ólsen-ólsen varð oftast fyr-
ir valinu og þar var sko ekki í boði
að svindla. Þú kenndir okkur líka
að maður þarf að kunna að tapa.
Þú komst alltaf fram við okkur
sem jafningja og það var alltaf
hægt að spjalla við þig um allt
milli himins og jarðar. Við kveðj-
um þig með sorg í hjarta en á
sama tíma vitum við að þú ert
komin á fallegan stað.
Þú varst einstök og munt þú
alltaf eiga stóran stað í hjarta okk-
ar.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Þín barnabörn,
Klara, Einar Karl og Davíð.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíl í friði, elsku amma okkar.
Margrét, Guðmundur
og Alexía.
Einstök kona er fallin frá, svo
einstök að við höfum kallað hana
drottninguna á tyllidögum í okkar
hópi.
Kynni okkar Gunnu hófust í
Austurstræti, þar sem SÍS rak
fyrstu kjörbúð á Íslandi. Eigin-
maður hennar var deildarstjóri í
kjötvinnslunni. Verslunin var á
tveimur hæðum og fjölmargir sem
unnu þar, það tókst ágætis vin-
skapur með mönnum sem hefur
haldist síðan. Ekki er svo ýkja
langt síðan við nokkur skruppum
að Flúðum til gamalla vinnu-
félaga, sem ráku þar gistingu, þar
urðu fagnaðarfundir. Það leið
aldrei langur tími milli þess að við
konurnar hittumst og oft voru það
fastir tveir dagar í mánuði.
Gunna var mikill barnavinur og
aldrei kom hún án þess að vera
með nammipoka handa börnun-
um, sem þau minnast enn í dag.
Um leið og við fylgjum drottning-
unni okkar hinsta spölinn, sendum
við manni hennar og fjölskyldu
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Kristjana, Hekla, Gréta
og Helga.
Guðrún
Vigfúsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Þú varst alltaf svo góð við mig,
ég fékk athygli þína óskipta,
þú lifðir fyrir mig,
hlustaðir á mig,
talaðir við mig,
leiðbeindir mér,
lékst við mig,
sýndir mér þolinmæði,
agaðir mig í kærleika,
sagðir mér sögur,
fræddir mig
og baðst með mér.
Þú varst alltaf svo nærgætin
og skilningsrík,
umhyggjusöm og hjartahlý.
Þú varst skjól mitt og varnarþing.
Við stóðum saman í blíðu og
stríðu,
vorum sannir vinir.
Mér þótti svo undur vænt um
þig,
elsku mamma mín.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þóra Alexía.
Ég kveð þig, hugann heillar
minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Erna S. Mathiesen.
Elsku Óli mágur
minn sem fór svo
snögglega og svip-
lega frá okkur.
Óli var hluti af
fjölskyldunni í meira en 30 ár.
Það verður erfitt að venjast því
að hann verði ekki til staðar þeg-
ar maður skreppur norður á
Strandir. Hver eldar nú fyrir mig
kvöldmat?
Mig setur hljóða, ég er svo
sorgmædd og er búin að hugsa
stanslaust til hans.
Óli og Lára. Óli og börnin. Óli
sjómaður. Óli vörubílstjóri. Óli
með derhúfu svo honum yrði ekki
kalt á höfðinu.
Óli var barngóður, hann var
duglegur að vinna, hann flíkaði
ekki tilfinningum sínum en varð
mýkri með árunum. Óli var mjög
heimakær og kunni best við sig
með fjölskyldu sinni.
Ólafur Jóhannes
Friðriksson
✝ Ólafur Jóhann-es Friðriksson
fæddist 2. apríl
1962. Hann lést 25.
apríl 2016.
Útför Ólafs fór
fram 7. maí 2016.
Ég var aldrei
gestur heima hjá
Láru og Óla heldur
ein af fjölskyldunni.
Það var alltaf hægt
að koma mér og
mínum fyrir. Og
börnin mín tvö
bjuggu heima hjá
Láru og Óla sitt
hvort sumarið og
var það ekkert mál.
Það var yndislegt
að sjá Óla í afahlutverkinu. Nýr
kafli í lífi hans var að byrja og
hann naut hans í botn.
Elsku Lára, Örvar, Unnur,
Veiga, Jón Arnar og Arna, ég veit
að þetta er gríðarlegt högg fyrir
ykkur og hreinlega ömurlegt að
þetta hafi gerst. Munið að sorgin
mildast með tímanum og þið látið
minninguna um Óla lifa.
Ég votta einnig föður Óla og
systkinum samúð mína.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn.)
Hrund.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURSTEINN SIGURSTEINSSON,
Skjólbrekku,
andaðist á heimili sínu þriðjudaginn
17. maí. Útförin fer fram frá
Borgarneskirkju fimmtudaginn 26. maí klukkan 14.
Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er
bent á Krabbameinsfélag Borgarfjarðar.
.
Guðrún Jóhannsdóttir,
Viggó Sigursteinsson,
Björgvin Sigursteinsson, Steinunn B. Hilmarsdóttir,
Björk Sigursteinsdóttir, Sigurður J. Sigurðarson
og barnabörn.
Ástkær móðir mín, dóttir, systir og
mágkona,
AUÐUR GUNNARSDÓTTIR,
Hraunbæ 150,
lést á Landspítalanum Hringbraut þann
11. maí 2016. Útför hennar fer fram frá
Grafarvogskirkju föstudaginn 27. maí kl. 13.
.
Ásta Rut Hjartardóttir
Sigríður Benný Eiríksdóttir
Eiríkur Gunnarsson Valgerður Stefánsdóttir
Trausti Gunnarsson Berglind Rut Sveinsdóttir
Hildur Gunnarsdóttir Guðjón Pétur Ólafsson
Ragnheiður Gunnarsdóttir Bjarni Snæbjörnsson
Unnur Gunnarsdóttir
Minningarathöfn um ástkæra móður mína,
systur, tengdamóður og ömmu,
GUÐBJÖRGU MARGRÉTI
GISSURARDÓTTUR MAUGHAN (DISTU)
sem lést 1. febrúar, verður haldin í
Fríkirkjunni Kefas, Fagraþingi 2a, 203
Kópavogi, föstudaginn 27. maí kl. 14.
.
Brynja Maughan
David Holmes
Eliza Björk Holmes
Jóna Gissurardóttir
Þorgerður Ína Gissurardóttir Halldór Skaftason
Kristján Gissurarson Þórunn A. Magnúsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
fósturfaðir og afi,
EINAR LAXNESS,
sagnfræðingur,
Stóragerði 29, Reykjavík,
lést á heimili sínu mánudaginn 23. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
.
Elsa Jóna Theódórsdóttir,
Sigríður Einarsdóttir Laxness,
Halldór E. Laxness,
Margrét E. Laxness,
Einar E. Laxness,
Hjalti Garðar Lúðvíksson,
Theódór Lúðvíksson
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
FRIÐRIK INGIMAR JÓNSSON
rafvirki,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn
20. maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðar-
kirkju föstudaginn 3. júní kl. 13.
.
Halldóra Guðmundsdóttir
Þórunn Ingimarsdóttir
Bjarnveig Ingimarsdóttir Magnús Agnarsson
Ingunn Ingimarsdóttir Kristinn G. Ólafsson
Halldóra Ingimarsdóttir Pétur M. Sigurðssson
Bergþóra V. Ingimarsdóttir Einar Th. Jónsson
Jón Ingimarsson María Ósk Steinþórsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar