Morgunblaðið - 25.05.2016, Síða 27
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2016
Albert starfaði hjá Vífilfell á sumr-
in og með skólanámi á veturna frá 13
ára aldri: „Ég var alltaf duglegur að
vinna. Þess vegna varð ég snemma
fjárhagslega sjálfstæður, keypti mér
fyrst bíl þegar ég var 16 ára þó ég
hefði lítið við hann að gera nema bóna
hann fram að bílprófi. En þá var hann
líka vel bónaður. Þetta var Oldmobile
Cutlass Ciera, árgerð 1984, þvílíkur
dreki, blá sanseraður á hvítum álfelg-
um. Það var ekki dónalegt að mæta á
honum í Versló, enda hækkaði ég þar
um tign um margar gráður.
Ég hef alltaf haft gaman af bílum
og horfi gjarnan á eftir fallegum bíl-
um, en þarna hófst bilaáhuginn fyrir
alvöru. Nú nýverið var fjölskyldan að
flytja inn Chervolett Impala, árgerð
1962, en hann er fenginn í minningu
um tengdapabba sem var gríðarlegur
bílaáhugamaður.“
Albert starfaði hjá Víflilfelli í ára-
tug en hóf síðan að starfa með föður
sínum í byggingariðnaðinum. Þeir
byggðu m.a. fyrir Orkuveituna og rík-
isfyrirtæki. Hann varð síðan fram-
kvæmdastjóri Atlantsolíu 2006-2008
en sagt var að þá hefði verið sett Ís-
landsmet í byggingu bensínstöðva er
fyrirtækið opnaði fimm stöðvar á sex
mánuðum. Á sama tíma þjálfaði hann
frjálsar íþróttir hjá ÍR, HSK og í Sví-
þjóð og þjálfaði m.a. Harald Ein-
arsson sem mun vera sprettharðasti
þingmaður sögunnar.
Fjölskyldan flutti til Svíþjóð 2009
þar sem Albert kenndi markaðsfræði
við Háskólann í Halmstad í tvö ár. Þá
bauðst honum og konunni hans að
gerast umboðsaðilar Lindex á Ís-
landi. Þau tóku boðinu með þökkum.
Albert og eiginkona hans, Lóa Dag-
björt, opnuðu fyrstu verslunina í
Smáralind þann 11. nóvember 2011
en urðu að loka versluninni aftur eins
og kunnugt er nokkrum dögum síðar
vegna vöruskorts. Öllum að óvörum
höfðu fimm prósent þjóðarinnar þá
lagt leið sína í verslunina. Nú starf-
rækja þau saman, ásamt fjölskyld-
unni, fimm verslanir hér á landi.
Áhugamál Alberts snúast um fjöl-
skylduna, bíla, siglingar og flug: „Ég
er með skemmtibátaskírteini sem
veitir mér leyfi til að stýra 25 metra
fleyjum, er nu að læra til einkaflug-
manns og hef átt ýmsa góða bíla um
ævina.
Ég veit fátt skemmtilegra en að
horfa á synina keppa í fótbolta, dótt-
urina í ballet og hef mikla ánægju af
að hlusta á góða tónlist.“
Fjölskylda
Kona Alberts er Lóa Dagbjört
Kristjánsdóttir, f. 19.11. 1979, um-
boðsaðili Lindex á Íslandi. Foreldrar
hennar: Kristján Linnet Einarsson, f.
5.4. 1953, d. 4.6. 2015, kartöflubóndi
og bílstjóri í Vatnsholti í Villingaholti,
og k.h., Anna Árnadóttir, f. 16.12.
1958, starfsmannastjóri í Garðabæ.
Börn Alberts og Lóu Dagbjartar
eru Daníel Victor Albertsson, f. 5.7.
2002; Magnús Valur Albertsson, f.
6.4. 2009, og Anna Sóley Alberts-
dóttir, f. 22.11. 2012.
Systkini Alberts eru Berglind
Magnúsdóttir, f. 28.4. 1979, dansari
og nemi í Reykjavík; Sigrún Ýr
Magnúsdóttir, f. 10.5. 1983, dansari
og verslunarstjóri á Selfossi; Magnús
Árni Magnússon, f. 5.2. 1993, nemi og
starfsmaður hjá Lindex, búsettur í
Reykjavík.
Foreldrar Alberts eru Guðný Guð-
mundsdóttir, f. 8.11. 1954, fast-
eignasali, og Magnús Valur Alberts-
son, f. 4.12. 1954, húsasmíðameistari.
Úr frændgarði Alberts Þórs Magnússonar
Albert Þór
Magnússon
Guðný Þórðardóttir
húsfreyja á Akureyri,
Kópaskeri og Raufarhöfn
Sveinn Jósías Guðjónsson
verkamaður á Akureyri,
Kópaskeri og á Raufarhöfn
Sigrún Ólöf Sveinsdóttir
húsfr. og sjúkraliði í Rvík
Guðmundur Júlíus Gíslason
vélstjóri og einn stofnenda
Steðja í Rvík
Guðný Guðmundsdóttir
fasteignasali í Rvík
Kristín Þorlaug
Guðmundsdóttir
húsfreyja
Gísli Sveinsson
b. í Leirhöfn við Raufarhöfn
Sigrún Ýr Magnúsdóttir
margf. Íslandsmeistari
og Norðurlandameistari
í samkvæmisdönsum
Hrafnhildur
Valbjörnsdóttir
leikari, þjálfari
og margfaldur
Íslandsmeistari
í vaxtarrækt
Gísli Guðmundsson
vélvirki í Rvík
Andri Sveinsson
rak rammagerð á Akureyri
Sigurður Þór
Sigurðsson
margfaldur
Íslandsmeistari
í samkvæmis-
dönsum
Guðmundur Gíslason
flugstjóri hjá Icelandair
Guðný Andradóttir
húsfr. á Akureyri
Ingvar Örn Gíslason
flugmaður og
flugkennari í Rvík
Berglind Magnúsdóttir
margf. Íslandsmeistari
í samkvæmisdönsum
Bryndís Valbjarnardóttir
prestur á Skagaströnd
Kristinn Guðmundsson
tölvumaður í Rvík
Jörgen Árni
Albertsson
rakarameistari
í Kópavogi
Ögmundur G.
Albertsson
matreiðslu-
meistari í Rvík
Sigríður
Albertsdóttir
íslensku-
kennari við MR
Kristín
Albertsdóttir
hjúkrunarfr. á
Selfossi
Sigríður Magnúsdóttir
húsfreyja í Rvík
Árni Þórðarson
fisksali í Rvík
Þóra Filippía Árnadóttir
húsfreyja í Rvík
Valbjörn Þorláksson
frjálsíþróttakappi í Rvík
Kjörfaðir: Albert Jensen
húsasmíðameistari
Magnús Valur Albertsson
húsasmíðam. í Rvík
Ásta Júlíusdóttir
húsfreyja
Þorlákur Anton Þorkelsson
sjómaður á Siglufirði og víðar
90 ára
Ragnheiður Jónsdóttir
Terry Goodwin Lacy
85 ára
Jón Svan Sigurðsson
Þórdís Steinunn
Sveinsdóttir
80 ára
Ásthildur Sigurðardóttir
Borghildur
Kristbjörnsdóttir
Elsie Sigurðardóttir
Jónhildur Friðriksdóttir
Stefán Bergþórsson
Thelma Jóhanna
Grímsdóttir
75 ára
Gísli Gestsson
Guðjón Sigurðsson
Guðrún Þ. Jónsdóttir
Sóley Sigurðardóttir
70 ára
Arngerður Sigtryggsdóttir
Ferne Yveline Nevjinsky
Guðrún Friðjónsdóttir
Hallgrímur Júlíusson
Hávarður Helgason
Jón H. Guðmundsson
Jón Sighvatsson
Jón Sigurðsson
Jórunn Erla Eyfjörð
Leifur Jóelsson
Margrét Pétursdóttir
Ólöf Þórey Eyjólfsdóttir
Sigrún Helgadóttir
Steinunn A. Bjarnarson
Steinunn J.
Guðmundsdóttir
Þórarinn Guðbjartsson
60 ára
Danilo Saavedra Camins
Guðbjörg Björnsdóttir
Guðmundur Jónasson
Guðni Elísson
Hanna Sveinrún
Ásvaldsdóttir
Inga Sigurðardóttir
Jóhann Rúnar Magnússon
Jónas Guðmundsson
Sigríður Jóna Bragadóttir
Sveinn Helgason
Þórður Guðmundsson
50 ára
Anna Bozena Waszczuk
Árni Grant
Bergur Pálsson
Leong Wai Kuen
Piotr Tomasz Petruk
Sigtryggur Harðarson
Skúli Þór Sveinsson
Þorsteinn Jónas Sk.
Haraldsson
Þórður Höskuldsson
Þórey Björk Helgadóttir
40 ára
Albert Þór Magnússon
Brynja Rafnsdóttir
Brynjar Gústafsson
Dagrún Björk
Sigurðardóttir
Guðmundur Logi Ólafsson
Heiðrún Sigvaldadóttir
Jónas Fanndal Þorvaldsson
Monika Anna Zdun
Þorgrímur Sveinsson
Þröstur Freyr Sigfússon
30 ára
Eiður Rúnarsson
Halldóra Þ. Halldórsdóttir
Hekla Ösp Ólafsdóttir
Ingólfur Arnarson
Katrín Sif Antonsdóttir
Kristófer Ari Te Maiharoa
Snorri Harðarson
Theodór Ingi Þrastarson
Til hamingju með daginn
30 ára Halldóra ólst upp
á Ísafirði, býr í Reykjavík,
lauk stúdentsprófi frá Bif-
röst og er heimavinnandi
sem stendur.
Maki: Gunnar Þór Ás-
geirsson, f. 1985, lög-
fræðingur hjá Fjármála-
eftirlitinu.
Börn: Ardís, f. 2003;
Svava Lind, f. 2008, og
Ásdór, f. 2014.
Foreldrar: Sveinbjörg
Sveinsdóttir, f. 1964, og
Halldór Júlíusson, f. 1957.
Halldóra Þ.
Halldórsdóttir
30 ára Ingólfur ólst í
Reykjavík og á Blönduósi,
býr í Reykjavík, lauk MSc-
prófi í verkfræði og starf-
ar hjá Eflu verkfræðistofu.
Maki: Harpa Guðmunds-
dóttir, f. 1986, hjúkr-
unarfræðingur.
Dóttir: Iðunn Ingólfs-
dóttir, f. 2013.
Foreldrar: Örn Arnarson,
f. 1960, vélfræðingur, og
Margrét Stefánsdóttir, f.
1958, hjúkrunarfræð-
ingur.
Ingólfur
Arnarson
30 ára Katrín ólst upp á
Ólafsfirði, býr á Akureyri,
lauk stúdentsprófi frá
VMA og vinnur heima.
Maki: Sigurður Gunnar
Hjartarson, f. 1982, sjó-
maður.
Börn: Stefán Gretar, f.
2008; Alexander Ágúst, f.
2010, og Konný Marsibil,
f. 2015.
Foreldrar: Greta Kristín
Ólafsdóttir, f. 1963, og
Anton Konráðsson, f.
1960.
Katrín Sif
Antonsdóttir
Páll fæddist á Hraunum í Fljót-um 25.5. 1868. Hann var son-ur Einars Baldvins Guð-
mundssonar,
óðalsb., hreppstjóra, oddvita og
alþm. á Hraunum og síðar kaup-
manns og dbrm. i Haganesvík, og
Kristínar Pálsdóttur húsfreyju.
Einar Baldvin var sonur Guð-
mundar Einarssonar, bónda og há-
karlaformanns á Hraunum, og k.h.,
Helgu Gunnlaugsdóttur húsfreyju,
en Kristín var dóttir Páls Jónssonar,
prests og sálmaskálds á Myrká, á
Völlum í Svarfaðardal og í Viðvík í
Skagafirði, og f.k.h., Kristrúnar Þor-
steinsdóttur húsfreyju.
Frá þeim Hraunmönnum er kom-
inn fjöldi verkfræðinga en Guð-
mundar hákarlaformaður var bróð-
ur Baldvins Einarssonar
þjóðfrelsismanns sem skrifaði Ár-
mann á Alþingi og var fyrsti verk-
fræðinemi Íslendinga..
Fyrri kona Páls var Sigríður
Árnadóttir, f. Thorsteinson, hús-
freyja sem lést 1905 og eignuðust
þau tvö börn en seinni kona hans var
Sigríður Franzdóttir, f. Siemsen, og
eignuðust þau sex börn
Meðal barna Páls má nefna Árna,
yfirverkfræðing hjá Vegagerðinni;
Einar Baldvin, yfirverkfræðing hjá
Reykjavíkurborg og prófessor við
HÍ; Franz Eduard, deildarstjóra hjá
Olíuverslun Íslands; Ólaf bygg-
ingaverkfræðing, föður Unnar veð-
urfræðings, og Kristínu, ömmu
Eddu Þórarinsdóttur leikkonu.
Frá Einari alþm. er kominn fjöldi
þekktra einstaklinga, s.s. Bessí Jó-
hannsdóttir, Þorsteinn Ólafsson
tannlæknir, Jórunn Viðar og Þur-
íður Pálsdóttir söngkona.
Páll lauk embættisprófi i lögfræði
frá Hafnarháskóla 1891. Hann var
málflutningsmaður við Lands-
yfirréttinn, sýslumaður í Barða-
strandarsýslu, bæjarfógeti í Hafn-
arfirði og sýslumaður Gullbringu- og
Kjósarsýslu. Hann var kosinn fyrsti
borgarstjórinn í Reykjavík 1908 og
gegndi því embætti í eitt kjörtímabil
sem var þá sex ár. Hann var síðan
bæjarfógeti og sýslumaður á Ak-
ureyri og loks hæstaréttardómari.
Páll lést 17.12. 1954.
Merkir Íslendingar
Páll
Einarsson
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
gerðu tónlist á makkann þinn
Duet 2
stúdíógæði í lófastærð
One
fyrir einfaldar upptökur
MiC
hágæða upptökur
Jam
alvöru gítarsánd