Morgunblaðið - 30.05.2016, Síða 8

Morgunblaðið - 30.05.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016 Þau voru skörp skilin á millitveggja hluta viðtalsþáttarins Eyjunnar í gær. Í fyrri hlutanum mættust tveir for- setafram- bjóðendur og áttu huggulegt spjall sem skildi lítið eftir fyrir kjósendur. Í seinni hlutanum mættust Davíð Oddsson og Guðni Th. Jóhannesson og þar var tekist á svo gagn var að fyrir áhorfendur.    Davíð vakti athygli á því að Guðnihefði hlaupið frá skoðunum sínum í nokkrum mikilvægum mál- um. Eins og til að gæta samræmis hljóp Guðni í þættinum frá því að hafa hlaupið frá skoðunum sínum, en lenti svo í miklum vandræðum og reiddist verulega þegar farið var að vitna í og lesa upp fyrri ummæli hans um þorskastríðin, Icesave og stjórnarskrárbreytingar.    En það er ekki nóg að reiðast ográðast á þann sem rifjar upp það sem sagt hefur verið og vekur athygli á misræmi í málflutningi. Menn verða að gangast við því og út- skýra það.    Guðni verður að útskýra það aðhafa beitt sér fyrir samþykkt Icesave-samninga og hrætt lands- menn með því að annars gæti ein- angrun eins og hjá Norður-Kóreu verið það sem biði okkar, hann verð- ur að gangast við því að hafa af óút- skýrðum ástæðum viljað kollvarpa stjórnarskránni í kjölfar falls bank- anna og að hafa gert lítið úr þeim af- rekum sem unnin voru í þorskastríð- unum.    Fólk á skilið að vita hvar það hef-ur forseta sinn og þess vegna mega forsetaframbjóðendur ekki hagræða orðum sínum svo þau hljómi vel í kosningabaráttu. Hlaupist undan eigin orðum STAKSTEINAR Veður víða um heim 29.5., kl. 18.00 Reykjavík 10 rigning Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 9 skýjað Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 9 léttskýjað Ósló 12 rigning Kaupmannahöfn 22 skýjað Stokkhólmur 16 léttskýjað Helsinki 18 léttskýjað Lúxemborg 19 skýjað Brussel 18 súld Dublin 17 léttskýjað Glasgow 17 léttskýjað London 19 skýjað París 17 rigning Amsterdam 18 rigning Hamborg 20 léttskýjað Berlín 27 léttskýjað Vín 26 heiðskírt Moskva 24 skýjað Algarve 20 léttskýjað Madríd 18 skýjað Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 24 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 28 heiðskírt Winnipeg 16 skýjað Montreal 17 alskýjað New York 28 skýjað Chicago 23 léttskýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:26 23:26 ÍSAFJÖRÐUR 2:47 24:14 SIGLUFJÖRÐUR 2:28 23:59 DJÚPIVOGUR 2:46 23:05 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM MÁL OG ÁKLÆÐI AÐ EIGIN VALI NÝ SENDING AF BORÐSTOFUHÚSGÖGNUM Brynjólfur Svein- bergsson, fv. mjólkur- bússtjóri, andaðist á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga að kvöldi 25. maí sl. Hann var fæddur á Blönduósi 17. jan. 1934. Brynjólfur nam mjólkurfræði við Meieris skole í Þránd- heimi og útskrifaðist þaðan 1955. Hann hóf þá störf við mjólkur- vinnslu á Selfossi, þar til hann réðst að ný- stofnaðri Mjólkurstöð KVH/ KFHB á Hvammstanga árið 1959. Vann hann þar að öflugri upp- byggingu allan sinn starfsaldur, m.a. að ostagerð sem varð lands- kunn undir heitinu „Hvamms- tangaosturinn“. Hann lét þar af störfum í árslok 1999, eftir 40 ára farsælt starf. Brynjólfur var mikill félags- málamaður. Hann var stofnfélagi í Tækni- félagi mjólkuriðn- aðarins og virtur inn- an sinnar stéttar. Hann tók virkan þátt í uppbyggingu fyr- irtækja á Hvamms- tanga og stofnaði m.a. Meleyri rækju- verksmiðju og sauma- stofuna Drífu. Brynj- ólfur var varaþing- maður fyrir Fram- sóknarflokkinn, og sat um árabil í hreppsnefnd Hvammstangahrepps, oftast sem oddviti. Átti hann mestan heiður af lagningu hitaveitu frá Laugar- bakka til Hvammstanga árið 1972, sem hann var alla tíð mjög stoltur af. Eftirlifandi eiginkona hans er Brynja Bjarnadóttir, fædd árið 1942, ættuð úr Flóanum, og eign- uðust þau þrjú börn. Andlát Brynjólfur Sveinbergsson Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Klara Bjartmarz, framkvæmdar- stjóri KSÍ, var eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Meistaradeildar kvenna á fimmtudag. Þetta er mikill heiður fyrir Klöru og íslenska knattspyrnu að hún skuli hafa verið tilnefnd til þessara starfa. „Ég fékk tilnefningu frá UEFA um mánuði áður en leikurinn fór fram og vissi að ég væri ein af þeim fáu sem kæmu til greina. Í framhaldinu kom svo staðfesting og þó að þessi tíma- setning væri ekki góð var þetta þannig verkefni að maður segir ekki nei,“ segir Klara. Hún stoppaði ekki lengi á Íslandi, á laugardaginn fór hún aftur utan til að fylgjast með undirbúning ís- lenska landsliðsins í Noregi. Í leiknum á fimmtudaginn mætt- ust risarnir í kvennaknattspyrnu, Wolfsburg og Lyon, og var leikið á Città del Tricolore vellinum í Reg- gio á Ítalíu. Lyon hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Klara ber ábyrgð á að leikurinn fari fram samkvæmt öllum reglugerðum. „Ég er mætt fimm dögum fyrir leik og sé til þess að búningsklefar, öll þjónusta við liðin og dómara og öll framkvæmd á leiknum sé samkvæmt reglugerð- um.“ Klara var ekki eini norræni starfsmaður leiksins því öryggis- stjórinn var frá Finnlandi og dómaraeftirlitsmaðurinn var frá Svíþjóð. „Við kölluðum okkur nor- rænu klíkuna og höfðum gaman af.“ Horfir mikið á vellina Klara reyndi að njóta leiksins þó í mörg horn væri að líta en eitt vakti sérstaka athygli hennar; sjálfur völlurinn – Città del Tricolore í Reggio – sem tekur um 20 þúsund manns en KSÍ skoðar nú ýmsar hugmyndir um hvernig best sé að stækka Laugardalsvöllinn. „Nú horfir maður svo mikið á vellina. Þetta er flott stærð. Hann er reynd- ar opinn í hornunum en rúmar 20 þúsund manns. Það var allt mjög aðgengilegt, góðir búningsklefar, mjög fínar aðstæður í kring og skemmtileg stemmning á vellinum.“ „Þannig verkefni að maður segir ekki nei“  Klara Bjartmarz var eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Meistaradeildar kvenna Ljósmynd/Úr einkasafni Á vellinum Klara á Città del Trico- lore sem tekur um 20.000 manns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.