Morgunblaðið - 30.05.2016, Síða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016
Líkanið laðar að Feðgin virða fyrir sér Íslandskortið eða Íslandslíkanið í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjölmargir ferðamenn leggja leið sína í Ráðhúsið, meðal annars til að skoða Íslandskortið.
Árni Sæberg
Söfn eru góðir staðir
til þess að varðveita
sögu þjóðar. Þau skapa
gjarnan samþjappað
og notalegt umhverfi –
eins konar útdrátt úr
raunveruleikanum.
Hlutgerðar minjar, svo
sem amboð og áhöld,
myndir, skrár og
skýrslur, fela í sér og
miðla fróðleik, jafnvel
tæmandi, um ýmis svið þjóðlífs. Öðr-
um sviðum verða ekki gerð skil með
jafn skýrum hætti innan safnveggja
þótt fráleitt séu mörkin á milli svið-
anna klippt og skorin.
Í umhverfi okkar er hins vegar
urmull minja sem illt er að koma
fyrir á hefðbundnu safni. Nefna má
minjar um sjósókn og landbúnað,
tvö mikilvæg svið íslensks þjóðlífs í
aldanna rás, minjar um störf fyrri
kynslóða, mörk sem þær hafa sett á
umhverfi sitt. Sum verða varanleg
en líklega eru þau þó fleiri sem nátt-
úruöflin með hjálp tímans má út
hægt og bítandi: Tökum naust, varir
og hróf, fjárborgir, fjárréttir, sel-
stöður, akurgerði, áveitugarða og
beðasléttur sem dæmi en líka
gróðursamfélög í gömlum túnum,
fornum engjateigum ellegar í aflögð-
um matjurtagörðum – allt hlutar af
því sem gjarnan er nefnt
menningarlandslag, þ.e. landslag
sem maðurinn með mennsku sinni
hefur mótað eða sett mark sitt á. Á
söfnum varðveitum við áhöld og
muni sem mennskunni, nýtingar-
brögðunum, tilheyrðu. Þar segja
þeir þó oft aðeins hluta sögunnar ef
ekki er hugað að heildarsamhengi
hennar. Um er að ræða samspil
þátta sem tákna má á eftirfarandi
hátt; láttu þér ekki bregða þótt ég
setji fram dálitla formúlu:
Gripur x Verkþekking x Menn-
ingarlandslag = Heildstæð minja-
sýn
Ég viðurkenni að þetta er senni-
lega dálítið uppskrúfað og tilgerðar-
legt hjá mér; ég skal því reyna að
skýra framsetningu mína með
dæmi:
1. Í Landbúnaðarsafni Íslands á
Hvanneyri eru nokkrir gripir sem
tengjast mjöltum og mjólkurvinnslu
fyrri tíðar – rétt eins og í flestum
byggðasöfnum landsins. Þar standa
gripirnir sem misjafn-
lega lýsandi dæmi um
þjóðhætti fyrri tíðar,
þó ærið oft sem dauðir
hlutir lítt talandi til nú-
tímans.
2. Urmull skriflegra
lýsinga á verkþekking-
unni, sem gripunum
tengdist, er til; þekk-
ingunni á því hvernig
mjólkin, helsta hráefni
daglegrar fæðu okkar
Íslendinga í aldanna
rás, var unnin og
hvernig verkum var hagað, sömu-
leiðis allri hirðingu kvikfjárins sem
mjólkað var. Líka eru til ljósmyndir,
hljóðritaðar frásagnir heimildar-
manna, svo og kvikmyndir. Þannig
er verkþekkingin skráð í veigamikl-
um greinum. Miðlunartækni nú-
tímans hefur ótal ráð til áhrifamik-
illar framsetningar á henni.
3. Kemur þá að þriðja lið formúl-
unnar, menningarlandslaginu,
merkjunum um það hvernig menn-
irnir bjuggu um sig í landinu/
umhverfi sínu. Menningarlandslag
verður aðeins að litlu leyti fært inn á
hefðbundið safn. Það nýtur sín best
og í skýrustu samhengi þar sem það
er að finna. Í dæminu sem hér var
tekið væri um að ræða kvíar, stekki,
selstöður o.fl., þ.e. mannvirkjaleifar
en líka umhverfi þeirra svo sem
landslag, gróðurfar/beitarkosti,
vatnsból, fararleiðir, afstöðu til
veðra og vinda ...
Ef til vill er framsetning mín ekki
nægilega skýr enn. Til þess að varpa
gleggra ljósi á tengsl safna og menn-
ingarlandslags rek ég nýlega sögu
úr eigin upplifun:
Um síðustu páska rakst ég á all-
skýra tóft í haganum sunnan við
byggðina á Hvanneyri, þar sem heit-
ir suður í Landi. Þar má finna ýmsar
minjar um fyrri búskaparhætti en á
þessa tóft hafði ég satt að segja ekki
rekist fyrr. Nokkrum dögum seinna
skoðaði ég tóftina því nánar, og þá
með aðstoð tveggja ungra nágranna,
þeirra Arons Bjarna Ísgeirssonar og
Guðmundar Braga Borgarssonar,
nemenda í Grunnskóla Borgarfjarð-
ar á Hvanneyri. Við leiðangurs-
mennirnir mældum tóftina, hnitsett-
um hana og ljósmynduðum sem best
við gátum. Við skráðum allt vand-
lega og bárum okkur að eins og al-
vöru fræðingar um forneskju væru
þar á ferð.
Ég naut aldursmunarins við fé-
laga mína, sem er liðlega sextíu ár,
og taldi með vísun til reynslu áranna
sennilegast, að lokinni athugun okk-
ar, að þarna stæðu leifar af kví, all-
stórri og vandaðri, líklega fyrir einar
35-40 kvíaær. Kvíin er efnismikil,
með vænum steinum í hleðslu. Til
hennar virðist því hafa verið vandað.
Ég er ekki frá því að landið hafi
lifnað í augum okkar þremenning-
anna við þessa litlu athugun, landið
sem við vorum oft búnir að fara um
áður og virtist bara vera þúfur,
klettar, sinubeðjur, mosi og vegar-
slóði. Umhverfið lifnaði við það að
við skynjuðum tengsl fólksins,
landsins, gróðursins, búfjárins/kvía-
ánna og áhaldanna, safngripanna –
og hvernig allt þetta ófst saman í
eina heild: Dagleg viðfangsefni og
lífsafkomu löngu genginna kynslóða.
Í ár er Alþjóðlegi safnadagurinn
haldinn undir yfirskriftinni Söfn og
menningarlandslag. Með henni er
minnt á tengsl safna við umhverfi
sitt, líkt og hér var tekið lítið dæmi
um. Sérstaklega er átt við þá þætti
umhverfis sem með einum eða öðr-
um hætti eru mótaðir af manninum í
daglegri iðju hans. Söfn eiga ekki að-
eins að vera innhverf heldur líka að
tengja safnkost sinn og starf
umhverfinu bæði í félagslegu og
efnislegu tilliti, allt eftir eðli safn-
kostsins að sjálfsögðu, almenningi til
hagsbóta og ánægjuauka.
Ávinningurinn við eflingu tengsla
safna við menningarlandslagið er
nefnilega margþættur:
Meiri og heildstæðari skilning-
ur safngesta á sögu þjóðarinnar – og
þá hlutverki safnsins.
Efld umhverfisvitund almenn-
ings, meiri umhverfisskilningur og
hvati til þess að ganga vel um um-
hverfið – lesa í það og varðveita.
Viðbótarvídd í náttúruskoðun
almennings, heilsubætandi útivist og
menntandi afþreying.
Reglulega er bent á dæmi um
menningarminjar sem eru í eyð-
ingarhættu, t.d. nú strandminjar
víða um land. Bættur skilningur al-
mennings og stjórnvalda ríkis og
sveitarfélaga á samhenginu sem hér
hefur verið dregið fram er vís leið til
þess að meira verði gert til varð-
veislu minjanna, í skráningu og
greiningu á þeim og til hagnýtingar í
þágu framtíðar. Á því sviði hafa
mörg íslensk söfn miklu hlutverki að
gegna og mikið verk að vinna.
Eftir Bjarna
Guðmundsson » Í ár er Alþjóðlegi
safnadagurinn hald-
inn undir yfirskriftinni
Söfn og menningar-
landslag.
Bjarni Guðmundsson
Höfundur er forstöðumaður á Land-
búnaðarsafni Íslands.
Söfn og menningarlandslag
Safnið Þeir Guðmundur Bragi Borgarsson með mjólkurfötuna og Aron
Bjarni Ísgeirsson við bullustrokkinn. Strokkur af yngri gerð fyrir framan.
Ljósmyndir/Bjarni Guðmundsson
Kvíin Kvíartóftin, 8x1,9 m að innanmáli, undir þykkum sinufeldi. Hvíta lín-
an hefur verið dregin til þess að marka lauslega útlínur kvíarinnar.