Morgunblaðið - 30.05.2016, Side 18

Morgunblaðið - 30.05.2016, Side 18
18 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016 Ég fæ hlýleg- ar kveðjur frá nýkjörnum for- manni Við- reisnar, hinum síkáta Benedikt Jóhannessyni, í laugardagsblaði Morgunblaðsins í fyrradag, í að- sendri grein und- ir fyrirsögninni Óvönduð blaðamennska. Ekki nenni ég að telja upp ávirðingar hans í minn garð og viðmælanda míns, vegna greinar sem ég skrifaði í fimmtudagsblað Morgunblaðs- ins í síðustu viku, undir fyrir- sögninni Evrópustefna Við- reisnar í felum, en tel rétt að víkja nokkrum orðum að fréttatilkynningu sem Viðreisn sendi á fjölmiðla 24. maí sl. um stofnun flokksins. Í tilkynningunni eru taldir upp 15 stjórnarmenn í hinum nýstofnaða flokki og greint frá því hverjir voru ræðumenn á stofnfundinum. Því næst kemur millifyr- irsögn: Stefna Viðreisnar Og að því búnu er stefna flokksins tíunduð, en orðrétt er hún svona, eins og kom fram í grein minni á fimmtudag: „Samþykkt var sú grunn- stefna Viðreisnar að byggja upp samfélag þar sem einstaklingar vilji og geti nýtt hæfileika sína til fulls. Mikilvægt sé að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum og gæta þess að traust ríki í stjórnmálum og í garð stofnana ríkisins. Efla beri málefnalega umræðu og góða stjórnarhætti með áherslu á gegnsæi og gott siðferði. Önnur áhersluatriði: Almannahagsmunir gangi framar sérhagsmunum. Allir einstaklingar, heimili og fyrir- tæki skulu njóta jafnræðis. Náttúruauðlindir landsins eru sameign þjóðarinnar. Þær ber að nýta skynsamlega og greiða markaðsverð fyrir af- not. Óskert náttúra er verð- mæt auðlind. Félagslegt réttlæti, sem byggt er á samhug og ábyrgð, tryggir jafnan rétt til mennt- unar og velferðarþjónustu. Vestræn samvinna eykur ör- yggi og hagsæld þjóðarinnar og er forsenda sterkrar sam- keppnishæfni Ís- lands. Jafnrétti stuðlar að auk- inni velmegun og tryggir ein- staklingum frelsi til að full- nýta hæfileika sína og krafta. Neytendur eiga rétt á að búa við umhverfi þar sem hags- munir þeirra eru í fyrirrúmi. Þróttmikið menningarlíf er sérhverri þjóð mikilvægt og það ber að styðja og efla.“ Hvergi minnst á Evrópu, Evrópusamband, aðildarvið- ræður við Evrópusambandið, upptöku evru eða frjálslyndi. Benedikt, í grein sinni um hinn knáa blaðamann, mig, kýs í árásum sínum að vísa í það sem stendur á heimasíðu Viðreisnar, um stefnu flokksins, vissulega vel falið, þegar hann þarf að vitna í það sem stendur á undir- síðum heimasíðunnar, sem ég held að fáir ef nokkur hafi haft hugmynd um að væri til. Hvers vegna voru þessar upplýsingar, sem Benedikt er að vísa í, ekki í fréttatilkynn- ingunni? Skyldi það vera vegna þess að Viðreisn ákvað að það væri ekki pólitískt sexý um þessar mundir að flagga svo mjög hugmyndum flokks- manna um Evrópusambands- aðild og upptöku evru? Hinn síkáti formaður Við- reisnar, Benedikt Jóhannesson, ætti að líta sér nær, í stað þess að pönkast á mér, því vænt- anlega ber formaðurinn höfuð- ábyrgð á því að einungis þær upplýsingar um stefnu flokks- ins voru sendar út, sem birtast hér að ofan. Vinnubrögð hans eru vitnisburður um að hann reynir að hengja bakara fyrir smið og sjálfur er hann smið- urinn, að sjálfsögðu. Að hengja bakara Eftir Agnesi Bragadóttur »Hinn síkáti for- maður Við- reisnar, Benedikt Jóhannesson, ætti að líta sér nær, í stað þess að pönk- ast á mér. Höfundur er blaðamaður á Morgunblaðinu. Agnes Bragadóttir ✝ Þráinn Karls-son fæddist á Akureyri 24. maí 1939. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 22. maí 2016. Foreldrar hans voru Karl Valdimar Sigfússon, f. 9. des- ember 1886 í Víða- seli í Reykjadal, S- Þingeyjarsýslu, d. 25. júlí 1962, og Vig- fúsa Vigfúsdóttir, f. 28. desember 1899, í Hvammi í Þistilfirði, N-Þingeyjarsýslu, d. 25. maí 1967. Systkini Þráins: 1) Kári Elías, f. 18. ágúst 1919, d. 30. júlí 2001. 2) Gunnar, f. 5. júní 1923, d. 22. jan- úar 1973. 3) Skarphéðinn, f. 17. ágúst 1925, d. 9. október 1986. 4) Höskuldur Goði, f. 7. september 1933. 5) Ásdís, f. 6. júní 1935. Þann 25. maí 1968 kvæntist Þráinn Ragnheiði Garðarsdóttur, f. 18. apríl 1939 á Akureyri. For- eldrar Ragnheiðar voru Garðar Jóhannesson, f. 17. desember 1904 að Gilsá í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði, d. 20. nóvember 1957, og Hildigunnur Magnúsdóttir, f. 28. mars 1915 að Torfum í úar 1993, í sambúð með Karólínu Helenudóttur, f. 24. júlí 1995. 4) Kjartan Atli, f. 8. ágúst 1997. Þráinn ólst upp á Akureyri og lauk vélsmíðanámi frá Iðnskól- anum á Akureyri og Vélsmiðj- unni Atla, 1959 og meistaraprófi í vélsmíði 1967. Framan af starfs- ævinni starfaði hann sem mat- sveinn og vélstjóri til sjós og síðar sem vélsmiður í Slippnum á Ak- ureyri. Hann hóf að leika með Leikfélagi Akureyrar árið 1956. Þráinn var fastráðinn leikari hjá LA frá því að félagið varð að at- vinnuleikhúsi árið 1971 og fór með fjölda hlutverka í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Þrá- inn var einn af stofnendum Al- þýðuleikhússins árið 1974. Einnig leikstýrði hann fjölda verka hjá LA og ýmsum áhugaleikfélögum á Norðurlandi, auk þess sem hann hannaði og smíðaði leikmyndir. Þráinn gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum fyrir Leikfélag Akureyrar, Félag íslenskra leik- ara, Iðnnemafélag Akureyrar og fleiri. Samhliða leikarastörfum sinnti hann myndlist. Þráinn hlaut fjölda viðurkenninga um starfsævina og var m.a. valinn bæjarlistamaður Akureyrar. Útför Þráins fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 30. maí 2016, klukkan 13.30. Hrafnagilshreppi, Eyjafirði, d. 21. nóv- ember 1994. Dætur Þráins og Ragnheið- ar eru: 1) Rebekka, f. 1. nóvember 1968, í sambúð með Ör- lygi Benediktssyni, f. 26. febrúar 1976. 2) Hildigunnur, f. 7. maí 1970. Hún var áður í sambúð með Gísla Nils Ein- arssyni, f. 21. desember 1972. Synir þeirra eru Þráinn Gíslason, f. 24. nóvember 2007, og Einar Kári Gíslason, f. 6. desember 2009. Dóttir Ragnheiðar af fyrra hjónabandi og stjúpdóttir Þráins er Kristín Konráðsdóttir, f. 11. maí 1960. Eiginmaður hennar er Ísleifur Karl Guðmundsson, f. 2. júlí 1963. Synir þeirra eru: 1) Steinar Karl, f. 2. september 1988, í sambúð með Sóleyju Smáradóttur, f. 12. nóvember 1988. Börn þeirra eru Snorri Karl Steinarsson, f. 6. september 2011, og Ragnheiður Lilja Stein- arsdóttir, f. 8. júlí 2013. 2) Vil- hjálmur Konráð, f. 8. febrúar 1991. 3) Ragnar Kári, f. 1. febr- Elsku afi, nú þegar komið er að kveðjustund hugsum við til baka til allra þeirra góðu stunda sem við höfum átt og upplifað með þér í gegnum tíðina. Allt frá bernsku hefur þú verið stór partur af lífi okkar og hefur þú brallað ófáa hluti með okkur og kennt okkur ýmislegt. Þá koma fyrst upp í hugann all- ar útilegurnar og sumarbústaða- ferðirnar sem við fórum í með ykkur ömmu þar sem þú kenndir okkur t.d. að kveikja varðeld og grilla pylsur yfir eldinum. Þá voru líka ófá krikketmótin haldin innan fjölskyldunnar, þar var keppnis- skapið allsráðandi og helst vildum við vinna þig og það tókst oft en vissir erum við um að þú hafir haldið aftur af þér bara til þess að gleðja okkur strákana. Nokkrir voru þeir líka hjólat- úrarnir sem við fórum í saman þar sem þú lést okkur sitja á sérútbú- inni spýtu sem þú hafðir sett á slána. Það að fara í hjólatúr með þér þýddi líka oft að við vorum á leiðinni niður á höfn að fara í báts- ferð sem var auðvitað aðalsportið. Í bátsferðunum var ýmist tek- inn lítill hringur á pollinum, siglt yfir í Vaðlaheiði eða jafnvel rennt fyrir fisk. Frá unga aldri fórum við að fara á sýningar í leikhúsinu þar sem þú lékst og þótti okkur afar skemmtilegt að sjá þig á fjölunum. Auðvitað fannst okkur þú vera flottasti leikarinn á landinu og ekki er laust við að krökkunum í hverfinu okkar þætti öfundsvert að eiga slíkan afa. Eftir sýningar var líka mjög spennandi að fá að kíkja baksviðs með þér til að sjá leikhúsið og hina leikarana þótt stundum hafi maður jafnvel verið pínu feiminn við þá. Um áramótin máttum við alltaf búast við ykkur ömmu í heimsókn til að eyða kvöldinu með okkur og þá var auðvitað marserað á brenn- una eftir kvöldmat með þig í broddi fylkingar í rauðu úlpunni. Oft um helgar fengum við bræð- urnir að koma og gista hjá ykkur ömmu í Hafnarstrætinu, var það alltaf mikið fjör en við vissum þó að betra væri að hafa sig hægan í kringum fréttatímann því afi mátti alls ekki missa af fréttunum. Óteljandi stundir líkar þeim sem við höfum lýst hér að ofan koma upp í hugann þegar við hugsum til þín, afi, og viljum við að lokum þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt með þér í gegnum tíðina og erum stoltir og glaðir yfir að hafa fengið að vera hluti af lífi þínu. Þú munt aldrei gleymast og þín verður sárt saknað. Þínir afastrákar, Steinar Karl, Vilhjálmur Konráð og Ragnar Kári. Elsku afi minn. Ég minnist þín með þakklæti og hlýju. Ég, þú og amma gerðum mjög margt saman og er ég ótrúlega þakklátur fyrir stundirnar sem ég hef átt með ykkur. Ég man hversu gaman mér þótti á mínum yngri árum að fara á föstudagskvöldi og borða með ömmu og rölta síðan upp í Sam- komuhús og horfa á þig leika. Ég man hvað ég var stoltur af þér og leit upp til þín. Svo eftir sýning- arnar fórum við baksviðs og heils- uðum upp á þig. Það þótti mér gaman. Allar heimsóknirnar inn í Hafn- arstrætið verða mér ávallt ofar- lega í huga. Við amma spiluðum og þú varst inni í stofu að teikna kort eða að æfa þig fyrir eitthvert leikrit. Þessar heimsóknir þykir mér ótrúlega vænt um. Öll ferða- lögin sem við fórum í á sumrin um Ísland voru frábær, þau hefðu svo sannarlega ekki verið eins skemmtileg ef þið amma hefðuð ekki verið með í för. Öll kortin sem þú teiknaðir og gafst mér þykir mér mjög vænt um og flest af þeim prýða herbergið mitt. Svo ég tali nú ekki um Spjaldagrím, myndina af Hallgrími Péturssyni sem þið gáfuð mér eitt sinn í jóla- gjöf. Í hvert skipti þegar ég horfi á myndirnar minnist ég þín og ömmu. Þú efldir einnig áhuga minn á íslenskri sögu og náttúru og svo mörgu öðru sem ég er mjög þakklátur fyrir. Ég lærði margt af þér. Síðustu tvö árin voru þér ekki létt og mér finnst ósanngjarnt að þú skyldir þurfa að kveðja þennan heim svona snemma. En öll deyj- um við víst einhverntímann eða eins og segir í vísu Þóris Jökuls Steinfinnssonar: „Eitt sinn skal hver deyja“. Þinn vinur og barnabarn, Kjartan Atli. Heimurinn er annar eftir að Þráinn Karlsson er fallinn frá. Hann var þannig maður að hann setti lit á líf allra sem kynntust honum. Grandvarleiki og góðvild kallaðist á við skarpa dómgreind og skarpar skoðanir á öllu í kring- um hann. Afar gaman var að tala við Þrá- in og varð honum aldrei orða vant. Gott var jafnan á milli okkar mága þó djúpir álar skildu að stjórn- málaskoðanir okkar. Við ræddum þau mál aldrei beint, annars féllu skoðanir okkar vel saman og báðir vorum við stáliðnaðarmenn og deildum húmorístiskum sans. Hann var ekki þjóðfræðingur að mennt, en var gríðarfróður um allt þjóðlegt og þau hjón áttu lengi mikið safn gamalla gripa og marg- ir þeirra voru smíðatól. Safn þetta fyllti alla veggi stórrar forstofu í íbúð þeirra meðan þau bjuggu í Bakkahöllinni. Hann var að mínu mati leikari og listamaður á heimsmælikvarða. Þar að auki þúsundþjalasmiður, sem leikhúsið naut í ríkulegum mæli. Heimili þeirra Rögnu æv- inlega vel tilhaft og listaverk í heild sinni. 17 ára gamall steig Þráinn á svið og viðveran þar varð smátt og smátt hans annað líf, sem stóð fram undir það síðasta. Heima lá hann kvalinn af bak- veiki, en fór svo inn á leiksvið og tók þar heljarstökk. Fjölkynngi hans var af hinu góða taginu. Því hann var ekki bara leikari, heldur líka leikmuna- smiður og hönnuður, leikstjóri, hélt leiklistarnámskeið, upplesari passíusálma og sérfræðingur í öllu er laut að leiklist. Marga skúlp- túra gerði hann og af ýmsu tagi, sem vitnuðu um listfengi hans. Hann einskorðaði sig ekki við Leikfélag Akureyrar því hann fór vítt um hérað í leiklistarstarfi sínu. Lék í mörgum kvikmyndum og bar uppi hið magnaða Alþýðu- leikhús með Arnari Jónssyni og fleirum, meðan það var. Þráinn var aktívur í verklýðs- baráttunni, og þá helst á vett- vangi. Eitt sinn er til stóð að leggja niður Slippinn og starfs- menn mótmæltu, og þó langt væri liðið síðan Þráinn hætti þar fór hann á staðinn og taldi kjark í mótmælaliðið. „Margt eitt kvöld og margan dag“ naut ég og systkini mín og fylgilið okkar frábærrar gestrisni Rögnu að heimili þeirra og ein- stakrar raddar og frásagnargáfu Þráins. Kristínu og hennar fólk tók hann að hjarta sér eins og sín- ar eigin dætur. Samband þeirra Rögnu stóð óslitið í 48 ár. Nokkru fyrir dauða sinn varð Þráinn fyrir áfalli og þungt þótti mér, að eftir það gat hann ekki lesið, maður sem var sílesandi. Á þessum tíma átti ég örfáar sam- verustundir með honum og í sam- ræðum okkar, þrátt fyrir veikind- in, skein hinn gamli Þráinn skírt í gegn með orðkynngi sinni og skarpleika. Ég trúi því að Þráinn Karlsson muni brátt ná sér á hin- um víðu lendum almættisins og jafnvel bregði sér þar á hestbak í góðra vina hópi. Ragnheiði systur minni, dætrum þeirra og aðstand- endum öllum sendi ég samúðar- kveðjur og þakka fyrir þau for- réttindi að hafa fengið að kynnast Þráni Karlssyni. Jóhannes Óli Garðarsson. „Blessaðir eru þeir sem geta gefið án þess að muna og þegið án þess að gleyma.“ Það að gefa öðr- um „án þess að muna“ hygg ég að hafi einkennt manninn, sem í meira en 50 ár færði þjóðinni gjaf- ir á sviði leiks og listar. Flestar þessar gjafir færði Þráinn Karls- son okkur á sviði Samkomuhúss- ins á Akureyri. En gjafirnar færði hann okkur á ýmsum öðrum svið- um, bæði annarra leikhúsa, sjón- varps, kvikmynda og ekki má gleyma öllum öðrum sviðum sem honum lét svo vel að leika á, eins og smíði skúlptúra, tálgun greina og beina, veiði í soðið og það að vera endalaust greiðvikinn. Allar þessar gjafir færði hann okkur af einlægni og hógværð og var ekki langminnugur á gnótt þeirra, ef til vill of hógvær ef litið er til sen- unnar, þar sem menn gefa og upp- skera frægð heimsins. Svo sann- arlega hafði Þráinn hæfileika og færni, sem hefði að sönnu getað aflað honum miklu meiri viður- kenningar í heiminum. En líf við Pollinn, bátur í vör og vinir í varpa urðu honum eftirsóknarverðari en heimssviðið. „Lítil svið“ ná því þó stundum að þjappa saman hæfileikum sem ná að vekja nýja sýn, opna nýjar leiðir, styðja róttæka heimsskoð- un, en umfram allt að færa áheyr- endum sínum gleði. Slíkt svið varð til á Akureyri árið 1974. Þar var Þráinn Karlsson í hópi vina sem stofnuðu Alþýðuleikhúsið, ferða- leikhús sem heimsótt gæti alla staði á landinu. Flutt sína list hvort sem væri á vinnustöðum, skólum eða félagsheimilum og hrært upp í umræðunni um bætt þjóðfélag og líf, og að hefja þannig nýja orðræðu gagnrýnna radda. Það vildi svo til, eða svo var hátt- að, að með Þráni valdist í hópinn bæði fólk sem síðar varð lands- þekkt sem leikarar, leikstjórar og rithöfundar, auk áhugafólks sem af hjartans lyst lagði allt í sölurnar til að ná settu marki. Það tókst og þau tvö leikrit: Krummagull og Skollaleikur, sem Böðvar Guð- mundsson skrifaði, voru ekki ein- asta flutt í sérhverjum bæ á land- inu, heldur rötuðu bæði leikritin á svið allra Norðurlandanna. Þarna skein leikarasólin hans Þráins hátt og átti svo sannarlega eftir að skína löngum síðar. Fyrir það að fá að taka þátt í stofnun og störf- um Alþýðuleikhússins og að eign- ast þá Þráin að ævivini verðum við Lalla ætíð þakklát. Sú gjöf yljar að innstu hjartarótum og gleymist vonandi aldrei. Við viljum votta Rögnu og fjöl- skyldu hennar okkar einlægustu samúð, með vinakveðju. Jón Hlöðver og Sæbjörg. Með Þráni Karlssyni gengnum horfi ég ekki bara á bak ein- stökum listamanni, heldur einnig nánum vini. Hann var allt í senn; myndlistarmaður, smiður, leikari af guðs náð og einstakur sam- starfsmaður, félagi og vinur. Mér kom í hug, þegar ég heyrði lát hans, orð gamals vinar míns frá Sauðárkróki þegar Eyþór Stef- ánsson tónskáld lést: „Hann var svar landsbyggðarinnar í menningarmálum.“ Reykjavík með sinn ofvöxt hefur ruglað margt gott fólk í ríminu svo það heldur að fyrir ofan Elliðaár taki við eyðilendur og útilegumanna- byggðir. Þráinn og Leikhúsið á Akureyri var svar við þeim mis- skilningi. Í ársbyrjun 1974 fórum við nokkur saman úr Reykjavík norð- ur til Akureyrar í leikhús. Þar var verið að sýna Hanann háttprúða eftir Sean O’Casey. Í hópnum var m.a. Vigdís Finnbogadóttir sem þá var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur. Þetta var mjög góð sýning og góðir leikarar en einn leikarinn gerði mig næstum alveg klumsa. Ég sat við hlið Vigdísar og gat ekki orða bundist í miðri sýningu. „Hver er þetta eigin- lega,“ hvíslaði ég í fáfræði minni og Vigdís svaraði: „Veistu það ekki? Þetta er besti leikari lands- ins.“ Þarna sá ég sem sagt Þráin Karlsson á sviði í fyrsta sinn. Þau urðu mörg síðan. Þráinn var afburða leikari. Hann hafði óvenju mótað andlit sem hann gat sett hvort heldur Þráinn Karlsson Óskaplega hlýtur þessum Ice- save-hetjum að líða illa á sál- inni, því það líður varla sá dag- ur að þær berji sér ekki á brjóst á opinberum vettvangi og hreyti ónotum í þessa 44 þingmenn og 40 þúsund kjós- endur sem kusu með lausn málsins. En þeir sem stærstan hafa strigakjaftinn fullyrða að herra forseti hafi sparað okkur þúsund milljarða með því að neita að skrifa undir samn- ingana, en Sigmundur Davíð er hógværari og talar um 600 milljarða – og er þá að vísa til vaxta sem við hefðum orðið að borga. Hm, 600 milljarða vaxtakostnaður af 600 millj- arða skuld með 5% vöxtum? En þar sem allir vita að krafan var að fullu greidd úr þrota- búinu eins og alltaf stóð til, þá er fólk af óvitaskap eða ein- hverju verra að klambra upp kenningum um einhvern óskaplegan vaxtakostnað sem hefði fallið á okkur, en eins og allir góðir lögfræðingar hljóta að vita þá tekur enginn við vaxtaberandi kröfu úr slitabúi án þess að hún sé skuldajöfnuð við uppgjör (ef búið ber það). En ég gæti alveg farið að blaðra um gífurlegt tap sem við urðum fyrir við að málið var þæft og tafið, t.d. tapið af því að ríkisstjórnin fékk ekki frið til að ganga almennilega frá ýms- um lagasetningum, gjaldeyr- ishrun og glötuð tækifæri vegna langrar óvissu, og svo náttúrlega kostnaðinn við að halda úti dýru sérfræðingaliði misserum saman. En ef ein- hver heldur að fólkið sem kaus gegn Icesave-samningnum hafi gert það af djúpri íhygli eftir vandlega yfirlegu, þá óska ég honum til hamingju með það. En ég held að við höfum þarna lagt í rússíbanareið sem vel hefði getað endað á Kúbu og það var bara vegna þess hvað lánið lék ótrúlega vel við okkur að við sluppum með skrekkinn. Fyrst fengum við heimadóm hjá Efta, svo kom makrílinn og ferðamannagullið og núna síð- ast þessi glæsilegi samningur við þrotabúin. Leó S. Ágústsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Klambrað upp kenningum?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.