Morgunblaðið - 30.05.2016, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.05.2016, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016 Garðsláttuvélar í miklu úrvali Mikið og fjölbreytt úrval garðsláttuvéla * Sláttuvélar með raf- eða bensínmótor * Sláttuvélar með eða án grassafnara * Sláttuvélar með eða án drifs ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu ekki vini þína snúa á þig með einhverju ómerkilegu bragði. Ef þú hins vegar ert reikull í ráði þá fer margt úrskeiðis. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er stundum best að halda sig til hlés, þótt það kosti mistök hjá öðrum. Var- astu að láta telja þig á eitthvað sem þú veist innst inni að er ekki rétt fyrir þig. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu ekki illa, þótt þér finnist dag- skráin í dag mótuð af öðrum og lítið tillit tek- ið til þinna þarfa. Þinn tími mun koma. Nýttu tækifærið og prófaðu nýja hluti. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er allt í lagi að hlusta á ráð ann- arra og hafa að leiðarljósi ef þú hlustar fyrst og fremst á sjálfan þig. Farðu fínt í hlutina þegar þú ræðir viðkvæm málefni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ættir að fara þér hægar í að dæma fólk. Heimsæktu listagallerí, listaverslun eða listasafn til þess að svala áhuga þínum. Nú er tækifærið til að víkka sjóndeildarhringinn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Skrifaðu niður allt sem þú þarft að gera og raðaðu svo verkefnunum eftir mik- ilvægi þeirra. Afköstin munu koma þér á óvart. Þú gætir séð tiltekið verkefni í nýju ljósi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hafðu ekki áhyggjur ef þú nennir ekki að vera framsækinn og uppfinningasamur í vinnunni. Það eiga allir sína slæmu daga, þú gerir betur næst. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Allt hefur sinn tíma, bæði starf og leikur og að jafnaði gengur starfið fyrir. Veldu nýjasta og mest spennandi kostinn, jafnvel þótt þú sért ekki viss um að ráða við hann. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Öðrum finnst þú sérlega glæsi- leg/ur í dag. Nýttu tækifærið og berðu fram spurningar sem brenna þér í brjósti. Barnsleg einlægni þín er heillandi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Allir litlu hlutirnir fara í þínar fín- ustu, en ekki stóru vandamálin. Haltu þig við raunveruleikann. Fallegt útsýni væri ánægju- legt í dag, eitthvað til þess að láta sig hlakka til. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Fegurðin er ekki hvað síst fólgin í því sem lítið fer fyrir. Reyndu að aðskilja sjálf- an þig frá því hvernig hlutverk þitt í sambandi við aðra er skilgreint. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert óvenjuþrár í dag. Vertu þolin- móð/ur og umburðarlynd/ur og mundu að öðrum getur liðið eins gagnvart þér. Það er mörg búmanns raunin.Páll Imsland heilsaði leirliði á sæmilegum degi: Það vildi til vestur í Dölum eitt vorið á túnum og bölum, að grasið allt brást þar og grænt varla sást þar. Þeir kenndu það þrálátum kölum. Sigurlín Hermannsdóttir skil- greindi limruna á Leirnum: Limran er lífsglaður háttur löngum er á henni sláttur. Hún byrjar í glensi og botnar í skensi það er hennar megin og máttur. Páll Imsland sagði skilgreiningu Sigurlínar snjalla – „mér datt í því samhengi í hug hin hliðin á málinu, eins konar anti-skilgreining og er- um við þá komin út í fílósófíu fárán- leikans, sem er einmitt ein af höf- uðdygðum limrunnar“: Limran ef elur á ergi, er uppfull af gremju og kergi, er misheppnuð smíð og mun alla tíð munast sem allra mest hvergi. Það er alltaf skemmtilegt þegar hagyrðingar kasta fram vísum hver af öðrum og skaðar ekki þótt efnið sé lítilfjörlegt. Hjörleifur Jónsson skrifaði „skortur“ á leirinn og bætti síðan við: Neglur andans nálgast skort nagast inn að kviku. Ég hef næstum ekkert ort í eina’og hálfa viku. Fía á Sandi bætti við: Orð og pappír ætti að spara aðhald bætir þjóðarhag. Af því bara ætti ég bara enga vísu að gera í dag. Þá var röðin komin að Pétri Stef- ánssyni: Áður kvað ég uppá sport í anda hress og kvikur. Núna hef ég ekkert ort í ærið margar vikur. Ingólfur Ómar orti: Færni hefur fróma skort fjarri andans ríki. Varla get ég vísu ort vel svo öðrum líki. Sigrún Haraldsdóttir spurði: „Er hægt að toppa þetta?“ Ekki mikið af mér gef, augað dreg í pung. (þetta er nú með betri hortittum finnst mér) Sáralítið samið hef síðan ég var ung. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Limran og fílósófía fáránleikans Í klípu „MJÖG GÓÐ SJÓN. ÞÚ NÁÐIR MEIRA AÐ SEGJA SÍMANÚMERINU MÍNU RÉTT. HRINGDU Í MIG EF ÞÚ SÉRÐ HANA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA ER SKRÝTIÐ. HJARTAÐ ÞITT STOPPAÐI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gera hlutina saman. NÁGRANNARNIR VORU AÐ KVARTA AFTUR ÉG GET EKKI SUNGIÐ HÆRRA! ÆTLARÐU EKKI AÐ SEGJA NEITT UM STEIKINA ÞÍNA? ÞAÐ ER EKKI KURTEISI AÐ TALA OG TYGGJA Á SAMA TÍMA ÓKEI! ÉG SKIL FYRR EN!! tygg tygg tygg tygg tyggtygg tygg tygg tygg t yggtygg tyggt ygg tygg tyg g tyg g tygg tyg g tygg tygg tygg tyggtyg g tygg tygg tygg tygg tygg tyggtygg MJÁRRÍ blaðagrein á dögunum sagði frá því að neikvæð viðhorf ríktu hér á landi gagnvart feitu fólki. Sam- kvæmt könnun þekkja margir ein- staklinga sem hefur verið strítt vegna þyngdar sinnar. Þetta þykir yfirvöldum heilbrigðismála slæm þróun og á Vesturlöndum þykir nauðsynlegt að berjast gegn fitu- fordómum. Í Stundinni greindi frá sextán ára stúlku sem býr við sára fátækt og finnur af þeim sökum fyrir fordómum jafnaldra sinna. Á netinu má lesa um rannsókn sem leiðir í ljós fordóma gagnvart konum með húð- flúr. Svona mætti áfram telja og svo sannarlega er ljótt og sárt þegar fólki er ekki sýnd full virðing. En getur verið að hugtakið fordómar sé ofnot- að? Að ráðast á minnimáttar eða þá sem eru á einhvern máta öðruvísi á oft ekkert skylt við fordóma heldur er fyrst og síðast að kunna ekki ein- falda mannasiði, að mati Víkverja. x x x Og meira um fjölbreytileika mann-lífsins, sem er svo skemmti- legur. Á vegum Reykjavíkurborgar var haldin fjölmenningarhátíð sl. laugardag, sem heppnaðist vel. Vík- verji sækir annars í alþjóðagleðina gjarnan á kvöldin þegar hann fer í heita pottinn í Laugardalslauginni. Sundlaugarnar eru eftirsóttir staðir meðal erlendra ferðamanna sem fjöl- menna þangað á kvöldin. Oft eru þar Bandaríkjamenn, en líka Danir, Bretar, Þjóðverjar og svo mætti lengi áfram telja. Þarna hafa líka stundum birst Indverjar, fólk með framandi svip til dæmis frá Delí og Mumbai, en í síðarnefndu borginni búa um 14 milljónir. Eftir ferð til Indlands fyrir nokkrum árum finnst Víkverja gaman að rabba við fólk þaðan og fá sýn þess á Íslandi sem er svart ef Indland er hvítt. x x x Af öðrum svipmyndum úr mannlíf-inu þá finnst Víkverja gaman að lesa um dúxa og dáðafólk sem nú er að ljúka framhaldsskólanámi. Ungt afreksfólk verðskuldar athygli enda hefur það oft skemmtilega sýn á til- veruna. Og verði væntingar þess að veruleika þá verður ekki vandlifað á Íslandi, þar sem annars ríkja óvissu- tímar að sögn góðra manna. víkver- ji@mbl.is Víkverji Fel Drottni vegu þína og treyst hon- um, hann mun vel fyrir sjá. (Davíðssálm. 37:5).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.