Morgunblaðið - 30.05.2016, Side 27
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MAÍ 2016
Einsöngvarar úr Kammerkór Sel-
tjarnarneskirkju koma fram á tón-
leikum í kirkjunni í kvöld kl. 20. Á
efnisskránni eru aríur, einsöngslög,
dúettar og tríó allt frá barokk-
tímabilinu til dagsins í dag, eftir
m.a. Pergolesi, Bach, Strauss,
Grieg, Puccini, Eyþór Stefánsson
og Pál Ísólfsson. Flytjendur eru
Guðrún Lóa Jónsdóttir, Halldóra
Eyjólfsdóttir, Katla Björk Rann-
versdóttir, Ólöf Guðrún Sigurð-
ardóttir, Ragnhildur Dóra Þór-
hallsdóttir, Salka Rún Sigurðar-
dóttir, Sigþrúður Erla Arnardóttir,
Snorri Valsson og Þóra Passauer.
Meðleikari á tónleikunum er Re-
nata Ivan píanóleikari. Tónleikarn-
ir eru styrktir af Seltjarnarnesbæ
og aðgangur er ókeypis.
Tónleikar Kammerkórs
Seltjarnarneskirkju í kvöld
Raddir Hluti Kammerkórsins syngur á tónleikum kvöldsins.
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Lau 4/6 kl. 19:30 78.sýn Lau 11/6 kl. 15:00 aukasýn
Sun 5/6 kl. 19:30 79.sýn Lau 11/6 kl. 19:30 Lokasýn
Sýningum lýkur í vor!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 1/6 kl. 19:30
Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!
Mugison (Kassinn)
Fim 2/6 kl. 20:30 Fös 10/6 kl. 20:30 Sun 19/6 kl. 20:30
Fös 3/6 kl. 20:30 Sun 12/6 kl. 20:30 Fim 23/6 kl. 20:30
Lau 4/6 kl. 20:30 Fim 16/6 kl. 20:30 Fös 24/6 kl. 20:30
Sun 5/6 kl. 20:30 Fös 17/6 kl. 20:30 Lau 25/6 kl. 20:30
Fim 9/6 kl. 20:30 Lau 18/6 kl. 20:30 Sun 26/6 kl. 20:30
Miðasala á mugison.com
Play (Stóra sviðið)
Þri 31/5 kl. 19:30
Listahátíð í Reykjavík
Ekkert að óttast (Kassinn)
Lau 4/6 kl. 19:30
Áhugaleiksýning ársins!
DAVID FARR
MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós.
AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Þri 31/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00
Mið 1/6 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00
Fim 2/6 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00
Fös 3/6 kl. 20:00 Fim 16/6 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00
Lau 4/6 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00
Sun 5/6 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00
Þri 7/6 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00
Mið 8/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00
Fim 9/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00
Fös 10/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00
Uppselt út leikárið! Sýningar haustsins komnar í sölu.
Njála (Stóra sviðið)
Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00
– með morgunkaffinu
inn í rúmgott hús sitt og nær allt var
fjarlægt af sviðinu til að undirstrika
tómleikann í lífi hennar. Mikrófónar
voru notaðir með skemmtilegum
hætti í upphafi sýningar til að búa til
leiklestrarstemningu sem vék þó
fljótt fyrir flókinni framvindu og inn-
lifun á sviðinu. Myndatökuvélar voru
nýttar með snjöllum hætti til að miðla
ástarfundum Maríu og Karls.
Á forsendum verkanna
Sýningarnar fimm sem rýnir sá í
leikstjórn Ostermeier staðfesta
hversu fær leikstjóri hann er. Óhætt
er því að hvetja lesendur til að leggja
leið sína í Schaubühne eigi þeir leið
um Berlín. Styrkur Ostermeier felst
ekki síst í því að nálgast ólík verk á
þeirra forsendum þó hann leyfi sér
oft á tíðum skemmtilega tilrauna-
mennsku. Hann er blessunarlega
ekki hræddur við innlifun leikara
sinna og sterkar tilfinningar á svið-
inu, sem virtist undantekning fremur
en regla í þeim fimmtán sýningum
sem greinarhöfundur sá.
Vit fremur en tilfinningar
Auk ofangreindra sýninga sá rýnir
tvær uppfærslur í Schaubühne sem
frumsýndar voru í upphafi þessa árs,
þ.e. Móðurina eftir Bertolt Brecht
sem byggist á samnefndri skáldsögu
eftir Maxim Gorki í leikstjórn Peters
Kleinert og [um það bil] eftir Jonas
Hassan Khemiri í leikstjórn Minu Sa-
lehpour. Uppsetningin á Móðurinni
var samstarfsverkefni við Ernst-
Busch-leiklistarháskólann í Berlín, en
leikstjóri sýningarinnar er prófessor
við skólann og leikararnir allir nýút-
skrifaðir fyrir utan reynsluboltann
Ursulu Werner sem fór með titilhlut-
verkið, en hún er á áttræðisaldri og
var fastráðin við Maxim Gorki Thea-
ter í samfleytt 35 ár. Hér var á ferð-
inni kraftmikil sýning í hráu um-
hverfi. Örfá borð voru nýtt með
hugvitssamlegum hætti, m.a. sem
krítartöflur við lestrarkennslu. Tón-
list Hanns Eisler naut sín vel, en leik-
arar munduðu rafmögnuð hljóðfæri
sín af miklu öryggi og sungu án þess
að vera of upptekin af fagurfræði
radda sinna. Skemmtilegar voru fjöl-
margar vísanir í samtímann, eins og
þegar leikkonurnar beruðu brjóst sín
í tilefni 1. maí göngu verksins til þess
eins að láta minna sig á að sagan
gerðist ekki í dag heldur fyrir hundr-
að árum. Leikarar áttu það líka til að
detta út úr hlutverkum sínum og fara
t.d. að ræða leiktækni við Werner. Þó
framvindan væri þannig sífellt brotin
upp og markvisst reynt að höfða til
vits áhorfenda fremur en tilfinninga
tókst Werner engu að síður vel að
miðla sársauka móður sem dregst inn
í baráttu verkalýðsins fyrir bættum
kjörum í því skyni að bjarga syni sín-
um frá glötun en horfir þó eftir hon-
um í dauðann. Áhrifamikið var eitt
síðasta samtal þeirra í fangelsinu
undir vökulu auga fangavarðarins.
Hamstrar í hlaupahjóli
Forvitnilegt var að sjá leikritið
[um það bil] tekið allt öðrum tökum
en hérlendis, en Una Þorleifsdóttir
leikstýrði verkinu hjá Þjóðleikhúsinu
undir lok síðasta árs með afar eftir-
minnilegum hætti. Í stað sjö leikara
voru aðeins fjórir, tveir af hvoru kyni,
sem túlkuðu ríflega tuttugu persónur
verksins. Þegar gengið var í salinn
sátu leikararnir hver í sínu horni við
agnarsmá borð, uppáklæddir í jakka-
fötum úr efni skreyttu hundraðdoll-
araseðlum með risastóra hamstra-
hausa og klipptu gullpappír í konfetti
líkt og til að undirstrika að flestir
hamast eins og hamstrar í hlaupahjóli
við að vinna sér inn peninga í hinu
kapítalísku samfélagi sem höfundur
deilir á.
Fyrir miðju sviði tróndi risastór,
svartur hálfhnöttur sem í lokasen-
unni reyndist vera efri hlutinn af risa-
stórum, svörtum sparigrís, en tók
óþarflega mikið pláss miðað við litla
notkun. Vel virkaði að láta alla leikara
verksins bregða sér í hlutverk betl-
arans Péturs en ungur aldur leik-
kvennanna tveggja virkaði fremur
illa og gekk alls ekki upp í eintali sex-
tugu konunnar sem hrinti fyrir bíl
annarri konu sem fékk starfið henn-
ar. Endinum var breytt og lokaeintal-
inu m.a. sleppt, en við það datt botn-
inn að stórum hluta úr verkinu. Eftir
sat köld, smart og hröð sýning, sem
skorti hins vegar þá tilfinningalegu
dýpt og fínni blæbrigði sem frábær
uppfærsla Unu bauð upp á.
Að lokum fá stjórnendur Schau-
bühne sérstakt hrós fyrir að sleppa
ávallt hléi á sýningum, hvort sem þær
eru hálfur annar klukkutími að lengd
eða tæpir þrír tímar. Fyrir vikið næst
heilsteyptari upplifun og betra
tempó. Stjórnendur íslenskra leik-
húsa mættu svo sannarlega horfa til
þessa í auknum mæli.
færs leikstjóra
Ljósmynd/Arno Declair
Í einrúmi Renato Schuch, Lore Stefanek, Nina Hoss, Mark Waschke og Stephanie Eidt í Bella Figura.
Ljósmynd/Arno Declair
Þjóðníðingur Christoph Gawenda í hlutverki Tómasar Stokkmann.
Ljósmynd/Arno Declair
Raddir Einföld umgjörð um mósaíkverkið Crave eftir Söruh Kane.