Morgunblaðið - 30.05.2016, Síða 32

Morgunblaðið - 30.05.2016, Síða 32
MÁNUDAGUR 30. MAÍ 151. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Skildu drenginn eftir í refsingarskyni 2. Drengur féll ofan í górillugryfju 3. Annie Mist ósátt við dómgæsluna 4. Dúxinn er þrítug móðir »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Gallerí Fold stendur fyrir tvöföldu uppboði í dag og á morgun kl. 18. Ástæðan, skv. tilkynningu frá gall- eríinu, er sú að óvenjumörg afbragðs- verk hafa borist galleríinu undan- farnar vikur. Fjöldi stórra verka gömlu meistaranna verður boðinn upp og ódýrari verk inn á milli. Af verkum sem boðin verða upp má nefna málverk eftir Barböru Árnason sem kallast „Atvinnuvegirnir“ og er það stærsta sem galleríinu hefur bor- ist eftir listakonuna. Af fágætum verkum má nefna vatnslitamynd eftir Ásgrím Jónsson af Gunnari á Hlíðar- enda og Kolskeggi bróður hans og einnig verður boðið upp stórt mál- verk af sjómönnum á línuveiðum eftir Gunnlaug Scheving (sjá mynd) en verk af því tagi hefur ekki komið í sölu síðan árið 2012 og var þá slegið á tæpar níu milljónir króna, skv. til- kynningu. Uppboð haldin tvo daga í röð í Fold  Tilnefningar til Grímunnar - íslensku sviðslistaverðlaunanna - verða kunn- gjörðar í dag kl. 16.15 í Þjóðleik- húskjallaranum. 65 verk voru skráð af leikhúsum og sviðslista- hópum í Grímuna í ár, þar af sjö útvarpsverk, sjö barnaleikhúsverk, 16 dansverk og 35 sviðs- verk. Fjórar valnefndir starfa árið um kring á vegum Grímunnar og velja þær fimm ein- staklinga eða verk í hverjum verðlaunaflokki, sem hljóta tilnefningu. Verðlaunin verða veitt í Þjóðleikhúsinu 13. júní. Tilnefningar til Grím- unnar kunngjörðar Á þriðjudag Suðaustlæg átt, 5–10 m/s og skýjað með köflum víða á landinu, dálítil væta vestast, en bjartviðri norðaustanlands. Hiti víða 10 til 16 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg eða breytileg átt eða hafgola. Víða skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Hiti yfirleitt 8 til 13 stig, en allt að 17 stigum inn til landsins. VEÐUR „Þetta var hreinn skandall af okkar hálfu. Við vorum ekki bara með unninn leik heldur vorum við hreinlega að rústa þeim. Vonleysið skein úr augum leikmanna Kielce og hafði gert það frá því snemma leiks. En hvern- ig við klúðruðum þessu er hreinlega óskiljanlegt,“ sagði Aron Pálmarsson meðal annars við Morgun- blaðið eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar. »1 „Hreinn skandall af okkar hálfu“ Brottrekstur fyrirliða Þróttar, Halls Hallssonar, í fyrri hálfleik setti svip sinn á leik Þróttar og ÍBV í Pepsi- deildinni í gær. Hallur fékk rauða spjaldið á 38. mín- útu í stöðunni 0:0 en honum og Dan- anum Mikkel Maigaard lenti þá saman. Dómarinn, Þóroddur Hjaltalín, sneri baki í atvikið en ákvörðunin var líklega tekin út frá því sem aðstoðar- dómarinn, Hjalti Þór Halldórsson, sá. Eyjamenn gengu á lagið í síðari hálfleik og skor- uðu þá eina mark leiksins. »6 Brottrekstur fyrirliðans setti svip á leikinn KR-ingar unnu sinn annan leik í Pepsi-deild karla í sumar þegar Valur kom í heimsókn í Vesturbæinn í 6. umferð í gærkvöldi. Með sigrinum fór KR upp fyrir Val og er með 9 stig en Valur er með 7 stig. Liðin hafa unnið tvo leiki hvort um sig en Valur hefur tapað þremur leikjum en KR aðeins einum. Stjarnan er á toppnum með 11 stig og mætir Breiðabliki í kvöld. »2 Annar sigur KR-inga í sumar kom gegn Val ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýtt 56 herbergja hótel að Laugar- bakka í Miðfirði í Húnaþingi vestra var opnað fyrir nokkrum dögum og sér nú fyrir endann á fram- kvæmdum þar sem gömlum heima- vistarskóla hefur verið breytt í nú- tímalegt hótel. „Við Hildur Ýr Arnarsdóttir konan mín vorum hér árið 1999 þegar hún annaðist rekst- ur sumarhótels. Staðurinn heillaði strax og tengdist draumi okkar um að hefja eigin hótelrekstur. Við kynntum málið fyrir forsvars- mönnum Húnaþings vestra fyrir nokkrum árum og þegar skólahaldi hér var hætt voru byggingarnar auglýstar til sölu. Þá sendum við inn tilboð sem gengið var að,“ segir Örn Arnarson, einn af eigendum hótels- ins. Nýtt hús innan útveggjanna Laugarbakki, sem er skammt frá Hvammstanga, er því sem næst á miðri leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar. „Staðsetningin er góð og hér eru miklir möguleikar í ferða- þjónustu. Náttúran er mögnuð og nefni ég þar til dæmis Hvítserk, Kolugljúfur, Borgarvirki og selalátr- in á Vatnsnesi. Það er því ýmislegt skemmtilegt hægt að gera, en hér hefur klárlega vantað heilsárshótel með nútímaþægindum eins og nú er komið,“ greinir Örn frá. Að mörgu var að hyggja þegar hafist var handa við framkvæmdir á Laugarbakka síðastliðið haust „Það má segja að innan útveggjanna hafi verið byggt nýtt hús. Runólfur Sigurðsson, arkitekt hjá Alhönnun á Akranesi, kom með teikningar þar sem stofur voru stúkaðar niður og gerðar að stórum herbergjum rétt eins og litlar vistarverurnar sem áð- ur voru heimavist nemenda, meðan hér var starfræktur skóli. Þá út- bjuggum við hér rúmgóðan aukasal og erum þá með þrjá sali að með- töldu íþróttahúsinu. Í þeirri álmu, þar sem kennslustofur voru, verða stærstu herbergin, til dæmis tvær fjörutíu fermetra brúðarsvítur. Þá ætlum við að standsetja íþróttahúsið og breyta í 2 – 300 manna ráð- stefnusal. Búningsklefarnir nýtast svo fyrir heitu pottana sem verða hér utandyra,“ útskýrir Örn og nefn- ir að síðustu matreiðsluna á hót- elinu. Hráefni úr héraði „Kokkurinn Unnur Sigurrún Kristleifsdóttir og Hildur konan mín unnu saman á hóteli fyrir nokkrum árum og í okkar huga var Unnur eini matreiðslumaðurinn sem kom til greina. Unnur er bæði konditor- meistari og kokkur og verður frá- bær í því að útbúa veitingar úr hrá- efni úr héraði; svo sem lambakjöt, silung úr vötnunum á Arnarvatns- heiði, kanínukjöt af Vatnsnesinu og rækjur úr vinnslunni á Hvamms- tanga.“ Laugarbakki er á miðri leiðinni  Gömlum heima- vistarskóla breytt í þægindahótel Morgunblaðið/Sigurður Bogi Gestgjafar Örn Arnarson og Unnur Sigurrún Kristleifsdóttir í salarkynnum hótelsins glæsilega í Húnaþingi vestra. Byggingarnar á Laugarbakka eru alls um 4.000 fermetrar; reistar í þremur áföngum á árunum 1970 til 1990. Þarna var starfræktur grunnskóli fyrir sveitirnar í Vestur- Húnavatnssýslu og fyrr á tíð var þar mikill fjöldi barna. Svo breytt- ist veruleikinn og í dag er allt skólahaldið komið á Hvamms- tanga. Því seldi sveitarfélagið byggingarnar og nú er þar komið fyrsta flokks hótel með salar- kynnum og herbergjum sem eru rúmgóð, falleg og sólrík. Framkvæmdum á Laugarbakka hefur alfarið verið sinnt af iðn- aðarmönnum í Húnaþingi vestra. Þetta er hópur 20-25 manna sem sinnt hafa verkefninu af krafti enda þurfti því að ljúka nú í sum- arbyrjun. „Það segir sig sjálft að svona verkefni kostar talsvert en Landsbankinn hefur staðið þétt við bakið á okkur með fjármögn- unina,“ segir Örn. Bætir því svo við að búið sé að máta áætlanir um reksturinn við ýmsar sviðsmyndir sem allar ganga upp – og bók- unarstaðan fyrir sumarið sé góð. Allar sviðsmyndir ganga upp FYRSTA FLOKKS HÓTEL OG 4.000 FERMETRAR Laugarbakki Hótelið er á fallegum stað þaðan sem víðsýnt er yfir Miðfjörð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.