Morgunblaðið - 31.05.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.05.2016, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 ´ ´ TM Með súrefni loftsins eða loftháðu niðurbroti fæðu er glúkósi sykr- anna í fyrstu oxaður í CO2 og vetni losað á formi afoxunarígildis bundið hjálparhvata. Að lokum er vetninu brennt með súrefni í vatn. Alls þarf um 20 millihvörf og um helm- ingur efnaorku glúk- ósans nýtist síðan í aðalorkumiðli frumunnar, ATP-sameindinni. Bæði byrjun loftháðs og loftfirrts niðurbrots glúkósa, sem kallast glýkólýsa fram að og með milliefninu ketómjólkursýru, fer fram í fryminu í frumunum. Án súrefnis, eða loftfirrt, eru fleiri leiðir frekara niðurbrots. Ein notar súrefni úr efnasamböndum og líkist í nýtni súrefnisönduninni, önnur notar alls ekkert súrefni og enga vetn- isbrennslu í vatn (gerjun) og er e.t.v. leifar þess tíma er ekkert súrefni var til í andrúmsloftinu. Hjá mjólkursýrugerlum er mjólk- ursýran lokaafurð gerjunarinnar en vínandi hjá gersveppnum. Hreyfi- vöðvar beina okkar mynda mjólk- ursýru við súrefnisskort sem fer til lifrarinnar og er umbreytt í glúkósa en t.d. hjartavöðvinn getur þó breytt mjólkursýru í ketómjólkursýru sem síðan er brotin niður með súrefnisferlinu. Loftháða niðurbrotið (öndunin) á sér stað í hvatberum frumnanna eftir myndun ketómjólk- ursýrunnar. Sýran er ummynduð í acetýlhóp (með bara tvö kolefni) og bundið í svo- nefnda virka ediksýru (Acetýl-Co- ensím A). Þessi hjálparhvati fer síðan áfram í sítrónsýruferlið en nú mynd- ast mörg milliefni sem sum láta frá sé afoxunarígildi vetnis og CO2. Vetn- isafoxunarígildin fara svo áfram í flók- in keðjuhvörf í öndunarferli í hvatber- um frumunnar og mynda vatn með súrefni og hefur að lokum myndast jafngildi alls 38 ATP-sameinda úr einni glúkósasameind með um 50% nýtni (8,8 kcal/mól x38/691lcal/ mólx100 = 48%) af orku glúkósans. Þetta er því ein besta brennsluvélin sem þekkist, líkaminn okkar. Hann hefur því náð helmingi sólarorkunnar sem gróðurinn nýtti til að mynda kol- efniskeðjur úr CO2 og kljúfa vatn til að fá vetni og súrefni í keðjurnar. Nýtni hjá gróðri er talinn bara um 30% sólarorkunnar. Frá ljóstillíf- uninni kemur svo súrefnið í andrúms- loftið. Nú er auðvelt að reikna ATP-- magnið sem líkaminn myndar á ein- um sólarhring. Maður sem brennir 2.500 kcal á sólarhring með 48% nýtni, eða 1200 kcal, sem deilt með efnaorku eins móls ATP, 8,8 kcal, myndar 136 mól ATP. Hvert mól ATP er nú einu sinni 510g svo 136 x 510 gera um 70 kg á einum sólarhring! Því er augljóst að erfiðisvinnandi maður gæti þurft tvöfalt þetta magn og slitið sér út fyrir aldur fram. Enda hafa færri kaloríur í fæðu hjá rann- sóknadýrum sýnt að þau bæði lifðu mun lengur og fengu færri sjúkdóma. Þótt hér sé bara skoðaður glúkósi þá getur líkaminn breytt bæði prótíni og fitu í glúkósa og oxað minnstu ein- ingar þeirra til að mynda ATP. Um losun lífefnaorku úr mat Eftir Pálma Stefánsson Pálmi Stefánsson » ATP er líklega mun betri mælikvarði á orkuþörf okkar en kílókaloríur einstakra fæðutegunda. Höfundur er efnaverkfræðingur. Lúpínuseyði hefur verið fáanlegt hér á landi í mörg ár; framan af ókeypis frá framleið- anda en síðustu árin hefur það verið selt víða í verzlunum sem fæðuviðbót. Uppi- staðan í vörunni er lúp- ínurætur auk fjögurra annarra jurta, sem rýmis vegna verða ekki gerðar að umtalsefni hér. Framþróun á nýjum lyfjum er eitt erfiðasta og dýrasta verkefni sem hægt er að hugsa sér. Það tekur venjulega minnst hálfan annan ára- tug og kostar hundruð milljarða króna að koma nýju lyfi í gagnið. En höfundur lúpínuseyðisins fór aðra leið. Honum vitruðust nefnilega í draumi sálaður læknir og dauður indíáni, sem gáfu honum uppskrift- ina. Þessi nýlunda kom sem sagt að handan, kostaði ekkert og tók engan tíma þannig að strax var hægt að hefjast handa við framleiðsluna í eld- húsi höfundarins! Alaskalúpína (Lupinus nootkatens- is) er harðger og gróskumikil jurt sem skordýr, sníkjudýr, sveppir og fleiri afætur vinna lítt á vegna þess að hún inniheldur eitraða lýtinga (e. alk- aloids) af kvínólízídín-flokki. Aðal- efnið er spartein en um tveir tugir skyldra efna hafa fundizt í jurtinni og þau safnast m.a. saman í rótunum. Grasbítar sem éta plöntuna verða fyrir eitrunum, einkum lifrar- og nýrnaskemmdum. Kviðug (e. pregn- ant) dýr láta einatt fóstrunum og þau sem sleppa við það eignast oft van- sköpuð afkvæmi. Ekki er vitað til þess að Alaskalúpína hafi verið notuð til alþýðulækninga erlendis; það eina sem er kunnugt í þá veru er að ind- íánakonur N-Ameríku notuðu hana til að framkalla fósturlát. Spartein var eitt sinn notað við hjartsláttartruflunum en því hefur verið hætt fyrir löngu vegna eitur- verkana. Þá hefur það örvandi áhrif á legið og getur framkallað hríðir, sbr. notkun jurtarinnar til að framkalla fóst- urlát. Rætt hefur verið um það hjá Íslenzka líf- massafélaginu að at- huga hvort hægt væri að nota spartein unnið úr Alaskalúpínu sem „nátt- úrulegt“ skordýraeitur en ekkert orðið úr ennþá. Eins og með ýmsar aðrar „náttúrulegar fæðuviðbætur“ þarf ekki að orðlengja að til hafa orðið óstaðfestar sögusagnir um lækn- ingamátt seyðisins við margvíslegum sjúkdómum og kvillum, meira að segja krabbameini. Þetta varð til þess að fyrir allmörgum árum var gerð rannsókn á því við Háskólann í Chi- cago hvort seyðið hefði einhverja hemjandi virkni á vöxt 12 mismun- andi krabbameinsfruma en ekkert slíkt kom í ljós. Ekkert hefur verið birt í vísindaritum um klínískar rann- sóknir á Alaskalúpínu, hvorki við krabbameini né öðrum sjúkdómum. Menn geta sannreynt þetta bæði hjá www.webofknowledge.com og http:// www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed. Þar til klínískar rannsóknir liggja fyrir er ekki hægt að halda öðru fram vísindalega en að lúpínuseyðið sé að- eins lítt ígrundað kuklarasull, jafnvel varasamt fyrir heilsu fólks. Lúpínuseyði – jurtameðal eða gagnslaust sull? Eftir Reyni Eyjólfsson Reynir Eyjólfsson » Þar til klínískar rannsóknir liggja fyrir er ekki hægt að halda öðru fram en að lúpínuseyðið sé ómerki- legt kuklarasull, jafnvel varasamt heilsu fólks. Höfundur er doktor í náttúruefnafræði með diplómu í jurtalækningum. Eitt vinsælasta sjón- varpsefni síðustu ára er árleg spurn- ingakeppni framhalds- skólanna, Gettu betur, þar sem keppnislið þeirra leiða saman hesta sína og svara hinum erfiðustu spurningum um allt milli himins og jarðar. Stundum virðast þó þátttakendur flaska á spurningum sem manni finnst að hver sæmilega upplýstur framhaldsskólanemi ætti að kunna skil á, spurningum sem snerta okkar eigið land, staðhætti og sögu. Það virðast sem sé helst vera spurningar tengdar landafræði, Íslands- sögu og kristinfræði sem vilja vefjast fyrir þessu ágæta fram- haldsskólafólki. Hvað veldur? Sem gamall kennari í grunnskóla man und- irritaður þá tíð að landafræði og Íslands- saga voru kenndar sem algerlega sjálf- stæðar greinar og skipuðu þar veg- legan sess ásamt kristinfræði, sem alltaf hafði sinn fasta samastað í námsskránni. Nám í þessum greinum myndaði ákveðna samfellu grunnskólaárin, sem miðaðist við aldur og þroska barnanna, þar sem eitt tók við af öðru í rökréttu framhaldi. Lesgreinar voru þessi fög nefnd ásamt náttúrufræðigreinum, dýra- fræði, grasafræði, eðlisfræði o.fl. Lesgreinum var gert hátt undir höfði og kenndar samkvæmt við- miðunarstundaskrá. Ég tel að börn og unglingar hafi lært talsvert í þessum fögum og hlotið þar und- irstöðu sem nýttist þeim til frekara náms. Með nýrri námsskrá fyrir grunn- skóla, þar sem tvær þessara greina, landafræði og saga, voru felldar inn í ramma svonefndar samfélagsfræði virðist mér hafi brugðið til hins verra, dregið hafi úr vægi þeirra og kennslan orðið einhvern veginn ómarkvissari. Bara það eitt að nefna þær ekki lengur sínum nöfn- um hefur haft sín áhrif. Mér er til efs að nemendur líti al- mennt sömu augum á þessar náms- greinar og áður var, að þær séu orðnar hálfgildings hornreka í skólakerfinu, þar sem önnur fög skipi æðri sess. Sama er að segja um kristinfræðina. Stöðugt hefur dregið úr kennslu í biblíusögum í grunnskólum; munu þeir nú ekki margir sem hafa kristinfræði yf- irleitt á stundaskrá sinni og heyrir til undantekninga eftir að ferming- arvetri er náð í 8. bekk. Kunnátta í þessum greinum hefur því dregist saman, það erum við farin að sjá. Miklar breytingar hafa orðið á kennslu og námstilhögun í grunn- skólum landsins síðustu áratugina með tilkomu netsins og tölvunnar, sem nú virðist orðin álíka algeng í skólum og penni og blýantur áður fyrr. Mörg spor hafa verið gengin til góðs og fjölbreytni aukist í námi. T.d. mun kennsla í erlendum mál- um, ensku og dönsku, nú skilvirkari og meira miðuð við að skilja og tala en áður var. Mynd- og handmennta- kennsla hefur líka breyst til batn- aðar og tónlistarnám orðið mun al- mennara en áður. Allt ætti það að vera jákvætt en umhugsunarefni er þó, þrátt fyrir stöðuga lengingu árlegs skólatíma, sem undirritaður setur spurninga- merki við, að svo virðist sem tilfinn- ingu barna fyrir móðurmálinu og lestrarkunnáttu hafi hrakað, eins og hefur raunar verið talsvert í um- ræðunni að undanförnu, þar sem rætt er um að gera þurfi átak til úr- bóta. Allt hlýtur það að vera skóla- mönnum og forsvarsmönnum menntamála áhyggjuefni. Er kannski farið að leggja of mikla áherslu á erlend mál, áður en börn- in eru orðin læs á eigið mál? Við Íslendingar stærum okkur oft af því, einkum við hátíðleg tækifæri, að vera í fremstu röð hvað almenna menntun snertir, og vissulega má finna ýmis rök því til stuðnings. En hvað er menntun? Getur sú manneskja talist menntuð sem þekkir lítt eða ekki sitt eigið land eða kann takmörkuð skil á sögu þjóðar sinnar og þeim kristna trúar- arfi sem menning okkar er ofin úr, jafnvel þótt hún sé með allt á hreinu, hvaða lönd hafa unnið Euro- vision frá upphafi? Það er nokkuð ljóst, af því sem hér hefur verið sagt, að einhver vöntun er orðin í skólakerfinu hvað kennslu fyrrnefndra námsgreina áhrærir, vöntun sem þarf að bæta úr. Þar er ekki við kennarastéttina að sakast, heldur þá sem mótað hafa stefnuna í skólamálum. Því mun aldrei falla úr gildi að „sú þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa á, á Guð sinn og land sitt skal trúa“. Er grunnskólinn á réttri leið? Eftir Ólaf Þ. Hallgrímsson » Það virðast sem sé helst vera spurn- ingar tengdar landa- fræði, Íslandssögu og kristinfræði sem vilja vefjast fyrir þessu ágæta framhalds- skólafólki. Ólafur Þ. Hallgrímsson Höf. er fyrrv. kennari og sóknarprestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.