Morgunblaðið - 31.05.2016, Side 12

Morgunblaðið - 31.05.2016, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 Edinborgar þar sem ég stundaði listasöfnin. Ég held að þetta ár hafi virkilega fengið mig til að hugsa út í það sem ég var að gera með ljós- myndun, áður hafði ég í raun bara verið að leika mér. Það var líka frábært að búa með listakonu og fá að kynnast listakon- unum vinkonum hennar, kynnast þeirra hugarheimi og aðferðum í listsköpun.“ Hrollvekjandi er fagurt Snæfríður tók þátt í ljós- myndakeppni í Skinfaxa, blaði Menntaskólans í Reykjavík þar sem hún stundaði nám á fornmálabraut, og hún sigraði, fékk bæði fyrstu og þriðju verðlaun. Hún gerði líka myndaseríu fyrir blað fornmáladeildarinnar þar sem hún vann út frá grísku goðsögninni um skógargyðjuna Daphne en faðir hennar breytti henni í tré til að forða henni frá guðinum Apollo sem varð fullákafur og ágengur í ást sinni til hennar. „Ég hef séð mörg rómantísk verk byggð á þessari goðsögn, en mig langaði að nálgast þetta á annan hátt og sýna átakanlegri hlið á um- breytingunni. Mér finnst þetta mjög dimm saga, en mér finnst hið Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég málaði mikið og teikn-aði þegar ég var lítil,kannski vegna þess aðmamma mín, Gunnur Sif Sigurgeirsdóttir, er myndlistarkona og pappír og litir voru hluti af heim- ilinu. Þannig vaknaði áhugi minn á því myndræna mjög snemma en á táningsaldri tók ég upp myndavélina og byrjaði á því að mynda hundana okkar. Mamma tók eftir að ég var með glöggt auga í þessum mynda- tökum og foreldrar mínir gáfu mér flotta myndavél í fermingargjöf og ljósmyndanámskeið með. Þetta hef- ur þróast hægt og rólega hjá mér, ég hef prófað allskonar stíla og nálgun með myndavélina. Ég er svo heppin að foreldrar mínir og aðrir nánir eru mjög áhugasamir um það sem ég er að gera og þau hvetja mig óspart,“ segir Snæfríður Jónsdóttir sem hef- ur vakið athygli fyrir frumlegar ljós- myndir sem yfir ríkir sérstakt and- rúmsloft. Listakonur á Englandi Þegar Snæfríður var 17 ára flutti hún í eitt ár út til Englands með Emblu frænku sinni, en hún er keramikhönnuður og var þá að ljúka námi þar. „Ég skráði mig í skóla og fékk að taka ljósmyndaáfanga, þar lærði ég heilmikið og ég var með góðan kennara sem opnaði huga minn fyrir því að horfa á list og pæla í henni. Ég bjó á Norður-Englandi og það var stutt að fara til Glasgow og Snæfríður sér fegurð í því dimma og drungalega Hún segist vorkenna foreldrum sínum, því hún setur hræ af dýrum sem hún finnur í frystinn hjá þeim. Hún er heilluð af fegurð dauðra dýra og notar þau sem myndefni en hún hefur ástríðu fyrir ljósmyndun. Snæfríði Jónsdóttur er margt til lista lagt, hún hefur áhuga á þungarokki, er hestakona og sækir í víðáttuna í sveitinni. Morgunblaðið/Styrmir Kári Rokk Snæfríður kann vel að meta þungarokk og stíll hennar ber vitni um það. Í kvöld kl. 20 verður stofnfundur hinna nýju Hagsmunasamtaka áhugafólks um smáheimili, eða HÁS. Í tilkynningu segir að hugmyndin um smáheimili sé hluti af hugmynda- fræði um að nýta betur úrræðin sem standa okkur mannfólki til boða á þessari síminnkandi plánetu. Hug- myndin fjallar um að geta byggt sér hús fyrir mun minni fjárhæð en tíðk- ast í dag og býður upp á að tilvonandi íbúar þurfi ekki að setja sig í skulda- bönd í fleiri áratugi ef þeir vilja eign- ast sitt eigið heimili. Geta jafnvel tekið þátt í byggingarferlinu. Smá- heimili snúast um að búa í rými sem er mátulega stórt og sem íbúar hanna eftir þörfum sínum og smekk. Félagið mun beita sér fyrir að vinna með yfirvöldum að því að að- laga reglugerðir og deiliskipulag að nýrri hugsun í húsnæðismálum þar sem minni hús þurfa ekki að þýða sama og minni gæði. Alli eru velkomnir. Stofnfundur HÁS í kvöld Smáhýsi Þau hafa marga kosti. Bylting í hús- næðismálum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.