Morgunblaðið - 31.05.2016, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 31.05.2016, Qupperneq 31
Seðlabanki Íslands heldur gjaldeyrisútboð 16. júní 2016 Central Bank of Iceland foreign currency auction 16 June 2016 Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa krónur í skiptum fyrir reiðufé í erlendum gjaldeyri. Nánar tiltekið er um að ræða krónur sem uppfylla skilgreiningu laga nr. 37/2016, svonefndar aflandskrónur. Útboðið fer fram fimmtudaginn 16. júní 2016, hefst kl. 10:00 fyrir hádegi og stendur til kl. 14:00 eftir hádegi sama dag. Útboðið er liður í heildstæðri aðgerðaáætlun um losun fjármagnshafta, sbr. áætlun ríkisstjórnar Íslands og Seðlabankans um losun fjármagnshafta frá 8. júní 2015. Endurkaupaverð í þeim tilvikum þar sem ríkisbréf, ríkisvíxlar eða íbúðabréf verða notuð sem greiðsla fyrir gjaldeyri í útboðinu verður birt opinberlega hinn 10. júní nk. Útboðsfyrirkomulag er með þeim hætti að öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á sama verði (e. single price). Verð seldra evra í útboðinu mun ráðast af þátttöku í útboðinu með þeim hætti sem lýst er í eftirfarandi töflu: Fjárhæð aflandskrónaeigna sem boðin er til sölu: Útboðsverð: 0 kr. - 50.000.000.000 kr. 210 kr. pr. evru 50.000.000.001 kr. - 75.000.000.000 kr. 205 kr. pr. evru 75.000.000.001 kr. - 125.000.000.000 kr. 200 kr. pr. evru 125.000.000.001 kr. - 175.000.000.000 kr. 195 kr. pr. evru 175.000.000.001 kr. eða meira. 190 kr. pr. evru Viðskiptabankar og verðbréfamiðstöðvar með innlánsreikning hjá Seðlabanka Íslands, sem gert hafa samstarfssamning um milligöngu, munu annast milligöngu um þátttöku aflandskrónaeigenda í útboðinu. Uppgjör viðskipta á grundvelli útboðsins fer fram 29. júní 2016. Athygli er vakin á að útboðið hinn 16. júní 2016 verður síðasta útboðið þar sem eigendum aflandskróna býðst að kaupa erlendan gjaldeyri áður en stjórnvöld hefja losun hafta á innlenda aðila: lífeyrissjóði, aðra lögaðila og einstaklinga. Útboðsskilmála og yfirlit um milligönguaðila má finna á heimasíðu Seðlabankans: http://sedlabanki.is/utbod Nánari upplýsingar veita milligönguaðilar. The Central Bank of Iceland hereby offers to purchase krónur in exchange for cash payment in foreign currency. More specifically, the Bank is offering to buy krónur defined as offshore krónur according to Act no. 37/2016. The auction will take place on Thursday 16 June 2016. It will begin at 10:00 hrs. and last until 14:00 hrs. that same day. The auction is part of the comprehensive action plan to lift the capital controls; cf. the Government and Central Bank’s capital account liberalisation strategy of 8 June 2015. In instances where Treasury bonds, Treasury bills, or Housing Financing Fund bonds are used as payment for the foreign currency in the auction, the repurchase price will be published on 10 June 2016. The auction is structured with a single-price format; i.e., all accepted offers will be offered to investors at the same price. The price for euros sold in the auction will be determined by auction participation, as is set forth in the following table: Amount of offshore króna assets offered for sale: Auction price: 0 kr. – 50,000,000,000 kr. 210 kr. per euro 50,000,000,001 kr. – 75,000,000,000 kr. 205 kr. per euro 75,000,000,001 kr. – 125,000,000,000 kr. 200 kr. per euro 125,000,000,001 kr. – 175,000,000,000 kr. 195 kr. per euro 175,000,000,001 kr. or more 190 kr. per euro Commercial banks and securities depositories that have deposit accounts with the Central Bank of Iceland and have concluded an intermediation agreement with the Central Bank will act as intermediaries for participation in the auction by owners of offshore króna assets. Settlement of auction transactions will take place on 29 June 2016. It should be noted that the 16 June 2016 auction will be the last auction in which owners of offshore krónur will be invited to purchase foreign currency before the authorities begin lifting controls on residents: pension funds, other legal entities and individuals. Terms of Auction and information on intermediaries can be accessed on the Central Bank of Iceland website: http://cb.is/auction Further information can be obtained from the intermediaries.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.