Morgunblaðið - 31.05.2016, Side 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016
✝ Steinunn LiljaSigurbjörnsdótt-
ir fæddist 3. sept-
ember 1921 í Kefla-
vík. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Sóltúni 9. maí 2016.
Foreldrar hennar
voru Sigurbjörn Eyj-
ólfsson skipstjóri og
Margrét Ein-
arsdóttir húsmóðir.
Steinunn var elst sjö
systkina.
Hún ólst upp til 15 ára aldurs
í Keflavík en eftir andlát móður
sinnar flutti hún til Reykjavíkur
þar sem hún réð sig til vinnu.
Eiginmaður Steinunnar var
Hafsteinn Ólafsson, f. 31. ágúst
1915, d. 19. nóvember 1987. Þau
gengu í hjónaband 5. október
1940. Þau eignuðust níu börn en
aðrir afkomendur eru á sjöunda
tuginn. Börn þeirra eru: 1) Grét-
ar Hafsteinsson. 2) Aðalheiður
Hafsteinsdóttir, maki Hafþór
Jóhannsson. 3) Jóna Hafsteins-
dóttir, látin, maki
Kristján Tryggva-
son. 4) Hulda Haf-
steinsdóttir, látin,
maki Agnar Árna-
son. 5) Lilja Haf-
steinsdóttir, maki
Sigþór Guð-
mundsson. 6)
Ólafur Haf-
steinsson. 7) Guð-
laug
Hafsteinsdóttir,
maki Steinn Halldórsson. 8)
Guðbjörg Hafsteinsdóttir, maki
Ólafur Magnússon. 9) Atli Haf-
steinsson, maki Brynja Gunn-
arsdóttir.
Heimili Steinunnar og Haf-
steins var að Eskihlíð 33 í
Reykjavík meðan Hafsteinn lifði
en Steinunn flutti í Hæðargarð
33 eftir andlát hans og síðustu
þrjú árin var hún búsett á
Hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Útför Steinunnar fór fram frá
Fossvogskapellu 19. maí 2016 í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fimmtudaginn 19. maí síðast-
liðinn kvaddi ég mína kæru
tengdamóður til 35 ára. Stein-
unn var hvers manns hugljúfi,
með góða nærveru, mikill húm-
oristi og tónelsk. Já, hún hafði
mjög gaman af tónlist og einn
söngvari var í sérstöku uppá-
haldi hjá henni, enginn annar en
Roy Orbinson og hringdi hún
oftar en ekki í Útvarp Sögu og
óskaði eftir óskalagi með hon-
um.
Hún bjó lengst af í Eskihlíð-
inni en nokkrum árum eftir að
Hafsteinn kvaddi þennan heim,
árið 1987, flutti hún í Hæðar-
garðinn og bjó þar til 91 árs
aldurs eða þar til hún fluttist á
hjúkrunarheimilið Sóltún þar
sem hún bjó til dánardags. Á
Sóltúni leið henni vel enda
starfsfólk þar sem af englum
gert, það annaðist hana af alúð
og ber ég því þakkir fyrir.
Fyrir allmörgum árum ferð-
aðist hún til Þýskalands ásamt
dóttur sinni og tengdasyni og
heimsótti systur mína í Berch-
tesgaden, sem rekur þar gisti-
hús, þar naut hún sín vel og tal-
aði oft við mig um þá ferð.
Minnist ég orða svila míns að
þegar þau fóru eitt skiptið út að
borða og þjónninn spurði hvað
mætti bjóða frúnni að drekka þá
var svarið „mjólk“ og sá þá svili
minn á eftir þjóninum yfir göt-
una í næstu búð að sækja mjólk.
Greinilega ekki algengt að fólk
pantaði sér þennan eðaldrykk
en mjólkin var hennar drykkur.
Eins var ólífuolían henni kær og
allra meina bót að hennar sögn
en undir það síðasta var hún
hætt að taka hana inn þar sem
henni fannst alveg nóg komið,
orðin heyrnarskert, sjóninni far-
ið að hraka svo og hreyfiget-
unni. Þannig að; nú skyldum við
passa okkur á olíunni!
Þessi elska var góð kona,
bóngóð og vildi allt fyrir alla
gera. Góðmennska einkenndi
persónuleika hennar og mun ég
minnast hennar með hlýju í
hjarta og þakklæti fyrir sam-
veruna í gegnum árin. Hvíl í
friði, elskuleg.
Þín tengdadóttir,
Brynja.
Umhyggja og elska er það
fyrsta sem í huga kemur þegar
ég leiði hugann að Steinunni
tengdamóður sem ég hitti fyrst
17 ára að aldri þegar leiðir okk-
ar Lilju dóttur hennar lágu
saman, bæði rétt af barnsaldri.
Fyrstan hitti ég föðurinn,
Hafstein Ólafsson, sem ég
mætti á útitröppum Eskihlíðar
33, heimilis þeirra hjóna, mynd-
arlegt húsnæði sem Hafsteinn
kom upp á erfiðum tímum af
miklum dugnaði. Hafsteinn var
stórvaxinn maður og brá mér
við að mæta honum, ég á upp-
leið en hann á niðurleið þannig
að ekki var undankomuleið fyrir
unglinginn.
Hann skellti á mig sínum
hefðbundna húmor sem yfirleitt
var ekki skorinn við nögl en
Hafsteinn var gamansamur að
eðlisfari og fékk þarna tækifæri
sem feður láta yfirleitt ekki
fram hjá sér fara.
Steinunn tók mér vel og góð-
vildin sem einkenndi hana náði
einnig til mín. Þegar inn á heim-
ilið var komið mætti manni ein-
stök snyrtimennska í heimilis-
haldi.
Þessi blessaða kona sem var
svo einstaklega vel af Guði
gjörð
hélt heimilinu uppi á allan
hátt með geðprýði sinni, sem
kom fram í einstakri þolinmæði
og nákvæmni í öllu sem hún tók
sér fyrir hendur.
Stjórnun heimilis með níu
börn á erfiðum tímum þar sem
nýtni var höfuðdyggð og bráð-
nauðsynleg ef vel átti að fara,
var ekki auðvelt verk en fór
henni svo vel úr hendi að aðrir
hefðu ekki getað bætt þar um.
Blíð var móðurhöndin.
Steinunn var bráðmyndarleg,
hafði persónuleika innri fegurð-
ar sem þeim er gefinn sem
standast mótlæti og erfiðleika
lífsins með þolinmæði og þraut-
seigju, sem bogna en brotna
ekki. Níu barna móðir sem þarf
að taka því sem að höndum ber
á langri ævi.
Þegar árin liðu, börnin upp-
komin og barnabörnin farin að
skjóta upp kollinum kom sama
góðvildin og umhyggjan fram í
þeirra garð og entist ævina út.
Saga er til af kynnum hennar
og Hafsteins sem var harmon-
ikuleikari í aukastarfi og spilaði
oft á dansleikjum, að kynni
þeirra hafi orðið á þann hátt að
eitt sinn er hann var að spila á
dansleik hafi hann séð þessa
konu koma inn, fleygði þá frá
sér hljóðfærinu og flýtti sér að
bjóða henni upp í dans, dansinn
sá varð langur.
Eftir andlát Hafsteins festi
hún kaup á nýrri íbúð við Hæð-
argarð og þar naut hún sjálf-
stæðis sem var nýtt fyrir konu
hverrar ævi hafði verið þjónusta
við aðra, vel kunni hún að meta
frelsið sem fylgdi breytingunni
og voru þessi ár í Hæðargarð-
inum henni góð að mestu leyti.
Börn hennar endurguldu
uppeldið og sinntu henni vel.
Slík móðir sem hún var er
sjaldgæf og efast ég ekki um að
almáttugur Guð hafi veitt henni
góða heimkomu.
Aldrei heyrði ég hana hall-
mæla öðrum eða kvarta yfir
hlutskipti sínu, illmælgi var ekki
á hennar vörum. Þegar áminn-
ingar var þörf var hún innt af
hendi með hógværð en af festu.
Gamansemi í samtölum var
henni til ánægju fram á síðustu
daga hennar hér á jörð, þungt
haldin brosti hún til okkar með-
an meðvitund hélst.
Síðustu þrjú árin dvaldi hún á
Sóltúni, fallegu heimili með um-
hyggjusama starfsmenn. Þökk
sé þeim.
Með innilegu þakklæti,
Sigþór.
Ég hef alltaf sagt þegar svo-
kallaðar tengdamömmusögur
eru sagðar að þá skilji ég ekki
um hvað sé verið að tala því ég
kannist ekki við neitt af því sem
þar kemur fram, a.m.k. ekki úr
fari tengdamóður minnar, Stein-
unnar Lilju Sigurbjörnsdóttur.
Það eru að sjálfsögðu mikil
lífsgæði fólgin í því að fá að lifa
við góða heilsu í nær heila öld,
að lifa svo lengi og jafn lifandi
og tengdamóðir mín Steinunn
Lilja gerði, hlýtur að teljast for-
réttindi á hvaða mælikvarða
sem reiknað er. Án efa hefur
ólífuolían sem hún hafði trölla-
trú á að gerði öllum gott haft
sitt að segja þó svo að undir það
síðasta hefði hún talað um að
hún hefði kannski ekki átt að
vera svona dugleg að taka hana
inn, annars hefði hún kannski
fyrr fengið að ganga á vit feðra
sinna, sem hún var fyllilega sátt
við.
Hún var af kynslóðinni sem
færði okkur landið eins og við
þekkjum það og þó svo að líf
hennar hafi ekki alltaf verið
dans á rósum, hafandi fullt hús
barna, marga munna að metta
og oft á tíðum lítil fjárráð, tókst
henni með útsjónarsemi að
koma sínu fólki á legg. Með
manni sínum, Hafsteini Ólafs-
syni, eignaðist hún níu börn og
er starfsþrek hans þraut sinnti
hún honum í veikindum hans af
stakri alúð þar til yfir lauk. Eðli
málsins samkvæmt gafst lítill
tími til tómstunda og hennar
tími fór þannig í að huga að vel-
ferð þeirra barna og barna-
barna er umhyggju hennar
vildu njóta.
Tónlist var í miklum metum
hjá henni og þá ekki endilega
tónlist sem hæfði hennar aldri
ef svo má segja, þannig valdi
hún eitt sinn, þá 85 ára gömul,
að skipta út geisladiski með
Diddú fyrir Eric Clapton – því-
líkur snillingur.
Tengdamóðir mín var alltaf
róleg og yfirveguð og lét ekkert
slá sig út af laginu. Ég man
aldrei eftir því að í þau 45 ár
sem við vorum samferða, hafi ég
séð hana skipta skapi og hún
hafði sérstakt lag á að láta öðr-
um líða vel í návist sinni. Fyrir
minni kæru tengdamóður bar
ég ómælda virðingu, fyrir visku
hennar, réttlætiskennd og þol-
inmæðina sem einkenndi hana.
Það er erfitt að ímynda sér að
nokkrum manni hafi liðið illa í
návist hennar.
Að leiðarlokum vil ég gera
þessi orð að mínum og segja:
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Vert er að þakka starfsfólki
hjúkrunarheimilisins Sóltúns,
þar sem Steinunn Lilja dvaldi
síðustu æviárin, fyrir að sinna
henni af einstakri alúð og nær-
gætni.
Blessuð sé minning þín, kæra
tengdamóðir, takk fyrir sam-
fylgdina og far þú í guðs friði.
Ólafur Magnússon.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Nú hefur Steinunn amma
okkar fallið frá, 94 ára gömul,
og okkur systkinum finnst þetta
ljóð lýsa ömmu okkar afar vel.
Amma var alveg einstök
kona.
Hún var hörkudugleg, þolin-
móð og gæskurík. Hún kom níu
börnum á legg og sinnti barna-
börnum, gestum og gangandi af
einskærri natni og umhyggju-
semi.
Við systkinin eigum ótal hlýj-
ar minningar um ömmu sem
okkur finnst lýsandi fyrir hana
eins og þegar hún bar iðulega
fram matinn fyrir fjölskylduna
en stóð sjálf við eldhúsvaskinn
flautandi. Þar borðaði hún um
leið og hún sá til þess að engan
skorti neitt við matarborðið.
Amma Steina eins og hún var
kölluð af okkur barnabörnum
var einstaklega skapgóð kona.
Við sáum hana aldrei skipta
skapi né heyrðum hana hall-
mæla nokkrum manni. Amma
kunni ekki að láta hafa fyrir sér
og það var til vandræða síðustu
árin þegar hún vildi alls ekki
nota bjölluna á hjúkrunarheim-
ilinu til að kalla á starfsfólkið
sem hún þurfti á að halda því
það væri svo mikið að gera hjá
því.
Við ætlum ekki að hafa fleiri
orð um hana ömmu okkar því
ömmu þótti hrósið óþægilegt.
Eftir stendur ljúf minning um
einstaka konu sem mun lifa í
hjarta okkar um alla tíð.
Megi Guð blessa minningu
elsku ömmu okkar.
Eva Lilja Sigþórsdóttir,
Ragnar Steinn Sigþórsson
og Ívar Þór Sigþórsson.
Steinunn Lilja
Sigurbjörnsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Takk fyrir að vera besta
amma í heimi, við elskum
þig mest. Þínar
Margrét, María, Marta
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR
frá Siglufirði,
lést miðvikudaginn 18. maí á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Höfða, Akranesi.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 1. júní kl. 14.
.
Ólöf Benediktsdóttir
Valgerður Edda Benediktsdóttir
Eva Benediktsdóttir Baldur Sigurðsson
Magnús Vagn Benediktsson Elín Vigdís Ólafsdóttir
Sigurður Benediktsson
Okkar ástkæri,
ÁSGEIR JENSSON,
lést á heimili sínu á Nýja-Sjálandi 16. maí
síðastliðinn. Útför hefur farið fram í
Auckland.
Minningarathöfn verður í Borgarneskirkju
fimmtudaginn 2. júní klukkan 14.
.
María Jensson,
Ólöf Geirsdóttir, Þorvaldur Jósefsson,
Guðlaug Örlaugsdóttir,
Jósef Valgarð Þorvaldsson, Gunnþórunn Ingólfsd.,
Þórdís Margrét Þorvaldsdóttir, Blængur Alfreðsson
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir,
ÞÓRÐUR VAGNSSON
frá Bolungarvík,
sem lést fimmtudaginn 19. maí, verður
jarðsunginn frá Lindakirkju, Kópavogi,
föstudaginn 3. júní klukkan 16.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á styrktarreikning í nafni eiginkonu hans:
0515-14-408968, kt. 200165-2259.
.
Eleanor M. Vagnsson,
Katrín Erlinda Þórðardóttir, Atli Ben Þórðarson,
Birna Hjaltalín Pálsdóttir,
Erlinda, Jocelyn, Danilo og Noel
Manguilimotan og fjölskyldur,
Soffía, Hrólfur, Margrét, Pálína og
Haukur Vagnsbörn og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GARÐAR PÉTURSSON,
Burknavöllum 1,
Hafnarfirði,
lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi
26. maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 3.
júní klukkan 15.
.
Ragnheiður Víglundsdóttir,
Laufey D. Garðarsdóttir, Auðunn Einarsson,
Daði Garðarsson, Karólína Helga Símonard.,
Jakob Jens, Viktoría Líf,
Alexander Máni, Dagur Máni,
Fjóla Huld, Bríet Ýr.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir,
afi og langafi,
ÁRNI JÓHANNESSON,
mjólkurfræðingur,
Hjallalundi 18, Akureyri,
lést fimmtudaginn 26. maí á
hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð. Útför hans fer fram frá
Akureyrarkirkju þriðjudaginn 14. júní klukkan 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahúsið á Akureyri.
.
Jóhannes Árnason, Sólveig Þóra Jónsdóttir,
Jónas Ingi Árnason,
Sigurður Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur og afi,
SIGFÚS HREIÐARSSON
smiður,
Kringlunni 53,
lést þann 28. maí á Landspítalanum.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
.
Anna Hafliðadóttir,
Hafliði Sigfússon, Berglind Guðrún Chu,
Hildur Sigfúsdóttir, Gunnar Þór Tómasson,
Edda Sigfúsdóttir, Stephen Nielsen,
Hreiðar Holm
og barnabörn.