Morgunblaðið - 31.05.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016
Hverfið mitt – Hugmyndasöfnun
Hvernig getur þitt hverfi orðið enn betra? Núna getur þú komið þinni hugmynd á framfæri,
hvort sem hún er raunhæf eða ekki. Sendu inn tillögu ábetrireykjavik.is fyrir 15. júní.
Nú er tækifærið til að skila inn betri tillögum
Lazyboy við Ægisíðuna!
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
urinn, Viðreisn, sem stofnaður var
24. maí sl., hljóti að þurfa meiri tíma
en fram á haust til þess að undirbúa
og skipuleggja kosningaþátttöku
flokksins á landsvísu.
Ákveðnir þingmenn Framsókn-
arflokksins, sem rætt var við,
benda á að ef kosið verður í haust,
þá þarf sitjandi ríkisstjórn að mæla
fyrir og leggja fram fjárlagafrum-
varp fyrir árið 2017, sem ný ríkis-
stjórn þyrfti þá að klára að aflokn-
um kosningum og stjórnarmyndun.
Sú kvöð fylgi að fjárlagafrumvarpið
fyrir næsta ár verði að afgreiðast
fyrir 1. janúar nk., en ekki sé endi-
lega sjálfgefið að þá hafi verið
mynduð ný ríkisstjórn.
Ekki af sannfæringu
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins,
sem rætt var við, gefa afskaplega
lítið fyrir röksemdir samstarfs-
flokksins um að ekki beri að kjósa í
haust. Benda þeir á að Bjarni Bene-
diktsson, fjármálaráðherra og for-
maður Sjálfstæðisflokksins, og Sig-
urður Ingi Jóhannsson, varafor-
maður Framsóknarflokksins og for-
sætisráðherra, hafi í sameiningu
gefið út þá yfirlýsingu að þetta kjör-
tímabil yrði stytt og kosið yrði í
haust. Sú yfirlýsing standi óhögguð
og henni verði ekki breytt.
„Röksemdir þingmanna Fram-
sóknarflokksins gegn haustkosn-
ingum hafa ekkert með sannfær-
ingu að gera, heldur það að fylgi
flokksins er í sögulegu lágmarki. Ef
þeir væru með 18% fylgi samkvæmt
skoðanakönnunum nú en ekki 8%,
vildu þeir ólmir fara í kosningar í
haust, rétt eins og VG sem hefur
verið að sækja í sig veðrið. Svo má
alveg benda á það að það væri
hreint ekki einfalt mál fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn að afgreiða fjárlög
næsta árs í samvinnu við Fram-
sóknarflokkinn, ef fylgi hans helst
áfram í 8%. Þeir myndu ugglaust
reyna að knýja á um stórkostlega
aukin útgjöld, til þess að kaupa sér
fylgi á nýjan leik og þann leik ætlar
Sjálfstæðisflokkurinn ekki að
leika,“ segir þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins og bætir við að Bjarni
Benediktsson og Sigurður Ingi Jó-
hannsson séu sammála um að ekki
eigi að hvika frá þeirri yfirlýsingu
sem þeir í sameiningu gáfu út um
haustkosningar. Hann bendir jafn-
framt á að samkvæmt endurskoð-
aðri starfsáætlun Alþingis fyrir
sumarið (júní og ágúst) eigi að vera
góðar líkur á því að helstu mál ríkis-
stjórnarinnar, sem hún hefur sett á
oddinn, fáist afgreidd á Alþingi áður
en þingi verður frestað á nýjan leik,
2. september nk.
Þessi orð þingmannsins eru í sam-
ræmi við það sem Einar K. Guð-
finnsson, forseti Alþingis, sagði hér í
Morgunblaðinu sl. laugardag, en
hann taldi raunhæft að ætla að Al-
þingi tækist að halda sig við starfs-
áætlun og afgreiða þau mál sem rík-
isstjórnin telur brýnast að fái
afgreiðslu.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Alþingi Gengið er út frá
því að þingkosningar fari
fram í október í haust.
’
Við ætlum að
stíga viðbótar-
skref til þess að
mæta kröfum um
að virkja lýðræðið í
landinu og til þess
að koma til móts
við þá stöðu sem hefur myndast og
hyggjumst stefna að því að halda kosn-
ingar í haust, stytta kjörtímabilið um
eitt löggjafarþing. Nákvæm dagsetning
á kosningunum mun ráðast af fram-
vindu þingmálanna.
Bjarni Benediktsson
’
Sigurður Ingi
sagði engan
ágreining ríkja á
milli ríkisstjórn-
arflokkanna um
hvenær eigi að
kjósa. Hins vegar
þurfi að fara yfir
tæknilegar útfærslur áður en nákvæm
dagsetning geti legið fyrir. Spurður
hvort dagsetning gæti t.d. legið fyrir í
lok sumars, svaraði hann: ,,Hvenær ná-
kvæmlega það mun liggja fyrir get ég
ekki sagt. En það gæti gerst fyrr, jafnvel
miklu fyrr,“ segir Sigurður Ingi.
Sigurður Ingi Jóhannsson
’
Ég hefði talið
æskilegra að
menn hefðu ein-
faldlega klárað
þetta kjörtímabil.
Ef það hefði verið
gert hefðu menn
tvímælalaust haft
nægan tíma til þess að ljúka þeim mál-
um sem ljúka þyrfti. Það er erfitt að
segja hversu mikið klárast á þeim
skamma tíma sem gert er ráð fyrir fram
að kosningum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Orðrétt um
haustkosningar