Morgunblaðið - 31.05.2016, Side 46

Morgunblaðið - 31.05.2016, Side 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 Það voru mikil forréttindi að vera ráðinn til Leik- félags Akureyrar strax eftir útskrift og í öruggan faðm Þráins Karlssonar. Hann tók mér opnum örmum og leiddi mig fyrstu skrefin mín í heimi leikhússins. Þráinn var Leik- félagið, stoð þess og stytta. Stóð með félaginu í gegnum súrt og sætt. Hann kunni ótal sögur og það var alltaf gaman að heim- sækja Rögnu og Þráin. Skoða fallegu munina þeirra. Fá kaffi- brúsann á borðið og túnfisksal- atið hennar Rögnu. Svo sátum við og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Leikhúsið, líf- ið og tilveruna. Það var unun að horfa á Þrá- in vinna. Hann hafði svo næma tilfinningu fyrir texta. Sama hver rullan var, stór eða lítil, alltaf sýndi Þráinn persónu sinni virðingu og gaf henni líf. Hann var hógvær og gaf mikið af sér. Hjálpaði okkur ungu leikurunum og hafði notalega nærveru. Alltaf átti hann góðar ráðleggingar í handraðanum. Þráinn var sannur listamað- ur. Það var sama hvað hann gerði, lék, teiknaði eða smíðaði. Allt varð að listaverki. Mynd- irnar hans og munirnir sem hann smíðaði. Meira að segja æfingatækið sem hann bjó til. Æfingatækið stóð í stofunni og fyrst þegar ég sá það hélt ég að þetta væri listaverk, sem það svo sannarlega var. En svo sýndi Þráinn mér hvernig hann notaði þetta. Þetta var teygju- og lyftingatæki. Hann vildi halda sér í formi. Hann teiknaði kort og gaf í afmælis- og frumsýningargjaf- ir. Þetta voru fallegar myndir og svo límdi hann íslenskan fánaborða á. Alltaf voru skila- boðin svo hlýleg og rithöndin falleg. Kortin enduðu öll eins, Vinir fánans-Íslandi allt Þ.K. Það var svo vinalegt að sjá bláa Kia-jeppann fyrir framan Samkomuhúsið. Eftir æfingar keyrði Þráinn heim, þó hann ætti heima við hliðina á Sam- komuhúsinu, svo fór hann í litla bátinn sinn út á pollinn. Þráinn var stemningsmaður. Bauð leikhópnum heim og hélt mór- alnum góðum. Þá var mikið hlegið og marg- ar sögur sagðar. Þegar ég hætti hjá LA sakn- aði ég mest stundanna með Þráni og Rögnu. En alltaf héld- um við sambandi. Það var svo vinalegt þegar hann hringdi bara til að vita hvernig gengi. Óska mér góðs gengis á frum- sýningum, fá slúður úr bænum og segja mér fréttir að norðan. Það var ómetanlegt. Hann var sannur mentor og ég mun ætíð geyma allar minningarnar um hann. Ég átti svo dásamlega stund með þeim hjónum um síðustu páska og það er erfitt að hugsa til þess að geta ekki drukkið kaffi og slúðrað með honum aftur. Góður maður er fallinn frá. Frábær listamaður. En umfram allt góður vinur. Guð geymi þig, elsku Þráinn vinur minn. Ragna, Rebekka, Hildigunnur og Kristín, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Vinir fánans-Ís- landi allt. Guðjón Davíð Karlsson. Ég kynntist Þráni Karlssyni fyrst þegar ég hóf störf hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1998 Þráinn Karlsson ✝ Þráinn Karls-son fæddist 24. maí 1939. Hann lést 22. maí 2016. Útför Þráins fór fram 30. maí 2016. og urðum við fljótt ágætir kunningjar. Hann tók vel á móti nýjum starfs- manni og var ávallt reiðubúinn að lið- sinna manni ef þess þurfti, enda var Þráinn alltaf hjálpsamur og greiðvikinn með alla hluti. En það sem ég tók sérstaklega eftir þegar ég kynntist Þráni var hve mikla virðingu hann bar fyrir sínu fagi, hann var vandvirkur og ábyrgðarfull- ur í öllu sínu starfi og lagði sig ávallt allan fram. Reyndar gilti þetta um allt það sem Þráinn gerði, hann gerði allt vel og af virðingu. Þráinn var síðan þar að auki ótrúlega hæfileikaríkur maður, hann var ekki bara frábær leik- ari og leikstjóri, hann gat ald- eilis teiknað og málað, las ljóð af ótrúlegum næmleika, góður smiður á bæði járn og timbur, skrifaði frábæran texta, gat sungið og dansað eins og sjálf- ur kóngurinn Evis og enginn var betri í því að segja sögur. Manni leiddist aldrei í kringum Þráinn, að sitja yfir kaffibolla með Þráni og Rögnu inni í litla reykherberginu hjá Leikfélagi Akureyrar urðu fljótt mínar bestu stundir. Við urðum góðir vinir og tel ég það til forréttinda að hafa kynnast þeim heiðurshjónum, Þráni og Rögnu. Hjartahlýjan og vináttan sem þau hafa ávallt sýnt okkur fjölskyldunni er mér mikils virði. Spjallið færðist heim í eldhús með árunum og alltaf var mikið hlegið þótt stundum væri mikil alvara undir. Þráinn hafði nefnilega mikið skap og stund- um dimmdi yfir, hann var svip- sterkur maður og ef honum mislíkaði eitthvað þá gátu aug- un sannarlega skotið gneistum. En það stóð oftast ekki lengi yfir og stutt í glettnina. Þráinn var sérstaklega kappsamur maður og stundum svolítið óþolinmóður, og fátt þótti hon- um verra en að bíða. Og stund- um átti ég til að gleyma sjálf- um mér og vita hvernig tímanum leið, reyndar er svo ennþá. Er það mér sérstaklega minnisstætt þegar Þráinn bað mig og Sigurð Hróarsson, fyrr- um leikhússtjóra, að hjálpa sér að koma bátnum sínum út, hann átti nökkvaþungan bát sem var ekki á færi nema þriggja fullfrískra karlmanna að ýta úr vör. Það var frumsýn- ingardagur og þurfti Sigurður að fara í stutt viðtal hjá RÚV og ætluðum við að koma strax eftir það. En allt þetta dróst á langinn og vorum við seinir. Þegar við loksins mættum niður á Höef- nersbryggju hafði Þráinn ekki getað beðið lengur, kom bátn- um einn út, reyndar skil ég ekki ennþá hvernig, en átökin voru svo mikil að hann brákaði við það hryggjarlið. Enda hafði hann ekki þol- inmæði að bíða eftir mér eins og oft áður heldur græjaði þetta bara sjálfur. Næst þegar ég hitti hann glotti hannstríðn- islega og hristi hausinn hlæj- andi þótt hann hafi þurft að vera rúmfastur í nokkurn tíma eftir átökin. Glettinn augun hans Þráins og kíminn svipurinn munu allt- af fylgja mér og verður mér dýrmæt minning, hlakka ég til að sigla með honum aftur og heyra eina góða sögu um leið og við rennum fyrir silung. Rögnu, dætrum, tengdason- um og barnabörnum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þórarinn Blöndal. Hugurinn leitar aftur í tímann. Mamma og fóstur- pabbi minn Baldur voru að fara að flytja saman í nýja húsið á Mánabraut, árið 1966, sem Baldur hafði byggt fyrir fjölskylduna í Kópavogin- um. Ég hlakkaði óskaplega til að flytja, þá fengi ég sérherbergi, það var spennandi. Ég var tíu ára þegar við fluttum í húsið og Gunni bróðir var 12 ára. Mamma og Baldur voru þá búin að eignast lítinn strák, hann Halla bróður. Mig langar að skrifa nokkur þakkarorð til Baldurs. Þakka þér fyrir, Baldur,að hafa alltaf verið góður við okkur öll systk- inin hvort sem um var að ræða okkur Gunna bróður sem mamma hafði eignast áður eða Halla bróður og Kristínu systur, börnin sem þú hafðir eignast með mömmu. Þakka þér líka fyrir að hafa verið svona hjálpsamur eins og t.d. þegar þú hjálpaðir Gunna bróður með húsið sitt í Höfn- unum, settir upp loftaplötur og gerðir allt mögulegt annað í Baldur Kjartansson ✝ Baldur Kjart-ansson fæddist 16. september 1928. Hann lést 5. maí 2016. Útför Baldurs fór fram 18. maí 2016. húsinu. Komst hús- inu í þannig stand að fjölskylda Gunna bróður gat búið í húsinu. Þetta var mikil vinna og þú taldir það ekki eftir þér að keyra á milli Kópavogs og Suð- urnesja margar ferðir til að vinna í húsinu þeirra. Þakka þér líka fyrir það, Baldur, að hafa verið mömmu stoð og stytta í lífinu, hún hefði ekki getað eignast betri mann en þig. Alltaf svo traustur. Svo varstu svo vinnusamur og ávallt tilbúinn að gera það sem þurfti að gera ef eitthvað þurfti að laga í húsinu ykkar, hvað sem það var, smíða, leggja parket, mála og fleira. Þið bjugguð saman í húsinu á Mánabraut öll ykkar búskapar- ár, vilduð hvergi annars staðar búa. En þið tókuð ykkur líka tíma í alls konar ferðalög, bæði innan lands og utan og höfðuð gaman af. Núna þegar þú ert farinn, Baldur, þá finn ég fyrir söknuði, sakna þess að sjá þig ekki þegar ég kem í heimsókn og sakna þess að geta ekki lengur spjallað við þig. Þú sýndir öllum um- hyggju og kærleika og öllum þótti vænt um þig. Ég hugsa til þín með hlýju. Þín fósturdóttir, María Kristbjörg. Það er þyngra en orð fá lýst að sitja hér og skrifa minn- ingargrein um Gunnar Stein. Baráttukrafturinn og lífsviljinn var ofar öllu, hann ætlaði að hafa betur og var tilbú- inn í hvaða meðferð sem stóð honum til boða. Hann barðist af miklum krafti og reyndi eins og hann gat allt til endaloka. Það var ótrúlegt að fylgjast með hon- um. Hann tók veikindunum af einstöku hugrekki og jákvæðni og alltaf var stutt í húmorinn, skemmtilega stríðnis-húmorinn sem hann erfði frá foreldrunum. Þegar lukkuhjólið um úthlutun foreldra snerist fékk Gunnar Steinn albestu foreldra sem hægt er að finna og systkini sem elskuðu bróður sinn meira en allt. Þvílík umönnun og sam- heldni einkenndi heimilislífið. Heiða mín, kletturinn í fjölskyld- unni, stóð sig eins og hetja og er það þyngra en tárum taki fyrir mömmuhjartað að horfa á eftir barninu sínu. Gunnar Steinn var einstakur strákur, með svo góða og hlýja nærveru. Hann var allt- af svo rólegur, þakklátur, kurt- eis og ljúfur. Hann var gömul sál Gunnar Steinn Guðlaugsson ✝ Gunnar SteinnGuðlaugsson fæddist 4. október 2000. Hann lést 26. apríl 2016. Útför Gunnars Steins fór fram 6. maí 2016. í ungum líkama og að tala við hann var eins og að tala við lífsreyndan fullorð- inn einstakling. Enda hafði Gunnar Steinn á sinni stuttu ævi reynt meira en flestir. Mér hefur sjaldan fundist lífið jafn- ósanngjarnt og núna. Það á enginn að þurfa að jarða barnið sitt. Og ekkert barn á að þurfa að berj- ast við illvígan sjúkdóm. Þetta átti ekki að fara svona. Hann átti stóra drauma um framtíðina, hann ætlaði sér að verða flug- maður og nú er ég handviss um að hann er fljúgandi um loftin blá með bros á vör að fylgjast með sínu yndislega fólki. Ég kveð lítinn vin með stóra hjartað með miklum söknuði. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Gunnari Steini og verið partur af lífi hans. Minningin um mestu hetju sem ég hef kynnst mun lifa að eilífu í hjarta mínu. Elsku Heiða, Gulli, Eva Björg, Bjarki Steinn og Alli, megi góður Guð vernda ykkur og gefa ykkur allan þann styrk sem þið þurfið á að halda í gegn- um þessa miklu sorg. Öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Við hittumst síðar, elsku vin- ur. Þín Esther. Afi minn, þú varst yndislegur, alltaf svo blíður, góður og hjálpsam- ur. Það var alltaf hægt að treysta á þig. Ég man þegar þú og amma pössuðuð mig í Kúrlandinu, þeg- ar við fórum í kartöflugarðinn og tókum upp kartöflur og ég borð- aði þær kaldar með smjöri. Ég man þegar við fórum út að hjóla saman. Ég man þegar við skreyttum fyrir jólin þá voru gömlu seríurn- ar teknar fram og það var alltaf að minnsta kosti ein pera biluð. Þá fórum við á verkstæðið þitt í kjallaranum og gerðum við þær, þú varst svo handlaginn, gast lag- að allt og stundum gerðum við alls konar uppfinningar saman eða bjuggum til eitthvað spenn- andi. Ég man þegar við sofnuðum Benedikt Jónsson ✝ Benedikt Jóns-son fæddist 27. apríl 1927. Hann lést 5. maí 2016. Úför Benedikts fór fram 19. maí 2016. saman í sjónvarps- herberginu og amma breiddi peysu af þér yfir okkur. Það var ein manneskja sem þú sást ekki sólina fyrir og það var amma, þegar hún mætti á svæðið þá lifnaði yf- ir þér og ó, þú elsk- aðir hana svo mikið. Þú þurftir að berjast lengi við sjúkdóm sem breytti þér og lét þig hverfa smátt og smátt frá okkur. Þú varst orðinn mjög veikur og ég veit að þú ert á betri stað núna því að við hittumst fyrir nokkrum dögum í draumi, við spjölluðum mikið saman og þú varst búinn að finna þig aftur og mundir eftir mér. Svo kom amma labbandi til okkar og þegar þú leist hana aug- um þá uppljómaðir þú allur eins og þú varst vanur að gera. Þú gekkst að henni og bauðst henni upp í dans og þið dönsuðuð sam- an. Svona man ég eftir þér, elsku afi minn, og gleymi aldrei. Halldóra Sif. Við kveðum með söknuði kæra vin- konu til margra ára. Enn er stórt skarð höggvið í þennan litla saumaklúbbshóp. Tíminn verður kyrr um stund og hugurinn leit- ar til baka. Minningabrot birtast okkur frá yndislegum stundum sem við áttum saman. Það er svo margt sem okkur langar til að segja en skortir orð. Það var alltaf stutt í hlátur og gaman- semi í kringum hana Erlu okk- ar. Ekki sé nú talað um matar- boðin, þar sem kræsingarnar voru ógleymanlegar, enda var hún afbragðskokkur. Og ekki lét hún það stoppa Ásdís Erla Gunnars- dóttir Kaaber ✝ Ásdís ErlaGunnarsdóttir Kaaber fæddist 23. júlí 1926. Hún lést 30. apríl 2016. Útför Erlu fór fram 6. maí 2016. sig í seinni tíð, þó að orðin væri sjónskert að bjóða í veislu. Hún Erla okkar var ósérhlífin og mikill orkubolti. Með þess- um orðum kveðjum við þig, elsku vin- kona, og þökkum þér samfylgdina og allar gleðistundirn- ar sem við áttum saman. Þín er sárt saknað. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð. Kveðja, Sigrún, Kristín, Ólöf og Edda. Það hefur myndast stórt skarð og tómarúm í lífi okkar systkinanna. Við systkinin höfum alist upp í sama húsnæði og amma og afi frá því við fæddumst. Amma átti það til að rétta Erna Sampsted ✝ Erna Sam-psted fæddist 16. maí 1940. Hún andaðist 3. maí 2016. Að ósk hinnar látnu fór útförin fram í kyrrþey 20. maí 2016. okkur og vinum okkar eitthvað góð- gæti eða nýbakað þegar við vorum að leika okkur í garð- inum. Nú þegar sumar- ið er komið þá er undarlegt að sjá ekki ömmu á fjór- um fótum að róta í beðunum og gera garðinn okkar þann fallegasta í götunni. Einnig verður næsti vetur erfiður því við systkinin höfum alist upp við þau forréttindi að geta fara til ömmu og afa eftir skóla. Þar var amma alltaf tilbúin að taka á móti okkur með opinn arminn fullan af umhyggju og ástúð. Þegar maður kom til þeirra þá sagði hún okkur að setjast í einn af hægindastól- unum og svo færði hún okkur eitthvað gott að borða og ósjaldan var það eitthvað ný- bakað. Við verðum að viðurkenna að þegar við komum heim úr skól- anum og vissum að annaðhvort mamma eða pabbi voru heima þá fórum við samt fyrst til ömmu, því þar fengum við fulla þjónustu. Það fór svo vel um okkur hjá ömmu að við áttum það jafnvel til að sofna aðeins í hæginda- stólnum þegar við vorum búin að borða. Það verður erfitt að fylla í þetta skarð sem amma skilur eftir sig, og munum við eflaust eiga eftir að upplifa aðstæður þar sem við munum minnast ömmu og sakna hennar. Við systkinin viljum þakka fyrir þau forréttindi sem við höfum haft að alast upp í húsi með ömmu og afa og geta alltaf leit- að til þeirra. Því þau voru bæði alltaf til í að hjálpa okkur. Næstu daga, mánuði og ár munum við reyna að fylla í þetta tómarúm og skarð með afa. Amma, takk fyrir að hafa verið alltaf til staðar fyrir okkur, saknaðar- kveðja. Kristján Freyr Diego, Andri Þór Diego, Edda Ósk Diego.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.