Morgunblaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016
trúarlíf Íslendinga. „Við megum ekki
gleyma því að þó að trú sé gagnrýnd
víða um heim, þá eru líka margir sem
rækta sitt trúarlíf.“
Hann segir að fólk á öllum aldri
sæki kirkjuna heim, svo virðist sem
það sé af ýmsu þjóðerni og t.d hafi
verið talsverð fjölgun á heimsóknum
skólahópa. Ekki er haldið nákvæm-
lega utan um gestafjöldann, en áætl-
að er að rúmlega helmingur þeirra
erlendu ferðamanna sem sækja Ís-
land heim fari í kirkjuna og því er tal-
ið að á milli 500-700.000 þeirra hafi
heimsótt kirkjuna í fyrra.
Hluti þeirra, á milli 150.000 og
200.000, fer svo með lyftunni upp í
turninn og segir Sigurður Árni ljóst
að löngu sé komin þörf fyrir nýja
lyftu, sú sem nú er anni ekki þessu
álagi. „Við erum að skoða lyftukaup
og hún þyrfti að vera komin í gagnið
ekki síðar en á næsta ári,“ segir hann.
Oft eru raðirnar að lyftunni meira en
50 metra langar og ná inn eftir allri
kirkju. Það hefur komið nokkrum
sinnum fyrir að undanförnu að ég hef
ekki treyst mér yfir þetta Times
Square Íslands til að ná mér í kaffi,“
segir Sigurður hlæjandi.
Þessi mikla aðsókn í að fara upp í
turninn hefur m.a. haft það í för með
sér að ekki hefur verið hægt að nýta
skrifstofur í turninum, sem m.a. hafa
hýst Biblíufélagið og listastarfsemi
kirkjunnar. „Starfsfólkið kemst
hvorki upp né niður. Út frá öryggis-
sjónarmiði getum við ekki látið fólk
vera að störfum á skrifstofum sem
eru með svona takmarkað aðgengi.“
segir Sigurður Árni.
Spurður hvort boðið sé upp á leið-
sögn um kirkjuna segir Sigurður
Árni ekki hafa verið nægilega góða
aðstöðu til þess, en reynt sé að verða
við beiðnum hópa sem biðji um það
með fyrirvara. Margir séu forvitnir
um ævi og störf Hallgríms Péturs-
sonar og þá veki listaverkin í kirkj-
unni aðdáun og áhuga margra, en
meðal þeirra má finna skírnarfont,
hurð og steindan glugga Leifs Breið-
fjörð, Kristsstyttu Einars Jónssonar
og verk Kristínar Gunnlaugsdóttur.
Hefur mikil áhrif á fólk
„Þetta, að vera með skipulagða
leiðsögn, er eitthvað sem við þurfum
að fara að huga betur að. Gestum í
kirkjuna á alveg örugglega eftir að
fjölga og við viljum taka sem best á
móti þeim,“ segir Sigurður Árni og
bætir við að fjölga hafi þurft starfs-
fólki kirkjunnar á undanförnum ár-
um í takt við fjölgun gesta, en nú
starfa þar um 20 manns.
Hallgrímskirkja er ekki í ama-
legum félagsskap á lista The Guardi-
an. Aðrir staðir sem þar eru nefndir
sem tíu bestu íhugunarstaðir heims
eru Grafarkirkjan í Jerúsalem, Iona-
klaustur í Skotlandi, tilteknar deildir
Þjóðarsafnsins og Tate-safnsins í
London, musteriskirkjan í sömu borg
og klaustur heilags Markúsar í Fen-
eyjum.
En þetta er ekki eini listinn sem
kirkjan prýðir. Árið 2014 komst hún
t.d. á lista yfir 50 skrýtnustu bygg-
ingar heims og hún hefur oftar en
einu sinni verið á listum yfir áhuga-
verðustu kirkjur heims. Þá er hún á
lista yfir tíu áhugaverðustu steypu-
mannvirki heimsins. „Kirkjan er á
hinum fjölbreytilegustu topplistum
yfir hitt og þetta,“ segir Sigurður
Árni. „Þannig að hún hefur greini-
lega mikil áhrif á fólk.“
Kirkja á topplistum víða um heim
Hallgrímskirkja er sögð einn af tíu bestu íhugunarstöðum heims Allt að 700.000 erlendir ferða-
menn heimsóttu kirkjuna í fyrra Hugað að kaupum á nýrri lyftu upp í turn Bættu við starfsfólki
Ljósmynd/ Sigurður Árni Þórðarson
Í Hallgrímskirkju Hún þykir henta vel til íhugunar. Sumir eiga stund við ljósberann og biðja þar fyrir ástvinum.
Sigurður Árni segist ekki verða
var við að sóknarbörnunum
þyki á köflum nóg um mann-
mergðina í kirkjunni. Ekki beri
á öðru en stolti yfir því hversu
mikla athygli kirkjan vekur.
„Okkar söfnuður er svolítið
sérstakur. Hingað kemur fólk
alls staðar að af landinu, fólk
víða af höfuðborgarsvæðinu og
þeir sem koma utan af landi
og vilja fara í messu fara
gjarnan í Hallgrímskirkju. Hún
er safnaðarkirkja og höfuð-
borgarkirkja, þjóðarkirkja og
heimskirkja. Hún gegnir mörg-
um hlutverkum og gerir það
með prýði.“
Með mörg
hlutverk
STOLTUR SÖFNUÐURSVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Hún er sögð óður til módernismans
með vísan til íslensks landslags. Lát-
laus, en þó kraftmikil og hvelft loftið
varpar skeljalaga skuggum á rjóma-
lita veggina. Hallgrímskirkju er fag-
urlega lýst á menningarvefsíðu
breska dagblaðsins The Guardian þar
sem hún er á lista yfir tíu bestu íhug-
unarstaði í heimi.
Í kirkjuna koma
mörg hundruð
þúsund erlendir
ferðamenn á
hverju ári og
margir þeirra
koma þangað til
að slaka á og
hugsa sinn gang í
dagsins önn.
„Sumir stoppa
og eiga stund við
ljósberann sem er við útgöngudyrnar
og biðja þar gjarnan fyrir ástvinum
sínum. Aðrir setjast niður á bekk.
Fólk stillir sig af inni í kirkjunni, þar
eru svo margir rólegir staðir þrátt
fyrir að oft séu mörg hundruð manns
þar inni,“ segir Sigurður Árni Þórð-
arson, sóknarprestur í Hallgríms-
kirkju. „Margir gefa sig á tal við okk-
ur prestana eða annað starfsfólk og
segja okkur hvernig þeir upplifa
kirkjuna og margir segja að þeir njóti
þess hvernig ljósið leiki um hana.
Margir tala um hversu björt hún er –
sannkölluð dómkirkja ljóssins. Svo er
upplifunin mismunandi eftir því
hvernig veður er, því ljósið breytist
eftir því.“
150-200.000 fara upp í turn
Sigurður Árni segir að margir er-
lendu gestanna spyrji um hverskonar
kirkja Hallgrímskirkja sé; hvort hún
sé mótmælendakirkja eða kaþólsk og
þá fýsi líka marga að vita meira um
Sigurður Árni
Þórðarson
SVIÐSLJÓS
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Áður en Þingvellir voru skráðir á
heimsminjaskrá UNESCO árið 2004
kom til landsins eftirlitsnefnd sem
gerði úttekt á svæðinu, líkt og venj-
an er um þessar
umsóknir.
Þetta segir
Ólafur Örn Har-
aldsson, þjóð-
garðsvörður á
Þingvöllum, í
samtali við Morg-
unblaðið.
Stofnunin legg-
ur það sjónarmið
til grundvallar að
þjóðgarður sé til
þess gerður að varðveita uppruna-
lega ásýnd náttúrunnar.
Sem dæmi nefnir Ólafur að honum
hafi verið sagt að Mývatn myndi
aldrei komast á heimsminjaskrána.
Of mikil mannvirki séu þar í grennd
til að svo megi verða.
Í skýrsluna sem hjá var lögð með
útnefningu Þingvalla í skrána voru
gerð viss tilmæli um það sem betur
mætti fara innan þjóðgarðsins.
Einkum var hert á þremur atrið-
um að sögn Ólafs.
„Í fyrsta lagi var mælst til þess að
öll aðkomin tré yrðu felld. Þá erum
við að tala um áleitnar plöntur svo-
sem lúpínuna og kerfilinn, aspirnar
við sumarbústaðina og sjálfan barr-
skóginn austan við vatnið,“ segir
Ólafur. Þar sé í raun gríðarmikill og
vinsæll skógur.
„Mörg heit hjörtu sem slá“
„Hann er hlaðinn tilfinningum,
sögu og er sannast sagna barn síns
tíma. Þarna var gróðursett af mikilli
hugsjón og með góðum hug. Margir
áttu þar hlut sem vildu Þingvöllum
vel, meðal annars Vestur-Íslending-
ar sem komu langt að eins og gefur
að skilja,“ segir Ólafur og bætir við
að í skóginum sé einnig fjöldi reita til
minningar um menn og málefni ým-
iss konar.
„Það eru mörg heit hjörtu sem slá
þegar þetta ber á góma.“
Upphaf skógræktar á Íslandi
Ekki er þá allt upp talið sem
hverfa myndi úr þjóðgarðinum fengi
UNESCO vilja sínum framgengt.
Fyrir neðan Öxarárfoss er Furu-
lundur, en þar er talið að skógrækt á
Íslandi hafi átt upphaf sitt rétt fyrir
aldamót nítjándu og tuttugustu ald-
ar. Var haldið upp á hundrað ára af-
mæli hennar í lundinum árið 1999.
„Það myndi engum detta í hug að
skerða þann lund,“ segir Ólafur.
Bendir hann á að þjóðgarðsverðir
hafi grisjað skóginn en ekki gengið
að honum á þann hátt sem UNESCO
mælti til um.
Forkaupsréttur oftar nýttur
Í öðru lagi mæltist UNESCO til
þess að sumarhúsum yrði fækkað
eða þau alfarið látin hverfa úr landi
þjóðgarðsins.
„Við höfum nýtt okkur forkaups-
rétt okkar til að kaupa bústaði og í
auknum mæli síðustu fimm til sex ár-
in miðað við það sem áður hafði verið
gert,“ segir Ólafur.
Stefnumótunin endurskoðuð
Þriðju og síðustu tilmæli
UNESCO voru þau að fækka þyrfti
bílastæðum inni í þjóðgarðinum.
„Þar er helst undir Flosaplanið
eins og við köllum það, eða bílastæð-
ið við Flosagjána, sem einnig er
þekkt sem Peningagjá. Og þar höf-
um við ekki staðið okkur nógu vel.“
Ábending þess efnis gæti borist
þjóðgarðinum frá stofnuninni, þó
ekki hafi komið til þess ennþá að
sögn Ólafs.
„Hins vegar erum við að endur-
skoða stefnumótun Þingvallaþjóð-
garðs núna og þar er líklegt að nið-
urstaðan verði að draga umferð
bifreiða í miklum mæli frá þinghelg-
inni. Bílastæði væru þá fjarri og fólk
myndi jafnvel aka um svæðið í raf-
knúnum bílum, til og frá þessum
bílastæðum.“
Skiptar skoðanir um Þingvelli
UNESCO vill fella öll aðkomin tré í
þjóðgarðinum Þjóðgarðsvörður segir
að skógurinn sé hlaðinn tilfinningum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Öxarárfoss „Þarna var gróðursett af mikilli hugsjón og með góðum hug. Margir áttu þar hlut sem vildu Þingvöllum
vel, meðal annars Vestur-Íslendingar sem komu langt að eins og gefur að skilja,“ segir Ólafur um barrskóginn.Ólafur ÖrnHaraldsson