Morgunblaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016
Fjölmiðla- og tónlistarmaðurinn Þórður Helgi Þórðarson, beturþekktur sem Doddi litli, fagnar 47 ára afmæli sínu í dag með út-gáfu nýs Love Guru-lags. „Hann kemur alltaf fram einu sinni á
ári á Kótilettunni á Selfossi og ég reyni oftast að koma með nýtt lag svo
ég sé ekki alltaf að taka þetta eina lag sem ég kann,“ segir Þórður um
Love Guru, sem hefur notið mikilla vinsælda í bænum allt frá útgáfu
lagsins góðkunna „1, 2, Selfoss“ sem gekk nýverið í endurnýjun lífdaga
með 1-2 sigri liðs Selfoss á KR í bikarkeppninni í knattspyrnu.
Innblásturinn fyrir nýju tónsmíðina er ekki af verri endanum, en
hann er fenginn úr auglýsingaherferð Iceland Express, Heimsborg-
aranum. „Hann var að tala um að jackið væri ekki komið til Íslands og
ég er búinn að hugsa um þetta í tíu ár: Ég verð að gera lag um þetta!“
Laginu fylgir að sjálfsögðu myndband og verður það frumsýnt á vef
Nútímans. „Þarna er ótrúlegasta fólk að jacka: Gísli í Landanum, Gísli
Marteinn, Birgitta Haukdal … hversu gott er það?“ spyr Þórður, en
gestir Kótilettunnar á Selfossi 11. júní munu svo fá að njóta lifandi
flutnings listamannsins á hátíðinni.
Í sumar mun Þórður sjá um útvarpslýsingar Rásar 2 á Evrópu-
mótinu í fótbolta. Hann segist hæfilega vongóður um gengi íslenska
liðsins. „Ég væri ofboðslega ánægður ef liðið næði í eitt stig.“ Að öðru
leyti sér hann fram á að eyða sumrinu í ferðalög um landið ásamt börn-
um sínum.
Ljósmynd/Magna Ósk Gylfadóttir
Með börnunum Guðrún Ásta, Kristófer Örn, Þórður og Hildur Eva.
Droppar nýjum
Love Guru-slagara
Þórður Helgi Þórðarson er 47 ára í dag
B
jörn fæddist í Reykjavík
1.6. 1976, ólst upp í Þor-
lákshöfn fram að skóla-
aldri og síðan í
Grundarfirði, Þorláks-
höfn og á Sauðárkróki: „Ég ólst upp
að mestu hjá einstæðri móður og við
vorum svolítið á faraldsfæti á upp-
vaxtarárum mínum. Svo lenti ég í ein-
elti í grunnskólanum, einkum í
Grundarfirði og á Sauðárkróki, en á
þeim árum var nú ekki mikill skiln-
ingur á slíkum vanda hjá ungum sál-
um. Ég dró mig því svolítið inn í skel-
ina, las mikið og varð dæmigerður
nörd. Ég hef alltaf verið dálítill talna-
haus, glímdi við stærðfræðina í skóla
eins og um gestaþrautir væri að
ræða. Ég fæ útrás fyrir það í dag í
ýmiss konar spilum, borðspilum og
tölvuleikjum.“
Björn var í grunnskóla í Þorláks-
höfn, Grundarfirði og á Sauðárkróki,
stundaði nám við FÁ og lauk þaðan
stúdentsprófi 1996.
Á grunnskólaárunum stundaði
Björn íþróttir af kappi: „Ég æfði
frjálsar íþróttir og keppti í þeim um
skeið. Svo æfði maður sund í litlu
sundlauginni í Grundarfirði sem
fraus á veturna og renndi sér á skíð-
um á litlum hól við þorpið í Grundar-
firði. Þrátt fyrir þær aðstæður náðu
Grundfirðingar merkilega góðum ár-
angri á mótum. Seinna æfði ég og
keppti í handbolta um skeið, fyrst
með Snæfelli og síðar með Val.“
Björn var í sveit í Birtingarholti á
sumrin í æsku og vann síðan við fisk-
vinnslu í Grundarfirði og í Þorláks-
höfn. Auk þess var hann handlangari
við múrverk.
Að loknu stúdentsprófi var Björn
starfsmaður á leikskóla, fyrst á
Björn Leví Gunnarsson hugbúnaðarsérfræðingur – 40 ára
Brosmild og myndarleg fjölskylda Talið frá vinstri: Heiða María, Ársól Ísafold, Alexander Arnar og Björn Leví.
Feimni nördinn sem
varð netpólitíkus
Feðgarnir Björn og Alexander.
Hugrún María Hólmgeirsdóttir, Jón Breki Sigurðsson, Þorvarður Daníel Ein-
arsson og Aron Elvar Stefánsson, sem öll búa í Stykkishólmi, söfnuðu 10.000
krónum til að styrkja mannúðarstarf Rauða krossins.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður
Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is
Taktu
bílinn með
til Færeyja og Danmerkur 2016
Færeyjar
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 34.500
Danmörk
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 74.500
Bókaðu
núna!
Bókaðu
snemma til aðtryggja þér pláss.Þegar orðið fullt ísumar ferðir
í sumar.