Morgunblaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 153. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Hnigu niður með 20 m millibili 2. Banaslys á Þingvallavegi 3. Segja upp samningum við Norrænu 4. Eftirlýstur fyrir árás á Spot »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Sunnyside Road sendi nýverið frá sér sumarlagið „Gerum ekki neitt“, sem lýsir íslensku sumri, ferðalagi í tjaldi, ástinni og bjartsýn- inni sem Íslendingar fyllast oft á vor- in þegar sól hækkar á lofti. Til að halda áfram að fanga þessa sér- íslensku sumarstemningu ætlar sveitin að standa að röð svokallaðra pop-up tónleika í allt sumar, með áherslu á höfuðborgarsvæðið en hugsanlega verður einnig farið út fyr- ir borgarmörkin. Tónleikaröðin ber yfirskriftina „Komum nær“ og hefur það markmið að færa tónlistina nær fólkinu með litlum fyrirvara og um- stangi. Fyrstu tónleikarnir verða 8. júní og verður staðsetningin tilkynnt með sólarhrings fyrirvara á viðburði tónleikaraðarinnar á Facebook undir nafninu „Komum nær – Pop up tón- leikar Sunnyside Road“. Auk þess verður þar tilkynnt um alla tónleika sumarsins. Tónleikar verða haldnir í heimahúsum, görðum og hvar sem hljómsveitinni dettur í hug. Tónleikar á óvæntum stöðum í sumar  Blásið verður til brasilískrar tón- listarveislu í Eyrarbakkakirkju ann- að kvöld kl. 20. Þá munu tónlistar- mennirnir Ife Tolentino, Óskar Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson leika af fingrum fram lög eftir Tolentino í bland við sí- gild bossa nova-lög eftir nokkra af helstu höfundum brasilískrar tónlistarsögu. Tolent- ino er brasilískur gítarleikari og söngvari. Brasilísk tónlistar- veisla á Eyrarbakka Á fimmtudag Sunnan 5-10 m/s og dálítil væta vestast á landinu, en annars hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 3-8 m/s. Dálítil súld með köflum sunnan- og vestanlands, en bjart að mestu fyrir austan. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast norðaustan- og austanlands. VEÐUR „Langeygir íþróttaunn- endur Cleveland-borgar eiga svo sannarlega skilið að geta fagnað að nýju, eftir 52ja ára bið, en þegar á hólminn kemur er ekki ann- að hægt en að spá meist- urum Warriors sigri í sex leikjum,“ skrifar Gunnar Valgeirsson, sem spáir í spilin fyrir einvígi Cleve- land Cavaliers og Golden State Warriors um NBA- meistaratitilinn. »2 Meistararnir eru vaknaðir til lífsins ,,Hann er gríðarlega vinnusamur og er frábær liðsmaður hvort sem það er innan eða utan vallar. Hann smitar út frá sér með hugarfari sínu. Það var einhver að segja að hann væri leikmaður mótsins hingað til og ég get alveg tekið undir það. Hann hefur spilað sérlega vel í byrjun mótsins,“ segir fyrirliði Breiðabliks um Andra Rafn Yeo- man, sem er efstur í einkunnagjöf Morg- unblaðsins eftir sex umferðir á Íslands- mótinu í knattspyrnu. »2-3 Frábær liðsmaður innan vallar sem utan „Við erum ágætlega vanar því að það vantar alltaf einhverjar en svona er þetta í handboltanum. Við erum með fínan hóp og ég held að við getum gert góða hluti ef við mætum vel stemmdar til leiks,“ segir Karen Knútsdóttir, landsliðs- fyrirliði í handbolta, en Ísland mætir Frakklandi í undankeppni EM í Valshöllinni í kvöld. »1 Getum gert góða hluti gegn Frökkum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ragnar Baldursson, sendiráðunaut- ur í sendiráði Íslands í Peking í Kína, hefur skrifað fyrir Penguin- útgáfuna bókina Nineteen Seventy- Six, sem fjallar á ensku um minn- ingar hans og skilning á atburðum ársins 1976 þegar jarðskjálftinn mikli reið yfir Tangshan með þeim afleiðingum að mörg hundruð þús- und manns létust, Maó formaður lést og menningarbyltingunni lauk. „Ég var námsmaður í Peking á þessum tíma og segi frá því í bók- inni hvernig ég upplifði þessa at- burði og hvernig ég skil þá núna, fjórum áratugum síðar,“ segir Ragnar. Á árunum í Menntaskólanum við Hamrahlíð var Ragnar í hópi rót- tækra maóista. Hann fór í raf- magnsverkfræði í Háskóla Íslands en ákvað að sækja um styrk til að læra raunverulegan sósíalisma í Kína, þegar tækifærið gafst. „Ég vissi nánast ekkert um Kína en hef alltaf laðast að fjarlægum heimum og því sem er framandi.“ Kynning í 40 ár Ragnar segir að hann hafi kynnst algerlega nýjum heimi í Kína, fram- andi hugsun og menningu, en hann útskrifaðist 1979. „Ég komst fljót- lega að því að kínverska útgáfan af marx-lenínisma var töluvert önnur en sú sem tíðkaðist á Vestur- löndum. Smám saman skildi ég að ástæðan fyrir þessum mun var rak- in til áhrifa hefðbundinnar kín- verskrar hugsunar.“ Á undanförnum 40 árum hefur Ragnar verið þrjú tímabil í Kína. Hann segist því horfa á það sem nú gerist í Kína í ljósi þess sem þar gerðist áður. „Þessi samanburður hjálpar mér að skilja betur for- sendur kínverskra stjórnmála og samfélags og hvert sé líklegt að það muni stefna,“ segir hann. Hann áréttar að því lengur sem menn dvelji í Kína, þeim mun varkárari verði þeir í frásögnum vegna þess að nær undantekningarlaust hafi atburðir í Kína verið þvert á allar spár. „Fáir ef nokkrir bjuggust við því að kommúnistar myndu ná völd- um með bændabyltingunni 1949 og eftir að Maó hafði komist til valda og uppfært sósíalismann að sov- éskri fyrirmynd kom menningar- byltingin flatt upp á alla. Þegar henni lauk kom það öllum að óvör- um að Kína skyldi fara yfir á braut umbótastefnunnar. Þróun Kína hef- ur verið með þeim hætti að Vestur- landabúar hafa átt erfitt með að skilja hana og það er fyrst núna sem mér finnst ég smám saman öðl- ast skilning á því hvað drífur þetta samfélag áfram.“ Varpar ljósi á árið 1976 í Kína  Ragnar rifjar upp merkilega viðburði í bók Morgunblaðið/Styrmir Kári Höfundurinn Ragnar Baldursson kynnir bókina á Íslandi og Bretlandi um þessar mundir. Eftir að Ísland og Kína komu á stjórnmálasambandi á áttunda áratugnum sendu Kínverjar tvo kínverska námsmenn til Íslands og tveimur Íslendingum var boðið í nám í Kína 1975. Ragnar Bald- ursson og Tryggvi Harðarson fengu styrkina. Að loknu eins árs námi í kínversku lærði Ragnar heimspeki við Peking-háskóla, að nafninu til marx-leníníska heim- speki. Í kjölfarið laðaðist hann að hefðbundinni kínverskri heim- speki. „Hún er lykillinn að skiln- ingi á kínversku samfélagi og kín- verskri pólitík,“ segir hann, en Ragnar hefur meðal annars þýtt speki Konfúsíusar á íslensku. Einnig Laotse undir heitinu Ferlið og dygðin sem Hið íslenska bók- menntafélag gaf út sem lær- dómsrit. Ragnar var kennari, blaðamað- ur og fréttamaður. Hann hefur starfað í utanríkisþjónustunni frá 1995, var fyrstu fimm árin í Pek- ing og hefur nú verið þar frá 2010. Kínversk heimspeki lykillinn RAGNAR BALDURSSON ÞEKKIR VEL TIL Í KÍNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.