Morgunblaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016
✝ Friðrik Jóns-son fæddist á
Akureyri 4. júlí
1921. Hann lést á
Borgarspítalanum
21. maí 2016.
Foreldrar hans
voru Ástríður
María Eggerts-
dóttir, f. 22. júní
1885, d. 16.
nóvember 1963, og
Jón Eyjólfur Berg-
sveinsson, f. 27. júní 1879, d.
17. desember 1954. Friðrik var
einn tíu systkina og er eitt
þeirra eftirlifandi, Kristbjörg
María, f. 2. apríl 1924.
Hinn 23. apríl 1949 kvæntist
Friðrik Körlu Stefánsdóttur, f.
15. september 1930, d. 9. ágúst
2004. Börn þeirra eru: 1) Hall-
dóra, f. 1950, gift Sveini Stur-
laugssyni, f. 1951. Börn þeirra
eru Albert og Sturlaugur Frið-
rik. 2) Jón Stefán, f. 1953, gift-
ur Ágústínu Halldórsdóttur, f.
1952. Börn þeirra eru Eva
Björk og Friðrik. 3) Friðrik, f.
1958, giftur Snæ-
björgu Sigurgeirs-
dóttur, f. 1963.
Sonur þeirra er
Daníel. 4) Harald-
ur, f. 1960, giftur
Lilju Björk
Högnadóttur, f.
1962, börn þeirra
eru Högni, Heiður
og Hekla. 5) Ólaf-
ur, f. 1966.
Friðrik tók far-
mannapróf frá Stýrimanna-
skólanum í Reykjavík 1947 og
stundaði sjómennsku til ársins
1970 er hann tók við útgerðar-
stjórn hjá Sementsverksmiðju
ríkisins sem hann gegndi til
starfsloka. Síðustu ár hefur
Friðrik stundað nám við
Myndlistarskóla Kópavogs og
haldið nokkrar málverkasýn-
ingar, bæði einka- og samsýn-
ingar.
Útför Friðriks fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 1. júní
2016, og hefst athöfnin klukk-
an 13.
Kæri afi minn.
Æska mín er í huga mér, þú
og amma, öryggi og umhyggja
ásamt uppeldi minna fyrstu
ára. Hjá ykkur fannst mér
best og hjá ykkur vildi ég vera.
Ég er ykkur svo óendanlega
þakklátur. Ég er sá sem ég er
vegna ykkar.
Starfsvettvangur okkar afa
var sá sami og við það urðu
tengsl okkar enn meiri.
Alltaf sýnduð þið amma stolt
og áhuga á því sem ég tók mér
fyrir hendur. Áhuginn og um-
hyggjan minnkaði ekki með ár-
unum. Sérstakt og kært sam-
band ykkar ömmu við strákana
mína og Ástu Pálu konuna
mína hefur alltaf verið mér
mikils virði.
Nú er komið að leiðarlokum
afi minn ég þakka þér fyrir
allt.
Við kveðjum þig öll með
söknuð.
Albert Sveinsson,
Ásta Pála, Sindri, Atli
og Albert Páll.
Friðrik Jónsson skipstjóri,
föðurbróðir minn, var Breið-
firðingur í báðar ættir. Hann
var sonur Jóns Eyjólfs Berg-
sveinssonar, eins af stofnend-
um Slysavarnafélags Íslands,
sem var fæddur í Hvallátrum í
vestureyjum Breiðafjarðar og
eiginkonu hans, Ástríðar Egg-
ertsdóttur, húsmóður frá
Fremri-Langey í suðureyjum
Breiðafjarðar. Þau áttu 10
börn á einungis 17 árum og var
Friðrik það áttunda í röðinni.
Það hefur verið mikið um að
vera á þessum árum á æsku-
heimilinu að Baldursgötu 17,
fyrir utan að starfsemi Slysa-
varnafélags Íslands var rekin
frá heimilinu um tíma.
Ég minnist þess að Sigur-
björn Einarsson biskup sagði
eitt sinn að æskuheimili Frið-
riks hefði ekki einungis staðið
opið út á Baldursgötuna heldur
út á alla strandlengju Íslands.
Friðrik vakti athygli hvar
sem hann fór fyrir vandaða
framkomu og óaðfinnanlegan
klæðaburð. Hann var glaðvær
húmoristi sem tók virkan þátt í
þjóðmálaumræðunni. Hann var
mikill sjálfstæðismaður frá
bernsku og virkur í flokks-
starfinu frá unglingsárum.
Pólitíkinni andaði hann að sér
þegar hann var ungur drengur
og vann sem þingsveinn og bar
út póst og tilkynningar til
þingmanna sem allir bjuggu í
göngufæri frá Alþingishúsinu.
Friðrik var fastur fyrir og lá
aldrei á skoðunum sínum hvar
sem hann fór.
Friðrik lifði fjölbreytilegu
lífi og kom víða við. Mest var
hann til sjós en í lok starfsfer-
ilsins var hann útgerðarstjóri
og sinnti margvíslegum störf-
um fyrir Sementsverksmiðju
ríkisins. Í einkalífinu naut
hann samvista við Körlu Stef-
ánsdóttur eiginkonu sína, sem
er látin fyrir nokkrum árum,
en þau eignuðust fimm börn.
Þegar starfsævinni lauk fór
Friðrik að sinna áhugamáli
sínu sem var myndlist. Hann
stundaði af mikilli alvöru nám
við Myndlistarskóla Kópavogs
og sótti námskeið til Englands
í vatnslitamálum. Það verður
ekki annað sagt en að hann
hafi náð einstaklega góðum ár-
angri í list sinni og honum fór
sífellt fram. Hann gerði ýmsar
tilraunir í verkum sínum og
breytti engu hvort um var að
ræða vatnslitamyndir eða olíu-
myndir. Myndefnið var oft af
sjó eða frá sjávarsíðunni.
Þekktar eru uppstillingar hans
þar sem koma við sögu klass-
ískir hlutir eins og ávextir og
vínflöskur og svo bætti hann
við uppstillingum með ávaxta-
perum og ljósaperum á ein-
staklega næman hátt sem vakti
athygli.
Hann sagði mér í vetur að
hann væri að ljúka við síðasta
olíumálverk sitt. Ég spurði
auðvitað af hverju það væri. Þá
sagði hann að nú yrði hann 95
ára í sumar og honum þætti
þetta ágætt.
Samskipti fjölskyldu minnar
við Friðrik voru alltaf mikil og
fóru vaxandi síðustu árin. Vin-
skapur konu minnar og barna
var mikill og sambandið náið.
Á námsárunum í Kaupmanna-
höfn þegar Friðrik sigldi skipi
sínu nánast inn í miðborgina
kallaði hann á okkur ungu
hjónin og rétti hann okkur
poka með góðum skammti af
lambakjöti og þess háttar sæl-
keramat frá Íslandi. Það var
vel þegið og kom sér vel.
Af stórum systkinahópi
Friðriks er nú einungis eitt á
lífi. Það er María Jónsdóttir
sem er á 93. aldursári.
Friðriks frænda verður sárt
saknað á mínu heimili.
Hilmar Þór Björnsson.
Friðrik frændi var fallegur
maður. Hann var fallegur að
utan jafnt sem innan. Hann
var ávallt óaðfinnanlegur í
klæðaburði og allri framkomu.
Hann sagðist byrja hvern dag
á léttum æfingum áður en
hann rakaði sig og þreif sér vel
um eyrun. „Svo fer ég fram á
gang og sæki dagblöðin … en
þó ekki fyrr en ég hef klætt
mig.“ Það var ávallt stutt í
húmorinn hjá frænda og hann
var alltaf léttur í lund og sá
spaugilegar hliðar á flestöllu.
Friðrik var mikill vinur
minn og síðustu árin höfum við
brallað margt saman. Við feng-
um okkur reglulega hádegis-
mat og fórum þá gjarnan á
Kaffivagninn úti á Granda.
Mér fannst svo gaman að
sækja frænda og keyra hann
niður á höfn, skoða skipin,
ræða gamla tíma og pólitík
sem hann hafði miklar skoð-
anir á. Hann var stálminnugur
og gat sagt svo skemmtilega
frá bernskuárum sínum í
Reykjavík á fyrri hluta síðustu
aldar. Hann var ungur maður í
seinni heimsstyrjöldinni og
frásagnirnar lifnuðu við í huga
mér þegar hann sagði frá. Æv-
intýri hans sem skipstjóra sem
sigldi um heimshöfin heilluðu
mig í hvert sinn. Frændi var
líka áhugasamur um mig og
nýja tímann. Á síðasta fundi
okkar vildi hann, næstum 95
ára, allt vita um hina nýju
snjallsímatækni og hætti ekki
umræðan fyrr en hann var bú-
inn að fræðast um öll „öppin“ í
símanum mínum.
Friðrik hefur ávallt átt sér-
stakan stað í mínu hjarta.
Hann sendi mér persónuleg
jólakort allt frá mínum fyrstu
jólum og til þeirra síðustu.
Kortin voru stór og falleg, oft-
ast með vatnslitamyndum eftir
hann sjálfan. Inni í kortunum
var mikill texti. Fyrstu árin
gekk allt út á að gera grín að
pabba mínum og ævintýraleg-
um hrakförum hans við að
koma jólagjöfunum heim. Þá
voru þarna líka tillögur að því
hvernig ég gæti leikið á pabba
minn með stríðni og prakkara-
skap. Eftir að ég fullorðnaðist
og flutti að heiman voru kortin
full af spaugilegum ráðlegging-
um um farsæl hjónabönd og
kvenkosti sem ég þyrfti að til-
einka mér. Eftir að ég gifti
mig var allt grínið á kostnað
eiginmanns míns. Ég geymdi
ávallt kort Friðriks þar til ég
var búin að lesa öll hin því
hans voru best.
Fyrir þremur árum fórum
við saman í það verkefni að
vinna úr endurminningum
langafa míns, föður Friðriks,
Jóns Eyjólfs Bergsveinssonar.
Langafi var einn af stofnend-
um Slysavarnafélags Íslands
og hafði skrifað heilmikið hjá
sér. Við höfðum samband við
sagnfræðideild Háskóla Ís-
lands sem fann útskriftarnema
sem vann úr endurminningun-
um og viðtölum sem ég tók við
frænda og systur hans Maríu
Jónsdóttur. Úr varð heildstæð
heimildaritgerð eftir Þorvarð
Pálsson sem hann fékk fyrstu
einkunn fyrir. Þetta fannst
okkur báðum mjög gaman og
mikið þjóðþrifamál enda stór-
merkilegt efni um að ræða, um
árdaga slysavarna á Íslandi og
mannlíf í Reykjavík í upphafi
síðustu aldar. Æskuheimili
frænda á Baldursgötu 17 var
stjórnstöð slysavarna Íslands
um árabil með þess tíma
tækjakost. Langafi sinnti að-
gerðum með vöskum mönnum
en í stofunni heima biðu konur
skipbrotsmannanna fregna.
Friðrik frændi sagði að
mamma sín og langamma mín
með sín tíu börn og konurnar
allar í stofunni hefðu haft
mjög stóran faðm sem oft var
grátið í.
Friðrik frændi hafði svo fal-
lega sýn á lífið og kenndi mér
að lykillinn að farsælli ævi
væri að hugsa vel um heilsuna,
vera snyrtilegur, jákvæður og
kurteis. Ekki skemmdi fyrir
að vera stríðinn innan hóflegra
marka. „Já, og svo er líka
harðbannað að vera leiðinleg-
ur.“ Svo lengi lærir sem lifir
en þetta tek ég með mér
áfram veginn og er þakklát
fyrir.
Hvíl í friði, elsku frændi.
Sjáumst hinum megin.
María Sigrún
Hilmarsdóttir.
Kynni okkar við Friðrik
hófust fyrir rúmum 12 árum.
Þá vorum við nemendur í
Myndlistarskóla Kópavogs.
Nokkrum árum síðar vorum
við komin með vinnustofur í
Auðbrekku 6, Kópavogi. Við
nánari kynni fundum við að
Friðrik var góður og skemmti-
legur félagi,sem var alltaf í
góðu skapi og með brandarana
á takteinum. Hann var góður
íslenskumaður og var fljótur
að sjá tvær hliðar á sama máli.
Húmorinn var alls ráðandi hjá
honum og var mikið hlegið í
matar og kaffitímum hjá okk-
ur. Lengi vel fór hann alltaf
heim í hádeginu til að sjóða
„kartöflurnar“ en kom alltaf
aftur eftir mat og vann fram
eftir degi.
Hann var gæddur frásagn-
argleði og naut þess að segja
sögur. Hann hafði komið víða
við í lífinu, og eftir „vinnulok“
byrjaði hann í Myndlistarskóla
Kópavogs. Fyrir nokkrum ár-
um var hann gerður að heið-
ursfélaga skólans, enda búinn
að vera „nemandi“ þar í hart-
nær 25 ár.
Kom þar í ljós að hann hafði
mikla hæfileika í myndlist,
bæði í teikningu og málun.
Lengi vel var vatnsliturinn
sterkari en síðar fór hann að
færa sig yfir í olíuna. Friðrik
naut kennslu hjá mörgum
kennurum Myndlistarskóla
Kópavogs, s.s. Derreks og
Bjarna.
Þar sem Friðrik hafði verið
sjómaður lengi vel var sjó-
mennskan honum kær og það
endurspeglaðist í myndunum
hans. Hann málaði mikið af
myndum af bátum og sjó-
mennsku. Olía – seinustu árin
gerðist hann nútímalegri og
fór að mála perur, vs. perur.
Friðrik tók þátt í mörgum
samsýningum, þ.á m. tveimur
sýningum í Gerðarsafni,
Kópavogi, á vegum skólans,
og með Hönnu Pálsdóttur, Glit
og Ylur, í Anaríku í júní 2015.
Það má nefna það að hann
seldi þar tíu myndir og geri
aðrir betur. Til að nefna
hversu ástsæll hann var í
okkar samfélagi, þá sótti annar
skólastjóra Myndlistarskóla
Kópavogs hann á hverjum
fimmtudegi, þar sem hann var
hættur að keyra og keyrði
hann í tíma og aftur heim og á
föstudögum var hann sóttur í
„föstudagshittinginn“, svo
fremi hann væri ekki upptek-
inn með Sjálfstæðisflokknum í
hádegismat.
Friðriki þótti gaman að fá
að halda áfram að hitta okkur í
Auðbrekkunni þótt hann væri
hættur að vera með vinnustofu
þar. Okkar var ánægjan að
hafa hann með og heiður að
vera samferða honum, að fá að
vera samvistum við fólk eins
og hann, fólk sem er kynslóð
eldra en við, hresst í anda og
lund og á líkama og sál, fólk
sem er ungt í anda og neitar
að gerast „gamalt“, fólk sem á
líf eftir að „vinnu“ lýkur og
nýtur efri áranna eins og ung-
lingar. Við, listamenn í Auð-
brekku 6, viljum þakka þér,
Friðrik, fyrir samfylgdina
þessi ár. Okkar var heiðurinn.
Við erum betri manneskjur
fyrir vikið,kynslóðabilið hverf-
ur þegar hugur og hönd eiga
samleið.
Fyrir hönd listamanna í
Auðbrekku 6,
Charlotta.
Friðrik Jónsson
Afi minn kom
stundum með
ömmu norður á
Hvammstanga að
hitta mig og fjölskyldu mína.
Þegar pabbi eða mamma sögðu
að amma og afi væru að koma
varð ég mjög glaður. Stundum
beið ég í glugganum og horfði
út þangað til þau komu. Um
leið og ég sá litla gráa jepp-
linginn þeirra hljóp ég út og sá
þar afa beygja sig niður og
opna faðminn og taka fast utan
um mig. Það er til á vídeó þeg-
ar ég og Engilbjört vorum að
spila á einhvern afríkugítar, þá
kom afi inn og brosti og horfði
á okkur og var glaður. Hann
afi knúsaði fast og gerði það
oft. Stundum þegar ég var
Sigurður Ketill
Gunnarsson
✝ Sigurður KetillGunnarsson
fæddist 25. janúar
1931. Hann lést 7.
maí 2016.
Útför Sigurðar
fór fram 20. maí
2016.
kannski bara að
horfa á sjónvarpið
kom afi og var
nýbúinn að leggja
sig, hann beygði
sig niður og opnaði
faðminn og ég
hljóp i fangið hans.
Þegar afi varð
hissa þá lét hann
hendurnar sínar
detta á lærin á sér.
Og þegar hann var
að banna mér eða einhverjum
öðrum eitthvað þá sagði hann:
„abbabbabbabb“.
Amma gerði og gerir enn í
dag hafragraut á morgnana.
Þegar ég var hjá þeim fórum
við afi inn í eldhús og fórum í
keppni um hver kláraði graut-
inn fyrst. Ég fór með ömmu og
afa í göngutúr á morgnana og
fékk stundum stórt hælsæri.
Þá hélt afi stundum á mér
heim og setti sérstakt smyrsl á
hælinn minn, og þá greri sárið
fljótt.
Benjamín Jafet
Sigurðarson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
FRIÐRIK INGIMAR JÓNSSON
rafvirki,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn
20. maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðar-
kirkju föstudaginn 3. júní kl. 13.
.
Halldóra Guðmundsdóttir
Þórunn Ingimarsdóttir
Bjarnveig Ingimarsdóttir Magnús Agnarsson
Ingunn Ingimarsdóttir Kristinn G. Ólafsson
Halldóra Ingimarsdóttir Pétur M. Sigurðssson
Bergþóra V. Ingimarsdóttir Einar Th. Jónsson
Jón Ingimarsson María Ósk Steinþórsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við fráfall
og útför
KRISTJÁNS ÞORKELSSONAR,
Dalalandi 16,
Reykjavík.
.
Ragna Þórðardóttir
Þórður Kristjánsson Bergdís Linda Kjartansdóttir
Sigurður Kristjánsson Jórunn Magnúsdóttir
Lilja Kristjánsdóttir Stefán Már Gunnlaugsson
barna- og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNA BERGMANN
GUÐMUNDSDÓTIR,
fyrrverandi formaður
Verkakvennafélagsins Framsóknar,
sem lést miðvikudaginn 25. maí, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 3. júní klukkan 13.
.
Eiríkur Þorsteinsson Linda Björnsdóttir
Valur Ragnar Jóhannsson Sædís Arndal
Katrín Gróa Jóhannsdóttir Trausti Friðfinnsson
Jóhanna Huld Jóhannsdóttir Albert Ingason
Guðrún Edda Jóhannsdóttir Birgir Ingibergsson
Bergþóra Ósk Jóhannsdóttir Ólafur Eyjólfsson
Örn Ingvar Jóhannsson Iðunn Ása Hilmarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir mín og systir,
HÓLMFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
Kjarnagötu 12,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 21. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
.
Elín Einarsdóttir,
Aðalheiður Stefánsdóttir.