Morgunblaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016
ÚRVALS SÓSUR
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Harðir bardagar geisa nú á milli íra-
skra hermanna og vígamanna Ríkis
íslams við borgina Fallujah þar í
landi. Borgin hefur verið undir
stjórn vígamanna síðan 2014 en
stjórnvöld í Bagdad hafa nú hrundið
af stað stórsókn hersins þar sem
markmiðið er að brjóta liðsmenn
samtakanna á bak aftur og endur-
heimta þannig borgir og bæi.
„Þær írösku hersveitir sem
reyndu að komast inn í borgina að
sunnanverðu þurftu að þola fjögurra
klukkustunda gagnárás af hendi
vígamanna Ríkis íslams, en þeir not-
ast meðal annars við leyniskyttur,
sprengigildrur, bílsprengjur og
sjálfsvígssprengjumenn,“ segir Ben
Wedeman, fréttamaður CNN, en
hann hefur fylgst náið með fram-
vindu mála frá því að árásin hófst.
Óttast faraldur á svæðinu
Fréttaveitan Reuters segir
minnst 50.000 almenna borgara búa
innan marka Fallujah, flestir þeirra
við afar bágar aðstæður, og hafa
vígamenn meinað þeim útgöngu.
„Íraskar hersveitir hafa setið um
borgina í um sex mánuði og er því
mikill skortur þar á matvælum,
hreinu drykkjarvatni og lyfjum,“
segir Wedeman og bendir á að Sam-
einuðu þjóðirnar hafi nú auknar
áhyggjur af því að kólerufaraldur
kunni einnig að brjótast út á svæðinu
með enn frekara manntjóni.
Breska ríkisútvarpið (BBC) grein-
ir frá því að vígamenn reyni nú hvað
þeir geta til að fá þá almennu borg-
ara sem enn eru í Fallujah til að taka
upp vopn og berjast sér við hlið. Eru
vígamenn einnig sagðir hafa myrt
fjölmarga sem hafa neitað að hjálpa
þeim í bardaganum.
Íraskar hersveitir hófu í fyrradag
sókn sína inn í Fallujah og er barist á
þrennum vígstöðvum þar nærri.
Þrátt fyrir mikla mótspyrnu hefur,
samkvæmt fréttaveitu AFP, her-
mönnum tekist best að sækja inn í
borgina sunnanverða.
Gefa ekki upp eigið mannfall
Tölur um mannfall eru nokkuð á
reiki, en Abdelwahab al-Saadi hers-
höfðingi, sem sér um allar aðgerðir í
tengslum við orrustuna um Fallujah,
segir minnst 75 liðsmenn Ríkis ísl-
ams hafa verið drepna við suður-
hluta borgarinnar. Hann vildi hins
vegar ekki veita neinar upplýsingar
um mannfall í röðum íraskra sveita.
AFP
Sprengjuregn Íraskar hersveitir notast m.a. við stórskotaliðssveitir, skriðdreka af gerðinni M1 Abrams, herþyrlur
og sprengjuvörpur í sókn sinni inn í borgina, en einnig veitir flugher Bandaríkjanna aðstoð í formi loftárása.
Veittu mikla mót-
spyrnu við Fallujah
Skyttur og sjálfsvígssprengjumenn tóku á móti hernum
Vopnaðar sveitir
talibana myrtu
minnst 16 manns
og rændu fjöl-
mörgum almenn-
um borgurum til
viðbótar er þær
sátu fyrir rútu-
bílum sem ekið
var um hérað í
norðurhluta Afganistans í gær.
Fréttaveita AFP greinir frá því
að fólkið hafi tilheyrt um 200
manna hópi sem var um borð í fjór-
um rútubílum. Voru bílarnir á leið
til Kabúl, höfuðborgar landsins,
þegar vígamenn létu skyndilega til
skarar skríða. Samkvæmt AFP réð-
ust vopnaðir menn um borð í rút-
urnar, vísuðu farþegunum út og
skutu því næst suma þeirra af
stuttu færi. „Talibanar myrtu 16
farþega og eru með yfir 30 í haldi,“
segir Sayed Mahmood Danish, tals-
maður landstjórans í Kunduz-
héraði, í samtali við AFP.
Lögreglustjórinn á svæðinu segir
hins vegar fleiri hafa látist, eða
minnst 17, en að sögn hans eru far-
þegarnir allir almennir borgarar.
Talið er þó að einhverjir þeirra séu
fyrrverandi lögreglumenn.
AFGANISTAN
Vígamenn talibana
myrtu og rændu al-
mennum borgurum
Lögreglan í
Þýskalandi hefur
handtekið þrjá
karlmenn, sem
allir eru hælis-
leitendur frá
Pakistan,
grunaða um að
hafa beitt fjöl-
margar konur
kynferðislegu ofbeldi á tónlistar-
hátíð sem haldin var í borginni
Darmstadt. Fréttaveita AFP grein-
ir frá því að konurnar séu alls 18
talsins og að flestar séu þær ungar
að aldri.
Konurnar segja hóp manna hafa
umkringt sig síðastliðinn laugar-
dag, en frá hendi þessara manna
þurftu þær m.a. að þola káf og sví-
virðingar. Lögreglan segist einnig
vera að rannsaka hvort sumar
þeirra hafi jafnframt verið rændar.
Hinir handteknu eru á aldrinum
28 til 31 árs, en samkvæmt AFP
leitar lögreglan að minnst tveimur
mönnum til viðbótar í tengslum við
rannsóknina. Árásir þessar eru
sagðar líkjast þeim sem gerðar
voru í Köln á nýársnótt. khj@mbl.is
ÞÝSKALAND
Þrír hælisleitendur
teknir fyrir kynferð-
isglæpi gegn konum
Stjórnvöld í
Pjongjang skutu í
fyrrinótt meðal-
drægri eldflaug á
loft í tilrauna-
skyni. Varnar-
málaráðuneyti
Suður-Kóreu seg-
ir tilraunina hafa
misheppnast með
öllu, en talið er að
um sé að ræða
skotflaug af gerðinni Musudan, en
hún er hönnuð til að bera kjarnaodd.
„Við teljum þetta hafa misheppn-
ast,“ segir Jeon Ha-Gyu, talsmaður
herráðsins í Suður-Kóreu, í samtali
við fréttaveitu AFP. „Hvers vegna
og hvernig þetta mislukkaðist, við
erum að reyna að finna út úr því.“
Hersveitir Suður-Kóreu og Jap-
ans voru í gær settar í viðbragðs-
stöðu vegna tilrauna norðanmanna
og munu þessar sveitir viðhalda við-
búnaðarstigi sínu áfram.
Suðurkóreski fréttamiðillinn Yon-
hap hefur greint frá því að eldflaug
norðanmanna hafi að líkindum
sprungið í loft upp á skotpallinum
skömmu áður en hún átti að hefja sig
til flugs. „Talið er að nærstaddir hafi
slasast alvarlega í sprengingunni,“
segir í áðurnefndri frétt.
Er þetta í fjórða skipti á skömm-
um tíma sem tilraunir Norður-
Kóreu með Musudan-eldflaug mis-
heppnast algerlega. khj@mbl.is
Musudan-
flaugin fór
ekki langt
Eldflaugarskot
misheppnaðist
Kim Jong-un, leið-
togi Norður-Kóreu.
Anne Hidalgo,
borgarstjóri Par-
ísar, vill setja upp
nýjar og stærri
flóttamannabúðir
innan marka
höfuðborgar
Frakklands, en
með þessu vill
hún leysa af
hólmi þær bráða-
birgðabúðir sem
fyrir eru í borginni og þykja ekki
uppfylla kröfur um aðbúnað og heil-
brigði. Talið er að um 800 manns búi
í áðurnefndum búðum sem finna má
norður af París.
Að sögn fréttaveitu AFP greindi
borgarstjórinn frá því á blaða-
mannafundi, sem haldinn var í gær,
að borgarstarfsmenn væru nú að
meta hin ýmsu svæði innan borgar-
landsins og þá hvort þau hentuðu
undir flóttamannabúðir. khj@mbl.is
Vill flótta-
búðir í París
Anne
Hidalgo
„Þetta verður umbreyting fyrir kon-
unglega breska sjóherinn, breska
herinn í heild sinni og í raun fyrir
landið allt,“ segir Jerry Kyd, sjóliðs-
foringi og verðandi skipstjóri nýs
flugmóðurskips breska sjóhersins.
Vísar hann í máli sínu til þess að
breska varnarmálaráðuneytið mun
árið 2020 taka í þjónustu tvö ný flug-
móðurskip af gerðinni Queen Eliza-
beth. Verður annað þeirra nefnt
HMS Queen Elizabeth en hitt HMS
Prince of Wales.
Skipin verða þau stærstu sem
smíðuð hafa verið fyrir breska sjó-
herinn, um 280 metra löng og 65.000
tonn. Í áhöfn verða um 700 sjóliðar
og um borð fjölmargar orrustuþotur
af gerðinni F-35. Sjóprófanir hefjast
að líkindum síðar á þessu ári.
Stærstu skip
flotans í notk-
un árið 2020