Morgunblaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 Árin segja sitt1979-2016 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is )553 1620 Verið velkominn Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. MÁ BJÓÐA ÞÉR Í SJÓNMÆLINGU? NÝ SENDING AF UMGJÖRÐUM Traust og góð þjónusta í 20 ár Hamraborg 10, Kópavogi – Sími 554 3200 Opið virka daga 9.30-18, laugardaga 11–14 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ríkisskattstjóri hefur stofnað sérstaka einingu við embættið, hagsvið. Verk- efni þess eru einkum þrenns konar; hagrannsóknir af ýmsu tagi, umsjón með skattatölfræði og rekstur á grein- ingardeild. „Allt miðar þetta að því að auka þekkingu á skattskilum og leita uppi þá skattaðila sem talið er að þarfnist nánari skoðunar,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Vísir að hagsviði hefur verið rekinn á undanförnum árum hjá ríkisskatt- stjóra; með greiningardeild sem starf- rækt hefur verið um nokkurt skeið og framsetningu á skattatölfræði sem m.a. hefur verið gerð grein fyrir á vef- síðu RSK en einnig með greinaskrifum í Tíund, fréttablaði ríkisskattstjóra. Breytingarnar með formlegri stofn- un hagsviðs miða að því að auka við þessa þætti í störf- um ríkisskatt- stjóra en einnig til að taka almennar hagrannsóknir sem tengjast skattskilum, að sögn Skúla Egg- erts. „Leiðarljósið er að því að auka getu til að framkvæma nákvæmri greiningu frávika frá lög- bundnum skattskilum svo unnt verði að efla almennt skatteftirlit og bæta samhliða upplýsingagjöf til ráðuneytis og aðra sem hafa með höndum hag- stjórn í landinu. Verður þannig bætt þekking á skattskilunum og þar með aukin tækifæri til frekari úrvinnslu.“ Markmið starfa hagsviðs sé að greina betur hversu hátt hlutfall skatta aðilar komi sér hjá að greiða vegna skattundanskota, ekki síst í hvaða atvinnugreinum þau undanskot séu og hlutfall af heildarundanskot- um. „Með þessum hætti er unnt að velja aðila til frekari skoðunar með ná- kvæmari hætti en verið hefur ásamt því að hlutlægni við vali á verkefnum verður ráðandi við mat á því hvaða framteljendur veljist í eftirlitsúrtök. Með stofnun hagsviðs til þessara verkefna er þannig stefnt að aukinni skilvirkni skattframkvæmdar og að upplýsingar til hagstjórnar hérlendis verði nákvæmari en verið hefur,“ segir Skúli Eggert. Embætti ríkisskattstjóra auglýsti nýlega laust starf við hið nýja hagsvið. Umsækjendur skulu hafa háskólapróf í hagfræði eða viðskiptafræði eða sambærilega menntun. Umsóknar- frestur er til og með 10. júní næst- komandi. Hagsvið hjá ríkisskattstjóra  Markmiðið að auka þekkingu á skattskilum og leita uppi þá skattaðila sem talið er að þarfnist nánari skoðunar Skúli Eggert Þórðarson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í umsögn Náttúrufræðistofnunar um frumvarp um nýja skógræktar- stofnun er að finna harða gagnrýni á það fyrirkomulag sem stefnt er að og segir þar að frekar sé um afturför að ræða hvað varðar ákveðna þætti. Með frumvarpinu er lagt til að skóg- ræktarstarf ríkisins, þ.e. Skógrækt ríkisins og landshlutaverkefni í skógrækt, sameinist í einni stofnun, Skógræktinni. Umfjöllun um málið er lokið í um- hverfis- og samgöngunefnd Alþingis og var málið á dagskrá þingsins í gær. Nefndin gerir eina tillögu til breytingar á texta frumvarpsins, þ.e. að ákvæði úr eldri lögum haldi sér í þeim nýju um að 5% láglendis undir 400 metrum yfir sjávarmáli verði klædd skógi. Óskyldir þættir Náttúrufræðistofnun sendi inn ítarlega umsögn um frumvarpið og í niðurlagi hennar segir: „Náttúru- fræðistofnun harmar að í frumvarp- inu eru engar nýjungar eða ný fram- tíðarsýn m.t.t. náttúruverndar og skipulagningar skógræktar, né um landgræðslu og endurheimt nátt- úrulegra vistkerfa. Frumvarpið er frekar afturför hvað þetta snertir. Frumvarpið auðveldar skógrækt- inni/landshlutaverkefnum í skóg- rækt að fara inn á svæði sem hingað til hafa ekki verið henni ætluð s.s. hálendið. Það eina góða við frum- varpið er að það mun án efa efla fag- lega þekkingu innan geirans en á hinn bóginn blanda saman alls óskyldum þáttum eins og einkahags- munum einstakra skógarbænda við verkefni sem ríkið hefur tekið að sér til hagsmuna fyrir alla landsmenn s.s endurheimt birkiskóga og vernd þjóðskóga. Ef ríkið vill reka hagsmunatengda ríkisstofnun fyrir eina atvinnugrein innan landbúnaðargeirans er eðli- legast að hún fari ekki með neina stjórnsýslu eða umsjón sem varðar náttúruvemd eða endurheimt náttúrulegra vistkerfa. Ný Skóg- rækt á og mun að sjálfsögðu hafa mikið á segja um landnotkun, eðli málsins samkvæmt, en á ekki að vera beggja megin borðs.“ Undirbúningur gengið vel Skógrækt ríkisins, Suðurlands- skógar, Skjólskógar á Vestfjörðum, Héraðs- og Austurlandsskógar, Norðurlandsskógar og Vesturlands- skógar sendu inn sameiginlega um- sögn. Þar er frumvarpinu fagnað og hvatt til þess að það verði samþykkt. Frá áramótum hafi staðið yfir undir- búningsvinna að sameiningunni þar sem allt starfsfólk tilvonandi stofn- unar hafi komið að auk hagsmuna- aðila. Sú vinna hafi gengið vonum framar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skógrækt Frá Snæfoksstöðum. Ný Skógrækt verði ekki beggja megin borðsins  Gagnrýni Náttúrufræðistofnunar Þrír umsækjendur voru um emb- ætti prests Íslenska safnaðarins í Noregi sem auglýst var nýlega. Embættið veitist frá 1. júlí. Umsækjendurnir eru séra Lilja Kristín Þorsteinsdóttir, María Rut Baldursdóttir guðfræðingur og séra Ragnheiður Karítas Péturs- dóttir. Frestur til að sækja um embættið rann út 18. maí. Stjórn Íslenska safnaðarins í Noregi ræður prest- inn til starfa að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa þrír fulltrúar, einn fulltrúi safnaðar- stjórnar, einn fulltrúi biskups og einn sameiginlegur fulltrúi biskups og safnaðarstjórnar. Prestur Íslenska safnaðarins mun leiða safnaðarstarfið í samráði við safnaðarstjórn og starfsfólk. Þjónustusvæðið er Noregur og fylgja starfi prestsins talsverð ferðalög. Skrifstofa Íslenska safn- aðarins og starfsfólks hans er í Ósló. Sr. Arna Grétarsdóttir hefur þjónað söfnuðinum í Noregi. Þrjár konur vilja þjóna í Noregi Í umsögn Félags skógarbænda á Suðurlandi segir að nauðsyn- legt sé að skýrt verði afdráttarlaust hvar í stjórn- skipulagi nýrrar stofnunar skógarbændur muni sitja og taka þátt í mótun, skipulagn- ingu, markmiðasetningu og eftirfylgni með verkefnum stofnunarinnar. Vonir séu bundnar við að ný stofnun, Skógræktin, verði mikilvægur hlekkur í að byggja upp atvinnugreinina skógrækt og það verði ekki gert án skógarbænda. Ekki án skóg- arbænda UPPBYGGING SKÓGRÆKTAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.